Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir Þymirós í Þjóðleikhúsinu 1984. í forgmnni em Ásdís Magnúsdóttir og Jean-Yves Lormeau frá Parísaróperunni. LEIDD hafa verið að því nokkur rök að dansinn á Norðurlöndum sé talsvert gamall og eigi sér æva- gamlar rætur, annaðhvort frá trúð- flokkum, sem flökkuðu um Evrópu fyrir hinar eiginlegu miðaldir, úr heiðnum trúarsiðum eða hafí fyrst slegið rækilega í gegn fyrir fransk- an hirðdans sem fór eins og eldur í sinu um álfuna fyrir og um 1100. Þetta gildir þá ekki síður um ísland en hinar Norðurlandaþjóðirnar og skal það mál, sem þó er full ástæða til að rifja upp, ekki rakið hér. Danslistin á íslandi er auðvitað miklu yngri og seinna til komin en í flestum grannlöndunum, líkt og á sér stað um flestar listgreinarnar í nútímaskilningi. Leiklist, myndlist og tónlist skipuðu sér í sess við hlið bókmenntanna, sem auðvitað áttu sér eldri og ríkari hefð, upp úr síðustu aldamótum, en fyrsti lærði dansarinn, Ásta Norðmann, tók til starfa hér á þriðja áratugn- um. Hvenær sem dans þurfti með í leiksýningar var leitað til hennar, hvort sem var í revíur eða fyrir annars konar leik; þegar Þjóðleik- húsið var vígt 1950 samdi hún dansa við Nýársnóttina. Áður en . frú Ásta kom til skjalanna höfðu leikkonumar Stefanía Guðmunds- dóttir og Guðrún Indriðadóttir einkum sinnt þeim þætti í sýning- um Leikfélags Reykjavíkur, en báð- ar höfðu þær skilning á gildi og nauðsyn dans og lagt sig eftir hon- um. Á fímmta áratugnum lögðu nokkrar ungar stúlkur út í dans- nám þannig að 1948 var hægt að stofna félag listdansara, mjóan vísi en mikils. Einn þessara dansara, Sigríður Ármann, samdi síðan fyrsta eiginlega Ieikdansinn eða ballettinn, Eld, við tónlist Jórunnar Viðar, og var hann fluttur á lista- hátíð 1950. Dans kom síðan fyrir í sýningum Þjóðleikhússins en 1952 tók Guðlaugur Rósinkranz af skar- ið, stofnaði Listdansskóla Þjóðleik- hússins, og lagði þar með góðu heilli grundvöll að allri þeirri fram- þróun þessarar listgreinar sem síð- an hefur átt sér stað í bráðum fimmtíu ár. Fékk Gunnlaugur ágætan danskan fagmann, Erik Bidsted, til að veita skólanum for- stöðu í fyrstu en nú um mörg ár hefur Ingibjörg Björnsdóttir verið í forsvari fyrir skólann. Þegar sú saga verður skrifuð mun koma í lof. daisins Danslistin er miklu yngrí og seinna til kom- in en í flestum grannlöndunum. Fyrsti lærði dansarínn tók til að mynda ekki til starfa hér á landi fyrr en á þríðja áratugnum. Sveinn Einarsson rífjar hér upp sögu dans- listarinnar í landinu á þessarí öld. ljós hve mikið Ingibjörg hefur lagt þar af mörkum. Skólinn varð sjálf- stæður 1989 og heitir nú Listdans- skóli íslands. Þarf ekki að taka það fram að úr þeim skóla hafa komið allir helstu dansarar okkar, bæði þeir sem haslað hafa sér völl er- lendis og hinir sem hafa borið hit- ann og þungann hér heima, allt frá Helga Tómassyni, Auði Bjamadótt- ur, Ásdísi Magnúsdóttur og Maríu Gísladóttur til bráðefnilegra ungra dansara sem nú stunda nám í skól- anum. Það var þó fljótt ljóst að setja varð markið hærra en að einskorða sig við góða skólun; listgreinin myndi ekki dafna nema hér yrði stofnaður flokkur atvinnudansara, líkt og reynsla allra annarra sið- menntaðra þjóða hafði kennt þeim. Víst komu fram ballettar á sjötta áratugnum, Ólafur Liljurós eftir þær Sigríði Ármann og Jórunni Viðar í Iðnó, Dimmalimm og Ég bið að heilsa eftir Bidsted við tóri- list Karls 0. Runólfssonar í Þjóð- leikhúsinu, og víst reyndi Félag íslenskra listdansara að standa fyr- ir sýningum með helstu dönsur- unum á sjöunda áratugnum, en flokk atvinnudansara, grundvöll að vexti og viðgangi listgreinarinnar, vantaði. Árið 1973 var skrefíð stigið til fulls og íslenski dansflokkurinn stofnaður. Átti Þjóðleikhúsið þar frumkvæði og fékk til að veita flokknum fyrstu leiðsögn hæfan breskan ballettmann, Alan Carter. Þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, átti ekki lítinn þátt í að flokkurinn varð að veruieika og studdi