Morgunblaðið - 17.02.1996, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1996, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Islenska mafían og Djöfiaeyjan ábók LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Mál og menning hafa gefíð út bók sem inni- heldur leikritin Djöflaeyjan og ís- lenska mafían. „Djöflaeyjan er eitt vinsælasta leikrit í íslenskri leikhússögu og ís- lenska mafían er nú sýnd við góðar undirtektir í Borgarleikhúsinu. Leik- ritin eiga það sameiginlegt að vera afrakstur samstarfs Einars Kárason- ar og Kjartans Ragnarssonar", segir í kynningu. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda frá frumuppfærslum verkanna. Bók- in kostar 1.100 kr. og er seld í leik- húsbóksölu LR í forsal Borgarleik- hússins og í bókabúðum Máls og menningar. Bókin er fyrsta útgáfa LR á leikriti. --------------- Blönduð tækni og handgerðir matseðlar ÖRN Karlsson sýnir verk, unnin með blandaðri tækni, á veitingahúsinu Við Tjömina. Sýningin stendur frá sunnudeginum 18. febrúar til sunnu- dagsins 3. mars og er opin á venju- legum opnunartíma veitingahússins. Einnig verða sýndir handgerðir matseðlar frá Hótel Búðum frá 1980 til 1986, einnig eftir Öm. Örn er fæddur 1952 og er sjálf- menntaður. Þetta er hans 5. einka- sýning. Skræpótti bíllinn ENSKI málarinn David Hockn- ey sýnir nú verk í listasafni í Los Angeles og á fundi með blaðamönnum stiilti hann sér upp við hlið bifreiðar af gerð- inni BMW, sem hann inálaði. Hockney hefur einnig teiknað, unnið með þrykk, tekið ljós- myndir og hannað sviðsmyndir. Eiginleikar ljóss eru ofarlega á baugi í verkum hans og hefur kalifornískt umhverfi (og þá einkum Los Angeles) haft mikil áhrif á hann. Rattle hættir í Birmingham > Listasafn ASI hyggst festa kaup á Asmundarsal MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands hefur samþykkt að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um kaup Listasafns ASI á Ásmundarsal á grundvelli samþykktra draga um kaupin af hálfu Reykjavíkurborgar. Safnið mun leggja sérstaka áherslu á að gera listkynningar í nýju húsa- kynnunum aðgengilegar fyrir börn. Listasafn ASÍ var stofnað árið 1961 að frumkvæði iðnrekandans og bókaútgefandans Ragnars Jónssonar í Smára. Safnið verður því 35 ára í ár. Ragnar lagði grundvöllinn að stofnun safnsins með því að gefa ASI málverkasafn sitt sem hefur að geyma margar gersemar íslenskrar myndlistar. Safnið setur saman mikinn fjölda 'sýninga á vinnustöðum og í stofn- unum. Það hefur verið veruleg aukn- ing á þessari starfsemi undanfarin ár. Á. sl. ári voru um 40 sýningar í gangi í einu. Gott samstarf við listamenn hefur verið ein helsta stoðin undir aukningu þeirra. Hið nýja húsnæði er heppilegt undir þessa starfsemi safnsins og ein af forsendum þess að það nái að dafna í framtíðinni. Annar veigamikill þáttur í starf- semi safnsins er að standa fyrir sýn- ingum úti á landi, „List um land- ið“. Af þessum framkvæmdum sem Listasafn ASÍ mun ráðast í á næst- unni má nefna að í júnímánuði nk. verður haldin sýning á verkum Svavars Guðnasonar í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. SIMON Rattle hefur tilkynnt að hann hyggist hætta að stjórna Sinfóníu- hljómsveit Birming- ham 1998. Rattle hefur aukið veg og virðingu hljómsveit- arinnar frá því hann tók við árið 1980 og telst hún nú vera í sérflokki í heiminum. Orðstír hans hefur að sama skapi vaxið og er hann nú talinn í fremstu röð stjórn- enda. Fáir stjórnendur þykja ná jafn nánu sambandi við hljóð- færaleikara og Rattle og honum hefur verið hælt fyrir að hygla nýrri og vanræktri tónlist. Stjórnar af ástríðu Rattle stjómar af ástríðu og haft hefur verið á orði að hann leggi sig ekki fram til að ganga í augu áhorf- enda, heldur þjóni hver hreyfíng, hver bending og hver augngota ákveðnum tilgangi og sé hljómsveitinni vís- bending um það hvern- ig túlka beri tónlistina. Rattle hefur lofað að stjórna í Birmingham minnst tvo mánuði á ári. Hljóm- sveitin er blanda af ungum og gömlum hljóðfæraleikurum og þykir Rattle hafa sannað að nafli tónlistar á Bretlandi þurfí ekki að vera í London. En menn eiga erfítt með að sjá fyrir sér hver eigi að koma í stað Rattles. Tveir Bretar hafa verið nefndir til sögunnar, þeir Mark Elder, sem verið hefur helsti gestastjórnandi