Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRUN HALLGRÍMSDÓTTIR + Guðrún Hall- grímsdóttir fæddist í Mó við Dalvík 11. ágúst 1926. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 11. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Friðrik Guð- jónsson, skipstjóri frá Sauðanesi við Dalvík, fæddur 2. ágúst 1898, dáinn 7. mars 1966, og Asa Ingibjörg Jónsdóttir frá Hólkoti í Ólafs- firði, fædd 6. ágúst 1895, dáin 16. júní 1930. Guðrún átti þijú systkini: Jón, fæddur 1924, dáinn 1994, Jón- ína, tvíburasystir hennar, dáin MOÐURSYSTIR mín, Guðrún Hall- grímsdóttir, er látin. Hvíld er fengin eftir erfið og mikil veikindi. Það er eðli okkar mannanna að vilja halda sem lengst í þá sem eru okkur kærir, neita að beygja okkur undir þann vilja sem er okkur mátt- ugri. Þó koma þær stundir í lífi manns að reynt er að sætta sig við orðinn hlut með því að segja: „Þetta var best úr því sem komið var,“ þannig er mér farið í dag. Gunna frænka var fædd á Dalvík en fluttist barnung með foreldrum sínum og systkinum til Ólafsfjarðar, þar sem faðir hennar reisti fjölskyldu sinni hús á Vesturgötu 3 og átti hún heimili þar æ síðan. Á fullorðinsárum hélt hún heimili með föður sínum og annaðist hann í veikindum hans uns yfir lauk. Móður sinnar naut hún ekki nema til fjögurra ára aldurs en síðar flutt- ist inn á heimilið María Jónsdóttir og ólst Gunna upp hjá henni og föð- ur sínum. Á tímum fátæktar og skorts var ekki um annað að ræða en að fara að vinna fyrir sér um leið og aldur og geta leyfðu. Gunna var þar ekki undanskilin og fram yfir tvítugt vann hún bæði á Akur- eyri og á Siglufirði, var í vist og saltaði síld en eftir að hún eignaðist Inga var starfsvettvangurinn í Ólafs- firði og vann hún við fiskverkun allt þar til fyrir fimm árum. Mér er kunnugt um að hún var forkur mikill til vinnu og lagði metn- að sinn í að láta sig aldrei vanta, heilsuleysi lét hún ekki aftra sér. Stoltið hennar Gunnu frænku var sonurinn Ingi. Mér er ekki grunlaust um að vegna eigin móðurleysis hafi henni verið mjög umhugað um að láta hann njóta allrar þeirrar móðu- rástar sem unnt var að láta í té. Hún bar hann mjög fyrir brjósti og sá hvorki í. tíma né fyrirhöfn ef það mætti vera Inga til góðs. Umhyggjan var gagnkvæm og þrátt fyrir að höf og lönd skildu þau mæðgin að, voru með þeim miklir kærleikar. Ingi kom heim um hver jól og var þá tíminn jafnan vel nýttur og oft spjallað fram á nótt. Gunna heim- sótti Inga tvívegis til Kaupmanna- 1979, og Ásta, fædd 1932. Hún átti son- inn Hallgrím Inga með Birni Einars- syni frá Norðfirði, fæddur 25. maí 1911, dáinn 23. mars 1968. Hallgrímur Ingi er fæddur 17. apríl 1948, hann hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn síðan 1973. Eftirlifandi eigin- maður Guðrúnar er Sæmundur Ólafsson frá Ólafsfirði, fædd- ur 2. júní 1932, en þau gengu í hjónaband 30. des- ember 1965. Útförin fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. hafnar og voru þær ferðir henni til mikillar ánægju. Hún ferðaðist raun- ar ekki mikið um ævina en hún hafði gott lag á að geyma góðar minning- ar og naut þess oft síðar að rifja upp ferðalög sín og minnast góðra stunda. Gunna varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast lífsförunaut sem á fáa sína líka og saman hafa þau gengið lífsveginn sinn í þijátíu ár. Svo samofin voru þau hvort öðru að annað var aldrei nefnt án hins, Gunna ög Sæmi. Þau byggðu við og endur- bættu gamla húsið á Vesturgötunni og bjuggu sér þar heimili sem ein- kenndist af glaðværð og gestagangi. Samheldni þeirra kom ekki síst í ljós nú í veikindum Gunnu. Sæmi annaðist hana af stakri alúð og nærgætni og saman töldu þau kjark hvort í annað til að mæta þeim að- skilnaði sem óumflýjanlegur var. Minningar mínar úr Vesturgöt- unni ná allt aftur til barnsára en kærastar