Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 37 . MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Frá Sigurði Sigurðarsyni: NÚ HEFUR það gerst með stuttu millibili, að í Morgunblaðinu hafa birst tvær greinar þar sem snúið er út úr orðum nlínum af lítilli fyrirhyggju, takmarkaðri háttvísi og engri sanngirni. Grein- ar þessar eru um margt ólíkar, en eiga það sammerkt að eiga að sýna fram á fádæma hroka minn og þröngsýni. Þarna á ég við skrif þeirra frú Jóhönnu Sveinsdóttur og Guðmundar Ágústssonar hdl. og fyrrverandi alþingismanns. Vel kann að virðast í fyrstu að nokkuð komi greinar þessar sitt úr hvorri áttinni, en vert er að hafa í huga að frú Jóhanna er starfandi í kór Langholtskirkju og Guðmundur lögmaður er í sóknar- nefnd sömu kirkju. Þau eru bæði virkir þátttakendur í átökum þeim sem átt hafa sér stað í Langholts- kirkju að undanförnu. Þau átök eru auðvitað lík átökum í öðrum félagsheildum. Þegar slík átök snúast að verulegu leyti um per- sónur, verður fátt um málefnaleg rök til að þjappa fólki saman í fylkingar. Standi þannig á er gjarnan gripið til þess ráðs að finna sameiginlegan óvin til að sameina fólk í átökunum. Nú virð- ast þau frú Jóhanna og Guðmund- ur lögmaður hafa fundið slíkt sam- einingartákn í mér, og þá gera þau það sem alkunna er að gert er við slíkar aðstæður. Þau útmála óvin- inn eins og þau telja að best komi sér að hafa hann. Þetta er í dag- iegu máli kallað að mála skrattann á vegginn. Nú er svo sem ekki mikið við þessu að gera í bili af minni hálfu, og ekki ætla ég að fara að elta ólar við rangfærslur þeirra allar, Sáttaviljinn? enda tel ég slíkan eltingaleik ekk- ert blaðaefni. Hvenær sem er geta þau haft samband við mig til að fá skýringar á því hvað fyrir mér vakir í þessum orðum mínum og hinum fyrri. Einni ásökun Guð- mundar lögmanns verð ég þó að svará fáum orðum og kem að lok- um að hinu sameiginlega hneyksl- unarefni þeirra í lokaorðunum. Guðmundur fullyrðir að ég hafi ávallt komið að þessu máli til þess eins að draga taum prestsins og byijar með að vitna til þess eina fundar, sem við sátum saman um þetta mál. Kom ég á þann fund að ósk prestsins til þess að vera til vitnis um það sem þar mundi gerast og honum til ráðuneytis um úrvinnslu efnisins. Þá var ég sókn- arprestur og enginn formlegur aðili að sáttastarfi í Langholts- kirkju. Guðmundur lögmaður man að ég bað fundinn leyfis að mega segja nokkur orð. I þeim orðum lagði ég ríka áheslu á hve miklu varðaði að sættir næðust og rök: studdi nokkuð nauðsyn þess. I máli sínu á eftir hafði Guðmundur nærri orðrétt eftir sumt af því sem ég hafði sagt. Þegar ég sem vígslubiskup síð- ar kom að sáttastarfinu, var það að ósk aðila innan sóknarnefndar Langholtskirkju. Þá var málið í höndum prófasts og var aldrei fengið mér í hendur til úrlausnar. Alla fundi sat ég með prófasti nema viðtöl, sem ég átti einslega við organistann og settan sóknar- prest. Þeir aðilar sem sátu fundi þessa hljóta að bera þeim sann- ieika vitni, að meginsjónarmið mitt í málinu var, að hin eina góða lausn þess væri, að aðilar sættust og störfuðu áfram saman. Rökstuddi ég þetta með því að þó að eflaust mætti finna eitthvað að í fari allra málsaðila, væri ekkert af því þannig vaxið að ekki mætti bæta úr og gera heilt. Var þetta e.t.v. að draga einhliða. taum sóknarprestsins? Þegar Guðmundur fullyrðir, að ég hafi aldrei komið að þessu máli nema til þess að draga einhliða taum prests, er hann að vega að em- bættisheiðri mínum sem biskups, eins og fleiri aðilar í sóknarnefnd- inni hafa gert. Sem slíkur ber ég nokkra ábyrgð gagnvart bæði presti og söfnuði. Nú hefur hins vegar viðhorf mitt til þessarar deilu breyst, og kom það fyrst fram í sjónvarps- þætti í janúar. Með framkomu