Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4- ÁSTVALDUR LEIFUR EIRÍKSSON + Ástvaldur Leif- ur Eiríksson var fæddur í Borg- arkoti í Skeiða- hreppi 16. október 1934. Hann andað- ist í Landspítalan- um 5. febrúar sl. Foreldrar hans voru Eiríkur Ei- ríksson, f. á Vota- . mýri í Skeiðahreppi 8. mars 1898, d. 24. nóvember 1964, og Ingibjörg Erlend- ina Kristinsdóttir, f. á Ingveldarstöð- um á Reykjaströnd í Skagafirði 13. ágúst 1903, d. 3. október 1991. Systkini Leifs: Kristín, f. 26. júlí 1928, húsfreyja á Hlemmiskeiði 1, Vilhjálmur, f. 16. október 1930, bóndi á Hlemmiskeiði 2, og Guðrún, f. 11. apríl 1941, d. 4. júní 1995, áður húsfreyja í Hlíð í Austur- Eyjafjallahreppi og síðast í Reykjavík. Leifur kvæntist 16. október 1962 Ólöfu Sigurborgu Ólafsdóttur, f. 13. desember á Álafossi. Börn þeirra: Ólafur Friðgeir, Brautarholti, Skeiða- hreppi, f. 19. ágúst 1962, húsa- smiður og rafvirkjameistari, kona Harpa Dís Harðardóttir, f. 10. október 1968 og eiga þau 3 börn. Eiríkur, bóndi á Bijáns- í DAG er kvaddur frá Ólafsvalla- kirkju vinur minn og sveitungi, Leifur Eiríksson frá Hlemmiskeiði. Hér í sveit lifði hann og starfaði og átti mikinn frændgarð. Eiríkur, faðir hans, var frá Vota- mýri, af hinni kunnu Reykjaætt, sem flestir Skeiðamenn eru út af, og lengi bjuggu þeir Votamýrar- bræður fjórir hér í sveitinni. Ingibjörg móðir hans var aftur á móti úr Skagafirði, og ólst upp að mestu á Reykjum í Hjaltadal, og bar Leifur nöfn fósturforeldra hennar. Eiríkur hóf búskap í austurbæn- um í Fjalli árið 1929 og bjó þar til ársins 1933, að hann keypti jörðina Borgarkot og bjó þar til ársins 1955. Sú jörð er lítil og kostarýr, og þegar Hlemmiskeið 2 var boðin til sölu árið 1955, 'keypti Eiríkur hana með stuðningi sona sinna Vil- hjálms og Leifs. Jörðin Hlemmi- skeið 2 er kostajörð en var í niður- níðslu eftir að hafa verið í eigu hlutafélags i Reykjavík, sem ætlaði að græða á búskap. Jörðin var samt nokkuð dýr — og man ég að það þótti í mikið ráðist hjá jafn fátækum manni og Eiríkur var á þeim tíma, að kaupa jörðina — og að hann sýndi þar mikinn kjark. Þeir feðgar tóku vel til hendi á Hlemmiskeiði og byggðu stórt og vandað tvíbýlishús árið 1960. Árið 1961 tóku þeir bræður við búi af föður sínum og reyndust miklir framkvæmda- og búmenn — eins og fleiri af þeirri ætt. — Byggðu þeir upp öll hús jarðarinnar, þar á meðal fjós fyrir 64 kýr árið 1975, en það þótti framúrstefnufjós á þeirri tíð — og saman ráku þeir eitt arðsamasta og besta búið hér í hreppi. Þeir bræður ráku félagsbúið til ársins 1991, eða í 30 ár, að Leifur missti heilsuna. Þá fengu þau hjón- in, Leifur og Sigurbjörg, úrskipt land úr jörð sinni og létu byggja notalegt íbúðarhús. Nutu þau þar handa Ólafs, sonar síns, sem jafn- vígur er á tré og rafmagn. Á þessu nýja heimili dvaldi Leifur svo þar til fjórum dögum fyrir and- lát sitt að hann var fluttur á Land- spítalann, þar sem hann andaðist 5. febrúar sl. Lauk þar langri bar- áttu við hrörnunarsjúkdóm, sem læknavísindin réðu ekki við. Honum var sífellt að hraka líkamlega en hélt andlegri heilsu og fylgdist með öllu. Kom ég til hans rétt fyrir andlát hans og reyndi hann þá af veikum stöðum í Skeiða- hreppi, f. 11. ágúst 1963, vélvirki og búfræðingur frá Hvanneyri. Kona Brynhildur Gylfa- dóttir f. 27. apríl 1969 og eiga þau 1 barn. Ófeigur, Hlemmiskeiði 