Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 31 lengri aðdraganda og þá telur mað- ur dauðann jafnvel líkn fyrir þann sem kveður, eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Samt er það ævinlega svo þegar kallið kemur, að það koma upp í huga okkar, sem eftir stöndum, ósögð orð og söknuð- ur. Minningarnar leita á hugann, samveran með góðum vini öðlast nýja merkingu, söknuðurinn og tómið sem verður við ástvinamissi breytist í þakklæti fyrir lífið sem hann lifði með okkur, ástúðina og hlýjuna sem hann sýndi okkur. I dag verður til moldar borinn stórbóndinn og handverksmaðurinn Leifur Eiríksson. Það er erfítt að minnast hans Leifs öðruvísi en að gleðjast, slík var kímnigáfa hans og lífsgleði. Þó Leifur hafi misst heilsu á besta aldri, var hann þó búinn að skila því ævistarfi sem hver maður gæti verið stoltur af. Hann byggði frá grunni eitt glæsi- legasta bú landsins með Vilhjálmi bróður sínum þar sem allt var og er til fyrirmyndar. Þrátt fyrir annasöm störf við búreksturinn, virtist Leifur alltaf hafa tíma fyrir nágranna sína, enda var hann samvinnumaður fram í fingurgóma í besta skilningi þess orðs. Leifur var í okkar huga eins konar skátaforingi. Skátaferðirnar hans fólust þó ekki í því að safna spreki á eld, heldur fólust þær í ræktun lýðs og lands, og safnaði hann saman unglingum til hvers konar sjálfboðavinnu, s.s. hjálpa sveitungunum við húsbyggingar, sjálfboðastörf við uppbyggingu hestamannafélags og ungmennafé- lags. Avallt var Leifur þar fremstur í flokki með unglingana sína, og ýtti Leifur ætíð undir kímnigáfu einstaklingsins í þessum ferðum. Leifur var mikið náttúrubarn og eru gæðingurinn Neisti og hundur- inn Strútur samofnir minningu okk- ar um hann. Fjallferðir skipuðu ávallt stóran sess í lífi Leifs en í þeim ferðum sameinaði hann öll áhugamál sín. Leifur var borinú og barnfæddur Skeiðamaður. Hann unni sveit sinni og sveitin unni honum því finnst okkur við hæfi að mæla til hans ljóð langömmu okkar, Guðlaugar Lýðsdóttur. Við eigum fagran fjallahring, sem fóstrar Skeiðasveit, engi og tún þar eru fijó, svo eigi ég betra veit. Bræður og vinir búa þar við bestu kjör og frið, þakklátir fyrir gjafir Guðs og gleðjást lífið við. Okkur systkinin langar til að minnast hans Leifs, frænda okkar, sem nú er fallinn frá. Frá því við munum eftir okkur höfum við þekkt hann Leif. Það hefur alltaf verið mikill samgangur milli heimilis Leifs og Sibbu og heimilis foreldra okkar og auk þess eru þeirra börn og við systkinin á líkum aldri. Leifur var einstakur maður og góður frændi. Hann hafði þann ’hæfileika að sjá alltaf jákvæða punkta í öllum hlutum enda hafði hann ríka kímnigáfu og var lífs- gleði hans aðalsmerki. Auðvelt var að fá hann til að gantast, en einnig var mjög gott að leita til hans og ætíð var hann vinur í raun. Leifur hafði þann hæfíleika að sjá hvað skiptir máli í lífinu. Hann tileinkaði sér jákvæð lífsviðhorf, var mikill fjölskyldumaður og frænd- rækinn, hann fylgdist alla tíð með „öllu sínu fólki“. Þegar hann varð sextugur héldu þau upp á afmælið hans í Svíþjóð og nautu þau ferðar- innar til hins ýtrasta sem og Óla að fá þau í heimsókn. Leifur byggði margar vörður á lífsleið sinni. Vörður lífsgleði og hjálpsemi eru þar áberandi og munu þær vísa okkur, sem lifðu með hon- um, veginn til jákvæðs lífsviðhorfs og mannkærleika. Við systkin makar okkar og börn, viljum votta ykkur nánustu að- standendum Leifs okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ólöf, Hermann, Jón og Sig- urbjörg, Vilmundar- og Kristínarbörn. Hver bær á sína sögu. Sömuleiðis hver sveit, hvert hérað á landi okk- ar. Þegar við ökum þjóðvegi blasa við stafnar og þil, grónar lendur og búsmali í