Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 15 Sjónvarpsumræður vegna forkosninga repúblikana Bob Dole í vörn sem fulltrúi kerfisins Boston. Rcutcr. BOB Dole átti heldur í vök að vetj- ast í sjónvarpsumræðum í fyrra- kvöld milli þeirra átta manna, sem gefa kost á sér í forkosningum bandarískra repúblikana í New Hampshire á þriðjudag. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur hann nauma forystu á keppinauta sína en það virðist vinna gegn honum, að margir líta á hann sem fulltrúa kerfísins og hinir frambjóðendurnir gagnrýndu hann og flokkinn harð- lega fyrir frammistöðuna að undan- fömu. Dole, sem er 72 ára gamall, virt- ist þreyttur og illa fyrir kallaður í umræðunum í fyrrakvöld og hafí áheyrendur átt von á að heyra eitt- hvað um hugsjónir og nýja framtíð- arsýn, þá fengu þeir sitt lítið af því taginu frá auðkýfingnum Steve Forbes, Lamar Alexander, fyrrv. ríkisstjóra í Tennessee, og Pat Buch- anan. Frá Dole fengu þeir að heyra um laga- og frumvarpaferilinn hans á þingi. Misstu af sögulegu tækifæri Þegar talið barst að frammistöðu repúblikana á þingi þar sem þeir hafa haft meirihluta í 13 mánuði vom keppinautar Doles ekki að skafa utan af því og enginn var óvægnari en Buchanan. Hann er nú í öðru sæti samkvæmt könnunum í New Hampshire og Alexander í því þriðja. „Repúblikanar hafa misst af sögu- legu tækifæri í Washington og ástæðan er sú, að þeir era búnir að gleyma fyrir hverju þeir ætluðu að beijast. Þeir létu baráttuna um fjár- lögin gleypa sig,“ sagði Buchanan. Fyrir rúmu ári tóku repúblikanar þingið með áhlaupi og ætluðu að endurskapa Bandaríkin í anda íhaldssemi og gamalla gilda. Þá voru allir á einu máli um, að Bill Clinton forseti og demókratar væru búnir að vera. í umræðunum í fyrra- kvöld hélt enginn því fram. Árásir á velferðarkerfið gagnrýndar Richard Lugar, öldungadeildar- þingmaður frá Indiana, sagði, að repúblikanar hefðu gengið of langt ' í andstöðu sinni við ýmis umhverfis- mál og í árásum sínum á velferðar- kerfí aldraðra, sjúkra og fátækra og Forbes sagði, að þeir hefðu glat- að þeirri sterku, siðferðilegu stöðu, sem þeir áður .höfðu. Aðrir tóku í líkan streng og Dole var einn til varnar. Kvaðst hann vera stoltur af störfum þingflokksins og kenndi Clinton og neitunarvaldi hans um, að ekki hefði náðst meiri árangur. Það þótti sýna vel þá klemmu, sem repúblikanar eru í, þegar fyrir- spyijandinn spurði hvers vegna kjósendur ættu að fylkjá sér um þá. Reuter NOKKUR hópur manna úr ýmsum flokkum og baráttusamtökum safnaðist saman fyrir utan húsakynni sjónvarpsstöðvarinnar þar sem umræðurnar fóru fram og leið ekki á iöngu þar til í odda skarst. Lögðu menn gjarna áherslu á orð sín með kröfuspjöldunum en enginn meiddist þó alvarlega. Fyrir fjórum árum hefði verið mik- ill samdráttur og erfiðleikar í New Hampshire en nú væri þar mikill uppgangur. Svarið var yfirleitt það, að það væri ekki Clinton að þakka en útvarpsmaðurinn Alan Keyes, einn frambjóðendanna, varaði hina við og sagði, að ætluðu repúblikanar að byggja sína kosningabaráttu á efnahagsmálunum, þá myndu þeir tapa. Mörgum þótti niðurstaða sjón- varpsumræðnanna í fyrrakvöld vera sú fyrst og fremst, að það yrði hvorki lítið verk né löðurmannlegt fyrir væntanlegan forsetaframbjóð- anda að sameina Repúblikanaflokk- inn gegn Clinton. Stjórnarandstöðuflokkarnir í Bretlandi Krefjast afsagnar tveggja ráðherra Lundúnum. Reuter. BRESKU stjórnarandstöðuflokkarnir, Verkamannaflokkurinn og Fijálslynd- ir demókratar, kröfðust þess í gær að tveir háttsettir ráðherrar segðu af sér embætti vegna skýrslu um vopnasölu Breta til íraks á síðasta áratug. Flokkarnir efndu til sameiginlegs blaðamannafundar, sem er mjög sjaldgæft, þar sem þeir kröfðust þess að William Waldegrave, næst æðsti ráðherra fjármálaráðuneytis- ins, og Nicholas Lyell, dómsmálaráð- herra, segðu af sér. John Major forsætisráðherra segir hins vegar enga ástæðu til afsagnar þar sem í skýrslunni sé öllum helstu ásökunum á hendur ráðherrunum vísað á bug. Stjórnin hefur legið undir þeim