6, f. 24. desember 1967, kjötiðnaðarmaður. Sambýliskona Þór- dís Bjarnadóttir, f. 11. desember 1972 og eiga þau 1 barn. Jóna Sif, f. 23. jan- úar 1973. Sambýlismaður Hjör- var Ingvarsson. Leifur stundaði venjuleg sveitarstörf í æsku en fór svo í trésmíðanám til Eiríks Guðna- sonar á Votamýri og aflaði sér réttinda sem trésmiður og síð- ar meistararéttinda. Leifur hóf búskap á Hlemmiskeiði 2 árið 1961, fyrstu þrjú árin í félagi við föður sinn og Vilhjálm bróður sinn, en síðan ráku þeir bræður félagsbú, þar til Leifur varð að hætta búskap árið 1991 sökum heilsubrests. Samhliða búskapnum stundaði hann srníðar í sveitinni og víðar. Útför Leifs fer fram frá Ólafs- vallakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. mætti að spyrja frétta — en þá var auðséð að hveiju stefndi. Sigurborg — Sibba, eíns og við köllum hana — annaðist mann sinn af einstakri alúð og umhyggju — var hlý en jafnframt sterk — og öll fjölskyldan hjálpaðist að. Ég hef hér stiklað á stóru um lífshlaup Leifs og búskap, en ekki var ómerkari þáttur smíðar hans og önnur störf utan heimilisins — og koma þá í hugann góðar minn- ingar og þakklæti. Ég var einn af þeim sem leituðu til hans sem smiðs, þegar ég stóð í framkvæmdum áður fyrr — og reyndar munu ófáar þær bygging- ar, sem Leifur lagði hönd að, oft fyrir lítil laun. Þá var mikil samvinna bænda um að koma upp húsum og hver hjálpaði öðrum, en smiðir voru ekki á hveiju strái. Kom sér því vel að geta fengið jafn viljugan og góðan smið og Leifur var. Er mér minnis- stætt þegar þeir frændur, Leifur og Eiríkur á Votamýri, voru að slá upp fyrir grunni að verkfæra- geymslu hjá mér rigningarhaustið 1964 - hve rigndi mikið en Leifur alltaf jafn léttur í skapi. Og húsið komst upp og önnur hús síðar, sem Leifur lagði líka hönd að. Leifur var virkur í félagsmálum, lengi í byggingarnefnd hreppsins, fulltrúi í Framsóknarfélagi Árnes- sýslu og í stjórn ungmennafélagsins um tíma. Þá var gott að leita til Leifs, þegar byggja þurfti eða breyta í Brautarholti og átti hann þar mörg handtökin. Þegar Skeiðalaug var byggð á árunum 1972-1975 — en það var mesta mannvirki, sem hreppurinn hafði ráðist í frá því 1933, að Braut- arholtsskóli var byggðurfvar hann fulltrúi ungmennafélagsins í bygg- ingamefnd, en það lagði umtalsvert fé til byggingarinnar. Þá var hann í byggingamefnd Brautarholts- skóla, þegar hann var endurbyggð- ur á árunum 1985-1988. Það var gott að starfa með Leifi í þessum byggingarnefndum. Hann hafði gott vit á vinnubrögðum, enda treystum við á hann sem fagmann, hann var tillögugóður og útsjónar- samur og átti gott með að umgang- ast menn. Og það var gaman að vinna með honum, hann var svo skemmtilegur persónuleiki, alltaf glaður og reifur — gat verið æringi stundum — og ég sá hann aldrei skipta skapi. Hann var hrókur alls fagnaðar í vinahópi og vinamargur — og kunni að skemmta sér — og man ég hvað hann dansaði vel. Löngu stríði er lokið og því ætt- um við að gleðjast yfir að hann er búinn að fá hvíldina. En eftir situr sorgin og söknuðurinn eftir góðan dreng. Því sendi ég aðstandendum hans samúðarkveðjur. Jón Eiríksson. Kæri mágur! Nokkur kveðjuorð til þín. í þessi rúm þijátíu ár sem við höfum verið tengd hefur aldrei fallið skuggi á. Þú varst maður samninga og friðar. Þegar voru erfið ár hjá mér fann ég frá þér vináttuna