Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta sérhannaða hjartadeildin hérlendis opnuð Ég er með góðar sparnaðarfréttir herra. Við erum búin að fá nýja deild til að loka . . . Félagsmálaráðherra vill breyta hlutverki sveitarfélaga í félagslega húsnæðiskerfinu Lánað til einstaklinga án þátttöku sveitarfélaga PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að meðal þeirra leiða til úrbóta á félagslega húsnæðiskerfínu, sem félagsmálaráðuneytið sé að skoða, sé að lána einstaklingum beint til félagslegs húsnæðis án milligöngu sveitarfélaga. Jafnframt verði dregið úr ábyrgð sveitarfélaga á lánveiting- unum gegn því að þau losni undan kaupskyldu á íbúðunum. Páll sagði þetta á fundi sem Sam- band ungra framsóknarmanna og Framsóknarfélag Reykjavíkur héldu. Á fundinum sagði Jón frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna, að búið væri að eyðileggja félagslega íbúðakerfíð og það væri ekki lengur það úrræði fyrir efnalítið fólk sem að var stefnt í upphafi. Hann sagði að ástæðan væri ekki síst sú að víða hefði bygging félagslegra íbúða verið notuð sem liður í byggðastefnu og þáttur í að halda uppi vinnu fyrir byggingariðnaðinn. Því sjónarmiði að byggja ódýrar félagslegar íbúðir þar sem þeirra væri mest þörf hefði verið vikið til hliðar. Nú væri svo komið að mánaðarleg greiðslubyrði einstaklings væri svipuð hvort sem hann keypti íbúð í húsbréfakerfinu, keypti í kaupleigukerfinu eða leigði á frjálsum markaði. Lánað til byggingar leiguhúsnæðis Páil sagðist vera sammála þessu mati Jóns. Hann sagðist leita leiða til að bæta stöðu félagslega hús- næðiskerfisins. Ein leið væri að lána einstaklingum í félagslega kerfinu án milligöngu sveitarfélaga. Einnig hefðu nokkur reynslusveitarfélög sýnt áhuga á að taka algerlega yfir umsjón með félagslegum íbúðabygg- ingum. M.a. væri rætt um að sveitar- félögin fengju fjárveitingu til félags- legra íbúðabygginga án skilyrða um fjölda íbúða. Með þeim hætti fengist hugsanlega betri nýting á fjármun- unum en verið hefði. Páll sagðist telja að nýting fjármunanna hefði ekki verið nógu góð og íbúðimar hefðu verið of dýrar. Páll sagði að eftirspurn eftir íbúð- um í félagslega kerfinu hefði minnk- að eftir að lánshlutfall í húsbréfa- kerfínu var hækkað úr 60% í 70% fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann sagðist hafa til athugun- ar að rýmka lánsheimildir til þeirra sem vilja byggja leiguíbúðir á frjáls- um markaði. Páll sagði að nýlega hefði farið af stað starfshópur, sem í sitja full- trúar ríkisvaldsins og Sambands ís- STJÓRN Bandaiags starfsmanna rík- is og bæja hafnar og Trúnaðarmann- aráð Starfsmannafélags ríkisstofnana mótmælir harðlega þeim drögum að frumvörpum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem lögð hafa verið fram til kynningar. Vinnubrögð- in við frumvarpsdrögin eru fordæmd, en ekkert samráð hafí verið haft við þá er málið varðaði. í ályktun sem stjórn BSRB sam- þykkti segir að ríkisstjómin boði til leiftursóknar gegn launafólki með þessum drögum. Þetta sé ieiftursókn til fortíðar þar sem boðuð séu sérrétt- indi háembættismanna, þingmanna og ráðherra, en réttindi annarra starfsmanna ríkisins séu stórlega skert eða afnumin. „Stjóm BSRB vekur athygli á því að kjarasamningar