Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ I IPROVINSÍU ríkti endur fyrir löngu greifi nokkur og átti einkar fagran og ágætan son, sem var í uppvextinum yndi föður síns og móður. Hann var stór og sterkur, og ljómandi glóbjart hárið liðaðist um hálsinn og yfirskyggði fíngert æskufagurt andlitið. Jafnframt var hann vel reyndur í öllum vopnaburði. Eng- inn í landinu né utan þess stýrði burtstöng og sverði eins og hann, svo að ungir og gamlir, stórir og smáir, aðall og almúgi dáðu hann. Með þessum orðum hefst Ástar- saga Magelónu hinnar fögru og Péturs greifa af Próvinsíu eftir þýska rithöfundinn Ludwig Tieck en Johannes Brahms samdi slðar lagabálkinn Magelóna hin fagra við kvæði sem er að finna í sög- unni. Verður saga þessi rakin í tali og tónum af Kristni Sigmunds- syni söngvara, Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara og Arnari Jóns- syni leikara á Stóra sviði Borgar- leikhússins á þriðjudag. Tónleik- arnir, sem hefjast klukkan 20:30, eru liður i ljóðatónleikaröð Gerðu- bergs og tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur. Upphafleg gerð ástarsögu þess- arar var frönsk riddarasaga frá 15. öld. Árið 1480 var sagan prent- uð í Frakklandi og snemma á sext- ándu öld barst hún til Þýskalands, þar sem hún var prentuð í stóru upplagi 1535 sem almúgabók og náði umtalsverðri útbreiðslu. Rímur Hallgríms Vitað er til þess að danskri þýð- ingu á sögunni hafi skolað upp á íslandsstrendur. Var hún þýdd, jafnvel í þrígang, að því er Reynir Axelsson, sem þýtt hefur söguna nú, segir. Pétur og Magelóna kom- ust á hinn bóginn aldrei á prent en, að sögn Reynis, er handrit síð- ustu þýðingarinnar frá því um 1890 varðveitt á Landsbókasafn- inu. Sá hængur er þó á að blekið ku vera orðið svo lélegt að það er að hverfa. Elskendurnir virðast hafa fallið landanum vel í geð og tók skáldið ástsæla, Hallgrímur Pétursson, sögu þeirra upp á sína arma og orti rímur út frá henni. Kölluðust þær Rímur af Lykla-Pétri og Mag- elónu en skjaldarmerki greifans er einmitt forláta silfurlyklar sem hann ber á herklæðum sínum. Snemma á rómantíska tímanum voru fjölmargar fornar riddarasög- ur síðan dregnar fram í dagsljósið og gefnar út á nýjan leik. Þeirra á meðal ástarsaga Péturs og Mag- elónu sem Ludwig Tieck endur- Tieck (1773-1853) er kunnast- ur fyrir kvæði, ævintýri og íróníska ævintýraskopleiki á borð við Stíg- vélaða köttinn og Ævintýr af Egg- érti Glóa. Á efri árum snerist hann til raunsæis og er þekktasta verk hans frá því tímabili sagan Des Lebens Uberfluss. Reynir segir að með tilliti til ferils og efnisvals Tiecks sé merki- legt að hann skyldi gefa þessari guðrækilegu dæmisögu gaum - verk hans hafi mörg hyer verið með óhugnanlegu ívafi. Óhugnað- urinn í ástarsögu Péturs og Magel- ónu sé hins vegar af skornum skammti, nema ef vera skyldi að hún sé óhugnanlega ljúf, eins og Arnar Jónsson kemst að orði. Skáldlegri og rómantískari Reyndar segir Reynir að rithöf- undurinn hafi gert nokkrar breyt- ingar á sögunni, einkum seinni hluta hennar, og meðal annars dregið úr guðrækninni og góð- gerðarstarfseminni. „Ti- eck gerir söguna að auki skáldlegri og rómantísk- ari og skýtur löngum kvæðum inn í hana með reglulegu millibili." Reynir segir engum vafa undir- orpið að Johannes Brahms (1833-97) hafi þekkt gömlu ridd- arasöguna. Telur þýðandinn að Morgunblaðið/Þorkell UNNENDUR Magelónu hinnar fögru: Kristinn Sigmundsson, Reynir Axelsson, Arnar Jónsson og Jónas Ingimundarson. Lystigarður IjóðsL Ástarsaga Magelónu hinnar fögru og Péturs greifa af Próvinsíu heitir saga eftir þýska rithöfundinn Ludwig Tieck. Er hún kveikjan að lagaílokki Jo- hannesar Brahms, Magelónu hinni fögru. Næst- komandi þriðjudag mun Arnar Jónsson leikari lesa söguna í nýrri þýðingu Reynis Axelssonar í Borgar- leikhúsinu og Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja lög Brahms eftir því sem við á í framvindu hennar. Orri Páll Ormarsson kom að máli við fjórmenn- ingana sem koma að þessum sérstæðu tónleikum _______í röð Ljóðatónleika Gerðubergs.