og hlýjuna. Margir voru þeir matarbitarnir sem þið Sibba réttuð mér. Þá var heimasaltaða hrossakjötið ekki síst. En þú varst sérlega laginn við að salta niður í tunnu. Þú varst smiður góður og eru sennilega fáir bændur á Skeiðunum og í nágrenni sem ekki nutu góðs af. Þú áttir drjúgan þátt í því að kirkjan ykkar á Ólafsvöllum var endurbyggð. Það var svo sárt að sjá hvernig veikindi seinustu ára lögðust á þig og þú þurftir að breyta lífsháttum þínum og hvernig þér hrakaði smátt og smátt seinustu árin. Þú varðst að hætta búskap og það hefur ver- ið erfitt fyrir þig því þú varst góður bóndi á góðri jörð. Þið hjónin selduð búið og byggðuð ■ ykkur hús á Hlemmiskeiði, húsið á Sléttunni. Þetta er fallegt hús og hefur þér þótt erfitt að geta ekki tekið hamar og nagla þegar með þurfti. En Ólaf- ur sonur þinn sem er smiður kom upp húsinu ásamt bræðrum sínum og vinum þótt Ólafur eigi eflaust flest handtökin I því. Þú gast kom- ist hjálparlítið um húsið í fyrstu en hafðir alltaf stuðning konu þinnar. Tengdadætumar voru alltaf boðnar og búnar til að rétta hjálparhönd ásamt fólkinu á Hlemmiskeiði. Þegar æfingarnar á Grensásdeild báru ekki lengur neinn árangur og líkami þinn hrörnaði meir og meir og það varð erfiðara og erfiðara að skilja þig þá var það svo sárt því hugur þinn og hugsun voru í fullkomnu lagi. En þeir sem voru með þér daglega skildu þig helst og túlkuðu fyrir gesti. Það hefur verið erfitt fyrir þig svona duglegan og sterkan mann að þurfa að vera háður allri aðstoð. En Sibba og börnin ykkar og tengdabörn stóðu styrk við hliðina á þér og sýndu þér ást og umhyggju og barnabörnin glöddu þig á allan hátt. Eftir iðjuþjálfun á Grensásdeild lærðir þú að sauma út, en þú áttir ekki langt að sækja þá hæfileika því Ingibjörg móðir þín var mikil hannyrðakona. Margir eru þeir púð- arnir sem þú saumaðir og er ég svo heppin að eiga einn þeirra. Þú varst vinamargur maður og sýndu það heimsóknirnar til þín réttardagana eftir að þú veiktist, þá var margt um manninn í húsinu á Sléttunni. Ég veit að Guð gefur Sibbu syst- ur minni og fjölskyldunni ykkar styrk á þessum dögum og um ókom- inn tíma. Elsku vinur og mágur, ég og fjöl- skylda mín þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þér og fjölskyldu þinni. Bið ég al- góðan Guð að vera með þér. Þín mágkona, Sigríður Erla. Nokkur orð frá mágkonu sem langar til að þakka þér fyrir svo ótal margt. Elsku Leifur minn, það er svo margs að minnast þegar komið er að kveðjustund. Til dæmis allra sumranna sem ég var hjá ykkur Sibbu allt sumarfríið mitt með drengina mína litla. Aldrei heyrði ég annað en við værum velkomin þótt nóg væri að gera í sveitinni á þessum árstíma og lítil hjálp í mér. Það er nú oft búið að hlæja að því þegar þú varst í heyskap úti á túni sem var dálítið langt frá bænum. Ég átti að fylgjast með þegar þú legðir af stað heim í kaffið, en ég átti að hafa það tilbúið þegar þú kæmir heim. Ekki vantaði það að oft leit ég út um gluggann, en aldr- ei sá ég þig halda heimleiðis, en svo allt í einu stóðst þú bara inni á eld- húsgólfi. Ég varð alveg undrandi því enn var þessi hlutur sem ég hélt að væri þú á sama stað. Þegar þið Sibba fóruð að athuga hvað ég hefði verið að horfa á, þá var það nú bara símastaur. Svona var hjálp- in í mér. Eða þegar Þórður minn fór að kalla þig pabba eins og Óli og