ásökunum að hafa stutt vopnasölu til íraks á síðasta áratug og reynt að koma sökinni yfir á stjórnendur vopnasölufyrirtækja. I skýrslu dómarans Richards Scotts kemur fram að Waldegrave hafí leitt þingmenn á villigötur í svari við fyrirspurn um það, hvort reglum um vopnasölu til íraks hefði verið breytt að loknu stríðinu við írani. Einnig kemur fram í skýrslunni að það hafi verið rangt hjá Lyell að undirrita tilskipun um að ákveðin skjöl mætti ekki leggja fram í réttar- höldum yfir stjórnendum vopnafyrir- tækja. Robin Cook, talsmaður Verka- mannaflokksins í utanríkismálum, sagði stjórnarandstöðuflokkanna vera sammála um það, eftir að hafa lesið 1.800 blaðsíðna skýrslu Scotts, að gagnrýnin á hendur ráðherranum tveimur væri það alvarleg að þeir yrðu að láta af embætti. Óvært í embætti Menzies Campbell, talsmaður fijálslyndra demókrata í utanríkis- málum, sagði varðandi Waldegrave að óhugsandi væri að sjá fyrir sér einstakling í nokkurri annarri stöðu sem væri vært í embætti eftir gagn- rýni af þessu tagi. Michael Heseltine, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, sagði Cook hafa háð þriggja ára langa „lyga- og rógburðsherferð" með því að gefa í skyn að Bretar hefðu selt írökum vopn, sem síðan hefðu verið notuð gegn breskum hersveitum í Persa- flóastríðinu. Cook segir stjórnarandstöðuflokk- ana ætla að fara fram á atkvæða- greiðslu um málið í lok umræðna um skýrsluna þann 26. febrúar. Ekki er ljóst hvort í röðum stjómar- sinna sé að finna óánægða þingmenn er greiða munu atkvæði með stjórnarandstöðunni. Stjórnin hefur einungis fjögurra manna meirihluta á þinginu. Vilja fá lögreglu í skólana París. Reutcr. KÖNNUN, sem gerð var fyrir franska dagblaðið Le Figaro og sjónvarpsstöðina France 2, bendir til þess, að meirihluti Frakka sé því hlynntur, að lögregluvörður verði hafður í skólum vegna vax- andi ofbeldis. Samkvæmt könnun IPSOS- stofnunarinnar eru 63% Frakka hlynnt því að lögregla taki sér stöðu í skólum landsins en 36% andvíg. Aðeins 1% sagðist ekki hafa gert upp hug sinn. Ofbeldi á skólalóðum fer vax- andi í Frakklandi. Tvö atvik í þéssum mánuði hafa hrundið af stað umræðu um hvort efla beri öryggi í skólum og hvórt Frakkar geti tekið Bandaríkjamenn sér til fyrirmyndar í þeim efnum. í öðru tilvikinu var kennari stunginn lífshættulega með hnífi er hann reyndi að hindra fyrrver- andi nemanda í að komast inn í skóla. í hinu gekk faðir nemanda í skrokk á skólastjóra. Alain Juppe forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hefði ákveð- ið að kalla fulltrúa kennara, for- eldra og sjónvarpsstöðva til skrafs og ráðagerða um hvernig reisa mætti skorður við ofbeldi í skólum og mcðal unglinga. Að sögn Juppe hafa 175 skólar af 73.000 fengið sérstakt starfslið til eftirlitsstarfa vegna ofbeldis. Eldriborgaraferb til Kanarí 22. apríl - 39 nætur Abeins kr. 68.960 pr. mann m.v. 3 í smáhýsi. A pr. mann m.v. 2 í íbúb, Kr. / / ,/ÖV Paraiso Maspalomas. Við höfum nú fengib viöbótargistingu á þessum vinsæla gististaö þar sem, fjöldi farþega okkar gisti í fyrra og líkabi afar vel. Stór og glæsilegur garður, vel búnar íbúðir og staðsetningin á ensku ströndinni. Með frábærum samningum höfum við samib vib gististaöi okkar um ótrúleg kjör: Þú dvelur í 39 nætur á Kanarí, en borgar það sama og fyrir þriggja vikna ferð og færð því 18 daga ókeypis. Innifalib í verði: Flugvallarskattar, flug, gisting, ferbir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Forfallagjald kr. 1.200 ekki innifalib. Undirtektir vib Kanaríferbum Heimsferba hafa verib hreint ótrúlegar í vetur og æ fleiri íslendingar kjósa ab dvelja í þessari heillandi paradís. Þjónusta Heimsferba 1. Beint leiguflug án millilendingar. 2. Þrif 5 sinnum í viku á gististað. 3. Spennandi kynnisferðir. 4. íslenskir fararstjórar. íslenskur hjúkrunarfræbingur Við tryggjum þér örugga þjónustu í fríinu og íslenskur hjúkrunarfræbingur verður meb hópnum allan tímann. HE1M5 >F1 |H|y •> ** Austurstræti 17,2. hæð. Sími 5624600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.