BSRB og aðildar- félaga bandalagsins eru gerðir við ákveðnar forsendur. Mikilvægur hluti þeirra forsendna eru réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna og lífeyris- sjóðir þeirra. Það hlýtur óhjákvæm- lenskra sveitarfélaga, en hlutverk hans væri að endurskoða húsaleigu- bæturnar. Lögin um húsaleigubætur gerðu ráð fyrir að þau yrðu end- urskoðuð eftir tvö ár, þ.e. fyrir árs- lok 1996. Hann sagðist telja að húsa- leigubætur væru ekki heppilegt sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og heppilegra væri að verkefnið væri alfarið á herðum annars aðil- ans. Framtíð húsaleigubótanna væri því óviss. lega að skapa mikla erfiðleika við gerð kjarasamninga framvegis ef annar samningsaðilinn telur sig hafa rétt til að breyta grundvallarforsend- um kjarasamnings með þessum hætti. Stjórn BSRB varar við alvarlegum afleiðingum slíkra aðgerða og trúnað- arbresti sem af þeim hlýst. Stjórn BSRB krefst þess að fallið verði frá öllum áformum um að leggja frumvörpin fram, en þess í stað verði teknar upp viðræður við alla þá aðila sem málið varðar.“ í ályktun' trúnaðarmannaráðs Starfsmannafélags ríkisstofnana seg- ir m.a.: „Það er slík endurskoðun, sem gjöbreytir öllum réttindum og kjörum starfsmanna ríkisins fari fram, án þess að fulltrúar starfsmanna ríkisins fái að taka þátt í undirbúningnum, eru ólýðræðisleg og ámælisverð vinnubrögð. Frumvarpsdrögin grafa undan rétt- indum starfsmanna ríkisins. Á einu bretti á að færa okkur öld aftur í tím- ann. Slíku verður aidrei unað og því mætt af fullum þunga.“ BSRB og SFR mótmæla drögum að nýjum starfsmannalögum Réttindi stórlega skert eða afnumin Alþjóðleg ungmennasamtök Sjálfboðavinna í öðrum löndum til að þroskast Guðmundur Ólafsson ALÞJÓÐLEG ung- mennaskipti (AUS) eru íslandsdeild al- þjóðlegra samtaka, Intern- ational Christian Youth Exchange (ICYE). Mark- mið samtakanna er að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða, byggja brýr milli manna og bijóta jiiður veggi hleypi- dóma. í þeim tilgangi bjóða samtökin ungmennum á aldrinum 18-30 ára tæki- færi til allt að ársdvalar í framandi menníngarsamfé- lagi, þar sem þau upplifa menningu og siði, ólíka því sem þau þekkja. Eru þetta þá skiptinema- samtök? „Nokkurs konar, nema hvað við bjóðum eldra fólki að fara og í stað þess að það stundi hefðbundið nám í þeim löndum sem það fer til, þá starfar fólkið í sjálfboðavinnu. Að öðru leyti virkar þetta mjög svipað. Um er að ræða einhvers konar félags- Iega vinnu eða þjónustu sem fólk innir af hendi í viðkomandi lönd- um.“ Hvað eru þessi alþjóðasamtök útbreidd og hvert var upphafið að stofnun þeirra? „YCIE er til í 35 löndum í öllum heimsálfum. Samtökin voru upp- haflega stofnuð upp úr seinni heimsstyijöld, árið 1946, af bandarísku og þýsku þjóðkirkj- unni. Markmiðið var að efla sam- skipti ungmenna þessara tveggja landa. Svo fór þetta að hlaða utan á sig og smám saman bættust fleiri lönd við fyrir milligöngu þjóðkirkna viðkomandi landa. Árið 1961 var íslandsdeildin stofnuð undir heitinu Nemenda- skipti þjóðkirkjunnar. Það breytt- ist ekki fyrr en 1984. Þá þótti við hæfi að slíta tengslin við þjóðkirkj- una og gera samtökin fijáls og óháð trúarbrögðum, meðal annars til að opna dyrnar fyrir þeim lönd- um þar sem kristin trú var ekki útbreidd, til dæmis Kóreu og Kína. Þróunin varð víðast hvar sú að það fólks sem hafði verið erlendis á vegum samtakanna tók við rekstri þeirra þegar heim var kom- ið.