Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 C 3 Listaverk sem almenningur getur mótað Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BORGHILDUR Anna Jónsdóttir tekur við pöntun frá gesti. Sá ríkasti ræður ETTA gengur út á að gefa almenningi kost á að móta listaverk og velja myndefnið, liti og form, en það er eins og með ann- að í þessum heimi að það er sá ríkasti sem ræður og sá sem borgar 100 krónur fyrir mynd gæti þurft að horfa upp á hana breytast eða hverfa næsta dag ef einhver borgar betur,“ sagði Borghildur Anna Jónsdóttir sem stendur fyrir sýningunni „Galop- inn rammi“ á Mokkakaffi. Sumir rammanna eru enn auð- ir þegar blaðamaður lítur inn á sýninguna en á aðra er byijað að mála. „Þetta er nykur með hófana öfuga,“ segir Borghildur og bendir á mynd sem þegar er búið að takast á um enda er hún á viðkvæmu stigi og litirnir og landslagið sem er á bakvið nykur- inn ekki auðmelt. Á öðrum stað er kominn belja sem Borghildur er smeyk um að Búnaðarsam- bandið eigi eftir að yfirborga enda engin verðlaunakýr þar á ferð. í glugga staðarins eru krukkur sem eru merktar litum; grænt, rautt, blátt o.s.frv. og í þær er hægt að láta pening og skrifa síðan niður á blað hvað gera á við litinn. Það lá einhver spenningur í loftinu á Mokka- kaffi, enda virðist vera það sama að gerast hér og á svipuðum sýn- ingum Borghildar í Lundúnum, að fólk fer að mæta reglulega til að fylgjast með framkvæmdinni og þróun á „sínu verki“. Prestar, læknar og listamenn „Þú sérð að þetta er eins og altaristöflur í laginu og_það hefur ákveðna skírskotun. Eg er að biðja menn að velta fyrir sér stöðu listamannsins og listarinn- ar í samtímanum og sambandinu við almenning því mín persónu- lega skoðun er sú að ef ekkert verður að gert geta listamenn einangrast líkt og kirkjan. Á Miðöldum t.d. var listin miklu nær fólkinu og þá komu menn og pöntuðu sér helgimyndir t.d. og höfðu eitthvað að segja um hvað færi á myndflötinn. Við þetta sköpuðust umræður um listina milli listamanns og neyt- enda. Ég er sem sagt að færa listina nær fólkinu því mér fínnst listamepn hafa vanrækt upplýs- ingaskyldu sína gagnvart almenn- ingi,“ sagði Borghildur Anna. Það má alveg velta fyrir sér hvort listin á að vera fagurfræði- leg eða hvort hún á að vera boð- beri einhverra skoðana eða hug- sjóna eða hvort hún á að hafa eitthvað notagildi. Borghildur segir að henni virð- ist sem fólki finnist listamaðurinn betri eftir því sem hann er fátæk- ari og tötralegri og allt tal um peninga sé illa séð. „Af hveiju eiga listamenn ekki að fá laun fyrir vinnu sína? Prestar og lækn- ar hafa ákveðna launaflokka sem þeir fá borgað eftir en samt eru þetta stéttir sern eru ekki ólíkar listamönnum. ímyndin er mjög skyld.“ Ástæða til bjartsýni Aðspurð hvort hún hefði ein- hver svör við því hvemig gengur að færa listina nær almenningi, sagði hún erfitt að spá en miðað við árangurinn af viðtökum gesta á sýningum hennar í London þá væri ástæða til að vera bjart- sýnn. Þar kom fólk sem vissi ekkert um myndlist og forðaðist söfn eins og heitan eldinn og það fór að venja komur sínar á sýn- inguna og taka þátt í verkinu. Aðspurð hver ætti myndina að lokum sagði hún að yfirleitt ætti hún myndina að lokum enda væri efniskostnaðurinn yfírleitt nægur til að halda meirihlutaeign þótt stundum greiddi einn aðili það mikið að hann eignaðist myndina að lokum. „Margir spyija mig hvort ég verði ekki rík af þessu en staðreyndin er sú að peningarnir í þessu eru ekki miklir auk þess sem þeir eru einungis táknrænir.