Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 13 VIÐSKIPTI Hampiðjan hf. með fjórðungs veltuaukningu og 106 milljóna hagnað á sl. ári Salan fór fram úr björtustu vonum ÁRIÐ 1995 varð Hampiðjunni hf. mjög hagstætt samkvæmt árs- skýrslu félagsins sem lögð var fram í gær. Þannig varð um 156 milljóna króna hagnaður fyrir skatta en var 107 milljónir árið áður. Hins vegar lögðust skattar nú þyngra á fyrirtækið en áður þannig að hreinn hagnaður ársins varð 106 milljónir en var 90 millj- ónir árið 1994. Rekstrartekjur félagsins urðu alls um 1.256 milljónir í fyrra og jukust um 24% frá árinu áður. Salan fór fram úr björtustu von- um á árinu. Þannig varð aukin sala á garni, kaðlaaf- urðum, rörum og troll- netum. Hins vegar vó það langþyngst að út- flutningur á risaflot- trollum jókst um nær helming. Helstu kaupendur risa- flottrolla eru útgerðir skipa sem stunda veiðar á úthafskarfa utan við fiskveiðilögsögu íslands. Auk íslenskra útgerða voru þetta út- gerðir skipa frá Þýskalandi, Fær- eyjum, fyrrum ríkjum innan Sov- étríkjanna, Spáni og Portúgal. Sala varð einnig nokkur á fjar- Iægari markaði og var fyrsta risa- flottrollið selt til Nýja-Sjálands. Noregur var áfram mikilvægur markaður fyrir net og kaðlaafurð- ir. I kjölfar verkefnis Hampiðj- unnar í Mexíkó hófst þangað sala á rækjuneti og fer nú sala vax- andi í Suður-Ameríku. Jafnframt hefur Hampiðjan sett á fót sölu- fyrirtæki í Chile í samvinnu við þrjú önnur íslensk fyrirtæki. Ný- lega var íslenskur framkvæmda- stjóri ráðinn að fyrirtækinu sem fengið hefur heitið Intertec. Þá hefur Hamiðjan sett á fót eigið fyrirtæki í Namibíu, Walvis Trawl Ltd. sem mun sjá fisk- veiðiflotanum þar í landi fyrir fullbúnum botn- og flottrollum. Á heildina litið varð hlutfall út- flutnings 40,6% í fyrra en var 22,5% árið áður og hefur ekki verið hærra í annan tíma. Rekstur Balmar Lda., dóttur- fyrirtækis Hampiðjunnar í Port- úgal, gekk vel á árinu að því er segir í ársskýrslunni. Verksmiðj- an hefur nú starfað í fimm ár og voru afköst aukin í fyrra með kaupum á fléttivélum. Aftur á móti gekk rekstur DNG Risa- . trollin seljast vel Úr reikningum Hampiðjunnar hf. fyrlr árið 1995 ...... hf. á Akureyri ekki sem skyldi og varð um 2 milljóna tap. Rekstrartekjur námu 92,6 millj- ónum og jukust um 8% frá árinu áður. Fyrirtækið annast einkum framleiðslu og sölu á tölvustýrð- um handfæravindum. Framúrskarandi ávöxtun Hluthafar Hampiðjunnar fengu framúrskarandi ávöxtun á hluta- bréf sín í fyrra þar sem gengi þeirra hækkaði meira en í flestum öðrum fyrirtækjum á hlutabréfa- markaði. Þannig var arðsemi hlutabréfanna 107% á árinu þegar tekið hefur verið tillit til greiðslu arðs og verðbólgu. Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir svipaðri sölu og á nýliðnu ári en að hagnaður verði heldur minni. Þetta er þó háð óvissu þar sem horfur eru góðar með sölu innanlands og áframhaldandi vöxt útflutnings á fjarlægari mörkuðum. Á hinn bóginn benda forráðamenn Hampiðjunnar á að sala risaflottrolla geti verið háð meiri sveiflum en sala hefðbund- inna afurða, en vel lítur þó út með sölu þeirra um þessar mund- ir. Eigið fé nam alls 865 milljón- um í lok sl. árs eða sem nam 56,7% af niðurstöðu efnahags- reiknings. SE Banken snýr við blaðinu Stokkhólmi. SKANDINAVISKA Enskilda Banken AB hefur skýrt frá því að bankinn hafi skilað hagnaði á ný 1995 eftir tap vegna fasteigna- tengdra vandamála 1994. SE-bankinn, sem er angi af Wallenberg-iðnaðarstórveldinu, skilaði hagnaði. upp á 2.63 millj- arða sænskra króna í stað taps upp á 701 milljón króna. Tapið 1994 stafaði af afskrift- um að fjárhæð 4.28 milljarðar sænskra króna á fasteignum Dilig- entia deildarinnar. Bankinn hyggst sameina fast- eigna- og dótturfyrirtækin Dilig- entia og Aranæs og afhenda nýja fyrirtækið, sem verður kallað Dil- igentia AB, hluthöfum þess. Sérfræðingur Kleinwort Benson Securities kvað það jákvætt. „Það mun treysta Ijárhagsafkomu bankans,“ sagði hann. ------» ♦ ♦ Avöxtun ríkis- víxla