Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verkalýðsfélög í Hafnarfirði í andstöðu við bæjarstjórn Bæjarstjórn vill víkja verkalýðs- fulltrúum úr húsnæðisnefnd VERKALÝÐSFÉLöG í Hafnarfirði hyggjast leita fulltingis félagsmálaráðherra til að fá hnekkt samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar um að víkja þremur fulltrúum verkalýðsfé- laganna úr 7 manna húsnæðisnefnd bæjarins. Samþykktin byggist á heimildum sveit- arfélagsins sem reynslusveitarfélags en gengur að sögn Árna Guðmundssonar, for- manns Starfsmannafélags Hafnarfjarðar- bæjar, gegn því sem rætt hafði verið um í reynslusveitarfélaganefnd sveitarfélagsins. Hann gagnrýnir vinnubrögð bæjarstjóm- arinnar í málinu og segir samþykktinni hafa verið laumað í gegn á elleftu stundu við seinni umræðu um skipan húsnæðismála í reynslu- sveitarfélaginu og tillögu um að fresta af- greiðslu tillögunnar til að veita bæjarfulltrú- um færi á að kynna sér málið hefði verið hafnað. í húsnæðisnefndinni hafa setið sjö fulltrú- ar, þrír tilnefndir af verkalýðsfélögunum og fjórir af sveitarstjórn. Sú skipan er ákveðin með lögum en reynslusveitarfélögum gefst kostur á að haga framkvæmd húsnæðismála hjá sér með nýjum hætti. Nýskipan á borð við þessa öðlast þó ekki gildi fyrr en fyrir liggur samþykki félagsmálaráðherra, sam- kvæmt túlkun Árna Guðmundssonar. Kosið var í húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar eftir sveitarstjórnarkosningar 1994 og er formaður hennar Lúðvík Geirsson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalags, sem nú er í minni- hluta í bæjarstjórninni eftir að meirihluti sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmanna sprakk og hluti Sjálfstæðisflokksins gekk til samstarfs við Alþýðuflokk. Árni Guðmundsson sagði að verkalýðsfélög í bænum mundu væntanlega bera saman bækur sínar og samræma sín viðbrögð við samþykkt bæjarstjórnar. Hann kvaðst þegar hafa tekið málið upp á vettvangi BSRB og vænti þess að Hlíf og Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar, sem einnig missa fulltrúa í húsnæðisnefndinni ef samþykkt bæjarstjórn- ar nær fram að ganga, beri málið upp á vett- vangi ASÍ. Árni sagði hagsmuni verkalýðs- hreyfingarinnar af áhrifum á störf húsnæðis- nefnda augljósa og auk þess sem skipanin væri ákveðin með lögum fjármagnaði verka- lýðshreyfingin húsnæðiskerfið að stórum hluta með verðbréfakaupum lífeyrissjóða. Ríkisstjórnin Ein milljón til lækninga á sjö ára bosnískum dreng RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita einni milljón króna til lækninga á 7 ára gömlum dreng frá Bosníu. Drengurinn missti aðra höndina við úlnlið í sprengingu fyrir 3 árum. Frændfólk drengsins kom hingað til lands fyrir liðlega tveimur árum. Þau óskuðu eftir því við heilbrigðis- ráðherra að athugað yrði hvort hægt væri að veita drengnum lækningu hér á landi. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að erindið hafi verið tekið fyrir á ríkisstjórnar- fundi á föstudagsmorgun. Ríkis- stjórnin hafi ákveðið að veita einni milljón af ráðstöfunarfé ríkisstjórn- arinnar til lækninga á drengnum. Hann kemur hingað til lands á næstunni með móður sinni. Halldór Jónsson, yfirlæknir bæklunardeild- ar Landspítalans, hefur kynnt sér gögn um drenginn og fer lækningin fram undir hans stjórn. Ekki er vit- að hvað mæðginin þurfa að dvelja lengi hér á landi og gera þarf ráð fyrir tíma til að þjálfa upp vöðva í handleggnum til að taka við gervi- hönd. Gervihöndin verður smíðuð af Össuri hf. Móðir og sonur dveljast hjá frændfólki drengsins á meðan á dvölinni á íslandi stendur. Flugleyfi TAESA endurnýjað SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ endurnýjaði flugleyfi mexíkóska flugfélagsins TAESA hingað í gær að tillögu loftferðaeftirlitsins, eftir að félagið skilaði greinargerð um leigu sína á tyrkneskri þotu, sem fórst út af ströndum Dóminíkanska lýðveldisins í síðustu viku. TAESA baðst afsökunar á að láðst hefði að sækja um leyfi fyrir flug tyrknesku vélarinnar hingað til lands og hét því að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði að TAESA hefði lýst því yfir að félagið hefði ekki haft upplýsingar um annað en að allt hefði verið með felldu með tyrknesku vélina, tryggingar hennar og önnur plögg. „TAESA benti á að félagið hefði lengi sinnt leiguflugi hingað til lands og óskaði eftir að fá að halda því áfram, enda myndi það ekki endurtaka sig að félagið léti undir höfuð leggjast að afla tilskil- inna leyfa. Við vitum ekki betur en að þetta flugfélag standist allar al- þjóðlegar kröfur og óttumst ekki að yfirsjón þess endurtaki sig.