Morgunblaðið - 17.02.1996, Side 6

Morgunblaðið - 17.02.1996, Side 6
6 C LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stuðlaberg með dýfu Morgunblaðið/Ásdís HRAFNKELL Sigurðsson að störfum. MYNPLIST Gallerí Ingólfs- stræti 8 BLÖNDUÐ TÆKNI Hrafnkell Sigurðsson. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 3. mars. Aðgangur ókeypis. NÁTTÚRAN verður listamönn- um eilíf kveikja hugmynda um á hvem hátt tilveran kemur þeim fyrir sjónir. Landslagsmálverkið er ekki endilega sá mælikvarði henn- ar í listinni, sem allir geta sætt sig við, þó það sé umfangsmesti miðill- inn á þessu sviði. Ný viðhorf eru stöðugt að koma fram, og með þeim ný listaverk, sem endur- spegla áður óþekkta' nálgun við- fangsefnisins - og þessi sífellda endumýjun er vissulega einn helsti styrkur myndlistarinnar. Hrafnkell Sigurðsson hefur tek- ið þátt í ýmsum listviðburðum hér á landi og erlendis síðasta áratug- inn, en hann stundaði sitt listnám m.a. í Hollandi. Verkin sem hann sýnir að þessu sinni kunna við fýrstu sýn að koma á óvart, og virðast í litlum tengslum við það sem hann hefur verið að gera til þessa: Gijóthnullungar hjúpaðir í plasti. En við nánari umhugsun em tengslin vissulega til staðar, og vísunin til náttúmnnar er augljós. í samtalsbroti sem prentað er í sýningarskrá (og gestum er ein- dregið ráðlagt að lesa) kemur fram það viðhorf listamannsins að með þessum verkum sé hann að vinna í rökréttu framhaldi af ljósmynda- verkum sínum, en hér komi gijótið einfaldlega út úr myndinni, og hlutverkunum hafi verið snúið við: filman sé föst á steinunum í stað þess að steinamir séu festir á fil- muna. Með þessum hætti verður þáttur umhverfisins áþreifanlegur og ná- lægur, þó hann sé enn háður fram- setningu listamannsins. Tilvísunin í sköpunarferlið (gijótið er storkið hraun, og plastfilman utan um það hefur einnig breyst úr bráðnu efni í harða skel) fylgir eðlilega með; litagleðin færir heildina hins vegar yfír á svið mannlegra sköpunar- verka, þar sem náttúran býður sjaldnast upp á slíkt litaspil, að minnsta kosti ekki innan jarðfræð- innar. Uppsetning steinanna er afar vel unnin, þar sem þeir líkt og svífa út frá veggjunum í ákveðnum röðum, sem þó eru brotnar upp til að hindra að augað leiti eftir skipu- lagi í litum og lögun, sem ekki er til staðar. Hinir sterku litir marka form hnullunganna afar vel, og hver þeirra verður einstakur og áhugaverður fyrir vikið - hlutir fyrir þá heild náttúrunnar, sem þeir eru teknir úr. Bömin biðja gjarna um „ís með dýfu“ þegar þau vilja mótaða og bragðbætta hressingu á góðviðris- degi. Hrafnkell hefur hér sett upp „stuðlaberg með dýfu“ sem mótað og endurbætt tilbrigði við þá nátt- úru, sem við höfum allt í kringum okkur, en veitum sjaldnast mikla athygli. Hið smáa skiptir hins veg- ar ætíð máli - í listinni líkt og í lífinu. Eiríkur Þorláksson MÁLMBLÁSARAKVINTETTINN P.I.P. P.I.P. á tónleikum MÁLMBLÁSARAKVINTETTINN P.I.P. heldur tónleika í Laugar- neskirkju, í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru eingöngu íslensk verk skrifuð sérstaklega fyrir málmblásarahóp. Höfundar þeirra eruþeir Jón Ásgeirsson, Ríkarður Örn Pálsson, Oliver Kentish, Einar Jónsson og Páll Pampichler Pálsson. Þijú þeirra eru nú flutt í fyrsta sinn opinber- lega. Kvintettinn hefur nú starfað saman um tveggja ára skeið. Hann skipa: Guðjón Leifur Gunnarsson trompet, Jóhann Stefánsson trompet, Jóhann Björn Ævarsson horn, Einar Jónsson básúna og Þórhallur Ingi Halldórsson á túbu. Á tónleikunum bætist við liðs- auki þeirra Kjartans Guðnasonar og Helga A. Jónssonar sem leika á slagverk. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þremur sýningum að ljúka NÚ fer senn að ljúka þremur sýningum sem staðið hafa á Kjarvalsstöðum undanfarnar vikur. Komar og Melamid sýna verk sem unnin eru út frá skoðanakönnun varðandi list- rænt mat og þekkingu íslensk- ur þjóðarinnar, Olivier Debré sýnir yfírlit yfir listsköpun sína sl. 50 ár og Ingólfur Arnarsson hefur sett upp innsetningu í miðrými safnsins með teikn- ingum og vatnslitamyndum á steinsteypu. Sýningunum lýkur á sunnu- dag, en Kjarvalssýningin í austursal sem Helgi Þorgils Friðjónsson hefur sett saman mun standa fram á vor. