Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 11 Fólksfækkun á Norðurlandi eystra Fann efnivið í snjókarl ANDRI Már Jónsson var úti í góða veðrinu í gær og þrátt fyr- ir að ekki sé mikill snjór á Akur- eyri náði hann í nægan efnivið til að búa sér til vænan snjókarl upp við Víðilund. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi Greiðslubyrði Framkvæmdasjóðs verði reiknuð út SIGURÐUR J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi hefur óskað eftir því að gerðir verði útreikningar á greiðslu- byrði Framkvæmdasjóðs Akur- eyrarbæjar sem miðist við stöðu sjóðsins eftir að öll seljanleg hluta- bréf önnur en hlutabréf sjóðsins í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. verði seld. Við útreikning á greiðslubyrði verði miðað við að sjóðurinn fái tekjur sem svari til 10% arðs af hlutabréfaeign í ÚA. Jafnframt verði gerð tilraun til að meta hversu mikið þurfi að selja af hlutabréfum í ÚA til að jafnvægi náist í greiðslustöðu sjóðsins. „Framkvæmdasjóður hefur verið mjög í umræðu síðustu daga og ekki sýnilegt að skuldastaða hans batni nema með sölu á hlutabréfum í eigu hans. Önnur leið til að greiða niður þessar skuldir en að taka fjár- muni af framkvæmdafé bæjarins er ekki fær. Menn standa andspæn- is þeirri staðreynd að óbreytt staða er ekki til, sjóðurinn hleður á sig vöxtum verði ekkert að gert,“ sagði Sigurður. Hvað þurfi að selja mikið af ÚA-bréfunum „Menn tala um að selja eignar- hlutinn í ÚA til að greiða niður skuldir, en það má líka velta upp þeirri spurningu hvað þurfi til að Framkvæmdasjóðurinn standi á núllpunkti. Ég vil gjarnan sjá hvaða áhrif það hefur ef við seljum þessi bréf sem viá eigum og hver greiðslu- byrði sjóðsins yrði í framhaldi af því miðað við að hann hefði ekki aðrar tekjur en arð af hlutabréfaeigninni í ÚA,“ sagði Sigurður. Hann vill einnig að fram komi hversu mikið þurfí að selja af hlutabréfum sjóðs- ins í ÚA miðað við núverandi gengi til að eftirstöðvar þeirra og arður af þeim gæti staðið undir skuldbind- ingum sjóðsins af sjálfsdáðum. „í mínum huga eru þetta upplýs- ingar sem hefðu átt að liggja fyrir af hálfu meirihlutans þegar tillaga um að selja öll seljanleg hlutabréf Framkvæmdasjóðs var lögð fram, þannig að menn hefðu glögga yfir- sýn yfir stöðu mála. Við verðum að vita nákvæmlega hver er pen- ingaleg þörf sjóðsins og hvað þurfi til að koma svo hann komist út úr vítahringnum," sagði Sigurður. Hafnarstjórn Akureyrar Nemendur kynnist at- vinnulífmu HÁKON Landrák verkefnisstjóri kynnti grunnhugmyndir að baki norska verkefninu „Distrakts- aktiv skole“ í Háskólanum á Akureyri í gær, en menntamála- ráðuneytið stóð að fundinum í samstarfi við háskólann. Samstarfsverkefni skóla og atvinnulífs hófst í Rogalandi í Suður-Noregi árið 1985 sem hafði að markmiði að efla þekk- ingu nemenda á uppbyggingu atvinnulífsins í heimahéraðinu. Frá þeim tíma hefur verkefnið þróast yfir í öfluga hreyfingu um allan Noreg og hafa þau ráðu- neyti í landinu sem fjalla um mennta- og atvinnumál tekið höndum saman um að fjármagna og þróa verkefnið á landsvísu í samstarfi við heimamenn. Veiga- Morgunblaðið/Kristján mikill þáttur í verkefninu er að virkja grunn-, framhalds- og sér- skóla/háskóla í uppbyggingu og þróun „grenndarsamfélags" og byggja upp nemendafyrirtæki á öllum skólastigum. Vill leigja Eimskip og FMN lóðir á vöruhafnarsvæðinu HAFNARSTJORN Akureyrar hef- ur samþykkt að ganga til samninga við Eimskip og Flutningamiðstöð Norðurlands um leigu beggja fyrir- tækjanna á lóðum á vöruhafnar- svæðinu undir starfsemi sína. Núverandi athafnasvæði Eim- skips er á rúmum 14.000 fermetr- um á vöruhafnarsvæðinu en hafnar- stjórn hefur samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækið um leigu um 7.000 fermetra lóðarstækkun til norðurs. Flutningamiðstöð Norðurlands er nú með aðstöðu á Togarabryggj- unni en hyggst flytja starfsemi sína á vöruhafnarsvæðið, upp af Tanga- bryggju. Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að ganga til samninga við fyrirtækið um leigu á um 10.000 fermetra lóð á því svæði, þ.e. sunn- an Gránufélagsgötu og austan Laufásgötu. Fundargerð hafnarstjórnar verð- ur tekin til afgreiðslu á fundi bæjar- stjórnar næstkomandi þriðjudag. Morgunblaðið/Kristján ENN vantar nokkuö á að Akureyri nái 15 þúsund íbúa tölunni, þótt íbúum bæjarins hafi fjölgað aðeins á síðasta ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru 14.922 ibúar á Akureyri 1. desember sl. og hafði fjölgað um 9 frá árinu áður, eða um 0,1 %. (búar á Norðuriandi eystra voru 26.664 1. desember sl. og fækkaði um 0,5% frá árinu 1994. Á þeim stöðum á Norðuriandi eystra sem eru með 200 íbúa eða fleiri, fjölgaði íbúum á þremur þeirra milli ára en fækkaði á hinum sex. Fjölgun varð í Reykjahlíð, Skútustaðahreppi, Ólafsfirði og Akureyri. Mesta fólksfækkunin á stöðum með yfir 200 íbúa í kjördæminu varð á Þórshöfn, Þórshafnarhreppi og Grenivík, Grýtubakkahreppi. í strjálbýli á Norðurlandi eystra varð hlutfallslega lang mest fólksfjölgun á Hjalteyri og Arnameshreppi, eða sem nemur 18,3%. Bráðabirgðatölur mannfjöldans 1995 og endanlegar tölur 1994 Heimitd: Hagstofa Islands 1994 igg5 Bfeytjng 1995 Norðurland eystra 26.785 26.664 -0,5% Staðir með 200 íbúa og fleiri 21.739 21.652 -0,4% Ólafsfjörður 1.189 1.193 +0,3% Dalvík 1.509 1.491 -1,2% Hrísey, Hríseyjarhreppur 277 270 -2,5% Akureyri 14.913 14.922 +0,1% Grenivík, Grýtubakkahreppur 276 264 -4,3% Reykjahlíð, Skútustaðahreppur 224 225 +0,4% Húsavík 2.513 2.481 -1,3% Raufarhöfn, Raufarhafnarhreppur 383 371 -3,1% Þórshöfn, Þórshafnarhreppur 455 435 -4,4% Strjálbýli 5.046 5.012 -0,7% Grímsey, Grímseyjarhreppur 119 117 -0,7% Litli-Árskógssandur, Árskógshreppur 115 125 +8,7% Hauganes, Árskógshreppur 155 156 +0,6% Hjalteyri, Arnarneshreppur 60 71 +18,3% Kristnes, Eyjafjarðarsveit 55 55 0,0% Hrafnagil, Eyjafjarðarsveit 89 85 -4,5% Eyjafjarðarsýsla ót.a. 1.701 1.638 -3,7% Svalbarðseyri, Svalbarðsstrandarhr. 185 197 +6,5% Laugar, Reykdælahr. 117 113 -3,4% S-Þingeyjarsýsla ót.a. 1.783 1.775 -0,4% Kópasker, Öxarfjarðarhreppur 163 171 +4,9% N-Þingeyjarsýsla ót.a. 504 509 +1,0% Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, fermingarbörn og foreldr- ar þeirra sérstaklega hvött til að mæta, ungmenni aðstoða við messugjörð og Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Guðsþjónusta í Hlíð kl. 16, Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Guðsþjónusta í Seli kl. 17. Biblíulestur í safnaðar- heimili kl. 20.30. á mánudags- kvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund í kirkj- unni í dag, laugardag, kl. 13. Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson framkvæmdastjóri Hins ís- lenska Biblíufélags prédikar og flytur eftir messu fræðslu- erindi um tilurð Biblíunnar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. H J ÁLPRÆ ÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30, bænasamkoma kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20, Níels Jakob Erlingsson talar. Heim- ilasamband á mánudag, eng- inn krakkaklúbbur á öskudag- inn, biblíulestur á fimmtudag kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í kvöld kl. 20.30 í umsjá ungs fólks, vakninga- samkoma og niðurdýfingar- skírn kl. 15.30 á sunnudag og safnaðarsamkoma kl. 11. Krakkaklúbbur á miðvikudag fyrir 9-12 ára og föstudag fyrir eldri, biblíulestur á mið- vikudagskvöld og bæna- og lofgjörð á föstudagskvöld. Fjölskyldudagur Hvítasunnu- kirkjunnar er í dag, 17. febr- úar, hist við íþróttahúsið á Þelamörk kl. 13. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrar- landsvegi 26: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, stinnudag, kl. 11. Einnig messa á öskudag, miðvikudag- inn 21. febrúar kl. 18. Islandsmótið í íshokkí S A og SR mætast í dag EINN leikur fer fram í dag á íslandsmótinu í íshokkí. Skauta- félag Reykjavíkur sækir lið Skautafélags Akureyrar heim og fer leikurinn fram á skautasvell- inu á Akureyri og hefst kl. 16.00. I síðasta leik liðanna sem fram fór í Reykjavík fyrir skömmu, unnu SR-menn nokkuð auðveldan sigur, 8:1. Þá vantaði tvo af bestu mönnum SA í liðið vegna meiðsla, þá Sigurð Svein Sigurðsson og Heiðar Gest Smárason. Sigurður Sveinn er að ná sér á strik á ný og leikur með liði sínu í dag en Heiðar Gestur er enn meiddur. SR-menn mæta hins vegar til leiks án Bandaríkjamannsins Clark MaCormicks sem er í leik- banni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.