högum. Fegurð lofts og láðs gleður augað. Hvarvetna má sjá verk kynslóða. Hugur og hönd hafa mótað og markað. Sam- félag manna í aldanna rás verður hluti af sköpunarverki. Á Suður- landi falla tvær stórár til sjávar. Þær hafa valið sér farveg — á ein- um stað er harla stutt á milli þeirra, þær geta næstum kallast á þar sem heitir Merkurlaut og sá sögufrægi staður Áshildarmýri. Þar ofan við eru Skeiðin, grösug sveit og gróður- sæl, prýdd myndarlegum bændabýl- um, umlukt fögrum fjallahring. Svo virðist sem sveit þessi hafi staðið af sér margnefndar hremmingar íslensks dreifbýlis. Þar skal dvalist um stund. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að búa þar um tíma, kynnast þar góðu fólki, njóta þar fagurs mannlífs og góðrar viðkynn- ingar þeirra er þar bjuggu. Það er tilefni þessara fáu orða að nú eigum við á bak að sjá manni sem setti svip á umhverfí sitt með verkum sínum og viðkynningu. Leifur Ei- ríksson bóndi og smiður á Hlemmi- skeiði féll frá þann 5. febrúar sl. Hann fæddist á Skeiðum og ól þar allan aldur sinn, reisti sér þar heim- ili sitt, rak þar bú sitt og beitti þar kröftum sínum. Hann var fæddur 1934 þá er þriðjungur,þessarar ald- ar var runninn í aldanna skaut. Þá, á uppvaxtarárum hans, voru um- brota- og breytingatímar víða um lönd, sem þjóð okkar fór ekki var- hluta af, — mikil bylting í lífshátt- um. Það var þörf fyrir vinnufúsar hendur og frjóa hugsun. Leifur tók áskorun þeirri er við blasti, lærði húsasmíði. Hann var hagleiksmaður að upplagi. Hann átti eftir að koma víða við með handtök sín, ná- kvæmni og vandvirkni, hjálpsemi og góð ráð. Leifur gerðist síðan bóndi á vesturbæ á Hlemmiskeiði í félagi við Vilhjálm bróður sinn. Þar var vel staðið að öllum búrekstri og alúð lögð að hveiju verki. Rækt- unarmaðurinn vinnur með hinni rísandi sól sem gefur ylinn og með moldinni sem myndar jarðveginn. Þar verður til hinn skapandi gróð- ur, sá máttur sem ávöxtinn gefur. Hann tekur fram plóginn, væntir uppskerunnar. Uppskeran er hagur þess er lagði til hugsun sína og vinnu, þess er sótti gæfu sína í erf- iði dagsins. Það gerði Leifur á Hlemmiskeiði. Hann var iðjumaður og átti oft langan vinnudag. Hann átti létta lund og hann var gott að hitta og til hans var gott að leita. Ég gæti nefnt dæmi mér tengt þá er í óefni var komið fyrir mér. Fang- aráðið var að leita til Leifs og Ólaf- ar Sigurborgar konu hans sem ekki brugðust frekar en endranær. Mér kæmi ekki á óvart þótt fleiri hefðu svipaða sögu að segja. Nú þegar Leifur er fallinn frá löngu fyrir aldur fram er okkur harmur í huga. Við færum þökk fyrir spor þessa vinar okkar og þá endurminningu sem hann lét okkur eftir. Leifur átti vandaða konu og fjögur böm sem öll búa að mann- kostum foreldra sinna. Þeim send- um við Hildur samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Pálmar Guðjónsson. Við vildum gjarnan gátu lífsins ráða og geta snúið við og takti breytt Óglöggt finnst oft mennskum markið þráða en maður getur huga að því leitt að líkn er dauðinn fyrir þreytta og þjáða og þessa líkn fær dauðinn aðeins veitt. (H.H.) Það er alltaf jafnerfítt að sætta sig við að vinir hverfí á braut og þó dauðinn sé líkn í þraut hugsar maður af hveiju hann. Það var árið 1987 sem fyrst fór að bera á veikindum þeim sem nú hafa lagt Leif að velli. í fyrstu lít- ið, en ágerðist svo að fyrir fjórum árum varð hann að bregða búi og seldi hdnn búið í hendur Vilhjálmi bróður sínum. En það var ekki eðli Leifs að leggja árar í bát þótt heils- an væri farin. Hann vildi vera áfram í sveitinni sinni, eiga áfram heima á jörðinni sinni sem hafði átt huga hans og starfsorku lengstan tíma ævinnar ásamt henni Sibbu. Þar höfðu þau átt bömin sín fjögur og