Eiríkur, brostir þú bara og varst ekkert að leiðrétta það. Einnig fór ég í nokkur ár austur um páskana og Óli þinn hélt að páskamir kæmu með mér. Ekki má gleyma réttar- deginum, þar varst þú allra manna kátastur. Jafnvel eftir að þú varst orðinn veikur, vildir þú hafa allt eins og áður, þótt þú gætir ekki tekið fullan þátt í gleðinni. Ég held, Leifur minn, að ég vilji muna þig eins og þú varst sl. haust á réttar- daginn, þegar náin skyldmenni þín voru að syngja ljóðið um hana Huldu sérstaklega fyrir þig, hvað það var mikil birta og gleði yfir þér. Svo þegar þú varst háttaður og ég lagðist í rúmið hennar Sibbu og við töluðum svolítið saman í ein- lægnifeins og oft gerist á réttardag- inn. Þetta rifjaðist upp fyrir mér ásamt svo mörgu öðru um sl. helgi áður en ég sofnaði í þessu sama rúmi. Leifur minn, ég vona að þegar minni jarðvist er lokið, þá takir þú á móti mér ásamt horfnum skyld- mennum og vinum hér af jörðu. Mér fyndist ég svo örugg ef þú værir nálægur. Elsku Sibba, orð eru eitthvað svo innantóm, en ég held að ég viti hvernig þér líður og þú hvernig mér líður. Þú getur þó huggað þig við minninguna um góðan mann og hvað þú hugsaðir sérstaklega vel um hann í hans erfiðu veikindum, það hefði einhver gefist upp í þínum sporum. Elsku Óli, Harpa Dís, Eiríkur, Brynhildur, Ófeigur, Dísa, Hjörvar og Jóna Sif, ykkar hlutur er líka stór, því systir mín hefði varla get- að þetta ein. Svo má ekki gleyma barnabörnum sem styttu honum margar stundirnar. Ég votta ykkur öllum einlæga samúð. Kærar þakkir fyrir allt, Leifur minn. Vigdís (Vigga). Við systkinin viljum minnast föð- urbróður okkar sem lést 5. febrúar síðastliðinn. Leifur frændi einsog við kölluðum hann gjarnan, átti við einhverskonar hrörnunarsjúkdóm að stríða síðustu ár. Þetta tímabil var honum og aðstandendum hans mikil áreynsla einsog gefur að skilja. Það er þó aðdáunarvert hvað Leifur sýndi mikla hugarró í veik- indum sínum og hversu góð að- hlynning honum var veitt af íjöl- skyldu sinni og ekki síst eiginkonu. Þar sem fjölskyldur okkar bjuggu í sama húsi og oft mikill samgang- ur milli hæða vorum við nánast sem ein stór fjölskylda og reyndist Leif- ur okkur oft á tíðum sem faðir. Með honum áttum við margar góð- ar stundir og um hann eigum við margar yndislegar minningar. Þeg- ar við lítum til baka stendur upp úr hversu skapgóður og kátur Leif- ur var. Hann var einnig einstaklega hjálpsamur og bóngóður. Það var alltaf hægt að biðja hann, t.d. um aðstoð við járningar, um lán á hest- unum hans og reiðtýgjum eða um að koma okkur á milli staða. Okkur systrunum eru sérstaklega minnis- stæðir allir skemmtilegu kvöldreið- túrarnir með Leifi. Þá var oft mikið hlegið og gamnast, sem oftar, enda hafði Leifur létta lund og gott skop- skyn. Núna getum við einmitt vel ímyndað okkur Leif á óþekktum stað, á harðaspretti á honum Neista sínum, sem var honum svo kær, með bros á vör og dreymandi svip. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta vináttu og samfylgdar þessa góða manns og kveðjum hann með virðingu, söknuði og þökk fyr- ir það sem hann hefur gert fyrir okkur með eftirfarandi orðum: „Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,/ hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér./ Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi/ og gæfa var það öll- um sem fengu að kynnast þér.