“ Hvað felur svo sjálfboðavinnan í sér? „Fólk vinnur kauplaust, oftast hjá félagasamtökum eða stofnun- um. Því er séð fyrir fæði og hús- næði og fær síðan ákveðna lág- marks vasapeninga. Áður en fólk fer út situr það tvær undirbún- ingsráðstefnur hér á landi. í upp- hafi dvalar fer það síðan á tungu- málanámskeið og kynnist menn- ingu og siðum landsins. Þessi undirbúningur tekur mánuð og nær til þeirra útlendinga sem eru hveiju sinni í við- komandi landi á vegum IYCI. Þeir hittast síðan reglulega á meðan á dvölinni' stendur. Allt frá tíu manna hópum upp í sjötíu eftir stærð landsins. Hér á landi byija allir dvölina á sveitabæjum áður en þeir fara hver í sína félagslegu vinnu.“ Hvað hafa margir íslendingar farið á vegum AUS til annarra landa frá stofnun samtakanna 1961? „Þeir eru einhvers staðar á bil- inu 600 til 700 og svipaður fjöldi útlendinga hefur komið hingað til lands á þessum tíma. Við reynum yfírleitt að hafa hlutfallið einn á ► Guðmundur Ólafsson er fæddur á Akureyri 1. október 1972. Hann stundar nám í kvöldskóla Menntaskólans við Hamrahlíð og hefur frá árinu 1993 verið formaður Alþjóð- legra ungmennaskipta (AUS) sem hélt nýlega ráðstefnu undir yfirskriftinni Ungt fólk og sjálf- boðavinna. Sambýliskona Guð-' mundar er Elfa Björk Eiríks- dóttir tannsmiðanemi. móti einum, en undanfarin ár hafa þó ívið fleiri íslendingar farið út en við höfum tekið á móti hér. Við sendum nú árlega svona fimmtán til tuttugu manns út og erum að fá fimmtán til átján ung- menni hingað til lands.“ Getur fólk valið sér land til að fara til? „Það er hægt að biðja um sér- staka staði. Það gengur hins veg- ar ekki alitaf upp því við sendum venjulega bara einn til hvers lands, í mesta lagi tvo.“ Hvernig gengur að fá íslensk félagasamtök eða stofnanir til að taka á móti ungu fólki frá öðrum löndum? „Það gengur ekki alveg nógu vel. Það hefur þó verið að breyt- ast í átt til batnaðar. Við erum með nokkra fasta staði eins og Sólheima í Grímsnesi, Úlfljótsvatn hjá skátunum og Skálatúnsheimil- ið í Mosfellsbæ, auk þess sem Reykjavíkurborg hefur verið að koma inn í dæmið undanfarið.“ Það er ekki leitað út á almenn- an vinnumarkað? „Nei, við leggjum áherslu á ákveðna þætti í þessari sjálfboða- vinnu, mannauðgandi þætti. AUS er ekki rekið með gróðamarkmið að leiðarljósi og flest ungmennin sem koma hingað biðja um að fá að vinna með börnum og unglingum, jafnt fötluðum sem ófötluðum. Markmiðið er að þau upplifi menn- ingu og siði sem er ólík því sem þau þekkja heiman frá sér og það auki víð- sýni þeirra og umburðarlyndi." Hvar vannst þú þína sjálfboða- vinnu? „Eg fór til Bólívíu og var þar í eitt ár. Fyrri hluta ársins vann ég við að rækta býflugur. Það var verið að kenna bændum nýjar búgreinar, býflugnarækt og kan- ínurækt og ég tók þátt í því. Síð- ar á árinu fór ég að vinna fyrir bandarísku menningarmiðstöðina og kenndi sex ára krökkum ensku, auk þess sem ég vann á nokkurs konar menningarkaffi." Markmiðið var að efla samskipti ungmenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.