Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHtotgjmMákib 1996 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Essen og Dormag- en vilja fá Patreíc Fulltrúar Essen komnir til fylgjast með leik KA og Selfoss Fulltrúar þýska handknattleiks- liðsins TUSEM Essen verða á Akureyri um helgina í þeim til- gangi að fylgjast með landsliðs- manninum Patreki Jóhannessyni í leik KA gegn Selfossi með það fyrir augum að fá hann til félags- ins fyrir næsta vetur. Fleiri þýsk lið hafa einnig sýnt áhuga á að semja við Patrek og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hann númer eitt á óskalistanum hjá Bayer Dormagen. Essen hefur góða reynslu af íslendingum. Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, lék með liðinu um árabil og Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari þess í tvö ár. Kristján Arason er þjálfari Dormagen til vors en þá fer hann til Wallau Massenheim og tekur Christian Fitzek, aðstoðarþjálfari, við liðinu. „Ég veit ósköp lítið um málið. Ég tala við mennina frá Essen á morgun [í dag] og þá skýrist þetta væntanlega eitthvað," sagði Pat- rekur í samtali við Morgunblaðið í gær. . „Það hefur lengi verið stefnan hjá mér að fara út og það erú fleiri lið inni í myndinni sem ekki er tímabært að greina frá strax. En ekki má gleyma því að það gengur mjög vel hjá okkur í KA um þessar mundir og ég veit að það er stefna KA að halda sama mannskap næsta keppnistímabil vegna Evrópukeppninnar — og ég held að það séu ekkert minni líkur á því að ég verði hér áfram en að ég fari út," sagði Patrekur. Þess má geta að þrír mjög þekktir leikmenn eru í herbúðum Essen-liðsins; - markvörðurinn Stefan Hecker og hornamaðurinn Jochen Fraatz — sem báðir léku með Alfreð og undir stjórn Jó- hanns Inga á sínum tíma — og hvít-rússneska örvhenta stór- skyttan Alexandr Tutskíjn. „ÞAÐ hefur íengl verlð stefnan hjá mér að fara út og þaðerufleirilið Innl í myndlnnl sem ekkl er tímabœrt að grelna frá strax," sagðl Patrekur. Víkingur fær 25% af greiðsl- unni fyrir Helga KNATTSPYRNUDEILD Víkings fær 25% af greiðslunni scm samið var um að þýska knatt- spyrnufélagið Stuttgart greiddi fyrir landsiiðs- manninn Helga Sigurðsson. Framarar fá 75% og allt leigugjaldið sem var lítið brot af heildarupp- hæðinni. Þetta var niðurstaða gerðardóms KSÍ og er hún endanleg en sam ninga- og félagaskipta- nefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu í haust að Víkingum bæri 25% af félagaskipta- og leigugjald- inu. Helgi var í Vikingi en skipti yfir í Fram og lék með liðinu 1993 og 1994. Um haustið fór hann á leigusamningi til Stuttgarts og gerði samning við þýska féiagið í júlí sem leið. Framarar töldu sig eiga rétt á öllu gjaldinu en Ví kingar fóru fram á 25% af heildargreiðslunni. Kristinn leikur ekki f ramar fyrir Þór KRISTINN Friðriksson, kiirfuknattleiksmaður, leikur ekki fleirí leiki með Þór i úrvalsdeildinni. „Það var gert samkoimuag milli stjómar körfu- knattleiksdeil darinnai- og Kr istins, að við leystum hann undan samnmgi og hann hætti að leika meö liðinu," sagði Guðjón Andri Gylfason, formaður kðrfuknattleiksdeildar Þors, í samtali við Morgun- blaðið. Formaðurinn viidi ekki tjá sig frekar um málið og sagði að ákveðið vandaruál haf i komið upp. „Það var ákveðið að ræða þetta mál ekki frekar við fjolmiðla, enda hefur það ekkert upp á sig," sagði formaðurinn. „Draumalið"er- lendra leíkmanna gegn