Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 C 5 HÚS viðráðhústorg Tallinn bera endur- reisnarstarfi borgarbúa fagurt vitni. í TARTU hefur nokkuð verið unnið að við- gerðum húsa. Myndin er af ráðhústorginu. TIMBURHÚS setja svip sinn á miðbæ Vilj- andi, lágreist og fremur illa á sig komin. EISTAR EIGA það sameigin- legt með íslendingum að vera mjög meðvitaðir um sögu sína. Lögð hefur ver- ið sérstök áhersla á að efla söguvit- und Eista síðan landið öðlaðist sjálf- stæði árið 1991 eftir hálfrar aldar hernám Rússa. Á vikulöngu ferða- lagi mínu til þriggja borga Eistlands var fólki þannig annt um að ég átt- aði mig á sögulegum bakgrunni þjóð- arinnar. Sömuleiðis hefur verið lagt mikið upp úr því að gera við og endurnýja gömul hús og sögulegar minjar í landinu. Þær framkvæmdir eru hins vegar komnar mislangt eft- ir því hvaða borgir eiga í hlut. Má segja að misjafnt ástand borganna endurspegli efnahagslega afkomu þeirra og að vissu leyti landfræðilega stöðu einnig. Nágranni Norðurlanda í höfuðborginni Tallinn hefur mest áunnist í þessu endurreisnarstarfi enda er hún stærst og hefur mest aðdráttarafl fyrir erlenda fjárfesta. Það hefur og mikið að segja að borg- in stendur við Eystrasaltið og er því í næsta nágrenni við Norðurlöndin; það tekur til dæmis aðeins um fjórar klukkustundir að sigla yfir til Hels- inki með feiju og helmingi styttri tíma með hraðskreiðum bátum. Finnar hafa reyndar lengi siglt yfir sundið til að gera sér glaðan dag í Tallinn; þetta tíðkaðist á Sovét- tíma en hefur aukist síðan Eistland varð sjálfstætt ríki þrátt fyrir að Finnar þurfi enn að fá vegabréfsárit- un vilji þeir vera í landinu í meira en einn dag. Að vísu eru Tallinn- búar ekki aliir jafnhrifnir af auknum heimsóknum Finna; „í miðbænum verður stundum ekki þverfótað fyrir dauðadrukknum Finnum sem slaga hér á land úr feijunum snemma morguns", segir Alexander Jakovlev, kennari við Kennaraháskóla borgar- innar, sem er leiðsögumaður minn, „og það verður svo sem ekkert lát á drykkju þeirra eftir að þeir stíga á land. Þeir sem gista eru yfírleitt á Hotell Viru enda fara menn þangað ef þeir vilja þefa uppi vandræði hér í borg.“ Vitanlega segir þetta ekki alla söguna um tengsl Eista og Finna. Síðan þeir fyrrnefndu öðluðust sjálf- stæði hafa Finnar ásamt Svíum ver- ið ötulastir við að flytja fjármagn inn í landið, aðallega með því að stofna til ýmiss konar rekstrar þar. Umsvif erlendra aðila hafa verið mest í Tall- inn vegna stærðar borgarinnar og landfræðilegrar stöðu. Efnahagskerfi Eistlands hefur reyndar tekið stórfelldum breyting- um á sjálfstæðistímanum; eignar- hlutdeild ríkisins í atvinnurekstri minnkaði úr 98% í lok Sovéttíma í 30% í lok árs 1993- Einungis um 20 fyrirtæki og stofnanir í landinu eru nú ríkisrekin. Aukið fjárstreymi inn í borgina hefur meðal annars haft áhrif á byggingaframkvæmdir í henni. Ný- byggingum hefur fjölgað mikið og fjöldinn allur af gömlum húsum hef- ur fengið andlitslyftingu. Borgin á sér langa sögu en senni- lega hefur verið farið að myndast þéttbýli á landsvæði hennar þegar á elleftu öld. Á fjórtándu öld hafði verið reistur voldugur borgarveggur um hana sem stendur enn; mun hann hafa verið einn sá stærsti og styrk- asti sem um gat í norðanverðri Evr- ópu. Fjöldi miðaldabygginga einkennir einnig miðborg Tallinn, gotneskar kirkjur og hús kaup- og handverks- manna sem vinsælt hefur verið að Eftir að Eistland öðlaðist sjálfstæði á ný áríð 1991 hefur meðal annars veríð lögð áhersla á að