Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 5
_Lf~ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 C 5 ns í Tallinn, sem reistur hjarta borgarinnar. t óþægilega á hinn s Adolfs Hitler. iifluttra Rússa. Morgunblaðið/Þröstur Helgason Tallinn-borgar sem samanstendur af tugum og hundruðum sams konar blokka. í þessu hverfi búa nú yfir 100.000 Rússar; ofan af dómkirkju- hæðinni í miðri borginni sé ég hvar það breiðir úr sér grátt á lit; þegar ég spyr hvort ekki sé hægt að fara þangað fæ ég þvert nei, það er ekki hættandi á það. Háskólabærinn Tartu, Tartu er næststærsta borg Eist- lands en íbúar hennar eru um það bil jafnmargir og í Reykjavík. Há- skóli Eistlands er í borginni og mót- ast svipur hennar nokkuð af því; bærinn er fullur af háskólabygging- um og ungu fólki. Mér er tjáð að Eistar hafi alltaf lagt mikla áherslu á menntun barna sinna og að mennt- un hafi öðlast aukið vægi eftir að landið varð sjálfstætt. Skólakerfið er hins vegar í molum vegna fjárskorts. „Laun kennara eru svo lág að þau nægja vart fyrir framfærslu," segir Madis Kanarbik hjá Norrænu upplýs- ingaskrifstofunni í Tartu og fyrrum kennari, „og þau hafa orðið til þess að sífellt fleiri þeirra hafa leitað á önnur mið eftir að einkageirinn fór að styrkjast á sjálfstæðistímanum." Tartu er í suðausturhluta Eistlands og aðeins í 180 km fjarlægð frá Tallinn. Borgin hefur tvisvar sinnum qrðið fyrir miklum skakkaföllum. Árið 1775 brann stærstur hluti henn- ar og var hún þá endurreist í klassísk- um stíl. Þær byggingar standa vel- flestar enn nema þær sem eyðilögð- ust í sprengiárásum í seinna stríði. Méðal þeirra bygginga sem fóru illa í stríðinu var dómkirkjan sem byggð var í gotneskum stíl á 13. öld. í Tartu hefur nokkuð verið unnið að viðgerðum húsa í miðborginni en nýbyggingar eru ekki mjög áber- andi; segja íbúar það dæmigert að tvö nýjustu húsin skuli vera bankar. ísköld nótt í Viljandi Borgin Viljandi er minnst þessara borga en þar búa um 25.000 manns. Viljandi stendur í gömlu landbúnað- arhéraði í suðurhluta landsins. Fyrir síðustu aldamót bjuggu í héraðinu ríkustu bændur Eistlands; þetta var þegar þjóðin var að vakna til sjálf- stæðis og baráttan fyrir frelsi undan margra alda oki erlendra þjóða var að ná hámarki. Á þessum tíma var Viljandi miðpunktur frelsisbaráttun- ar þar sem bændahöfðingjar lögðu á ráðin um að klekkja á kúgurum sín- um. Nú er öldin önnur. Fátt minnir á forna frægð bæjarins. Hér hefur ek'ki verið unnið að uppbyggingu og end- urreisn af sama krafti og í Tallinn eða Tartu enda hafa erlendir fjárfest- ar haft lítinn áhuga á því að veita fé til atvinnulífs þar eða stofna til rekstrar. Timburhús setja svip sinn á miðbæ borgarinnar, lágreist og fremur illa á sig komin. Helsta stolt borgarbúa er Ugala- leikhúsið sem talið er eitt það besta í landinu, bæði hvað varðar listræna stjórnun og tæknilega möguleika hússins sjálfs. Áhugi bæjarbúa áleik- listinni hefur þó minnkað um helming frá því sem var á Sovéttíma, aðeins er setið í um það bil þriðjungi af 599 sætum hússins þegar ég sé upp- færslu þess á verki Tennessee Will- iams, Sumarið og reykurinn. Mark- aðsstjóri hússins sér ástæðu til að afsaka þessa dræmu aðsókn og segir að nokkrir hópar framhaldsskóla- nema hefðu afpantað miða sína vegna skæðrar flensu sem væri að ganga. Ég gisti eina nótt í Viljandi á Hótel Mánnimáe sem er í íbúahverfi rétt utan miðbæjarins. Þetta er fimm hæða hús, grátt á litin. Það er tíu ára gamalt og var upphaflega byggt fyrir byggingaverkamenn. Förunaut- ur minn sem pantaði herbergin sagð- ist hafa haldið að búið væri að laga húsið að nýju hlutverki sínu en svo er ekki. Steypurykið er enn á veggj- um hússins eins og ég kemst að þeg- ar ég klöngrast stigana upp á fimmtu hæð. Rúmin eru grjóthörð og hús- gögn af skornum skammti. Þetta var ísköld nótt á Hótel Mánnimáe enda var eitthvert ólag á ofninum. Morgunin eftir held ég aftur norð- ur á bóginn, til höfuðborgarinnar Tallinn. Þótt þangað sé aðeins um 200 km. leið hef ég ferðast nánast landshornanna á milli enda er Eist- land aðeins um 30.000 km2 að flatar- máli ef fjöldi eyja undan vestur- ströndinni er frátalinn. Eistland er láglent og skógi þakið. Á leiðinni norður horfí ég inn í kennimarka- laust skógarþykknið og velti því fyr- ir mér hvernig náttúrulýríkin hefur hljómað hjá eistnesku rómantíkerun- um; skyldi ekki hafa vantað í hana fjöllin og dalina? Oystein Lonn Þaðsembýr undir yfirborðinu Norðmaðurinn 0ystein Lonn, bókmennta- verðlaunahafí Norðurlandaráðs 1996, fær verðlaunin fyrir smásagnasafnið Hvað eig- um við að gera í dag? og fleiri smásögur. Jóhann Hjálmarsson vekur máls á því að smásögur séu öflug bókmenntagrein á Norðurlöndum og hugleiðir einkenni vel ________heppnaðra smásagna.