landsliðinu STJÖRNULFJKURINN í kfirfuknattleik verður í fþróttahúsinu Smáranum i Kópavogi á morgun og hefst kl. 16.00. í þessum leik mætir fslenska landsliðið úrvalsliði eriendra leikmanna sem hér leika. í hálfieik keppa þríggja stiga skyttur hinds- ins í þríggja stiga skotkeppni og bestu „troðarar" sýna listír sinar í troðslukeppni. J ón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfarí, hefur valið landsliðið og er það þannig skipað: Falur Harðar- son, Guðjón Skúlason og Albert Oskarsson úr Keflavík, Toitur Örlygsson, Njarðvík, Guðmundur Bragason, Hjörtur Harðarson og Helgi Guðfinnsson úr Grindavfk, Jon Arnar Ingvarsson, Pétur Ingvarsson og Sigfús Gizurarson úr Haukum, Herbert Arnarson úr IR og Hermann Hauksson, K R. Lið útlendinganna verður þannig skipað: Ronday Robinson, Njarðvík, Ronday Dobard, Grindavík, Willie Rhines, Hettí Egilsstöðum, Ronald Bayless, Val, Fred WiUiams, Þór, Miltou Bell, ÍA, Torrey John, Tinda- stóli, Jason Williford, Haukum, Michael Thoele, Breiða- biiki, Christopher Ozment, KFÍ fsafírði og John Rhod- es, ÍR. FRJALSIÞROTTIR / STANGARSTOKK Vala héHt upp á 18 ára afmælið með meti: 4,11 Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona úr ÍR hélt upp á 18 ára afmæl- isdag sinn í gær með miklum glæsi- wmmm^ brag; sigraði með Hasse yfírburðum í stang- Sjögren arstökki á sænska skrifar frá meistaramótinu í Borlánge Borlange og stór- bætti Norðurlandamet sitt með því að stökkva 4,11 metra. Hefði sá árangur gefið henni fjórða sæti á heimslistanum' í fyrra en þá var hún í 19. sæti með 3,81 metra. Vala vakti einna mesta athygli en þar sem hún keppir fyrir ísland fær hún ekki að halda meistaratigninni. Norðurlandamet sitt bætti hún úr 4,00 metrum og er afrekið í heims- klassa, með því allra besta sem náðst hefur í heiminum í vetur. Á hún heimsmet 17 ára og má gera ráð fyrir að árangur hennar sé einnig heimsmet í 18-19 ára flokki. . Hvað veldur því að þú stekkur svo hátt í dag? „Ég skipti um stöng eftir að hafa farið yfir 3,90 og það hafði sitt að segja," sagði Vala við tíðindamann Morgunblaðsins. Stangarstökkið dróst mjög á lang- inn og það var ekki fyrr en á síðustu klukkustund keppninnar að Vala hóf keppni; hún stökk fyrst eftir að allir hinir keppendurnir voru fallnir úr. Næsta viðfangsefni Völu verður Evrópumeistaramótið innanhúss, sem fram fer í Globen-höllinni í Stokkhólmi eftir þrjár vikur. I^jálfari Völu, Stanislav Sczcyrba, hefur álit á Völu. „Styrkur hennar er hversu hugrökk hún er, ef eitt- hvað er finnst mér hún full æðru- laus. Hún er kjörgripur að þjálfa, er býsna kræf og gerir það sem fyrir hana er lagt," sagði þjálfarinn. Vala stefnir að keppni í sjöþraut á heimsmeistaramóti unglinga í Sydney í Ástralíu þar sem ekki verð- ur keppt í stangarstökki þar. „Skilaðu kveðju frá mér heim til íslands," sagði Vala og hvarf inn í herbergi lyfjaeftirlitsmanna. Allir sem setja met verða jú að gangast strax undir lyfjapróf. Til að gefa hugmynd um árangur Völu setti kínversk stúlka, Sun Caiy- un, heimsmet utanhúss í mars í fyrra, stökk 4,06 metra. Var það smám saman bætt af henni, Danielu Bartovu Tékklandi, Andreu Muller Þýskalandi og Emmu George Ástralíu í 4,28 á árinu. Sú síðasttalda er í algjörum sérflokki í greininni og stökk nú í janúar síðastliðnum 4,41 metra. VIÐTAL VIÐ LOGA ÓLAFSSOIU LANDSLIÐSÞJALFARA í KNATTSPYRNU / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.