Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Heyrðu, hvað ertu að gera við Heimski hundurinn þinn! Þú ert Láttu mig vita ef þú þarft hjálp litabókina mína? búinn að lita allar myndirnar! við innrömmunina. BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 ♦ Netfang:lauga@mbl.is Marías sem formann Frá Stefáni Ragnari: TILEFNI. þessa bréfs er óánægja mín með afgreiðslu þá er ég fékk hjá Sjöfn Ingólfsdóttur, formanni stjórnar Starfsmannafélags Rey kj avíkurborgar.- Eg leitaði til hennar með vanda- mál er kom upp á mínum vinnu- stað þar sem ég tel mig vinna við óbærilegar aðstæður og órétti beittan. Hún tók vingjarnlega á móti mér og útskýrði fyrir mér að sjaldnast væri hægt að gera nokk- um skapaðan hlut í málum eins og mínum, þar sem helst virtist vera um að ræða að mér væri mis- munað í starfi. Ég reyndi að út- skýra mál mitt á eins hlutlausan hátt og mér var unnt en í raun var ég ekki kominn að kjarna málsins þegar ég var afgreiddur á fyrr- greindan hátt. Að vísu fékk ég lof- orð um að málið yrði athugað og ég gæti haft samband aftur innan tiltekins tíma. Formaðurinn ætlaði að hafa samband við vinnuveitend- ur mína og bera málið upp undir rós og sjá til hver svörin yrðu. Með þessa afgreiðslu í nesti hvarf ég á braut og hélt, kvíðinn í huga, til minna daglegu starfa. Ég hafði samband aftur að þeim tíma liðnum er um var rætt. Fátt var um svör annað en að vegna anna hefði ekki unnist tími til að athuga mitt mál, en ég mætti hafa samband síðar! - Já, takk Ég reyndi nokkrum sinnum að hafa samband „síðar“ en var ætíð tjáð að vegna anna formanns yrði ég að reyna síðar! Ég er þijóskur maður og skildi því ekki eftir skila- boð, vildi aðeins ná beinu sam- bandi við formanninn sem hafði tekið mál mitt að sér en þar hafði ég ekki erindi sem erfiði. Vinnufélagar mínir og aðrir fé- lagar í starfsmannafélaginu höfðu varað mig við og sagt mér að það væri bjartsýni að halda að ég fengi einhverjar úrbætur á þessum vett- vangi! Það urðu mér sár vonbrigði að þeir skyldu hafa rétt fyrir sér, því hvert annað er hægt að leita ef manni fmnst á sér brotið? Ég veit hins vegar ekki hvort Sjöfn hafði nokkurn tíma samband við þá aðila er hún sagðist ætla að ræða við, því ég hef ekkert heyrt um þetta mál af þeim vettvangi. Framundan er hinsvegar bar- átta um formannssætið í félaginu og að sú barátta skuli koma niður á málum hins almenna félaga er alvarlegt mál. Gott mál er að við eigum aðra möguleika því fleiri eru í framboði og þeirra á meðal vinnufélagi minn, Marías Sveinsson, og fagna ég því ásamt mörgum öðrum. Við segjum: Afram Marías! STEFÁN RAGNAR, vagnstjóri. Frelsi Frá Albert Jensen: HVER sem tilgangur lífsins er, hvar sem eitthvað byijar er ljóst að eitt af því fyrsta sem menn kynnast er misréttið. Við fæðingu hefst úthlutun kosta og galla. Sak- laust bamið geldur strax duttlungarfullrar úthlutunar æðri máttar á andlegu og líkamlegu at- gervi. Máttar sem dylur tilganginn. Upphaf og endir lífs, segir ekki sögu manns. Það er allt þar í milli. Þar á meðal framúrskarandi aðlög- unarhæfni til alls sem er í lífinu. Líka góðs og ills. Margir menn heilsa fátækum öðruvísi en ríkum. Þeim finnst það eiga við. Eins kon- ar sýnishom sérstæðrar aðlög- unarhæfni sem maðurinn hefur umfram dýrin. Svo fagurlega nota „hinir meiri“ menn frelsi til tjá- skipta. Frelsi er það sem mannin- um hefur haldist hvað síst á. Örfá- um hefur gegnum aldimar tekist að drottna yfir heildinni með brögðum og her. Frelsi fyrir hinn almenna þegn er eitur í beinum drottnunargjarnra einstaklinga. í nútímanum eru vopn þeirra, lævísi og lipurð. Sjáið ísland í dag. Frjálst í 50 ár og myrkum sjónarmiðum er að takast að fá ungdóminn til að afsala sér frelsinu. Ungmenni sem virðast ekki vita að gott líf eiga þau frelsinu að þakka. Hafa aldrei kynnst öðru. Góðir landar, við skulum nota frelsið en ekki afsala okkur því. Það er til svo margra hluta nýtilegt. Það getur falist í að veija sjálfan sig og aðra. Heija á það sem manni finnst ranglátt. Koma skoðunum á fram- færi, en þá dugar ekki að vera hrópandi í eyðimörkini. Morgunblaðið er leið til að koma skoðunum á framfæri. Blaðið kem- ur víða við og getur, ef vel er á haldið, sýnt með málefnaríkum greinum þjóð í hnotskurn. Ritstjóri spurði mig hvort ég vissi hvað meðalgrein kostaði. Ég spurði þá hvers virði blaðið yrði án greina. Ég vona að hreinskilin þjóðmála- umfjöllun mín sé þeim á Morgun- blaðinu ekki þyrnir í augum. En mér finnst í lagi að íjalla djarflega um það sem tekið er fyrir, jafnvel út á ystu nöf ef umfjöllunin verð- ur gagnlegri, eftirtektarverðari og kannski skemmtileg. Umfram allt, sanngjörn. Vonandi lætur blaðið ekki utanaðkomandi öfl hafa áhrif til ritskoðunar. Frelsi einstakl- ingsins til að tjá sig í blaðinu með eigin persónuleika gefur því sterk- ari svip og verður áhugaverðara. Skrif skulu ekki líkjast skreytni þeirri er saklausa má telja og notuð er til að róa lítil börn. Af slíku er nóg. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.