eru mér þó minningar sem ég á frá síðustu tveim áratugum. Á þeim tíma lagði ég leið mína til þeirra á hveiju sumri. Svo mjög naut ég veru minnar hjá þeim að mér fannst ég alltaf stoppa of stutt. Það var svo gaman að sitja og spjalla, skreppa í gönguferðir, hlusta á góðlátlegt kýt þeirra hjóna og spaugilegar at- hugasemdir Sæma. Eg og systkini mín, María og Rafn, eigum Gunnu mikið að þakka svo og börnin okkar. Nokkur þeirra áttu enga ömmu á lífi og sóttust því mjög eftir að eiga hana fyrir ömmu, sem var sjálfsagt mál frá hennar hendj og rækti tiún ömmuhlutverkið vel. Ég get þess sérstaklega hér hve góð hún var við Jón Sigþór og færi henni þakkir frá honum og Maríu móður hans. Einnig á hún þakkir mínar fyrir allt það sem hún var Aðalbjörgu litlu. Gunna fylgdist vel með öllum framförum, hvatti hana til dáða, kenndi henni að safna ser- véttum, vakti áhuga hennar á knatt- spyrnu og saman studdu þær knatt- spyrnufélagið Leiftur. Þökk sé þér, frænka mín, fyrir ást þína og umhyggju fyrir dóttur minni. Elsku Sæmi minn, „þín kæra“ er farin frá þér, en mundu, aðeins um stundarsakir, og þú ert búinn að standa þig svo vel. Ingi minn, „skærasta stjarnan" þín er slokknuð, en mundu, hún skín skærar en nokkru sinni fyrr í nýjum heimkynnum. Fyrir hönd systkina minna og fjöl- skyldna okkar votta ég ykkur mína dýpstu samúð. Öll þökkum við Gunnu frænku góðar stundir og kveðjum með söknuði. Ég bið guð að gefa styrk, sefa sorgir og leyfa góðum minningum að græða sár. Blessuð sé minning Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Aðalbjörg Sigþórsdóttir. Fregnin af andláti Guðrúnar kom ekki á óvart því ljóst var að hveiju stefndi. Þegar við hittumst síðast á liðnu sumri var hún að vanda kát og hress og bjartsýn á bata þó að greinilega væri hún sárþjáð. Guðrún hélt heimili með Hallgrími KRISTJAN JÓNSSON + Kristján Jónsson bóndi og veður- athugunarmaður á Teigarhorni fæddist 1. nóvember 1926. Hann lést á Skjól- garði, dvalarheimili aldraðra á Höfn í Hornafirði, 10. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hansína R. Björnsdóttir, f. 6. júní 1884, d. 1973, og Jón K. Lúðvigs- son, f. 20. nóvember 1883, d. 1957. Krist- ján var yngstur sex systkina, en þau eru: Soffía Dalberg, f. 2. september 1912, Hansína Jóns- dóttir, f. 27. júní 1914, Maria Langsted, f. 13. desember 1916, d. 10. október 1994, Björn Jónsson, f. 1. júlí 1919, d. 30. ján- úar 1991, Elísa Jónsdóttir, f. 30. júlí 1922, d. 10. apríl 1984. Kristján útskrif- aðist frá Bændaskó- lanum á Hvanneyri árið 1948. Hann tók við búi foreldra sinna og varð það ævistarf hsna. Krist- ján var ókvæntur og barnlaus. Útför Kristjáns fer fram frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Okkur langar að kveðja þig, Krist- ján frændi, með nokkrum orðum. Fregnin um andlát þitt kom okkur í opna skjöldu þó við hefðum öll vit- að af versnandi heilsu þinni. Líklega er maður aldrei viðbúinn dauðanum. Minningarnar hrannast upp. Minningar um hæglátan, ljúfan og þolinmóðan mann sem ávallt var til- búinn að hjálpa, hlusta og kenna okkur systkinum þau ófáu sumur er við dvöldumst hjá þér í sveitinni. Þar lærðum við allt um lífið og tilver- una. Við biðum spennt eftir því að skóla lyki að vori svo við kæmumst í frelsið í sveitina til þín og það var með söknuði að við kvöddum þig að hausti. Við fengum að taka virkan þátt í öllu því sem var að gerast, hvort heldur verið var að marka lömb, gera við girðngar eða heyja. Allt hefur þetta verið okkur mikið og gqtt veganesti út í lífið. Reyndar hafði sveitin svo mikil áhrif að eitt okkar tók við búinu af þér. Þú varst mikill náttúruunnandi og dýravinur og mikið var þér illa við að þurfa að farga dýri. Skógrækt var eitt af þínum áhugamálum og bar brekkan ofan við hús þess glögglega merki. Tón- list skipaði líka stóran