Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 * FERÐAPISTILL Gæðaflokkun ó gististöóum ó íslandi Á AÐ taka upp gæða- flokkun hótela og ann- arra gististaða á ís- landi? Svo hefur oft verið spurt en afstaða ekki tekin til málsins. Gæðamál hafa oft ver- ið til umræðu á hinum ýmsum ráðstefnum og fundum, þ.m.t hvort nauðsyn væri á gæða- flokkun gististaða. Málum er skotið til nefnda en niðurstaðna er enn að vænta. Áhugi um aukin gæði virðist mikill inn- an ferðaþjónustunnar og gildir slíkt ekki ein- Sigríður Þrúður Stefánsdóttir ungis um hótel og gistiheimili. Nú þegar unnið er að stefnumótun í íslenskri ferðaþjónustu eru gæði til umræðu og nýverið var stofnaður ferðamálahópur innan Gæðastjórn- unarfélags Islands. Það má því vænta þess að umræða um gæði haldi áfram og aukist innan ferða- þjónustunnar. Einstaka fyrirtæki hefur þegar tekið upp skipulega starfsemi til að auka gæði sinnar þjón- ^ustu, t.a.m. hefur verið ráðinn sérstakur gæða- stjóri á Hótel Sögu og Regnbogahótelin hafa unnið í anda gæðastjómunar um Gæðaflokkun tryggir öryggi neytenda tíma. Svipaða sögu má segja af Ferðaþjónustu bænda og Scandic hótelunum. Dæmin eru eflaust fleiri þó ekki fari hátt um aðgerðir. Mismunandi afstaða tll gæðaflokkunar Gæðaflokkun kemur fljótt við sögu þegar rætt er um gæði en skoðanir manna á kostum slíkrar flokkunar em mjög skiptar. Rætt er um gæðaflokkun hótela og gisti- staða en í auknum mæli einnig um nauðsyn þess að hestaleigur, vél- ■ , ' ‘ ; ll&itt sleðaleigur, bílaleigur, langferðabílar og önn- ur sú afþreying og þjónusta sem seld er lúti skilyrðum gæða- staðla eða annars eftir- lits. Slíkt á ekki síst við þegar um er að ræða að tryggja öryggi neytenda. Ýmis vanda- mál koma upp í slíkri umræðú svo sem um kostnað, framkvæmd og eftirlit. Hér á íslandi hefur ekki náðst samstaða um að flokka skuli hót- el og gistiheimili eftir verði, aðbúnaði eða þjónustu. Slík vinnubrögð eru hins vegar mjög algeng erlendis þótt flokkunarkerfin sem upp hafa verið tekin séu misjöfn og oft ekki sam- bærileg. Mismunur milli erlendra kerfa er einmitt það sem margir telja aðalrökin gegn því að taka upp flokkun sem þessa hér á landi. Mis- munandi kerfi gera samanburð milli landa erfíðan. Þriggja stjörnu hótel í einu landi er sambærilegt við eins eða tveggja stjörnu hótel í því næsta. Stjörnumar þjóna því ekki tilgangi sínum og flokkunin sem Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á ÍSLANDI hefur ekki náðst samstaða um að flokka skuli hótel og gistiheimili eftir verði, aðbúnaði eða þjónustu. starfsfólks og gæði áþreifanlegra þátta t.a.m. hvort sjónvarp er á hótelherbergi eða ekki. Segja má að gæðastaðlar séu ein leið til þess að meðhöndla hið óáþreifanlega sem gæði í raun eru. Á þann hátt er gæðaflokkun hlutlægt mat á gæðum. Gæðaflokkun þjónar auk þess mikilvægu hlutverki við gæða- stjórnun í heild. Ef stefnt er að endurbótum og framförum era gæðastaðlar viðmið, stefnt er að markmiðum og sem slíkir era gæða- staðlar hvati til framfara. Vissulega er ekki hægt að staðla huglæga þætti s.s. þjónustulipurð eða það hvað starfsmenn brosi oft og mikið framan í viðskiptavinina. Flokkun eftir ákveðnu kerfi þjónar þó þeim tilgangi að vera rammi sem unnið er samkvæmt og hefur á þann hátt áhrif á bæði huglæga og hlutlæga þætti. slík tryggir á engan hátt gæði þjón- ustunnar. Vissulega á slík rök- semdafærsla rétt á sér en málið hefur að sjálfsögðu fleiri hliðar. Gæðaflokkun er hlutlægt mat á gæðum Spyrja má hvaða tilgangi gæða- flokkun þjóni. Fyrst má fram telja að gæði er hugtak sem mjög erfítt er að meta og meðhöndla. Mat á gæðum er persónubúndið, það sem einum fínnst góð þjónusta fínnst öðrum slæm. Meta þarf gæði óá- þreifanlegrar þjónustu s.s. viðmóts Það skiptlr ekki öllu hvað stjörnurnar eru margar Gæðaflokkun veitir neytendum öruggari upplýsingar. Þessi stað- hæfing er í andstöðu við þá skoðun að munur á flokkunarkerfum er- lendis leiði til þess að stjörnurnar þjóni ekki tilgangi. Með gæða- flokkun er ekki átt við það að tveggja stjörnu hótel á Islandi sé nákvæmlega eins og tveggja stjörnu hótel í Frakklandi heldur að veittar séu upplýsingar sem byggja á ákveðnu mati og neytand- inn getur vísað í. Það eitt að búið er að flokka gististaðina niður eft- ir viðurkenndum aðferðum gefur til kynna að tekin er ábyrgð á við- komandi gististað og þjónustan er tryggð upp að ákveðnu marki. Væntingar ferðamannsins byggj- ast á því mati sem