Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 2Wo rjjtinWafcitii ■ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR BLAD Brunkappi í viðbragðs- stöðu HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í alpagreinum skíðaíþrótta stendur nú sem hæst í Sierra Nevada á Spáni. I gær áttu keppendur bæði í karla- og kvennaflokki að æfa sig í Va- leta-brunbrautinni en vegna snjókomu og skafrennings var öllum æfingaferðum aflýst. Mikill snjór er í Snæfjöllum ólíkt því sem var í fyrra, en þá varð að fresta heimsmeistara- mótinu vegna snjóleysis. Nú er snjódýptin tveir metrar og segja mótshaldarar að ekki megi snjóa meira því þá er hætta á að dagskrá mótsins raskist enn meira. í dag er fyr- irhugað að keppa í tvíkeppnis- bruni kvenna, en á laugardag í bruni karla og síðan bruni kvenna á sunnudag. Skíðamaðurinn á myndinni heitir Luka Sauder frá Kanada. Hann mætti í rásmarkið í gær með frekar skrautlegan ör- yggishjálm og var tilbúinn að fara niður brautina ef það skyldi stytta upp. Myndin á hjálminum er af Bjór, sem er lukkudýr Kanadamannsins. Reuter Borðtennislands- liðið til Svíþjóðar FIMM íslenskir borðtennismenn taka þátt í al- þjóðlegu móti, sem er eitt það sterkasta sem haidið er á Norðurlönd- um, í Svíþjóð um helg- ina. Þeir seni keppa fyr- ir hönd íslands eru: Guðmundur E. Stephen- sen, Ingólfur Ingólfs- son, Markús Árnason, Adam Harðarson, sem allir eru úr Víkingi, og Kjartan Briem úr KR. Þjálfari liðsins er Peter Niisson. íslandsmeistarinn Guðmundur E. Stephen- sen mun leika í tvíliða- leik með sterkasta unglingalandsliðsmanni Dana, Michael Mais, en þeir sigruðu einmitt á alþjóðlegu móti í Danmörku í nóvember á síð- asta ári. Ef samvinna þeirra gengur vel munu þeir leika saman í tvíliðaleik á Evrópumóti ungl- inga og eins á Norðurlandamótinu. Cullis hætti eftir viku í starfi KEVIN Cullis sagði upp sem knattspyrnustjóri 2. deildar liðs Swansea eftir aðeins sjö daga í starfi og hafa fáir staldrað skemur við. Cullis, sem er 37 ára og þjálfaði unglingalið hjá utan- deildarfélaginu Cradley, var ráðinn i liðinni viku en hann hafði enga reynslu sem leikmaður eða knattspyrnustjóri í ensku deildarkeppninni. Swansea tapaði 1:0 heima gegn Swindon sl. laug- ardag undir hans stjórn og síðan 4:0 í Blackpool í vikunni. Tim Ward var einnig starfandi stjóri í viku, þjá Exeter í mars 1953 en Bill Lambton á met- ið, var þijá daga við stjómvölinn hjá Scunthorpe í apríl 1959. Dave Bassett, knattspyraustjóri Crystal Palace, var ráðinn sem slíkur hjá félag- inu i maí 1984 en fjórum dögum síðar hætti hann við, skrifaði ekki undir samninginn og fór aftur til Wimbledon. Sænskur mark- vörður á Anfield ROY Evans, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur boðið sænska markverðinum Conny Magnusson að koma til Anfield Road og æfa með liðinu um tíma. Conny, sem er aðeins sextán ára, er ekki samningsbundinn liði í Svíþjóð. Liverpool getur þó ekki gert við hann samning, þar sem hann hefur ekki leikið landsleik fyrir Svía, en aðeins landsliðsmenn fá atvinnuleyfi i Englandi. Evans gerir sér vonir að það mál leysist í framtíðinni og drengurinn eigi framtið hjá félaginu. Haukur og Amór bættu sig verulega HAUKUR Arnórsson úr Ármanni og Arnór Gunn- arsson frá ísafirði bættu sig verulega í stórsvigi á tveim- ur mótum í Austurríki í vik- unni. í fyrra mótinu hlaut Haukur 34 punkta (FIS- stig) en Arnór keyrði út úr. Seinni daginn var Hauk- ur í 8. sæti og fékk fyrir það 31 punkt. Hann er því kominn með 33 punkta í stórsvigi, því tvö bestu mótin eru tekin til útreikn- ings. Hann átti áður best 46,28 punkta og hefur því Haukur Arnór bætt sig í punktum um 28,7%. Arnór varð í 13. sæti í sama móti og hlaut 36 punkta, hann átti áður best 46,28 punkta í stórsvigi og hefur því bætt sig um 22,2%. Þeir keppa báðir á tveimur svigmótum í Aust- urríki um helgina og fara síðan til Sierra Nevada til þátttöku í heimsmeistara- mótinu. Þar keppa þeir í stórsvigi 23. febrúar og svigi 25. febrúar. KNATTSPYRNA Bandaríska deildin hefst í San Jose Félöginí hinni nýstofnuðu banda- rísku atvinnumannadeild í Bandaríkjunum hafa valið sér leik- menn. 80 leikmenn voru í valinu og eru 69 þeirra bandarískir. Col- umbus Crew fékk fyrsta valrétt og valdi Brian McBride, sem er 23 ára Bandaríkjamaður og lék eitt ár (1994-1995) með þýska 2. deildar- liðinu Wolfsburg. Fyrrum landsliðsmenn Banda- ríkjanna, Jean Harbour og Ted Eck, vom þeir næstu sem valdir voru og fóru þeir til Colorado Rapids og Dallas Burn. Áður höfðu liðin tíu gert samninga við 40 leikmenn. Meðal þeirra em ítalinn Roberto Donadoni, sem leikur með New York MetroStars, Kolumbíumaður- inn Carlos Valderrama (Tampa Bay Mutiny), Marco Etchevrry frá Bóliv- íu (D.G. United) og Suður-Afríku- maðurinn Doctor Khumalo (Colum- bus Crew). Donadoni verður í sama liði og bandarísku landsliðsmennirnir Tab Ramos og Tony Meola. Marcelo Balboa, fyrirliði bandaríska lands- liðsins, leikur með Colorado með félögum sínum úr landsliðinu; Dom- inic Kinnear og Roy Wegerle. Markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins, Eric Wynalda, leikur með San Jose Clash. Bandaríska deildin mun hefja göngu sína formlega 6. apríl og verður opnunarleikurinn í San Jose milli Clash og D.C. United. KÖRFUKIMATTLEIKUR: KEFLVÍKIIMGAR SIGRUÐU ÍR ÁIM BURNS / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.