“ Uppfyllir ströngustu kröfur Þota frá TAESA lendir hér á landi á mánudag, með farþega Heims- ferða frá Cancun og flýgur sama dag með annan hóp út. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sagði í gær að meginatriði málsins væri, að íslensk stjómvöld gerðu rík- ar kröfur til flugöryggis og að hing- að flygju aðeins traust flugfélög. „Nú hafa íslensk stjómvöld end- urnýjað flugleyfið og þar með höfum við fengið staðfestingu á að TAESA er félag sem uppfyllir ströngustu kröfur," sagði hann. ■ Kannið með hvaða/16 Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Tennis- höllinni veitt bæj- arábyrgð BÆJARSTJÓRN Kópavogs samþykkti í gær að veita Tennishöllinni hf. einfalda bæjarábyrgð á 70 milljóna króna láni vegna endurfjár- mögnunar Tennishallarinnar. Til tryggingar ábyrgðinni er annar veðréttur eignarinnar Dalsmára 9-11. Söluverðmæti eignarinnar er metið 150 millj- ónir. Samþykkt bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að á fyrsta veð- rétti megi hvíla allt að 60 millj- ónir. Áður hafði bæjarsjóður Kópavogs veitt Tennishöllinni bæjarábyrgð að upphæð 62 milljónir. Abyrgðin er nú aukin upp í 70 milljónir. Gert er ráð fyrir að gatnagerðargjöld, sem hvíla á fyrsta veðrétti, verði greidd með lántöku. Eftir er að ganga endanlega frá sam- komulagi milli Tennishall- arinnar og bæjarsjóðs um starfsemi hallarinnar. Tillaga um bæjarábyrgð var samþykkt með 10 atkvæðum, en Helga Siguijónsdóttir, bæj- arfulltrúi Kvennalistans, sat hjá. Bridshátíð hafin BRIDSHÁTÍÐ var sett í gær- kvöldi á Hótel Loftleiðum. Helgi Jóhannsson, fyrrverandi forseti Bridssambandsins, ávarpaði gesti en á áttunda tug erlendra gesta taka þátt í mótinu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra setti síðan mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir íslands- vininn Zia Mahmood. Zia spilar við Danann Lars Blakset en and- stæðingar þeirra í fyrstu umferð- inni voru Guðmundur Sv. Her- mannsson og Helgi Jóhannsson. Tvimenningskeppninni lýkur í dag en á morgun hefst stærsta bridsmót sem haldið hefír verið hérlendis, Opna Flugleiðamótið, en 100 sveitir eru skráðar í keppnina. Bridshátíð lýkur á mánudags- kvöld en sýndir verða á sýningar- töflu valdir leikir í sveitakeppn- inni. Breytingar á meðal verði fisks frá því fyrir ári sfðan Meðalverð feb. feb. 1995 1996 Breyting '95-'96 Smálúðuflök 702 722 +2,9% Ýsuflök m. roði 536 517 -3,5% Ýsuflök, reykt 639 609 -4,8% Saltfbitar, útvatn. 550 546 -0,6% Kinnur, saltaðar 319 310 ■2,7% Fiskhakk, (ýsu) 564 539 -4,5% Rauðsprettuflök 522 533 +2,2% Fiskur lækkar að meðaltali NÝ ýsuflök hafa að meðaltali lækk- að um 3% frá febrúar á síðasta ári. Þetta kom fram í verðkönnun sem gerð var á vegum Samkeppnis- stofnunar fyrr í þessum mánuði en sambærileg könnun var gerð á veg- um stofnunarinnar í febrúar á síð- astliðnu ári. Þá kom fram mikill verðmunur á fisktegundum milli verslana. ■ Verðkönnun á fiski/9 -----».♦ Vala setti Norður- landamet VALA Flosadóttir fijálsíþrótta- kona úr ÍR setti Norðurlandamet í stang- arstökki á sænska inn- anhússmeist- aramótinu i gærkvöldi í Borlange í gærkvöldi. Vala stökk 4,11 metraen gamla metið var 4,00 og átti hún það sjálf. Jafn- gildir árang- urinn fjórða sæti á heimsafreka- skrá síðasta árs, en þá var Vala í 19. sæti með 3,81 metra og framfarir hennar því miklar. Vala varð 18 ára í gær og má því segja að hún hafi haldið upp á afmælisdaginn með eftirminni- legum hætti. Sigraði hún með yfirburðum á mótinu. ■ B/1 ------*—*—*---- Seinkun vegna gang- truflana SEX tíma seinkun varð á að vél Flugleiða frá Kaupmannahöfn hæfí sig til flugs á fimmtudag. Orsökin var gangtruflanir í hreyfli. Sam- kvæmt upplýsingum frá Flugleiðum kom í ljós þegar hreyflarnir voru ræstir, að einn þeirra hegðaði sér einkennilega og var þá ákveðið að fresta flugtaki. Reynt var að ræsa hreyflana nokkrum sinnum og í seinni skipti lét umræddur hreyfill eins og hon- um bar að gera. Samt sem áður var ákveðið að skoða málin gaum- gæfilega ytra og skýrir það seink- unina. Eftir lendingu á Islandi var vélin tekin strax til skoðunar og farið yfír hreyfilinn. { kjölfarið var ákveðið að skipta um stykki sem heitir eldsneytisstýring, en mestar líkur þóttu á að það þyrfti endurnýj- unar við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.