________ ITILEFNI þess að norski ri- töfundurinn 0ystein Lenn hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár hefur verið bent á að smásagnagerð standi með blóma um þessar mundir. Lonn fékk verðlaunin fyrir smásagnasafnið Hva skal vi gjore i dag? og andre noveller. Annað smásagnasafn sem einnig var tilnefnt til verðlauna vakti líka athygli: Charlie Boy eftir Finnann Johan Bargum. Smásagnagerð verður seint lögð niður, en skáld- sögur njóta yfirleitt meiri vin- sælda og þykja mernaðarfyllri skáldskapur. Orsögur hafa þó unnið á, stuttar sögur sem geta stundum verið á mörkum ljóðs og prósa. Dómnefnd bókmenntaverð- launanna segir um höf- undinn í greinargerð að hann hafi í skáld- skap sínum ævinlega ur halda lestri áfram Lesandinn verður á nál- beint sjónum að því um og vill ólm sem felst undir yfir- borði tungumálsins, hann sé óumdeilanleg- ur meistari margræðr- ar umræðu. Þegar bók Lonns var tilnefnd til verðlauna lét hann eftirfarandi orð falla: „Ég sæki efni í hið kunnug- lega. En það verður eithvað að búa undir hversdagslegu yfir- borði. Góð smásaga^ er saga sem upphefur sjálfa sig. í kviku tíunda áratugar felst sá möguleiki að lýsa því sem er undir yfirborðinu. I þeirri andrá sem ég byrja að rannsaka veruleikann í kringum mig finn ég hið óvænta, það sem kemur á óvart." Þrjátíu ára rithöfundarferill Hva skal vi gjore i dag? er fjórða smásagnasafn 0ysteins Lonn, en eftir hann liggja að auki skáldsögur og frásagnir. Fyrsta bókin var smásagnasafnið Prosesjonen, 1966. Fyrir smá- sagnasafnið Thranes metode og andre noveller (1993) fékk 0y- stein Lienn" Brage-verðlaunin og Gagnrýnendaverðlaunin. Hirts- hals Hirtshals (1975) er rómað- asta skáldsaga hans og sú bók sem er hvað nýstárlegust. Ekki verður þó fullyrt að hann storki beinlínis hefðbundnum frásagn- armáta í verkum sínum. Norskir gagnrýnend- ur eru yfirleitt þeirrar skoðunar að Thranes metode sé besta smá- sagnasafn Lonns, verð- launabókin standist ekki alveg samjöfnuð við hana. Engu að síður hafa þeir lofað bókina og telja höfundinn vel að verðlaununum kominn. Margir hafa nefnt Kjell Askild- sen, en bók eftir hann var tilnefnd fyrir nokkrum árum. Lenn og Áskildsen eiga það sameiginlegt að það hefur tekið tíma fyrir þá að fá viðurkenningu. Erlendis er Askildsen þekktari. Benda má á að smásagnasafn eftir hann er til í íslenskri þýðingu Hannesar Sigf- ússonar: Síðustu minnisblöð Tóm- asar F. fyrir almenningssjónir. Eáir íslenskir lesendur þekkja aft- ur á móti Lcnn. Raunsæi og óþol Oft eru það afar hversdagsleg atvik sem Öystein Lenn lýsir. Þau bregða hins vegar Ijósi á margt, eiris og til dæmis samskipti kynj- anna, þrúgandi hversdagsleik eða líf á afviknum stöðum. Það sem er einkar raunsæislegt getur allt í einu opinberað leyndarmál, stundum valdið óhugnaði. Kjell Askildsen skrifar á köflum í anda Kafka og lagar sig oft að evr- ópskri hefð nútímasögunnar, en Oystein Lann skrifar að mestu í raunsæissstíl. Það sem einkennir sögur hans og gefur þeim sér- stakt gildi eru samtölin, þetta vandasama form sem svo fáir ráða við. Samtöl verða oft til þess að afhjúpa lítið söguefni, valda le- sanda tómleika og gera hann áhugalausan um framvindu sögu. Þetta gerist ekki hjá Lonn sem kann að gæða samtöl spennu svo að lesandinn verður á nálum og vill ólmur halda lestri áfram. I smásögum Lonns er óþol hluti af töfrunum. Titilsaga Hva skal vi gjere i dag? er ein þessara dæmigerðu sagna sem einkennast af því að smám saman verður lesandanum ljóst hvað höfundurinn er að fara með frásögn úr einkalífi. Aðrar sögur hafa spennuna í sér frá upphafi, en höfundurinn kann líka vel listina að láta hina raunveru- legu sögu ekki birtast lesandan- um fyrr en í lokin. Þá getur allt oltið á einni setningu, einu and- svari. Engin örugg uppskrift er til að smásðgu, en kannski má segja að óhætt sé að fara að sömu ráð- um og gilda um ljóðagerð: Að segja ekki of mikið, leyfa lesand- anum að geta í eyðurnar. Hnitm- iðun og ögun eru orð sem þykir við hæfi að nota um list smá- sagnahöfunda á borð við Oystein Lonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.