Morgunblaðið - 17.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 17.02.1996, Side 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 40. TBL. 84. ÁRG. Gómuðu spell- virkja Sarajevo, Dusina. Reuter. HERSVEITIR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) fundu í gær meintar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn á veg- um Bosníustjórnar i afskekkt- um dai í miðhluta Bosníu. Búðirnar voru í skíðaskála upp til fjalla vestur af Sarajevo. Þar fundust vopn og áætlanir um mannrán. Fulltrúar stjórnarinnar í Sarajevo sögðu að um væri að ræða njósnaskóla. í áhlaupi NATO á húsið voru átta Bosníumenn og þrír íranskir borgarar handteknir. Bosníu-Serbar imeinuðu eft- irlitssveitum NATO að kanna svæði þar sem grunur leikur á að þeir geymi þungavopn. Talið er að herstjórinn Ratko Mladic haldi þar til að mestu. NATO hótaði í gær að beita hervaldi til að kanna svæðið fyndist ekki önnur lausn. Sljórnar- andstöðu vex fylgi Bonn. Reuter. ÞÝSKI jafnaðarmannaflokkurinn og flokkur græningja njóta nú meiri vinsælda meðal kjósenda en stjórnarflokkarnir, samkvæmt skoðanakönnun sem þýska sjón- varpsstöðin ZDF birti í gærkvöldi. Jafnaðarmannaflokkurinn nýtur 33% fylgis, græningjar 12% en Kristilegir demókratar og Kristi- lega sósíalsambandið, systurflokk- urinn í Bæjaralandi, njóta fylgis 43%. Bæði Frjálsir demókratar og Flokkur lýðræðislegs sósíalimsa, arftaki austurþýska kommúnista- flokksins, njóta 4% fylgis hvor flokkur en til þess að koma manni á þing þarf 5% atkvæða. .....♦ ♦ ♦ Þing rofið á Italíu Róm. Rcutcr. OSCAR Luigi Scalfaro forseti ítal- íu rauf í gær þing og boðaði til þingkosninga 21. apríl nk., þremur árum fyrr en lög gera ráð fyrir. Scalfaro greip til þingrofs þegar ljóst varð að ítölsku stjórnmála- flokkarnir kæmu sér aldrei saman um stjórnlagabreytingar. Skoðanakönnun, sem birt var í vikunni, bendir til þess að hvorug blokkanna á þingi, blokk mið- og hægriflokka annars vegar og mið- og vinstriflokka hins vegar, færi með afgerandi sigur af hólmi í kosningum. Þriðjungur aðspurðra hafði þó ekki tekið afstöðu. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS (t. i. m *ím * * fc * Sá' a,s * 1.«« 88 •nr *•». n - ik** t W it H'f 041 i »»»•** f n ■, K » m r ^ ® ^ « f® ^ 1* í*1 ® 1É VkH A PC UL. fL fjg D Wi 'At IH í* M, .... „ * K Bt. fi - JMWSfcÍ ItÍKÍÍ!0{, f V*. • líí * 19 Reuter Sjöundi himinn sjón- varpsáhuga- mannsins ÍMYNDA mætti sér að þannig gæti heimur áhugamanna um sjónvarp, sem vilja ekki missa af neinu og verða sér úti um áskrift að öllum mögulegum stöðvum, litið út. Maðurinn á myndinni situr fyrir framan 500 sjónvarpsviðtæki. Myndin hlaut fyrstu verðlaun í vísinda- og tækniflokki í árlegri samkeppni blaðaljósmyndara um ljósmynd ársins. Jeltsín Rússlandsforseti hefur kosningabaráttu sína af krafti Varar þjóðina við nýrri byltingn kommúnista Tsjeljabínsk. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti heitir því að bjarga þjóðinni frá nýrri bolsévikabyltingu og binda enda á stríðið í Tsjetsjníu. Forsetinn býður sig fram til endurkjörs í júní og segist hafa verið í nokkrum vafa áður en hann lét slag standa. „En þingið er eins og það er [kommúnistar og þjóðernissinnar hafa samanlagt meirihluta], nokkrir hættulegir forsetaframbjóðendur eru reiðubúnir að stöðva umbæturnar og þetta olli því að ég varð að taka þessa ákvörðun," sagði forsetinn á fundi með stáliðnaðarmönnum í Síb- eríuborginni Tsjeljabínsk