Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 1
JMmrgnnlritafeife • Upphefð í Vesturheimi/3 • Endurreisn í Eistlandi/4 • Lystigarður ljóðsins/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 BLAÐ Menn með lokuð augu STEINUNN Þórarinsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á verkum sínum í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 16. Þetta er níunda einkasýning Steinunnar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess sem hún hefur hannað lejkmyndir og unnið útilistaverk. „Ég hef alltaf unnið mjög mikið með manninn þó að á síðustu sýningu hafi ég leitað meira út í náttúruna og sleppt manninum alveg. Þetta eru litlar sögur,“ sagði Steinunn um verk sín. Karfi og síld Hún notar einkum járn sem efnivið auk gips, glers og blýs. Maðurinn er í fyrirrúmi 4 einn eða annan hátt. Þó er það ekki neinn ákveðinn maður heldur ímynd manns og því lýsa andlit mannanna ekki sterkum tilfínn- ingum heldur ríkir ákveðið hlut- leysi í andlitum þeirra á meðan aðrir líkamspartar, eins og hend- urnar, gefa meira í skyn. I einni myndanna eru áberandi mest átök. Maðurinn er steyptur niður í klump og er að reyna að toga sig út. Fiskar koma einnig við sögu í nokkrum myndanna. „Fiskur- inn hefur mikið táknrænt gildi úr kristni. Þessir fiskar mínir eru karfi og síld og hafa vísanir í íslenskan veruleika," sagði Steinunn. Aðspurð sagði Steinunn að hún notaði ekkert eitt módel sem fyrirmynd þó stundum taki hún mót af sjálfri sér eða syni sínum og vinni það áfram. Engir titlar voru komnir á verkin þegar blaðamaður hitti hana en hún sagði að þeir kæmu vanalega rétt fyrir opnun. Þá eru það gjarnan einhver orð og text- ar sem hafa fylgt henni í gegnum verkið enda segist hún gjarnan skrifa mikið niður þegar hún er að vinna hugmyndir að högg- myndum. Sýningin stendur til 10. mars og er opin frá kþ 12 - 18 alla daga nema mánudaga. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins STEINUNN Þórarinsdóttir. FRANK Zappa kom síðast fram fyrir andlát sitt með Ensemble Modern í Vín, Berlín og Frankfurt. * I minningu Zappa HLJÓMSVEITINN Ensemble Modern frá Frankfurt er að hefja tónleikaferð í minningu banda- ríska tónlistarmannsins Frank Zappa. Hljómsveitin kemur fyrst fram í Royal Albert Hall í London og mun í þessum mánuði einnig halda tónleika í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. 20 ungir tónlistarmenn eru í hljómsveitinni, sem hefur getið sér gott orð fyrir framúrskarandi túlkun á verkum tónskálda þessar- ar aldar. Zappa kom síðast fram fyrir andlát sitt með Ensemble Modern árið 1993 í Vín, Berlin og Frank- furt. Tónsmíðin „Yellow Shark“ eftir Zappa, sem franska tónskáldið Pierre Boulez sagði eitt sinn að væri eini popptónlistarmaðurinn, sem hann botnaði í, var þá á dag- skrá og verður einnig leikið að þessu sinni. Einnig verða flutt verk eftir fransk-bandaríska tónskáldið Edgar Varése. Nýlistasafnið í New York færir út kvíamar Salarkynnin tvöfölduð SALARKYNNI Nýlistasafnsins í New York (Museum of Modern Art) voru nýlega tvöfölduð. Safnið keypti eftir tveggja ára samningaviðræður Dorset hótelið, sem er við hliðina, og tvær næstu byggingar. Þrengsli hafa háð safninu og hef- ur aðeins verið hægt að sína um einn tíunda hluta listaverka í eigu þess. Kaupverðið var 50 milljónir dollara (um 3,3 milljarða króna) og gáfu ýmsir velunnarar safnsins, sem ekki vilja láta nafns getið, fé til kaupanna. Búist er við að það muni kosta nokkur hundruð milljónir dollara að koma upp sýningaraðstöðu í nýju húsunum og er stefnt að því að verkið muni taka allt að einum ára- tug. „Við erum ekkert að flýta okk- ur,“ sagði Glenn D. Lowry, stjórn- andi safnsins. „Það á að nota þetta pláss út næstu öld, ekki á morgun." Mögnuð endurreisn I MARSHEFTI breska tónlistarblaðsins Gramophone er fjallað um úgáfu BIS úgáf- unnar sænsku á fyrstu sinfóníu Jóns Leifs, Sögusinfóníunni, sem kom út seint á síðasta ári. Gagnrýnandinn, Guy S. Rickards, lýkur lofsorði á útgáfuna, aukinheldur sem hann fer nokkrum orðum um tónskáldið. Greinin fer hér á eftir lauslega þýdd: „Jón Leifs (1899- 1968) sló því eitt sinn fram að „Wagn- er . . . hefði misskilið anda og list- ræna hefð norðurins á . . . fyrirlit- legan hátt“. (Göran Bergendal, New Music in Iceland; Reykjavík: 1987.) Mörg verka hans, ekki sist fyrsta sinfónían (samin í Þýskalandi 1941-42) voru samin sem andsvar við þeim misskilningi. Jón Leifs var hæddur á meðan hann lifði, eftir stopulan og illa grundaðan flutning á verkum hans. Sinfónían er dæmi- gerð fyrir ósveigjanlegt, frumstætt tónmál sem nýtir tónstillta steðja, sérsmíðaðar viðartrumbur (skinn- lausar sem leikið er á með sleggj- um), jám og tréskildi, gpjót af ýmsum stærðum eftir tónhæð og endurgerða bronsaldarlúðra. Nær þijátíu árum eftir fráfall hans hafa nógu mörg verk hans verið flutt opinberlega til að hefð hafi skapast í kringum þau, Jón Leifs að minnsta kosti á ís- landi. Þetta er fyrsta heild- arupptaka á Sögusinfó- níunni (eins og hún er almennt kölluð). Þeir sem eiga íslensku útgáf- una frá 1975 (sem aldr- ei hefur fengist í Bret- landi), sem enginn ann- ar en Jussi Jalas, tengdasonur Sibeliusar, stjórnaði, taka þegar eftir þvi að lýsing Jóns Leifs á fimm persónum úr skáldabókmenntum voru skomar niður um um það bil 15% í skiln- ingslausri útgáfu sem skilar aðeins broti af sýn tónskálds- ins. Sinfóníuhljómsveit íslands dags- ins í dag er miklu betur samstillt og miklu betri hljómsveit. Flutningur hennar undir stjórn Osmos Vánskás er hrein uppljómun. Það verður að játa að fátt er um hefðbundna framvindu eða kontra- punkt, en hversu hranalegt eða klaufalegt sem verkið sýnist (berg- mál frá glámskyggni Havergals Brians eða Charles Ives) er Sögusin- fónían sérstaklega áhrifamikil, eins og til að mynda skerzóið Björn að baki Kára eða martraðarkenndur millikaflinn Glámr og Grettir sanna eftirminnilega. Þessi útgáfa er mögnuð endurreisn jafnt fyrir forsm- áð tónskáldið og menninguna - sem er ekki eins fjarlæg og virst gæti - sem mótaði hann. Nauðsynleg kaup.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.