lækkar lítillega ÁVÖXTUN ríkisvíxla lækkaði lítil- lega í útboði Lánasýslu ríkisins í gær þegar tekið var tilboðum að fjárhæð 3,2 milljarðar króna. Þannig var meðalávöxtun sam- þykktra tilboða í víxla til 3ja mán- aða 7,57% eða tveimur punktum lægri en í síðasta útboði. Ávöxtun víxla til sex mánaða var 7,66% og lækkaði um þrjá punkta. Þá var ávöxtun tólf mánaða víxla 7,96% og einnig þremur punktum lægri. Alls bárust 33 tilboð í útboðinu að fjárhæð rösklega 3,2 milljarðar en þar af var tekið tilboðum frá Seðlabanka íslands að íjárhæð 930 milljónir á meðalverði sam- þykktra tilboða. Metvelta hjá Computer 2000 VELTA Computer 2000 AG sam- steypunnar jókst um 25% á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi reikn- ingsárs og nam hún röskum 72 milljörðum króna. Þetta er mesta velta samsteypunnar á einum árs- fjórðungi frá stofnun þess fyrir 13 árum. Velta síðasta árs nam röskum 226 milljörðum króna, sem gerði fyrirtækið að þriðja stærsta dreifingaraðila tölvubún- aðar í heimi, að því er fram kem- ur í frétt. Computer 2000 er dreifingarað- ili fyrir íjölmarga af helstu fram- leiðendum tölvubúnaðar á borð við Microsoft, Hewlett-Packard, Intel, Acer, Philips og Novell. Fyrirtækið teygir anga sína hingað til lands, en dótturfyrirtæki þess, Computer 2000 á íslandi hf., var sett á fót í október 1994. Að sögn Viggó H. Viggósonar, sölu- og markaðsstjóra Computer 2000 hér á landi, var afkoman nokkuð góð og talsverður stígandi í veltu ársins. Hann segir að hjá fyrirtækinu starfi nú 6 manns en ráðgert sé að fjölga starfsfólki um 2-3 á næstunni. Enn en g- inn kaup- andi að Fokker Amsterdam. Reuter. FOKKER-flugvélaverksmiðj- urnar sögðu á föstudag að ekkert „alvarlegt tilboð" hefði enn borizt í fyrirtækið, en tvær vikur væru til stefnu. Áður hafði hollenzka fréttastofan ANP hermt að Bombardier fyrirtækið í Kanada mundi bjóða í verk- smiðjurnar um helgina. DnB leggur niður 500 störf Ósló. DEN Norske Bank, stærsti banki Noregs, hyggst fækka störfum um 500, eða 8%, þar sem hreinn hagnaður minnkaði um 0,8% 1995 í 1.66 milljarða norskra króna 1995. Finn A. Hvistendahl aðalbanka- stjóri sagði að þótt afkoma DnB 1995 hefði verið „óvenjugóð" væri fækkun starfsfólks nauðsynleg, þar sem aukin samkeppni og hærri skattar mundu halda hagnaði niðri 1996 og á næstu árum. Hann kvaðst vona að fólk fengist til að hætta af fúsum og frjálsum vilja. Bankinn segir að rekstrartekjur hafi minnkað um 1% í 2.66 millj- arða norskra króna. Hreinar vaxtatekjur minnkuðu um 7% í 4.40 milljarða króna. DnB hyggst auka arð af hlutabréfum í 1.50 norskar krónur úr 1,25. Tilfeo*8 • ...r lí“ i f ^ r' _ helöur ófram TolWníVCöpP**' Skemmtileg verðlaun og þrjár myndir um helgina verða valdar úr og settar upp til sýningar á barnamyndlistarvegg Kolaportsins OSaltkjöt kr. ZS9 kg. ..njóttu sprengidagsins og sparaðu með Benna Benni hinn “kjöt" góði er kominn aftur og um þcssa helgi er hann með mikið úrval ar kjötvöru s.s. hangikjöt, hrossabjúgu, reykt folaldakjöt ruliuDylsu, karbónaði, kæfu og nagstæðu spamaðarpakkana. Líttu við hjá honurn Benna og gerðu hagstæö kaup í gæðakjötvöm. ö kíló ýsuflök ffyrir eitt laxahausar á kr. 99 kg, kútmagar, hrogn og lifur Fiskbúðinni Okkar er með tilboð færð annað ókeypis. Einnig er kr. 99 kílóið, kútmagamlr vinsælu eru ú kaupir eitt kíló af ýsuflökum og upp á laxahausa á góðu verði eða tilbúnir í pottinn og komin eru kr. 99 kíloið, kutmaganur vinsælu eru ttlbunir í pottinn og komin em , glæný hrogn og lifúr. Líttu við hjá Fiskbúðinni okkar og gerðu^óð kaup Skóútsalan komin með kuldaskó frá Strikinu á kr. 1500 Skóútsala Kolaportsins var að taka upþ glaenýia íslcnska kuldaskó Irá Stríkinu á Akureyri á frábæru verði. Loðfóðraðir kuldaskór em á kr. 1500 og gærufóðraðir á kr. 1800. Takmarkað rnagn er fyrir hendi í þetta sinn. Skóútsalan er einnig með mikiö úrval af götuskóm á frábæru verði. ** KCXAPORTIÐ Opið laugardag og sunnudag kl. 11-17 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.