______ Johannes Brahms Dró úr guð- rækninni og góðgerðar- starfseminnl Brahms hafi rekist á síðarnefndu útgáfuna seinna, hugsanlega í bókasafni vinar síns, Roberts Schumanns. Brahms kvæntist aldrei og segir Reynir að í ljósi þess sé athyglis- vert að tónskáldið hafi „fallið fyr- ir" ástarsögu sem þessari. Segir hann Brahms hafa alist upp við að leika tónlist í vændishúsum í Hamborg og sú reynsla hafí haft djúpstæð áhrif á hann. Aðstæður lífs hans hafi því verið í hróplegu ósamræmi við aðstæðurnar sem Tieck lýsir í sögu sinni. Reynir segir að óljóst sé hvort Brahms hafi litið á Magelónu hina fögru sem lagaflokk, meðal annars fyrir þær sakir að kvæðin, sem lögin eru samin við, segi ekki sög- una. Þau séu einungis rómantískar stemmningar inni í henni. Segir hann ennfremur að umf ang flokks- ins sé mikið, auk þess sem lögin sem hann mynda séu óvenjuleg frá hendi Brahms. „Þessi lagaflokkur er eins nálægt óperu og Brahms nokkurn tíma komst enda er tón- listin ástríðufyllri en hann jafnan leyfði sér í söngíögum." Um langt skeið var algengt að lagaflokkurinn væri fluttur einn en í seinni tíð hefur færst í vöxt áð sagan sé einnig lesin með. Hef- ur sá háttur þótt gefast vel. Ilmur orðanna Magelóna hin fagra er Kristni Sigmundssyni að góðu kunn en hann söng ljóðin í Þýskalandi fyrir þremur árum. Við sama tækifæri las þarlend leikkona söguna. Hon- um er hins vegar ekki kunnugt um að flokkurinn hafi verið fluttur hérlendis áður, að minnsta kosti ekki með þessum hætti. „Ég varð svo hrifinn af lögunum og sögunni að ég stakk upp á því við Jónas að við flyttum þetta hérna heima. Hon- um leist vel á hugmynd- ina og áður en ég vissi var Reynir búinn að þýða söguna," segir Kristinn en við þetta má bæta að Reynir Axelsson hefur þýtt öll erlend ljóð sem sungin hafa verið í Ljóðatónleikaröð Gerðubergs sem ýtt var úr vör 1988. „Og ekki nóg með það," segir Jónas Ingimundarson. „Þetta Þessi saga hittir margan fyrir á ein- hvern máta hefur undantekningarlaust verið vel og fallega gert. Reynir nær alltaf ilmi orðanna." Tónleikarnir leggjast vel í Krist- in og kveðst hann hlakka til að stíga á fjalir Borgarieikhússins á þriðjudagskvöldið. „Ég hygg að þessir tónleikar höfði til breiðari hóps en hefðbundnir tónleikar, þar sem bókmenntirnar fléttast inn í dagskrána. í því samhengi er mik- ill fengur í Arnari Jónssyni." Kristinn segir að tónlistin sé erfið - en falleg - og geri gífur- legar kröfur til flytjenda. „Það þarf að koma miklum og blæ- brigðaríkum texta tií skila og þessi lagaflokkur er til að mynda mun erfiðari en lagaflokkar Schu- berts. Verkefnið er því erfitt en gefandi ef manni tekst að ná tök- um á því." LÖg hinnar löngu línu Sama eftirvæntingin kemur fram í máli Jónasar Ingimundar- sonar sem segir það alltaf jafn mikil forréttindi að koma fram með Kristni Sigmundssyni. „Það er svo merkilegt að söngur Krist- ins verkar á mig eins og ég sé að syngja sjálfur - það er mjög þægilegt." Jónas kveðst jafnframt hafa mikið dálæti á Brahms, þótt hann hafi ekki flutt Magelónu hina fögru i annan tíma. „Þetta er frá- bær lagaflokkur - lög hinnar löngu línu - sem nútíminn hefur svo sannarlega þörf fyrir enda hefur hann fjarlægst ævintýrin og rómantíkina. Við ætlum okkur hins vegar að ganga í gegnum lystigarðinn og njóta þess sem fyrir augu ber." Arnar Jónsson, sem lesa mun sögu elskendanna á þriðjudags- kvöldið, segir að það sé einnig heilmikill söngur í hinum lesna texta sem sé á köflum nánast háðskur - en elskulegur. „Þessi saga hittir margan fyrir á einhvern máta og kannski þar sem þeir vænta síst." Arnar segir verkefnið spennandi og að ósekju mættu listamenn sam- eina krafta sína oftar með þessum hætti hér á landi. „Þetta er bæði gott og gagnlegt og vonandi eigum við eftir að gera meira af þessu tagi," segir hann og beinir orðum sínum til Kristins og Jónasar sem kinka kolli til samþykkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.