í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem sagði að ekki væri tekin afstaða með eða móti einstökum frambjóðendum í Rússlandi en lýst var andstöðu við stefnu kommúnista og frambjóðanda þeirra, Gennadíjs Zjúganovs. Jafnframt var hvatt til þess að frjálslyndir umbótasinnar sameinuðust um einn forsetaframbjóðanda. Alain Juppé, for- sætisráðherra Frakklands, er í opinberri heim- sókn í Rússlandi og hefur látið í ljós óbeinan stuðning við Jeltsín. Jeltsín minnir þjóðina á sovétskeiðið Rússlandsforseti ræddi um Tsjetsjníu og sagði að vel gæti verið að það hefðu verið mistök að senda her til héraðsins. „Ég veit ekki hve marg- ar andvökunætur ég hef átt, þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort við hefðum átt að bregðast við með öðrum hætti,“ sagði hann. Jeltsín sagðist íhuga að draga herinn á brott í áföngum. Ekki væri hægt að flytja liðið á brott umsvifalaust, þá myndu uppreisnarmenn ráðast á þá Tsjetsjena sem ekki styddu Dzhokar Dúdajev, fyrrverandi forseta héraðsins. Jeltsín fékk tvisvar hjartaáfall í fyrra en virt- ist vel á sig kominn í gær og í baráttuhug. Hann varaði sérstaklega við kommúnistum. „Þeir leggja til að fólk verði rænt eigum sínum, tekin verði af því húsin, einkafyrirtæki verði þjóðnýtt. Þeir vilja endurtaka atburðina frá 1917. Enginn mun hagnast á því. Rússland myndi ekki lifa af endurtekningu atburðanna 1917.“ Forsetinn sagðist myndu sjá til þess að kaup yrði greitt á réttum tíma en fjölmargir Rússar sem starfa hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum verða oft að bíða vikum og mánuðum saman eftir launagreiðslum. Jeltsín minnti viðstadda á erfiðleikana á sov- étskeiðinu, vöruskortinn og langar biðraðir við áfengisverslanir. Forsetinn, sem hefur verið sakaður um drykkjuskap, sagði ýmsa fullyrða að vodka væri of ódýrt, hækka bæri verðið. „En ég hef ekki haft hugrekki til þess ennþá“. Reuter Vigtin upplýst AFGREISÐLU STÚLKUR í matvöruverslun í bænum Tsjerkassí í Úkraínu lesa af vigtinni með vasaljósi. Þar í borg og víðar í Úkraínu hafa menn orðið fyrir barðinu á raf- magnsskömmtun vegna viðvar- andiorkukreppu. Sljórnarmyndunarviðræður í Tyrklandi Bjartsýni í röðum flokks múslima Ankara. Reuter. NECMETTIN Erbakan, leiðtogi ísl- Tyrklands eftir kosningarnar 24. amska Velferðarflokksins í Tyrk- desember en náði þó ekki meirihluta. landi, kvaðst í gær vongóður um að geta myndað stjórn með Föður- landsflokknum og tryggt heittrúuð- um múslimum meiri völd en nokkru sinni fyrr í nútímasögu landsins. Talsmaður Pöðurlandsflokksins, sem er hægriflokkur, var einnig fremur bjartsýnn og sagði að stjórn- armyndunarviðræðurnar væru um það bil hálfnaðar. Leiðtógar flokk- anna koma saman í dag, eftir að hafa ráðfært sig við þingmenn og forseta landsins í gær. Óvenju mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og þrátt fyrir bjart- sýnina í gær áttu leiðtogarnir enn eftir að jafna ýmis ágreiningsmál áður en langþráður draumur ísl- amskra heittrúarmanna um að kom- ast til valda gæti ræst. Velferð- arflokkurinn er nú stærsti flokkur Skosk byrjun Fíladelfíu. Reuter. ÚRSLIT lágu ekki fyrir í fimmtu einvígisskák Garríj Kasparovs og Djúpblár, öflugustu skák- tölvu heims, í gærkvöldi. Leiknir höfðu verið 12 leikir þegar blaðið fór í prentun. Upp kom skosk byijun. Tölvan hafði hvítt en Kasparov svart. Fyrir skákina var staðan jöfn, tveir vinningar gegn tveimur. Sjötta og síðasta skákin verður tefld í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.