“ Tekur fólk þessu ekki bara sem einhveiju gríni? „Listamenn sitja einmitt undir þeirri gagnrýni að verk þeirra séu of leiðinleg og ef fólki finnst þetta skemmtilegt og broslegt þá hlýt- ur það að vera jákvætt," sagði Borghildur Anna. Áður en blaðamaður kvaddi listakonuna fann hann 100 kr í vasa sínum og ákvað að vetja honum í kaup á grænni mynd af sjálfum sér á einn strigann sem enn stóð auður. Upphefð í Vesturheimi FYRIR sinfóníuhljómsveitir eru tónleikaferðir afskap- lega mikilvægar — ekki síst okkar hljómsveit sém vegna landfræðilegrar legu sinnar er afskekkt. Við teljum okkur líka standa jafnfætis öðrum sinfóníu- hljómsveitum og .langar til að sýna það í verki,“ segir Helga Hauksdótt- ir tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leggur upp í fyrstu tón- leikaferðina til Bandaríkjanna á mánudag. „Þetta er mikill áfangi enda er það draumur allra evrópskra sinfóníuhljómsveita að fara í tón- leikaferð til Bandaríkjanna," bætir hún við. Aðdragandinn að ævintýrinu er sá að fyrir þremur árum barst Sin- fóníuhljómsveit íslands heillaóska- skeyti frá Kerby nokkrum Lovallo forstjóra umboðsskrifstofunnar New World Classics í Bandaríkjunum, þar sem hann óskaði hljómsveitinni til hamingju með Sibeliusar-geislaplöt- una sem breska útgáfufyrirtækið Chandos setti á markað vestra. Sagði hann Chandos-plötur SÍ mikið leikn- ar á sígildum útvarpsstöðvum auk þess.sem þær hefðu fengið lofsam- lega dóma. Skömmu síðar kom Lovallo þessi að eigin frumkvæði til íslands til að kynnast SÍ nánar. Eftir heimsóknina kvaðst hann hafa sannfærst um að hljómsveitin væri ekki einungis góð á geislaplötum heldur jafnframt á tónleikum, að því er Runólfur Birgir Leifsson framkvæmdastjóri SÍ segir. Upp frá því lýsti hann meira að segja yfír áhuga á því að skipuleggja tón- leikaferð hljómsveitarinnar um Bandaríkin. Síðan hefur þessi lang- þráða ferð verið í farvatninu. Eftirsóttir staðir Runólfur lætur vel af samstarfinu við Lovallo. „Skipulagsvinnan hefur verið gríðarleg. Hún fór að vísu hægt af stað en álagið sem þessu fylgir hefur smám saman verið að aukast. Lovallo hefur staðið sig veru- lega vel og komið hljómsveitinni að á eftirsóttum tónleikastöðum. Ber þar vitanlega hæst Camegié Hall í New York.“ Helga er á sama máli: „Það er mikil upphefð fyrir hljómsveitina að fá tækifæri til að spila í Camegie Hall í sinni fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna.“ Alls mun sinfóníuhljómsveitin efna til níu tónleika vestra. Fyrsti áning- arstaður hennar er Bob Carr Per- forming Arts Centre í Orlando, Flórída, þann 21. febrúar. Þegar er uppselt á þá tónleika. Daginn eftir verður hljómsveitin í Van Wezel Per- forming Árts Hall í Sarasota, Flórída, og þann 23. í Mechanics Hall í Worc- ester, Massachusetts. 24. febrúar kveður sinfóníuhljómsveitin sér hljóðs í *Tilles Center, Long Island University í Brookville, New York, og þann 26. mun hún leika í Mitc- hell Hall í Newark, Delaware. Hápunkti ferðarinnar verður síðan náð þriðjudaginn 26. febrúar þegar hljómsveitin mun stíga á svið í stærsta sal Carnegie Hall sem tekur 2.800 hlustendur í sæti. 1. mars ligg- ur leiðin til Daytona Beach í Flórída, þar sem sveitin mun spila í Peabody Auditorium. Daginn eftir verður hún 1 Community Church í Vero Beach, Flórída, og tónleikaferðinni lýkur í Gusman Theater í Miami, Flórida, 