“ (Ingibj. Sig.) Við biðjum guð að varðveita fjöl- skyldu Leifs og sendum Sibbu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg, Jóhanna, Sigur- jón, Guðbjörg, Matthildur, Eiríkur og Vilhjálmur. Látinn er langt fyrir aldur fram Leifur bóndi á Hlemmiskeiði. Hann háði harða baráttu síðustu árin við erfiðan sjúkdóm, sem enginn mann- legur máttur réð við að stöðva. Það er þyngra en orð fá lýst að horfa upp á sjúkdóma, sem lamar smátt og smátt þrek hinna vöskustu manna. Hitt er svo aðdáunarvert að finna jafnaðargeð og karl- mennsku eins og Leifur bjó yfir, sem hvorki bilar né hopar heldur gengur á hólm við örlög sín, lífs- glaður til hinstu stundar. Þrekið þvarr, hjólastóll tók við og tjáning varð erfið en hugsunin var sterk og óbiluð. Eiginkona og börn Leifs stóðu eins og veggur við bakið á honum og gerðu allt til að auðvelda honum þátttökuna í dag- legu lífi og til að hann mætti sem lengst sinna sínum hugðarefnum. Leifur Eiríksson var bóndi af lífi og sál, unni jörð sinni og sveit, var vökull framfararmaður, sem gerði kröfur til sjálfs sín og annarra. Sá sem þetta ritar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast bændafólki á Suðurlandi í starfi sínu fyrir Mjólkurbú Flóamanna og njóta gestrisni sveitafólksins á uppgangs- og framfaratímabili. Um þær mundir, sem undirritaður hóf þetta starf, voru þeir bræður á Hlemmi- skeiði að ljúka byggingu á glæsi- legu fjósi. I slíku verki naut Leifur sín enda mikill hagleiksmaður bæði á tré og járn. Hann var góður verk- maður og snyrtimenni. Skeiðin eru sérstök sveit. Þar er byggðin þétt og margbýlt á mörg- um jörðum. Það er ekki ofsagt að flestar jarðir í þeirri sveit hafi verið setnar með þeim hætti á síðustu áratugum, að þær urðu að höfuðból- um. Leifur lagði sveitungum sínum lið og var oft dijúgur að veita ráð og aðstoð þegar einhvers þurfti við. Félagslíf hefur verið öflugt á Skeið- unum og menn fúsir að líta upp úr amstri daganna og gleðjast á góðri stund. Á slíkum stundum voru þau Leifur og Sibba ómissandi. Þegar heilsu Leifs tók að hraka brugðu þau hjónin búi en byggðu sér snoturt hús á Hlemmiskeiði. Þar var gestkvæmt og gott að koma. Við Flóamenn margir höfum haft þá reglu að koma við og þiggja veit- ingar hjá þeim hjónum á Skeiðarrétt- ardaginn. Sá dagur var sérstakur gleði- og hátíðisdagur í huga hús- bóndans. Þá blakti fáni við hún og glatt var á hjalla á Hlemmiskeiði. Leifur var glaðastur allra og naut þess að hitta vini sína og þar sást best að hann naut mikilla vinsælda og ekki síst var það unga fólkið, sem lagði leið sína til fjölskyldunnar. Nú er komið að leiðarlokum og góður vinur kvaddur hinstu kveðju. Leifur á Hlemmiskeiði var um margt einstakur samferðamaður; fjölhæfur, þægilegur og óvenju tryggur vinur vina sinna. Lífsgleðin brást honum ekki. Það gat örlað á smá stríðni og kankvís var hann á góðri stund. Ég kveð þennan vin minn með söknuði. Það er margs að minnast á kveðjustund. Nú verður Leifur lagður til hinstu hvílu í móðurmold- ina frjóu, sem hann unni svo heitt. Minningin lifir um góðan dreng. Við Margrét sendum eiginkonu og börnum innilegar samúðarkveðjur. Guðni Ágústsson. Andlát manna ber að með ýmsum hætti. Oft er ungt fólk hrifið burt skyndilega að því að virðist án til- efnis, í annan tíma hefur dauðinn H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.