gera við gamlar byggingar í landinu. Þetta endurreisnarstarf hefur gengið best í höfuðborginni Tallinn, að sögn Þrastar Helgasonar sem ferðaðist á milli þriggja borga landsins. Þar lendir líka mest af því erlenda fjármagni sem streymt hefur inn í landið á sjálfstæðistímanum. Morgunblaðið/Þröstur Helgason SÉÐ YFIR Tallinn af Dómkirkjuhæð. Næst okkur er miðbærinn, hægra meginn má sjá Hotell Viru og fjærst rís hverfi innfluttra Rússa. gera upp og nýta undir ýmiss konar starfsemi, meðal annars á sviði menningar. Ráðhús borgarinnar er ein elsta bygging hennar, frá 1404, en við torg þess standa einnig yngri hús sem öll bera endurreisnarstarfi borgarbúa fagurt vitni. Tallinn-búar eru mjög stoltir af miðborg sinni enda er fátt þar sem minnir á Sovéttímann. Rétt utan hennar standa hins vegar byggingar sem reistar voru á hernámsárunum og eru dæmigerðar fyrir bygging- arstíl Sovétveldisins. Alexander bendir á áðurnefnt Viru Hotell, há- hýsi sem hann telur algjöran stíl- brjót í borginni rétt eins og Hotell Olúmpia, annað háhýsi skammt þar frá. Nýtt landsbókasafn í borginni, gert úr kalksteini sem notaður hefur verið við byggingu húsa í borginni frá miðöldum, þykir einnig minna um of á tíma ófrelsis. Byggingin, sem er í póstmódernískum stíl, hefur á sér virkismynd; gluggar eru fáir enda er afar dimmt í safninu. Bygg- ingin þykir einnig minna óþægilega á hinn þungbúna og massífa stíl Alberts Speers, arkítekts Adolfs Hitler. í Tallinn býr um hálf milljón manna en rúmlega helmingur þeirra eru Rússar, flestir verkamenn sem fluttir voru í stórum hópum til starfa í Eistlandi á Sovéttíma. Rússanna biðu ókeypis íbúðir í stóru úthverfi Tallinn-borgar sem samanstendur af tugum og hundruðum sams konar blokka. í þessu hverfi búa nú yfir 100.000 Rússar; ofan af dómkirkju- hæðinni í miðri borginni sé ég hvar það breiðir úr sér grátt á lit; þegar ég spyr hvort ekki sé hægt að fara þangað fæ ég þvert nei, það er ekki hættandi á það. HLIÐ borgarveggsins í Tallinn, sem reistur var á 14. öld, er í hjarta borgarinnar. LANDSBÓK ASAFNIÐ í Tallinn þykir sumum minna óþægilega á hinn þungbúna og massífa stíl Alberts Speers, arkítekts Adolfs Hitler. Endurreisn í Eistlandi Háskólabærinn Tartu Tartu er næststærsta borg Eist- lands en íbúar hennar eru um það bil jafnmargir og í Reykjavík. Há- skóli Eistlands er í borginni og mót- ast svipur hennar nokkuð af því; bærinn er fullur af háskólabygging- um og ungu fólki. Mér er tjáð að Eistar hafi alltaf lagt mikla áherslu á menntun barna sinna og að mennt- un hafi öðlast aukið vægi eftir að landið varð sjálfstætt. Skólakerfið er hins vegar í molum vegna fjárskorts. „Laun kennara eru svo lág að þau nægja vart fyrir framfærslu,“ segir Madis Kanarbik hjá Norrænu upplýs- ingaskrifstofunni í Tartu og fyrrum kennari, „og þau hafa orðið til þess að sífellt fleiri þeirra hafa leitað á önnur mið eftir að einkageirinn fór að styrkjast á sjálfstæðistímanum." Tartu er í suðausturhluta Eistlands og aðeins í 180 km fjarlægð frá Tallinn. Borgin hefur tvisvar sinnum orðið fyrir miklum skakkaföllum. Árið 1775 brann stærstur hluti henn- ar og var hún þá endurreist í klassísk- um stíl. Þær byggingar standa vel- flestar enn nema þær sem eyðilögð- ust í sprengiárásum í seinna stríði. Meðal þeirra bygginga sem fóru illa í stríðinu var dómkirkjan sem byggð var í gotneskum stíl á 13. öld. í Tartu hefur nokkuð verið unnið að viðgerðum húsa í miðborginni en nýbyggingar eru ekki mjög áber- andi; segja íbúar það