sinni fyrir jólin tel ég að organist- inn, kórinn og sóknarnefndin hafi þannig brotið gegn sóknarfólki í Langholtssókn, öllum viðteknum gildum í kirkjulegu starfi og borg- aralegu siðgæði í landinu, að málið hafi komist á annað stig. Er ekki kominn tími til að efast um sáttaviljann hjá einhverjum málsaðilum í Langholtskirkju? I lok greinar sinnar spyr Guð- mundur lögmaður hvort ég álíti að sóknarprestur sé af ráðherra skipaður til þjónustu við Guð eða þjónustu við söfnuðinn. Spurning- in er því miður rökfræðilega ógild og ber vott um mikla kirkjulega firringu. Það er vegna þess, að kristinn söfnuður er söfnuður Guðs. Að þjóna Guði er að þjóna að uppbyggingu safnaðar hans og Guði þjónár maðurinn best og tryggilegast í söfnuðinum. Sá vitsmunalegi kollhnís, sem fólginn er í spurningunni er líklega sprottinn af löngun höfundar til að nálgast sjónarmið frú Jóhönnu, er hún vænir mig um að vera á móti markaðri stefnu um safnað- aruppbyggingu, vegna þess að ég misskilji stöðu prestsins í söfnuð- inum. Bæði sýnist mér þau mis- skilja nýleg ummæli guðfræðinga um að presturinn sé þjónn i söfn- uðinum og að hann sé fremstur meðal jafningja. E.t.v. áttu þeir góðu guðfræðingar líka að ganga lengra í málflutningi sínum en þeir gerðu til að fyrirbyggja slíkan misskilning. Söfnuðurinn er samfélag þeirra sem trúa á fagnaðarerindið um Jesúm Krist. Fagnaðarerindið er í söfnuðinum. Ekki til þess að þar sé það notað eftir smekk og hent- ugleikum, heldur til þess að þar rekist það á syndina og beini fólki inn á veginn sem liggur til lífs- ins. Þannig er fagnaðarerindið ekki bara til nota í söfnuðinum heldur er hann til utan um það og þess vegna. Presturinn er sér- staklega kallaður til að vera þjónn orðsins og til þess með þjónustu sinni að beina sjónum sóknarfólks að fagnaðarerindinu. Þjónusta hans við lítilmagnann, ekkjuna og þann munaðarlausa, þjónusta j hans við hjón í erfiðleikum, syrgj- j endur og fleiri, er af sama toga pg þjónusta hans í helgihaldinu. Öll er þessi þjónusta í nafni fagn- j aðarerindisins. Hann er kallaður i af söfnuðinum, en vegna þess að erindi hans við söfnuðinn kemur | frá Guði, er hann sendur af Guði. ; Hann hefur því áhrifavald og ákveðna friðhelgi í söfnuðinum. Þannig verður hann fremstur meðal jafningja, en ekki vegna þess að hann sé brosmildasti maðurinn í hverfinu. Hann er í söfnuðinum og þar er hann þjónn. Enginn söfnuður má þó krefjast þess að eiga svo klæðskerasaum- aðan prest, að hann geti ávallt geðjast öllum í öllu sem hann gerir. Það sem hér er sagt er mikil einföldun á lúterskri guðfræði um embætti prestsins, en í því eru atriði, sem vert er að við íhugum. Umræða undanfarinna vikna hef- ur líka sannfært mig um, að brýnt er að kynna betur fyrir fólki guð- fræðilegar undirstöður embættis- ins og hvað kenningin um hinn almenna prestsdóm felur í sér. í ljósi þeirrar kenningar Lúters hefur svonefndur leikmaður í kirkjunni bæði réttindi og skyld- ur, sem öllum þyrftu að vera ljós- ar. Fleiri orð hef ég ekki um þetta - að sinni og bið greinahöfunda og aðra að íhuga, að frekar ætla ég ekki að svara skrifum þeirra, vegna þess að ég tel ekki að síður Morgunblaðsins séu til þess að fjalla um allar þær skoðanir og tilhneigingar, sem fólki kynni að koma til hugar að gera mér upp. SIGURÐUR SIGURÐARSON, vígslubiskup, Skálholti. RAÐ/A UGL YSINGAR Vegna kröfu ráðuneytis Óskum eftir lögmannsaðstoð til að gera kæru og greinargerð til fjármálaráðuneytis- ins um meint bókhalds- og fjármálamisferli löggilts endurskoðanda. Jóhanna Tryggvadóttir, forstjóri Evrópuferða, Jónas Bjarnason, læknir, sími 555 0099, fax 555 0059. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, fimmtudaginn 22. febrúar nk. kl. 10.00 á neðangreindum eignum: Páls-Bergsgata 5, Ólafsfirðl, þinglýst eign Stíganda hf., eftir kröfum Hafnarbakka hf. og Kaupfélags Eyfirðinga. Boðað er til aðalsafnaðarfundar í Hjallasókn í Kópavogi sunnudaginn 18. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn í Hjallakirkju að aflokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Samþykktir fyrir Hjallasöfnuð. Önnur mál. 0, , Soknarnefnd. ATViNNUHUSNÆÐl Sigurfari ÓF-30, sksknr. 1916, þingiýst eign Sædísar hf., eftir kröf- um Landsbanka ísiands, Akureyri og Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Úlafsfirði, 16. febrúar 1996. Sýslumaðurínn i Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. Nauðungaruppboð Lausafjáruppþoð verður haldið í Tollhúsinu, Tryggvagötu, í dag, laugardag 17. febrúar, og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Siglufirði (Siglufjarðar Apótek). Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðuneytinu fyrir 5. mars 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. febrúar 1996. KENNSLA Komdu með til Indlands 4ra mánaða námsferð með langferðabíl um Evrópu, Tyrkland, (r- an, Pakistan til Indlands. Við lærum um daglegt líf og starf asíubúans, menningu og trú, heim- sækjum tyrkneskar fjölskyldur, búum hjá landverkafólki í Pakistan, kynnumst götubörnum í Bombay og förum f ferð til Himalaya. Verkefnið er: 2ja mánaða nám í Den rejsende Hojskole. Við lærum um sögu og menningu Asíu, lærum Ijósmyndun, kvikmyndagerð og viðtalstækni og undirbúum rannsóknir. Við standsetjum langferðabílinn, skipu- leggjum ferðina og gerum áætlun um kostnað. 2ja mánaða starfstími, þar sem við öflum fjár til ferðarinnar. 4ra mánaða námsferð í eigin langferðabíl. 2ja mánaða úrvinnslustarf í skólanum í Danmörku. 10 frábærir mánuðir. Byrjað 29/7 '96. Kynningarfundur verður haldinn í Reykjavík 8.-9.3. Skrifaðu eða sendu fax með heimilisfangi þínu og við sendum nánari upplýsingar. Den rejsende Hojskole, póstbox 131, 2630 Tástrup, Danmörku. Fax 00 45 43 99 59 82. Bjart og gott á Bíldshöfða! Til leigu á Bíldshöfða 10, 2. hæð. Húsnæðið er að mestu einn salur 1.050 fm. Mætti skipta í smærri einingar. Hentar fyrir margþætta starfsemi. í sjónlínu við Vestur- landsveg neðan við Nesti. Upplýsingar í síma 553 2233 eða bílasíma 853 1090. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bylgjubyggð 7, Ólafsfirði, þinglýst eign Sigrúnar Hjartardóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs rikisins, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 10.15. Bylgjubyggð 15, Ólafsfirði, þinglýst eign Ingibjargar Hjartardóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs verkamanna, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 10.00. Ólafsfirði, 16. febrúar 1996. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsteroir Ferðafélagsins sunnudaginn 18. febrúar: 1) Kl. 10.30. Bláfjöll - Heiðin há - Þrengslavegur, skíða- ganga. Ekið að Þjónustumið- stöðinni í Bláfjöllum og gengið þaðan á skíðum. Verð kr. 1.200. 2) Kl. 10.30. Gullfoss - Hauka- dalur/ökuferð. Litast um við Gullfoss í vetrarbúningi og Haukadal. Verð kr. 2.500. 3) Kl. 13.00. Gönguferð um Lakahnúka (sunnan Hveradala) og Eldborgir og lýkur göngu við Þrengslaveg. Verð kr. 1.000. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Miðvikudagskvöldið 21. febrúar verður fræðslukvöld í Mörkinni 6 (stóra salnum niðri). Efni: Ferðabúnaður til fjalla. Ferðafélag (slands. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Safnaðarfundur i kvöld kl. 19.00. Við viljum hvetja flesta til að mæta. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalstöðvar KFUMogKFUK, Holtavegi 28 „Jesús er sannleikurinn." Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Ulrich Parzany. Ailir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.