Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 1
¦¦¦ * : ~ ~~~- : ' ~~~ ~ "" : " : : ~~~- : : ————-— ; - — - ; —: - : ; ¦ . ; ; —-- : ; . . :¦;¦ .. . . ~ : : " .. ..'''. — : ~"~™ • MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HYBYLI • FRETTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 16.febrúar 1996 Blað D Félagslegar íbúðir UMRÆÐAN um félagslega íbúðakerfið að undanförnu hefur einkum snúizt um galla þess, segir Grétar J. Guð- mundsson í þætti sínum Markaðurinn. Minna hefur farið fyrir kostum þess. / 2 ? Að líma leir eða postulín ÞAÐ er vandasamt að líma saman muni úr leir eða postu- líni, sem brotnað hafa, segir Bjarni Ólafsson í þætti sínum Smiðjan. Það þarf að hreinsa brotin vel og það er ekki sama, hvaða lím er notað. / 6 ? Nýjar íbúðir við Garðatorg N | U ERU að koma á markað 26 íbúðir, sem I Álftárós er að byggja í fjölbýlishúsi við Garðatorg í Garðabæ. íbúðirnar eru hluti af nýbyggingum Álftáróss á þessum stað, en þær verða alls um 10.000 ferm. Þar af verða um 6.000 ferm. skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, en einnig verður þar 1.200 ferm. yfir- byggt torg auk íbuðanna. Ibúðirnar verða á 2., 3. og 4. hæð með góðu útsýni og eru ýmist 3ja, 4ra eða 5 herb., á bilinu 100-140 ferm. í kjallara verður bílageymsla. fbúðirnar eru þegar fokheldar, en vinna við hitalagnir og einangrun stendur yfir. Ibúðirnar verða afhentar í ágúst á þessu ári. Frágangur á íbúðunum verður vandaður. Þannig verða þær einangraðar að utari og jafnframt klæddar með svonefndum imiír. Eigið húsnæði al- gengast hér á landi EIGNARHALDI á íbúðarhúsnæði er mjög mismunandi háttað eftir löndum, eins og fram kemur á teikningunni hér við hliðina, en hún sýnir þróun eignarformsins á Norðurlöndum og þremur öðrum löndum á tímabilinu 1960-1990. Eigið húsnæði er greinilega langmest hér á landi, en á hinum Norðurlöndunum er það algengast í Finnlandi, síðan í Noregi og þar á eftir f Danmörku en minnst í Svíþj óð. Á Norðurlöndunum er félagslegt húsnæði algengast í Svíþjóð, en hvergi á Norðurlöndum hefur hús- næðisstefnan mótazt jafn mikið af félagslegum sjónarmiðum og þar í landi. Á síðustu árum hafa þó verið hafnar umfangsmiklar breytingar á húsnæðiskerfinu í Svíþjóð í átt til markaðshyggju og sjálfseignar. Félagslegt húsnæði var lengi einna mest í Bretlandi. Á síðustu árum hefur þó orðið mikil stefnu- breyting í Bretlandi varðandi eignarfórmið og gert ráð fyrir, að byggingu félagslegs húsnæðis verði hætt að mestu. Sjálfseignarformið fer því vaxandi í Bretlandi á ný. í Danmörku eru nær 20% af öllu íbúðarhúsnæði félagslegar leigu- íbúðir og þar er líka meira af öðru leiguhúsnæði á frjálsa markaðnum en annars staðar á Norðurlöndum. Hér á landi er talið, að útleigt hús- næði í eigu einkaaðila sé i kringum 10% af öllu íbúðarhúsnæði. Eftir sameiningu Þýzkalands minnkaði hlutfall sjálfseígnaríbúða þar í landi, þar sem allt íbúðarhús- næði í austurhlutanum var í eigu hins opinbera, á meðan kommúnista- stjórnin var við lýði. Eftir að hún féll, er sjálfseignarformið orðið mun algengara í austurhlutanum. Bygging félagslegs húsnæðis hefur aukizt mjög hér á landi á síð- ustu árum, á sama tíma og smíði á nýjum sjálfseignaríbúðum hefur dregizt saman. Þar er þó aðallega um félagslegar eignaríbúðir (verka- mannabústaði) og kaupleiguíbúðir að ræða. Félagslegt leiguhúsnæði hefur einnig verið að aukast hér á allra síðustu árum. Hlutfall íbúa í eigin húsnæði í nokkrum löndum 1960-1990 85% - 68% Bretland 67% Finnland 64% Bandaríkin 59% Noregur 51% Danmörk 30 1960 1980 42% Svíþjóö 38% V-Þýskáland 1 aan ¦ HeimiU: I yiíU Husnæöisstofiitmtíkisins-i í viðtali við Bergsvein Ólafsson, fjármálastjóra Álftárdss og Jón Guðmunds- son, fasteignasala í Fasteigna- markaðnum, þar sem íbúðirn- ar eru til sölu, er fjallað um þessar íbúðir. — Þessar íbúðir henta ólluiii, sem vi^ja ekki hafa of mikið fyrir lóð eða dýru viðhaldi, segir Bergsveinn. Fdlki virðist einnig líka stað- setningin vel. — Þessar íbúðir eru kær- komið tækifæri fyrir marga, sem viUa festa sér gdða fram- tíðareign í Garðabæ, segir Jón Guðmundsson. / 16 ? Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuld- breyta eða stœkka viðþig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? fasteignalán Skandia eru iyrir alla á stór- Reykjavikursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán i húsbréfakerfinu. • Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra tjárfestinga. Kostir Fasleignalána Skandia e Lánstími allt að 25 ár. e Hagsteð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. « Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðarlegar afborganir afl. 000. OOO kr. Fasteignaláni Skandia* \farthr/.) 10 ár 15 ár 25 ár 7.0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 MtQað er viðjufngrciðiilulán, *Auk vcröbóta Sendu inn umsókn eðafáðu nánari upplýsingar hjá ráógjöfum Skandia. Skandia FJÁRFESTINGAFÉL.AGID SKANDIA HF.. LAUGAVEGt 1 70 105 HEYKJAVÍK. SÍMl t3G 10 7QO, FAX 55 2B 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.