dæmigert að tvö nýjustu húsin skuli vera bankar. ísköíd nótt í Viljandi Borgin Viljandi er minnst þessara borga en þar búa um 25.000 manns. Viljandi stendur í gömlu landbúnað- arhéraði í suðurhluta landsins. Fyrir síðustu aldamót bjuggu í héraðinu ríkustu bændur Eistlands; þetta var þegar þjóðin var að vakna til sjálf- stæðis og baráttan fyrir frelsi undan margra alda oki erlendra þjóða var að ná hámarki. Á þessum tíma var Viljandi miðpunktur frelsisbaráttun- ar þar sem bændahöfðingjar lögðu á ráðin um að klekkja á kúgurum sín- um. Nú er öldin önnur. Fátt minnir á forna frægð bæjarins. Hér hefur ekki verið unnið að uppbyggingu og end- urreisn af sama krafti og í Tallinn eða Tartu enda hafa erlendir fjárfest- ar haft lítinn áhuga á því að veita fé til atvinnulífs þar eða stofna til rekstrar. Tiníburhús setja svip sinn á miðbæ borgarinnar, lágreist og fremur illa á sig komin. Helsta stolt borgarbúa er Ugala- leikhúsið sem talið er eitt það besta í landinu, bæði hvað varðar listræna stjórnun og tæknilega möguleika hússins sjálfs. Áhugi bæjarbúa áleik- iistinni hefur þó minnkað um helming frá því sem var á Sovéttíma, aðeins er setið í um það bil þriðjungi af 599 sætum hússins þegar ég sé upp- færslu þess á verki Tennessee Will- iams, Sumarið og reykurinn. Mark- aðsstjóri hússins sér ástæðu til að afsaka þessa dræmu aðsókn og segir að nokkrir hópar framhaldsskóla- nema hefðu afpantað miða sína vegna skæðrar flensu sem væri að ganga. Eg gisti eina nótt í Viljandi á Hótel Mánnimáe sem er í íbúahverfi rétt utan miðbæjarins. Þetta er fimm hæða hús, grátt á litin. Það er tíu ára gamalt og var upphaflega byggt fyrir byggingaverkamenn. Förunaut- ur minn sem pantaði herbergin sagð- ist hafa haldið að búið væri að laga húsið að nýju hlutverki sínu en svo er ekki. Steypurykið er enn á veggj- um hússins eins og ég kemst að þeg- ar ég klöngrast stigana upp á fimmtu hæð. Rúmin eru gijóthörð og hús- gögn af skornum skammti. Þetta var ísköld nótt á Hótel Mánnimáe enda var eitthvert ólag á ofninum. Morgunin eftir held ég aftur norð- ur á bóginn, til höfuðborgarinnar Tallinn. Þótt þangað sé aðeins um 200 km. leið hef ég ferðast nánast landshornanna á milli enda er Eist- land aðeins um 30.000 km2 að flatar- máli ef fjöldi eyja undan vestur- ströndinni er frátalinn. Eistland er láglent og skógi þakið. Á leiðinni norður horfi ég inn í kennimarka- laust skógarþykknið og velti því fyr- ir mér hvernig náttúrulýríkin hefur hljómað hjá eistnesku rómantíkerun- um; skyldi ekki hafa vantað í hana fjöllin og dalina? Dystein Lonn Það sem býr undir yfirborðinu Norðmaðurinn 0ystein Lonn, bókmennta- verðlaunahafí Norðuriandaráðs 1996, fær verðlaunin fyrir smásagnasafnið Hvað eig- um við að gera í dag? og fleiri smásögur. Jóhann Hjálmarsson vekur máls á því að smásögur séu öflug bókmenntagrein á Norðurlöndum og hugleiðir einkenni vel heppnaðra smásagna. ITILEFNI þess að norski ri- töfundurinn 0ystein Lonn hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár hefur verið bent á að smásagnagerð standi með blóma um þessar mundir. Lonn fékk verðlaunin fyrir smásagnasafnið Hva skal vi gjore i dag? og andre noveller. Annað smásagnasafn sem einnig var tilnefnt til verðlauna vakti líka athygli: Charlie Boy eftir Finnann Johan Bargum. Smásagnagerð verður seint lögð niður, en skáld- sögur njóta yfirleitt meiri vin- sælda og þykja mernaðarfyllri skáldskapur. Orsögur hafa þó unnið á, stuttar sögur sem geta stundum verið á mörkum ljóðs og prósa. Dómnefnd bókmenntaverð- launanna segir um höf- undinn í greinargerð að hann hafi í skáld- skap sínum ævinlega rannsaka veruleikann í kringum mig finn ég hið óvænta, það sem kemur á óvart.