Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ •f- HÚS viðráðhústorg Tallinn bera endur- reisnarstarfi borgarbúa fagurt vitni. í TARTU hefur nokkuð verið unnið að við- gerðum húsa. Myndin er af ráðhústorginu. TIMBURHÚS setja svip sinn á miðbæ Vilj- andi, lágreist og fremur illa ásig komin. EISTAR EIGA það sameigin- legt með íslendingum að vera mjög meðvitaðir um sögu sína. Lögð hefur ver- ið sérstök áhersla á að efla söguvit- und Eista síðan landið öðlaðist sjálf- stæði árið 1991 eftir hálfrar aldar hernám Rússa. Á vikulöngu ferða- lagi mínu til þriggja borga Eistlands var fólki þannig annt um að ég átt- aði mig á sögulegum bakgrunni þjóð- arinnar. Sömuleiðis hefur verið lagt mikið upp úr því að gera við og endurnýja gömul hús og sögulegar minjar í landinu. Þær framkvæmdir eru hins vegar komnar mislangt eft- ir því hvaða borgir eiga í hlut. Má segja að misjafnt ástand borganna endurspegli efnahagslega afkomu þeirra og að vissu leyti landfræðilega stöðu einnig. Nágranni Norðurlanda í höfuðborginni Tallinn hefur mest áunnist í þessu endurreisnarstarfi enda er hún stærst og hefur mest aðdráttarafl fyrir erlenda fjárfesta. Það hefur og mikið að segja að borg- in stendur við Eystrasaltið og er því í næsta nágrenni við Norðurlöndin; það tekur til dæmis aðeins um fjórar klukkustundir að sigla yfir til Hels- ¦inki með ferju og helmingi styttri tíma með hraðskreiðum bátum. Finnar hafa reyndar lengi siglt yfir sundið til að gera sér glaðan dag í Tallinn; þetta tíðkaðist á Sovét- tíma en hefur aukist síðan Eistland varð sjálfstætt ríki þrátt fyrir að Finnar þurfi enn að fá vegabréfsárit- un vilji þeir vera í landinu í meira en einn dag. Að vísu eru Tallinn- búar ekki allir jafnhrifnir af auknum heimsóknum Finna; „í miðbænum verður stundum ekki þverfótað fyrir dauðadrukknum Finnum sem slaga hér á land úr ferjunum snemma morguns", segir Alexander Jakovlev, kennari við Kennaraháskóla borgar- innar, sem er leiðsögumaður minn, „og það verður svo sem ekkert lát á drykkju þeirra eftir að þeir stíga á land. Þeir sem gista eru yfírleitt á Hotell Viru enda fara menn þangað ef þeir vilja þefa uppi vandræði hér í borg." Vitanlega segir þetta ekki alla söguna um tengsl Eista og Finna. Síðan þeir fyrrnefndu öðluðust sjálf- stæði hafa Finnar ásamt Svíum ver- ið ötulastir við að flytja fjármagn inn í landið, aðallega með því að stofna til ýmiss konar rekstrar þar. Umsvif erlendra aðila hafa verið mest í Tall- inn vegna stærðar borgarinnar og landfræðilegrar stöðu. Efnahagskerfi Eistlands hefur reyndar tekið stórfelldum breyting- um á sjálfstæðistímanum; eignar- hlutdeild ríkisins í atvinnurekstri minnkaði úr 98% í lok Sovéttíma í 30% í lok árs 1993. Einungis um 20 fyrirtæki og stofnanir í landinu eru nú ríkisrekin. Aukið fjárstreymi inn í borgina hefur meðal annars haft áhrif á byggingaframkvæmdir í henni. Ný- byggingum hefur fjölgað mikið og fjöldinn allur af gömlum húsum hef- ur fengið andlitslyftingu. Borgin á sér langa sögu en senni- lega hefur verið farið að myndast þéttbýli á landsvæði hennar þegar á elleftu öld. Á fjórtándu öld hafði verið reistur voldugur borgarveggur um hana sem stendur enn; mun hann hafa verið einn sá stærsti og styrk- asti sem um gat í norðanverðri Evr- ópu. Fjöldi miðaldabygginga einkennir einnig miðborg Tallinn, gotneskar kirkjur og hús kaup- og handverks* manna sem vinsælt hefur verið að Endurreisn í Eistlandi HLIÐ borgarveggsins í Tal var á 14. öld, er í hjarta Efbir að Eistland öðlaðist sjálfstæði á ný áríð 1991 hefur meðal annars veríð lögð áhersla á að gera við gamlar byggingar í landinu. Þetta endurreisnarstarf hefur gengið best í höfuðborginni Tallinn, að sögn Þrastar Helgasonar sem ferðaðist á milli þriggja borga landsins. Þar lendir líka mest af því erlenda fjármagni sem streymt hefur inn í landið á sjálfstæðistímanum. LANDSBÓKASAFNIÐ í Tallinn þykir sumum minna óþægi þungbúna og massífa stíl Alberts Speers, arkítekts Adoli . ¦ 4 1* ' ™ mm ¦ -n sasiSsFSi P^^R^»' ¦ — —""— ¦ ¦ --Mfw .. *TI— «• — —— Ubr^ttM^^a •:' -IMc **> ^ ' ' —'— ™***Pi?Tfc. „ / ::í . ^s t« I:..:..' .«».,«l*::.iO(M' , . ~;/*mám ¦MMK'.': Bt ".. : KdHC*> /•« ÍJ*v ? '¦ ', W .-1 j£3& BHK9W h.. ; •¦" / . -^lfc '¦;*- m^ ,— ¦ .ijuintiitiMuinitiuim tiUtmaiMtmst qrmtMusttuiiiiitji-iimutftat r±.-m lUi-tttnm-jiáfM^M mitutmui Wn ¦N, ¦'í'ý.'.'iÍtfKi. 5Í *^_ J5f-. "¦ SÉÐ YFIR Tallinn af Dómkirkjuhæð. Næst okkur er miðbærinn, hægra meginn má sjá Hotell Viru og fjærst rís hverfi innfluttn gera upp og nýta undir ýmiss konar starfsemi, meðal annars á sviði menningar. Ráðhús borgarinnar er ein elsta bygging hennar, frá 1404, en við torg þess standa einnig yngri hús sem öll bera endurreisnarstarfi borgarbúa fagurt vitni. Tallinn-búar eru mjög stoltir af miðborg sinni enda er fátt þar sem minnir á Sovéttímann. Rétt utan hennar standa hins vegar byggingar sem reistar voru á hernámsárunum og eru dæmigerðar fyrir bygging- arstíl Sovétveldisins. Alexander bendir á áðurnefnt Viru Hotell, há- hýsi sem hann telur algjöran stíl- brjót í borginni rétt eins og Hotell Olumpia, annað háhýsi skammt þar frá. Nýtt landsbókasafn í borginni, gert úr kalksteini sem notaður hefur verið við byggingu húsa í borginni frá miðöldum, þykir einnig minna um of á tíma ófrelsis. Byggingin, sem er í póstmódernískum stíl, hefur á sér virkismynd; gluggar eru fáir enda er afar dimmt í safninu. Bygg- ingin þykir einnig minna óþægilega á hinn þungbúna og massífa stíl Alberts Speers, arkítekts Adolfs Hitler. í Tallinn býr um hálf milljón manna en rúmlega helmingur þeirra eru Rússar, flestir verkamenn sem fluttir voru í stórum hópum til starfa í Eistlandi á Sovéttíma. Rússanna biðu ókeypis ibúðir í stóru úthverfi 1 Ta af blc 10 ha þá ég þa ha

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.