hljómsveitarinnar í Birmingham, og Daniel Harding, lærisveinn Rattles og núver- andi aðstoðarmaður Claudios Abbados í Berlínarfílharmón- íunni. Ef leitað verður út fyrir landsteina Bretlands verður að greiða næsta stjórn- anda hljómsveitar- innar sýnu meira kaup en Rattle hefur sætt sig við. Boston, Berlín eða Vín? Óvíst er hvert Rattle heldur. Sagt hefur verið að hann geti lágt tónlistar- heiminn að fótum sér. Þijár hljóm- sveitir hafa verið nefndar sérstak- lega: Sinfóníuhljómsveitin í Bos- ton, Fílharmóníuhljómsveitin í Vín og Berlínarfílharmónían. Rattle hefur sagt að engin hljómsveit fylgi stjórn sinni og bendingum jafn vel og sú í Vín og er hljómsveitin í Birmingham þá með- talin. Þar er venjan hins vegar ekki að ráða aðalstjórnanda, en ekki er talið útilok- að að undantekning verði gerð þar á vegna þessa sérstaka sam- bands hljómsveitar og stjómanda. Seiji Osawa er nú sextugur og hefur stjómað Sinfóníuhljóm- sveitinni í Boston í 25 ár. Osawa nýtur enn vinsælda og hefur ekki sýnt á sér fararsnið, en ýmsir í Nýja Englandi kynnu þó að telja að tími sé kominn til að yngri maður taki við. Hvað sem verður munu Bretar sennilega þurfa að sætta sig við að sjá minna af Rattle, en þeir hafa gert hingað til. Simon Rattle Fáir stjórn- endur þykja ná jafn nánu sambandi við hljóðfæraieik- ara og Rattle ÓLÖF Erla Bjarnadóttir. Morgunblaðið/Halldór VERK eftir Thomas Huber Goða- ferðin ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Thomas Huber opnar sýningu í Gerðarsafni í dag laugardaginn 17. febrúar. „Thomas Huber telst ekki til þekktari myndlistarmanna í heimalandi sínu, en hér á landi hefur hans verið getið í fréttum fjölmiðla. Það var þó ekki vegna málverka hans heldur vegna leit- ar sem tvívegis var gerð að hon- um á hálendi Islands. Síðast var leitað að honum í nóvember árið 1993, en þá var hann einmitt hér á ferð til þess að mála þær mynd- ir sem sýndar verða í Gerðar- safni. Því má með réttu fullyrða að þetta séu eftirsóttustu myndir sem sýndar eru um þessar mund- ir,“ segir í kynningu. Jafnframt segir: „Myndefni Thomasar er norræna goðafræð- in og hefur hann einkum Eddu- kvæðin til hliðsjónar. Thomas málar goðin og jötnana í íslensku landslagi og tekst á sinn einstaka hátt að sjá ýmsar skoplegar hlið- ar á kvæðunum. Myndmál Thom- asar er sérstakt. Segja má að hann minni oft og tíðum á teikni- myndir, enda tekst honum vel að glæða myndefni sín Iífi.“ Sýningunni lýkur 10. mars. Pýramídar brenndir í jörðu SÝNING á leirlistaverkum Ólafar Erlu Bjarnadóttur verður opnuð í dag kl. 16 í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Hún gerir listgripi úr leir. Sumir eru nytjahlutir en aðrir ekki. „Það má alveg láta eitthvað í þetta en það er ekki beinlínis gert til þess. Ég kalla þetta helgiskrín," segir Ólöf Helga um pýramídalaga leirlistaverk sem taka má toppinn af og stinga hlutum inn í. Nokkur slík verk eru á sýningunni og eru þau m.a. skreytt með drekahöfðum. Einnig má sjá ílöng pýramídalaga verk auk verka sem eru lík trogum í laginu. Sums staðar hefur hún límt postulínsbrot og sjórekin glerbrot. Mjúkir litir „Kannski eru þetta fórnartrog. Ég er með tvenns konar trog og tvenns konar helgiskrín. Ég er svo- lítið að velta fyrir mér táknfræði trúmála og þá einkum kristni. í kristinni táknfræði vísar taian fjórir til jarðar og ég brenni verk mín í holum í jörðinni auk þess sem öll verkin mín eru ferköntuð í grunn- inn. Talan fjórir vísar mjög til efnis- heimsins og hvernig andinn birtist í efninu. Þarna eru verk sem hafa alla eiginleika þessara vangaveltna og heita eftir höfuðáttunum," segir Ólöf og bendir á fjögur ferköntuð veggverk sem samanstanda af ótal litlum pýramídalaga einingum sem hún hefur búið til úr steinleir og postulíni og brennt í jörðu. Verkin minntu blaðamann á fjöll landsins auk þess sem litirnir eru mjög mjúk- ir. Fyrir þá sem ekki vita gæti þetta allt eins verið unnið í annað efni en leir. Margs konar áferð er á pýramídunum enda gerir Ólöf mikið af tilraunum með brennsluna og áferð verkanna. „Ég hef unnið mik- ið með þessa tegund af brennslu þó ég sé ekki ein um það, þetta er ævagömul aðferð.“ Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl.12-18. Reutcr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.