“ Þrjátíu ára rithöfundarferill Hva skal vi gjore i dag? er fjórða smásagnasafn Oysteins Lonn, en eftir hann Iiggja að auki skáldsögur og frásagnir. Fyrsta bókin var smásagnasafnið Prosesjonen, 1966. Fyrir smá- sagnasafnið Thranes metode og andre noveller (1993) fékk 0y- stein Lonn Brage-verðlaunin og Gagnrýnendaverðlaunin. Hirts- hals Hirtshals (1975) er rómað- asta skáldsaga hans og sú bók sem er hvað nýstárlegust. Ekki verður þó fullyrt að hann storki beinlínis hefðbundnum frásagn- armáta í verkum sínum. Norskir gagnrýnend- ur eru yfirleitt þeirrar skoðunar að Thranes Lesandinn verður á nál- beint sjónum að því um og VÍII Ólm- metode sé besta smá- sem felst undir yfir- ur halda lestri sagnasafn Lonns, verð- borði tungumálsins, áfram launabókin standist hann sé óumdeilanleg- , ekki alveg samjöfnuð ur meistari margræðr- ar umræðu. Þegar bók Lonns var •tilnefnd til verðlauna lét hann eftirfarandi orð falla: „Ég sæki efni í hið kunnug- lega. En það verður eithvað að búa undir hversdagslegu yfir- borði. Góð smásaga_ er saga sem upphefur sjálfa sig. í kviku tíunda áratugar felst sá möguleiki að lýsa því sem er undir yfirborðinu. I þeirri andrá sem ég byija að við hana. Engu að síður hafa þeir lofað bókina og telja höfundinn vel að verðlaununum kominn. Margir hafa nefnt Kjell Askild- sen, en bók eftir hann var tilnefnd fyrir nokkrum árum. Lann og Askildsen eiga það sameiginlegt að það hefur tekið tíma fyrir þá að fá viðurkenningu. Erlendis er Askildsen þekktari. Benda má á að smásagnasafn eftir hann er til í íslenskri þýðingu Hannesar Sigf- ússonar: Síðustu minnisblöð Tóm- asar F. fyrir almenningssjónir. Fáir íslenskir lesendur þekkja aft- ur á móti Lonn. Raunsæi og óþol Oft eru það afar hversdagsleg atvik sem Öystein Lonn lýsir. Þau bregða hins vegar Ijósi á margt, eiris og til dæmis samskipti kynj- anna, þrúgandi hversdagsleik eða líf á afviknum stöðum. Það sem er einkar raunsæislegt getur allt í einu opinberað leyndarmál, stundum valdið óhugnaði. Kjell Askildsen skrifar á köflum í anda Kafka og lagar sig oft að evr- ópskri hefð nútímasögunnar, en 0ystein Lann skrifar að mestu í raunsæissstíl. Það sem einkennir sögur hans og gefur þeim sér- stakt gildi eru samtölin, þetta vandasama form sem svo fáir ráða við. Samtöl verða oft til þess að afhjúpa lítið söguefni, valda le- sanda tómleika og gera hann áhugalausan um framvindu sögu. Þetta gerist ekki hjá Lonn sem kann að gæða samtöl spennu svo að lesandinn verður á nálum og vill ólmur halda lestri áfram. I smásögum Lonns er óþol hluti af töfrunum. Titilsaga Hva skal vi gjore i dag? er ein þessara dæmigerðu sagna sem einkennast af því að smám saman verður lesandanum ljóst hvað höfundurinn er að fara með frásögn úr einkalífi. Aðrar sögur hafa spennuna í sér frá upphafi, en höfundurinn kann líka vel listina að láta hina raunveru- legu sögu ekki birtast lesandan- um fyrr en í lokin. Þá getur allt oltið á einni setningu, einu and- svari. Engin örugg uppskrift er til að smásögu, en kannski má segja að óhætt sé að fara að sömu ráð- um og gilda um ljóðagerð: Að segja ekki of mikið, leyfa lesand- anum að geta í eyðurnar. Hnitm- iðun og ögun eru orð sem þykir við hæfi að nota um list smá- sagnahöfunda á borð við 0ystein Lenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.