3.mars. „Hvaða hljómsveit sem er getur öfundað Sinfóníuhljómsveit Islands af þessum tónleikastöðu_m,“ sagði umboðsmaður Chandos í Bandaríkj- unum við Runólf í New York á dög- unum en framkvæmdastjórinn var þar til skrafs og ráðgerða með Lo- vallo. Liður í tónleikaröðum Allir tónleikarnir eru liður í tón- leikaröðum viðkomandi tónleika- húsa, nema í Carnegie Hall, þar sem hljómsveitin verður að stóla á miða- Sinfóníuhljómsveit íslands heldur vestur um haf á mánu- dag í fyrstu tónleikaferðina um Bandaríkin. Verða níu nafntog- uð tónleikahús sótt heim, þeirra frægast Carnegie Hall í New York. Orri Páll Ormarsson tók púlsinn á Runólfi Birgi Leifssyni framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar og Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra í annríki undirbúningsins. Runólfur Birgir Leifsson Helga Hauksdóttir FRA Carnegie Hall, einu kunnasta tónleikahúsi heims. söluna. Önnur hús greiða henni fyrir að koma fram og segir Runólfur að þær greiðslur muni að umtalsverðu leyti standa straum af kostnaði við ferðina. Að auki nýtur SÍ góðs af styrkjum frá menntamálaráðuneytinu, The American Scandinavian Foundation, auk þess sem Runólfur segir að hljómsveitin hafí fengið vilyrði fyrir styrk hjá Reykjavíkurborg. Þá var efnt til styrktartónleika síðastliðinn þriðjudag, þar sem söngvararnir Kristinn Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jón Rúnar Arason og Guðný Guðmundsdóttir fíðluleik- ari voru í sviðsljósinu ásamt Sverri Guðjónssyni sem kynnti efnisskrána. Allir sem að tónleikunum komu gáfu vinnu sína. Fjöldi fyrirtækja lagði jafnframt hönd á plóginn, einkum í tengslum við styrktartónleikana en sum þeirra festu kaup á fjölmörgum miðum sem féllu starfsfólki þeirra síðan í skaut. „Með þessum hætti mun okkur að mestu takast að loka fjárhagsdæm- inu,“ segir Runólfur. Áttatíu hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveit íslands teflir fram um áttatíu hljóðfæraleikurum í Bandaríkjunum en bæta þurfti lítil- lega við strengjasveitina. Hljómsveit- arstjóri verður Osmo Vánská sem í vor lætur af störfum aðalhljómsveit- arstjóra hljómsveitarinnar.' Sex verk verða flutt vestra: For- leikur að Galdra-Lofti og Rímna- dansar eftir Jón Leifs, Önnur sinfón- ía og Fiðlukonsert Sibeliusar, Píanó- konsert eftir Grieg og Sinfónía nr. 9 eftir Dvorák. Verður verkunum blandað saman með mismunandi hætti á tónleikunum. Helga segir að hljómsveitin hefði að ósekju viljað fara með íslenskari efnisskrá utan. „Við vorum hins veg- ar að nokkru leyti bundin af óskum tónleikahúsanna, því þau borga lang stærstan hluta ferðarinnar. Fleiri ís- lensk verk verða því að bíða næstu Bandaríkjaferðar." Einleikarar í ferðinni eru banda- ríski fíðluleikarinn Jennifer Koh og landa hennar Ilana Vered píanóleik- ari. Báðar eru þær íslenskum tón- leikagestum að góðu kunnar. Koh kom hingað til lands fyrir tveimur árum og flutti þá fiðlukonsert eftir Tsjakovskíj en Vered spreytti sig með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum síðastliðinn fímmtudag, þar sem hún flutti píanókonsert eftir Grieg. Sagt hefur verið að vart gefíst betri landkynning en að breiða út menningu og list viðkomandi þjóðar. Hróður Sinfóníuhljómsveitar Islands hefur borist víða og fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála vestra, þar sem tónlistar- og hljóm- sveitarmenning hefur löngum verið sett í öndvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.