Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ m Stangaveiðimenn eru að margra dómi kynlegur hópur. Þeir sem ánetjast og fá hina svokölluðu veiðidellu umhverfast venjulega fljótt í meiri eða minni sérvitringa. Ekki endílega í daglegu lífi og amstri, heldur hvað viðvíkur sportinu sem um ræðir. Menn binda trúss við eigin kenningar eða ann- arra, einhverja stöng fremur en aðrar, tileinka sér stíl sem, þegar frá Mður, erfitt getur reynst að henda reiður á hvemig sé uppruninn. Sérviskan læsir sig í flesta eða alla þætti veiðiskaparins, allt frá smæstu smáatriðum í tækjavali og til allt að því helgisiða í undirbúningi og atferM á veiðistað. Fátt er pínlegra fyrir fullmótaðan sérvitring í hópi stanga- veiðimanna en að horfa á hálf- eða ómótaðan sérvitring bera sig að. Ingvi Hrafn Jánssnn Ingvi Hrafn Jónsson, dagskrár- gerðarmaður og atvinnuveiðimaður með meiru, telst vera fullmótaður sérvitringur á sviði stangaveiða. Þegar hann var spurður um þessi mál taldi hann í fljótu bragði að eina sérviska hans í stangaveiði væri að hann notaði alltaf hjól frá Mitchell og Mnur frá Cortland. Þegar þreifað var nánar á málinu kom í ljós að sérviskurnar voru fleiri. Ingvi segir: „Ég hef alltaf notað Mitchell- hjóMn. Astæðan er einfold, þau eru með einfalda og örugga virkni, eru algerlega ódrepandi, taka næga línu og það sem skiptir ekki minnstu, kostuðu ár sínum tíma skít á kleinu. Ég segi kostuðu, því þau eru hætt að fást. Þegar hætt var að framleiða þau fór ég í um- boðið hér heima, til Asgeirs í Sportvörugerðinni, og keypti þessi 4-5 hjól sem hann átti eftir.“ Ingvi er ekki mikið fyrir allar nýjungarnar og tækn- ina við stangarsmíðar nú til dags. „Vinir mínir margir, sérstaklega þeir yngri, eru að segja mér frá stöngunum sínum og ég samgleðst þeim innilega. Samt er uppá- haldið mitt Powell-stöng, sem tengdafaðir minn heitinn, Hafsteinn Sigurðsson, lét smíða sérstaklega og merkja mér fyrir um 22 árum, um Mkt leyti og ég var að festa mér Ragnheiði Söru, dóttur hans. Þetta er 9 feta grafítstöng fyrir línu 8-9 og sú stöng sem ég nota mest. Til vara er svo 20 ára gömul stíf Orv- is-grafítstöng fyrir Mnur 9-10 sem ég nota þegar þörf er á þyngri Mnu. Þriðja stöngin, sem er nánast einskorðuð við Norðurá á júmdögum, er hundgömul 13 feta tvíhenda að nafni Ultimat frá Claude and Chivaz. Hún er svo létt að það er næstum hægt að kasta ein- hendis með henni og raunar geri ég það oft, svona í byrjun að minnsta kosti. En með alla þá tækni sem fram hefur komið í stangarsmíðum allra Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRARINN mundar nýju Sagc-flugustöngina. Þórður á bökkum Laxár. síðustu árin hef ég aðeins látið eitt eftir mér. Ég fesfi kaup á 14,5 feta Michael Evans Spey-kastara. Ég hugsaði þá um Laxá í Aðaldal í roki. Ég spey-kasta ekki með henni, en hún er svo mögnuð að ég þen mig yfir alla Laxá og get nánast fengið mér kaffisopa á meðan.“ Þnrarinn Sigþnrssnn „Þegar stórt er spurt, ja þá ...“ voru fyrstu viðbrögð Þórarins Sigþórssonar tannlæknis sem er með aflasælustu stangaveiðimönn- um landsins. Sannkallaður laxa- skelfir. Hann er jafnvígur á aMt lög- legt agn, en hans aðall er þó maðkveiðin. En Þórarinn er einn þeirra sem hefur gert maðkveiði að listgrein. „Ég reyni alltaf að vera með það besta í höndunum. Til þess hef ég nokkrum sinnum látið sérsmíða fyrir Ingvi á bökkum vatuauna. KOLBEINN með vænan feng úr Grimsá. mig rennsMsstangir. Fyrst hjá þýska fyrirtækinu Sportex, síðan hjá skosku verksmiðjunum Clan, sem báðar smíðuðu eftir forskrift frá mér. Síðast, fyrir tveimur árum, fór ég sjálfur út til RST-stangasmiðj- anna í Þýska- landi og lá þar yfir teikning- um og formúl- um með for- stjóranum. Þá var smíðuð stöngin sem ég nota nú mest. Hún er 13 fet. Ég vandimigál3 feta rennsMs- stangir í byrj- un.og síðan er 13,5 feta stöng einfaldlega aMtof löng, og 12,5 feta einfaldlega of stutt. Ég legg auk þess mikið upp úr ytra útliti, að lykkjurnar séu af réttri stærð, að hjólsætið og festingarnar séu af þeirritegund sem ég kýs sjálf- ur,“ segir Þórarinn. En hjólin? „Ég nota alltaf létt og nett opin spinnhjól. Sumir nota fluguhjól eða Ambassadorhjól, en það hentar mér ekki. Þá nota ég alltaf nælonMnu. Nú orðið nota ég yfirleitt Daiwahjól, EX800, fullkominn dýrgrip, og ann- að frá Semano, Stella 4000. Hér áður var það aðallega Mitchell 