komið þeim öllum vel til manns. Hann hófst nú handa við að finna teikningu að 'óskahúsinu og byggði á Hlemmiskeiði og í það hús fluttu þau hjónin fyrir þrem árum. Það átti ekki við Leif að sitja auðum höndum og nú þegar hann gat ekki unnið að bústörfum eða við smíðar fór hann að sauma út og gerði það listilega vel. Það er mikill lífsþroski að hafa fengið að kynnast manni-sem Leifí og þá ekki síst eftir að hann var orðinn nær ósjálfbjarga af sjúkdómi sínum. Sú óendanlega lífsgleði og ljúfa lund sem hann átti er nærri því óskiljanleg. Mér er í fersku minni er þau Sibba og Leifur komu í heimsókn í sumarbústaðinn í sum- ar sem leið. Það var setið og gant- ast og gert að gamni sinu allan daginn. Ég heimsótti Leif síðast í lok janúar. Þá sagði hann að það væri orðið verst að hann gæti svo illa tjáð sig því röddin væri farin, samt brosti hann sínu ljúfa brosi sem yljaði manni um hjartaræturn- ar. Elsku Sibba mín, böm, tengda- börn og barnabörn. Manni verður orða vant á svona stund, en ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og Leif vil ég kveðja með þessu versi eftir Ingibjörgu Sigurð- ardóttur. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífs- ins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynn- ast þér. Sigurður Hermannsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HULDAD. MILLER, Yrsufelli 1, • Reykjavfk, lést á heimili sfnu 16. febrúar. Erlendur Helgason, Erla Ósk Guðjónsdóttir, Sigurður Kristinsson, Sigurður H. Erlendsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför SIGRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Vatnsnesi í Grimsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kumbaravogi. Börn, tengdasynir og ömmubörn. t Eiginmaður minn og faðir, KARL MAGNÚSSON, Jökulgrunni 9, Reykjavík, lést á sjúkradeild Hrafnistu, Reykjavík, 16. febrúar. Sigurborg Guðmundsdóttir, Sigrún Karlsdóttir. t Vinkona mín, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR SÖRENSEN, (áður Bárugötu 12), lést í Landakotsspítala, deild 1A, 4. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Stella María Jónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JAKOBLOFTUR GUÐMUNDSSON, andaðist í Landspítalanum 5. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Gunnar Jakobsson, Bára Hannesdóttir, Sigríður Jakobsdóttir, Örlygur Kristmundsson, Jóna Jakobsdóttir, Guðmundur Jakobsson, Erla Friðgeirsdóttir, Sigurður Jakobsson, Hafþór Jakobsson, Börkur Jakobsson, Hrafnhildur Birgisdóttir, Hulda Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýnu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EYJÓLFS Þ. ELÍASSONAR frá Reyðarfirði. Brynjar Eyjólfsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Guðrún Eyjóifsdóttir, Kristinn Grímsson, Jarþrúður Eyjólfsdóttir Karlsson, Bo Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS S. BERGMANN, Suðurgötu 10, Keflavik. Þökkum ennfremur starfsfólki Sjúkra- húss Suðurnesja hlýlega umönnun. Halldóra Árnadóttir, Hörður Bergmann, Dórothea Einarsdóttir, Árni Bergmann, Lena Bergmann, Stefán Bergmann, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Jóhann J. Bergmann, barnabörn og barnabarhabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BÓEL JÓNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Raufarfelli, A-Eyjafjöllum. Ólafur Tryggvason, Þórunn Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Tryggvi Kr. Ólafsson, Sigrún Heiðmundsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Ingi Ólafsson, Anna Kristín Birgisdóttir, Anna Björk Ólafsdóttir, Kristinn Stefánsson, Jón Pálmi Ólafsson, Rósa íris Óiafsdóttir, Róbert Már Jónsson, Katrin Jóna Ólafsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.