sess í lífi þínu. Þú spilaðir á nokkur hljóðfæri auk þess sem þú varst oftast raulandi eitthvert lag. Við krakkarnir heyrð- um sögur af því, að á þínum yngri árum hafir þú spilað í hljómsveitum á sveitaböllum. Á kvöldin var oft dregið upp tafl en þú hafðir kennt föður sínum eftir að hann varð ekkjumaður, ásamt Grími syni sín- um. Árið 1965 giftist hún Sæmundi Ólafssyni á Tjörn í Ólafsfirði og varð það þeim báðum til mikillar gæfu því að meiri nærgætni og gagnkvæma ást eins og þau sýndu hvort öðru er varla hægt að hugsa sér. Sæmundur settist í heimili þeirra feðginanna. Guðrún hugsaði um föður sinn af kostgæfni, en eftir að hann missti heilsuna og varð rúm- liggjandi heima reyndi enn meira á umhyggju hennar við þröng húsa- kynni og erfiðar aðstæður og naut hún þá dyggilegs stuðnings Sæ- mundar. Þá var ekki komið elli-og hjúkrunarheimili í Ólafsfirði og aldr- að fólk ekki ánægt með að þurfa að fara annað og yfirgefa sína heimabyggð. En nú er búið að leysa að mestu úr þessari þörf með tilkomu Hornbrekku þar sem er glæsileg aðstaða fyrir aldraða og sjúka. Það hefur alltaf verið sérstök til- hlökkun og eftirvænting að heim- sækja þau Guðrúnu og Sæmund þeg- ar við hjónin höfum verið á ferð í Ólafsfírði. Þar höfum við ætíð fengið hinar bestu móttökur ásamt hlýju viðmóti og einstakri glaðværð. Frá- sagnargleðin og skemmtilegar at- hugasemdir sem Sæmundur hafði um menn og atburði þekkja flestir vina þeirra. Vatnsendaættin, afkomendur þeirra Stefáns Bjömssonar og Stef- aníu Stefánsdóttur afa og ömmu okkar Sæmundar, hefur í tvígang haldið ættarmót og þar vom þau Gunna og Sæmundur alltaf hrókar alls fagnaðar. Á mótinu sem haldið var á Vatnsenda 1988 tjölduðu þau á lækjarbakka nokkuð frá öðrum í hópnum, þar vildi Gunna vera því að gott væri að sofna við lækjamiðinn. Þau settu upp nokkurs konar mót- tökutjald og veittu á báðar hendur til ættingja og vina eins og þeim var eiginlegt. Þama flugu smellin tilsvör og frásagnir og brátt þurftu tjald- gestir að halda um magann og þerra tár úr augum vegna hláturskviða sem greip þá, því að sannarlega vora þau í essinu sínu þama í tjaldinu. Þegar Kiwanisdeildin Súlur var stofnuð í Ólafsfírði var Sæmundur okkur öllum mannganginn og svo þegar illa gekk hjá okkur snerir þú taflinu við að bjarga „þínum“ mönn- um. Þú tókst öllum vel og oftast var húsfyllir hjá þér á sumrin. Elsku Kristján, við þökkum þér fyrir allar þær minningar sem þú gafst okkur. Eftirlifandi systrum Kristjáns vottum við samúð okkar. Herbert, Katrín og Róbert. I dag kveðjum við með söknuði vin okkar Kristján Jónsson frá Teig- arhorni. Við minnumst þess þegar við renndum fyrst í hlað á Teigar- horni, sumarið 1957, eftir tveggja daga akstur frá Reykjavík. Eftir að hafa velkst um á krókóttum malar- vegum, barist við bílveikina, opnað ótal hlið, stuggað burtu búsmala og horft á nokkrar dekkjaskiptingar vorum við komnar á þann áfanga- stað sem átti eftir að verða sumar- heimili okkar meira og minna síðan. Langþráðu takmarki var náð, að komast út úr bílnum og hitta fólkið sem við höfðum heyrt svo mikið tal- að um, en ekki séð áður. Kristján tók okkur einstaklega vel, eins og öllum þeim börnum sem dvalist hafa á Teigarhorni. Kristján Jónsson var hógvær mað- ur, orðvar og yfirvegaður, rólegur, og aldrei sáum við hann reiðast. Kristján var búfræðingur að mennt, en hann var ekki bóndi í hjarta sér þótt hann hefði það starf að at- vinnu. Að vísu bar hann virðingu fyrir búsmalanum og hugsaði vel um hann, sem sást best á því að flestar Teigarhornsrollurnar skiluðu sér sjálfar heim á haustin og hægt er að kalla þær heim úr útibeit á veturna. Kristjáni féll betur að dunda sér við skógrækt, steinaleit, teikn- ingu, lestur góðra bóka, og hljóð- færaleik en að gerast nútímabóndi. Búið hans á Teigarhorni var aldrei stórt