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl 10-18. Islenskar myndir í tísku 0g lífíð varð bíó ... á 19. Gautaborgar-kvik- myndahátíðinni. Ef ég segði sú 18. værí það óheillamerki, segir Krístín Bjama- dóttir því hún segist hafa það fyrir satt að töluna þrettán hafi verið hlaupið yfír á sínum tíma. Af heilbrigðri hjátrú var þrett- ánda hátíðin nefnd hin fjórtánda. EINS og áður hefur komið fram lauk Kvikmynda- hátíðinni í Gautaborg á sunnudaginn var, 11. febrúar, og hafði þá staðið yfír í tíu daga samfleytt í tíu kvikmynda- húsum við Jámtorgið og nágrenni þess, í göngufæri eða stundarfjórð- ungsfjarlægð, að „Kvöldstjöm- unni“ undanskildri því beinasta leiðin til hennar liggurí brúarlausri línu yfír Gautafljótið. Föstudaginn 2. febrúar hófst hátíðin með ráðherraræðu og með sýningu á frönsku myndinni Les Miserables eftir Claude Lelouch, sem er gerð undir áhrifum frá sam- nefndri skáldsögu, Vesalingunum, eftir Victor Hugo. Við opnunina talaði Margot Wallström menntamálaráðherra og lagði útaf tveimur merkingum orðsins „biograf“, samsett úr grískættuðu orðunum „bios“ sem þýðir líf og „grafein" sem þýðir skrift. Hún talaði um sænsku merkinguna á heitinu kvikmynda- hús sem í huga menningarmála- ráðherrans er lýðræðisstofnun og hún talaði um „biograf" í merking- unni sá sem lýsir lífí og minnti fólk á að það væri einatt spuming um hvers líf ætti að sýna. Lýðræð- isleg spuming? Rúsínan í ræðuendanum var að nú skuli 6% virðisaukaskattur lagður á bíómiða. Ekki meira og ekki minna. í Kvöldstjömunni handann ár- innar, bíóinu sem þarf að taka bátinn til að komast í, var minning kvikmyndaleikstjórans Mai Zett- erling (1925-1994) heiðruð með því að eftir hana voru sjö bíómynd- ir sýndar, gerðar á tímabilinu 1964 til 1986. í því sambandi má einnig nefna tvær nýjar heimildar- myndir: Möte med Mai (1996) undir stjórn Solveig Nordlund og Jannike Áhlund og I rollerna tre (1996) undir stjóm Christina Olof- son. Hin fyrmefnda er byggð á upptökum og samtali við Mai Zett- erling frá árinu 1984, þegar hún er að undirbúa Amargosa, mynd- ina um rithöfundinn Agnes von Krusenstjema, en það var síðasta myndin sem Mai Zetterling gerði. Framleiðandi heimildarmyndar- innar er Gunnar Bergdal, sem jafnframt er formaður kvik- myndahátíðarinnar. Hin síðarnefnda I rollerne tre, er kvikmyndað samtal. Þar hittast þijár leikkonur, Bibi Andersson, Harriet Anderson og Gunnel Lind- blom í húsi Mai Zetterling í Frakk- landi, sem nefnt er „Hús hins lif- andi vatns“. Þær horfa til baka, á starf sitt og leik sinn í myndum hennar, en allar þijár voru með hlutverk í myndinni Flickoma eða „Stúlkurnar" frá árinu 1969. Hlutverk heimildarmyndanna er að sjálfsögðu að varpa ljósi á líf og verk Mai Zetterling, sem Christ- ina Olofson upphaflega hafði gert ráð fyrir að tæki þátt í samtölunum við leikkonurnar í Húsi hins lifandi vatns. En áður en að upptökum kom var líf Mai orðið saga sem er bíó ... Hún dó í mars 1994. Fyrsta mynd hennar í fullri lengd var Áiskande par eða „Lo- ving couples" (1964) og um þá mynd skrifaði enski gagnrýnand- inn Kennet Tynan á sínum tíma í Sunday Times, að frásagnartækni- lega séð væri hún einhver metnað- arfyllsta byijandamynd síðan Ci- tizen Kane. Áður hafði Mai gert stuttmyndina The War Game, en með henni vann hún til verðlauna í Feneyjum. Tíu sænskar myndir voru frum- sýndar á kvikmyndahátíðinni, auk margra stuttmynda, en alls er tal- að um að Svíar framleiði að meðal- tali tuttugu og fimm til þrj átíu bíómyndir á ári. Án þess að hafa í hyggju að gera frumsýningum hátíðarinnar veruleg skil vil ég nefná