við bakið á honum fyrstu ótryggu sporin; sama máli gegndi t.d. um aðra starfs- menn ráðuneytisins, ekki síst Knút Hallsson, síðar ráðuneytisstjóra. Þá var Hannes Davíðsson forseti Bandalags íslenskra listamanna, og börðust einnig hann og félagar hans í bandalagsstjóminni fyrir til- komu flokksins og að hann fengi brjóstamjólkina meðan hann þurfti þess með; auðvitað varð að betjast við fordóma og rótgróið tregðulög- mál gegn sjálfsögðum listrænum framförum. Fjárveitinganefnd ingi þess. Hugmynd þessi hlaut stuðning menntamálaráðuneytis- ins, en mætti annars staðar mót- stöðu. Þau rök heyrðust að nógu mikið kostaði leikhúsið fyrir. Hitt mætti og reikna út nú hvort hefði verið ódýrara, þegar upp er staðið. íslenski dansflokkurinn varð sjálfstæður með reglugerðarbreyt- ingu og nýskipan 1991. Nefnd, sem lagt hafði til að honum yrðu búin sjálfstæð starfsskilyrði, hafði lagt á það ríka áherslu að ekki mætti slíta naflastrenginn við Þjóðleikhúsið fyrr en flokknum væri tryggð sýningar- og æfinga- aðstaða annars staðar. Þó að sam- vinnan við Þjóðleikhúsið hafi verið góð undanfarin ár, hefur þetta þó ekki gengið alls kostar eftir, þar sem formlegur samningur við Þjóðleikhúsið (eða Borgarleikhús- ið, sem líka er góður kostur) hefur ekki verið fyrir hendi og samið er um hveija sýningu fyrir sig. Þetta þýðir auðvitað í raun að flokkurinn er á hrakhólum með sýningarað- stöðu, á hvergi heima. Hann hefur hins vegar átt góðan samastað fyrir allar æfingar í Danshúsinu við Engjateig. Það hús hefur nú verið selt upp í kaupverð húss Listaháskólans. íslenski dans- flokkurinn er því frá og með næsta hausti á götunni. Um það bil þrír fjórðu af fjár- veitingu til flokksins fara í laun. Fjórðungurinn sem eftir er til þess að standa undir sýningarkostnaði hefur þó reynst ódijúgur, því að af honum er greidd há húsaleiga og biðlaun dansara sem láta af störfum. (Starfsævi dansarans er stutt og eru starfslok þeirra enn eitt málið, sem ekki hefur fundist lausn á.) Þá mun alltaf hafa verið litið á það sem sjálfsagðan hlut að flokkurinn efldist að dönsurum með árunum. Það hefur ekki geng- ið eftir, nú, 24 árum eftir stofnun flokksins eru stöðugildi nánast jafnmörg og þegar lagt var upp. Þannig hefur flokknum sitthvað verið mótdrægt og hann hefur að sumu leyti verið olnbogabarn, kannski meðal annars vegna þess að áhorfendur hafa verið lengi að vakna til vitundar um gildi hans og .ánægjuauka, ólíkt því sem gerst hefur víða vestanhafs og austan, þar sem danslistin hefur átt blómaskeið að undanförnu. En skýringin er auðvitað að á síðustu árum, undir metnaðarfullri stjórn Maríu Gísladóttur, hafa fjárveit- ÍSLENSKI dansflokkurinn 1995. Á myndina vantar Birgitte Heide. lagði málinu lið og það var í höfn. Flokkurinn dafnaði í skjóli Þjóðleik- hússins uns þar kom, að þær þijár listgreinar, sem leikhúsinu var ætl- að að sinna, gátu ekki lengur eflst á eðlilegan máta nema hver á kostnað annarrar. Þá bentu for- svarsmenn Þjóðleikhússins á Gamla bíó, sem þá (1978) var á lausu, sem heppilega annexíu fyrir Þjóðleikhúsið; þar gætu farið fram leiksýningar sem léttu á stóra sviði Þjóðleikhússins þannig að óperu- starfsemi og listdansinn fengju þar meira svigrúm. Draumurinn var að koma upp föstum óperuflokki, líkt og dansflokknum, innan vé- banda leikhússins eða með stuðn- ingar verið svo knappar að flokk- urinn hefur neyðst til að fara með löndum í verkefnavali; glæsileg sýning á Coppellu undir stjórn Evu Evdokimovu 1993 dregur enn fjár- hagslegan dilk á eftir sér. Eigi að síður hefur flokkurinn reynt að sýna stórhug og má til dæmis benda á að tvær næstu sýningar flokksins státa eingöngu af frum- sömdum íslenskum dansverkum. Við hlið verðlaunaverksins Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur, sem nú verður tekið inn í hóp sí- gildra nútímaverka flokksins eins og Evridís Nönnu Ólafsdóttur, koma á næstunni ný verk eftir tvo unga og efnilega danshöfunda,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.