300, það fræga hjól. Ég hef aðeins einu sinni lent í því að svona hjól hafi svikið. Þá sleit lax við hjóMð. Það var í Þverá og ég hafði landað 27 punda fiski. Rétt á Franh. Black FRANK Black er alls ekki eins feitlaginn og ég hafði ímyndað mér og þóst sjá á myndum. Hugsan- legt er að hann myndist hreinlega ekki vel, en einnig getur verið að hann hafi nýlega farið í umfangsmikla megr- un. Ég þorði ekki að spyrja hann að því, enda hefði hann eflaust tekið það óstinnt upp. Og þó. Maðurinn er mjög ljúfur í viðkynningu og tekur mér opnum örmum, þar sem ég mæti á tónleikastaðinn, London Astoria, þar sem tónleikamir eiga að fara fram um kvöldið. Auk mín er á staðnum ónefndur spænskur blaðamaður og við skiptumst á að varpa fram spumingum okkar. Margir muna eftir rokkhljóm- sveitinni The Pixies. Söngvari henn- ar, gítarleikari og lagasmiður var ungur maður frá Los Angeles, sem kallaði sig Black Francis, en heitir réttu nafni Charles Michael Kitridge Thompson IV. Sveitin lék nýbylgjurokk og þótti skara framúr á sínu sviði. Arið 1993 tilkynnti Francis að hljómsveitin væri hætt, aðdáendum hennar til mikillar gremju. Francis var þó ekki aldeilis hætt- Frank Black sendi nýlega frá sér plötuna The Cult of Ray og fór í kjölfar þess í tón- leikaferðalag um Bretland. Ivar Páll Jónsson hitti Frank að máli. ur í tónMstinni. Hann skipti um nafn, kallaði sig Frank Black og hóf ein- herjaferil með sam- nefndri plötu. Arið 1994 sendi hann frá sér plötuna Teenag- er of the Year og núna, 30. janúar síð- astMðinn, kom út nýj- asta afurð kappans, The Cult of Ray. The Cult of Ray, nýjustu plötu Franks, hefur verið lýst sem pönkrokk- plötu. Hljómborðs- leikarinn Eric Drew Feldman, sem setti mikinn svip á Teen- ager of the Year, kom ekki við sögu á plötunni og þess vegna þykir hljómurinn hrárri. „Við höfðum unnið töluvert saman í gegnum árin og mér fannst bara komið nóg af því samstarfí. Aðskilnaðurinn var þó í góðu, enda erum við miklir vinir,“ segir Frank. „Ég tel nú ekki mikinn mun vera á tónMstinni frá því sem áður var. Við reyndum að hafa út- setningarnar sem einfaldastar og vissulega er gítarinn hrárri en áður. En tónlistin er að miklu leyti í sama stfl.“ Verður hann reiður þegar gagn- rýnendur gefa sér ekki tíma í að hlusta almennilega á plöturnar hans? „Já, ég get ekki neitað að það fer í taugamar á mér. Ég sé alltaf hvort þeir gefa sér tíma til að hlusta á tónlistina. Ef svo er ekki er viðkvæðið gjarnan: „Já, hann er ennþá að syngja um geimverur og yfimáttúruleg fyrirbæri," eins og það sé aðalatriðið.“ Hefur Frank íhugað að gefa út hreinræktaða poppplötu, til að ná eyrum hins almenna tónlistarhlust- anda? „Konan mín stakk upp á að ég hæfi samstarf við Henry Rollins [bandarískan pönkrokkara]. Við myndum skemmta í Las Vegas og kalla okkur Hank og Frank. Eg hef minnst á þetta við Henry og honum líst vel á hugmyndina,“ segir Black og kímir. Engin tnnlistarkeðja Tónlistarblaðamenn hafa löngum haldið fram að tónlist Pixies hafi verið fyrirrennari gruggsins, eða „gmnge“, sem tröllreið tónlist- arheiminum fyrir fáum áram. „Ég held að það sé ekki mikið til í því. Aðeins einn gruggari hefur tilgreint mig sem áhrifavald og við vitum báðir hver það er [Kurt heitinn Cobain, söngvari Nirvana]. Fjölmiðlamenn era alltaf að reyna að setja upp einhverja tónlistar- keðju, þar sem eitt getur af sér an- nað. Þetta er ekki svo einfalt.“ Frank skipti nýlega um útgáfu- fyrirtæki og er nú á mála hjá Sony- fyrirtækinu, en áður hafði hann ver- ið hjá 4AD. Af hverju færði hann sig? „Samningurinn var einfaldlega útrunninn og ég vildi ekki fram- lengja hann. Annars skiptir það engu máli. Ég sel alveg nógu mar- gar plötur og á nógu marga aðdáen- dur. Ég er Frank Black og geri það sem mér dettur í hug.“ Þegar viðtalinu lauk tóku tón- leikarnir í London Astoria-tón- leikahúsinu við. Uppselt var og alveg troðið. Til upphitunar var hljómsveitin Wannadies. Hún spil- aði hresst popp-rokk og hlaut ágætis viðtökur. Það var þó aðeins lognið á undan storminum. Þegar Frank gekk á sviðið varð andrúms- loftið magnað. Gott ef þakið hagg- aðist ekki örlítið norður á bóginn. Frank og félagar fluttu jöfnum höndum efni af nýju plötunni og þeim eldri, við góðar undirtektir gesta, sem hurfu svo einn af öðram ánægðir inn í Lundúnanóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.