nokkur dæmi um nýjar leikn- ar myndir og jafnvel nýja höfunda. Susanne Osten frumsýndi sína fyrstu löngu bamamynd Bengbul- an. Mynd sem nú þegar virðist umdeild, bamatryllir eða hrollvekja um ofbeldi, um stóra strákinn Bengan sem tryllir litlu krakkana og fellur að lokum á eigin bragði. Deilt er um hvort hún sé of ofbeld- isleg fyrir börn eða ekki. Umtalsverða athygli vakti hinn ungi leikstjóri David Flamholc (f. 1974) með mynd sinni Vackert váder og einnig með því að vera yngri en nokkur leikstjóri í sögu sænskra kvikmynda fram að þessu. David Flamholc, sem einnig stendur fyrir handriti myndarinn- ar, hefur unnið við sjónvarp og framleiðsluaðilar eru Caravan Film og sænska sjónvarpið. Mynd hans er þó gerð fyrir það sem á kvik- myndamannamáli er kallað „lítið“ eða rúmar fjórar mílljónir sænskra króna og til samanburðar skal þess getið að í Svíþjóð eru fímmtán til sextán milljónir taldar miðlungs- kostnaður bíómyndar í fullri lengd. Mynd Davids hef ég enn ekki séð en veit að henni var afar vel tekið á frumsýningunni og að dagblaðið Gautaborgarpósturinn beið ekki lengi með hamingjuóskir ásamt mjög vinsamlegri umfjöllun. Þá var Michael Druker, vel þekktur leikritahöfundur og leik- stjóri, á ferðinni með sína fyrstu mynd. Passageraren (Farþeginn). Það er sálfræðilegur þriller, kamm- erleikur sem gerist í bíl um nótt, í leigubíl á sænskum vetrarvegum og ekki skal sagt hvar leikurinn endar. Loks má nefna tvær mynd- ir sem nú þegar eru sýndar í hinum almennu kvikmyndahúsum: Harry og Sonja eftir Björn Runge og Drömprinsen-filmen om Em eftir Ella Lemhagen. Harry og Sonja er tekin upp í Gautaborg, með * Stellan Skarsgárd og Viveka Seldahl í aðalhlutverkum og auk þess leika bæði Bergljót Árnadótt- ir og Per Oscarsson í myndinni. Báðar þessar myndir hafa hlotið góða dóma gagnrýnanda Gauta- borgarpóstsins og Ella Lemhagen frá Uppsala, höfundur „Drauma- prinsins", sögð einhver hinn fersk- asti byijandi í sænskri kvikmynda- gerð síðan á dögum Kay Pollaks. Ella Lemhagen (f. 1965) hefur rétt eins og Björn Runge (f. 1961) áður gert stuttmyndir og sjón- varpsmyndir og bæði hafa hlotið menntun í kvikmyndaleikstjórn hjá Dramatiska Institutet í Stokhólmi. Af langt aðkomnum myndum sem vöktu athygli á kvikmyndahá- tíðinni má nefna mynd frá íran, Badkonak-E Saefid, sem hér bar titilinn Den vita ballongen. Mynd gerð í húmanískum anda í austur- lenskri menningu eftir leikstjóra að nafni Jafar Panahi (f. 1960 í Mianeh, íran). Veruleg andstæða írönsku myndarinnar var hin um- deilda ameríska Strange Days und- ir stjóm Kathryn Bigelow frá San Francisco. En áhugaverðasta töldu fleiri gagnrýnendur þó vera ví- etnömsku/ frönsku myndina Cyclo (XICH LO) eftir Tran Anh Hung (f. 1962 í Vietnam), sem hóf feril sinn í kvikmyndagerð eftir nám í Frakklandi. Myndin lýsir foreldra- lausum Víetnama í Ho Chi Minh, 18 ára reiðhjóla-taxi-stjóra, sem býr með blásnauðum afa sínum ásamt systrum sínum. Þegar hjól- inu er stolið hverfa einnig draumar um betri vinnu og svo fer að sögu- hetjan lendir í afbrotaklíku með skáld fyrir foringja. Að skáldið kom inn í söguna hefur höfundur myndarinnar útskýrt með að hann vantaði persónu sem væri meira skilgreinandi í sér en reiðhjóla- stjórinn. Vantaði hugsjón í frásögn af bláköldum veruleika. Það hlaut að vera skáld því sýn skáldsins á hlutina útskýrir ekki, heldur vefur þá dulúð. Tran Anh Hung sagði einnig í sjónvarpsviðtali að myndin væri lýsing á víetnömskum raun- veruleika í huglægri frásögn. Þess má geta að allnokkrir gengu út af sýningu, í miðri mynd. Hvers vegna? „Of illa gengið frá blóðinu!“ Hver sagði það? Þótt Gautaborg sé engin Berlín né heldur Cannes eða Feneyjar í huga kvikmyndafólks, sem talar um A- og B-kvikmyndahátíðir, þá hefur Gautaborgarhátíðin vaxið vel á þeim átján árum síðan hún fædd- ist. Hún er alþjóðleg B-kvikmynda-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.