á mælikvarða dagsins í dag þótt okkur krökkunum þættu túnin flennistór þegar við rökuðum dreif- ina. Við vildum jú miklu heldur ganga fjörurnar í leit að fögrum einn af stofnendum hennar og eitt tímabil forseti. Skömmu síðar var Sinawikdeild kvenna stofnuð og var Guðrún þar með frá byijun. Hún sýndi þessum félagsskap mikinn áhuga og kom alltaf glöð og endur- nærð af Kiwanismótum hvort sem þau voru haldin heima eða að heim- an. Þau eignuðust marga góða kunn- ingja víða um landið í gegnum þann félagsskap. Á þeim stöðum við sjávarsíðuna þar sem fólk byggir nær eingöngu afkomu sína á útgerð og fískvinnslu eins og á Ólafsfirði, er ekki mikið um önnur atvinnutækifæri að ræða en vinnu við fiskverkun. Eins og margar aðrar konur vann Guðrún við það að breyta því sem barst á land í verðmæta gjaldeyrisvöru. En það var ekki alltaf tekið út með sældinni að standa í köldum og rök- um húsum við fiskverkun fyrr á árum þó að aðstaða sé orðin mjög breytt í dag. Guðrún var mjög ósér- hlífin og sleit sér út of snemma við hin erfíðu störf. Hún var afskaplega barngóð og þeir sem minna máttu sín áttu í henni góðan málsvara, hún lagði aldrei neinum illt og sá alltaf það jákvæða í fari annarra og laðaði fram hið góða hjá samferðafólki sínu. Það var sannarlega mannbæt- andi að vera í návist hennar. Mér fannst að alltaf væri sífellt sólskin í ranni þeirra Gunnu og Sæmundar. Það eru komin nokkur ár síðan Guðrún fór að kenna sjúkleika og hætti að geta unnið, en hún barðist alla þá tíð hetjulegri baráttu og sýndi frábæran dugnað við margs konar þjálfun í von um að öðlast bót meina sinna. Við hlið hennar stóð Sæmund- ur og létti henni lífið á alla lund. Grímur sonur hennar, sem búsettur hefur verið í Kaupmannahöfn í mörg ár, kom heim um síðustu jól og auðn- aðist henni að halda jólin með kær- um einkasyni. Við hjónin vottum þeim, Sæ- mundi, Grími og öðrum ættingjum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. steinum, príla í klettunum, sem var jú stranglega bannað, eða spóka okkur út á Djúpavogi. Hlutirnir voru í föstum skorðum hjá Kristjáni. Hann var ekkert að hlaupa á eftir nýjustu tækni í bú- skaparháttum, heldur hélt sig við heyhleðsluvagninn, þrátt fyrir að nágrannar hans væra farnir að bagga og rúlla öllu sínu heyi. Hann fékk þá heldur til þess að bagga eða rúlla fyrir sig en að kaupa tækin sjálfur og reyndi þá frekar að launa þeim greiðasemina á annan hátt. Nágrannar hans, þeir Helgi í Urðar- teigi og Eyjólfur í Framnesi, eiga miklar þakkir skildar fyrir tryggð og greiðvikni í gegnum tíðina, sem og Herbert og Jónína sem hjálpuðu honum mikið við bústörfin þar til hann varð að bregða búi, að þau tóku við jörðinni. Síðustu árin átti Kristján við slæm veikindi að stríða sem hann tókst á við með sama jafnaðargeðinu og ein- kenndi allt hans líf. Erfitt þótti hon- um að flytja að heiman á vistheim- ili aldraðra, Helgafell á Djúpavogi, þegar það var tekið í notkun síðast- liðið haust, en þegar þangað var komið líkaði honum vistin „bara vel“ svo notuð séu hans eigin orð. Því miður varð vistin á Helgafelli ekki löng. Vegna versnandi heilsu þurfti Kristján að flytjast á sjúkradeild Skjólgarðs, dvalarheimilis aldraðra á Höfn í Hornafirði. Þar undi hann sér vel við að teikna og mála á meðan heilsan leyfði. Við þökkum starfsfólki Skjólgarðs og Helgafells fyrir að annast Krist- ján af alúð í veikindum hans. Einnig viljum við þakka honum og öllum ættingjum hans af alhug allt það sem þau gerðu fyrir okkur og okkar Ijölskyldu frá fyrstu tíð. Þeirra góða viðkynning hefur verið okkur ómet- anleg og verður aldrei endurgoldin sem skyldi. Henni munum við aldrei gleyma. Við vottum eftirlifandi systrum hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Lilja og Bryndís Brandsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.