flokkunin gefur til kynna. Þjónustuaðilinn verður auk þess fyrir þrýstingi að standa undir því mati. Það ríkir oft sá misskilningur að gististaðir séu betri eða verri eftir því hvað þeir bera margar stjömur. Það er þó ekki stjörnufjoldinn sem á að skipta öllu máli. Það sem er lang- mikilvægast er að aðbúnaðurinn á gististaðnum sé í samræmi við uppgefnar upplýsingar og þar með þær vænting- ar sem ferðamaðurinn ber með sér. Tveggja stjörnu hótel getur verið jafn gott og þriggja stjörnu hótel þó að að- Við eftirlótum öðrum matið á söluvörunni staðan sé mismunandi. Ferðamað- urinn velur milli hótelanna á grundvelli eigin þarfa. hótelið býður og segja að hér sé ekki stjörnuflokkun. Eftir það er það á ábyrgð erlenda söluaðilans að skýra viðskiptavininum frá því í hvaða flokki hótelið er. Gæði okkar þjónustu eru þar með metin af erlendum aðilum, á grundvelli sem við vitum ekki hver er. Is- lensku starfsmennirnir hefðu einn- ig getað flokkað hótelið. Ef til vill hefði það leitt til þess að annar segði það þriggja stjörnu meðan hinn teldi það fjögurra stjörnu. Á sama tíma hafa stjórnendur hótels- ins enga. hugmynd um umræðuna og vita því ekki væntingar við- skiptavinarins. Erlendir söluaðilar _________ geta einnig tekið upp á því að flokka gististaði á Islandi að okkur for- spurðum. Flokka hótel sem þriggja, fjögurra eða fimm stjörnu og á þann hátt skapa vænt- Utanaðkomandf aðllar meta okkar þjónustu Setja má upp dæmi af starfs- mönnum á íslenskri ferðaskrifstofu sem ræða í hvaða flokk eigi að setja ákveðið hótel. Að kröfu við- skiptavinar hefur erlendur söluað- ili óskað eftir upplýsingum um hvað hótelið ber margar stjörnur. Starfsmennirnir vita það ekki, láta í té upplýsingar um hvaða þjónustu ingar hjá neytendum sem þjónustu- aðilar á íslandi geta jafnvel ekki staðið undir. Hvaða áhrif skyldi slíkt hafa á ímynd okkar og vel- gengni í hörðum heimi samkeppni ferðaþjónustunnar? Við eftirlátum öðrum að meta það hversu góð eða slæm söluvaran er í stað þess að sitja sjálf við stjórnvölinn. Slíkt hlýtur að vera okkur umhugsunar- efni og ýta enn undir þau rök að taka ætti upp gæðaflokkun og nýta sem stjórntæki. ■ Höfundur er ferðamálafræðingur Hitabylgja Heimsferða komin út SUMARBÆKLINGUR Heimsferða er kominn út þar sém fimmta sum- aráætlun ferðaskrifstofunnar er kynnt. Þar eru fimm áfangastaðir Heimsferða kynntir, einn í Ameríku og fjórir í Evrópu. í bæklingnum kemur einnig fram að átta þúsund farþegar fóru í leyfí erlendis á vegum Heimsferða á síðastliðnu ári. í sumarbæklingi Heimsferða að þessu sinni er kynntur nýr áfanga- staður ferðaskrifstofunnar, Costa del Sol á Spáni, en Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug þangað í sumar, frá 23. maí. Boðið er upp á dvöl á Torre- molinos og Marbeíla en ströndin á Costa del Sol var valin hreinasta strönd Evrópu árið 1995. Benidorm hefur um árabil verið með vinsælustu áfangastöðum ís- lendinga á Spáni. Þangað verður flogið á vegum Heimsferða vikulega í sumar, fimmta árið í röð. Þá bjóða Heimsferðir vikuleg flug til Parisar og Barcelona. Kóralrlf og pýramídar Cancun í Mexikó hefur notið vin- sælda á undanfömum árum en þang- að bjóða Heimsferðir viðskiptavinum sínum í sumar sem fyrr. Cancun er við Karíbahafið og úti fyrir strönd- inni er stærsta kóralrif á vesturhveli jarðarinnar. Á Yucatanskaganum þar sem Cancun er blómstraði menn- ing Maya þjóðarinnar fyrr á öldum. Menjar þess era víða, meðal annars í Chichen Itza þar sem svokallaður Snákapýramídi er, en þangað stend- ur farþegum Heimsferða til boða að fara í skoðunarferð. Heimsferðir skipta við viðurkennd flugfélög sem uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi og aðbúnað farþega, að því er segir í frétt frá Heimsferðum. Má þar nefna flugfélagið VIVA AIR, sem er í eigu Iberia, og Air Liberté. íslenskir fararstjórar frá Heims- ferðum eru á öllum áfangastöðum ferðaskrifstofunnar viðskiptavinum Heimsferða til halds og trausts. ■ Ferðaúætlun Ferðafélags- ins komin út FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags- ins fyrir árið 1996 er nýkomin út. Þar er að finna upplýsingar um á þriðja hundrað ferðir félags- ins um ísland. Um er að ræða fjölbreyttar dags-, helgar- og sumarleyfis- ferðir og kynntar ferðir nokkurra deilda félagsins úti á landi. Áhersla er lögð á fjölbreytni þannig að allir finni eitthvað við hæfi. Dagsferðir era alla sunnudaga árið um kring og einnig ýmsa aðra daga. Stuttar kvöldferðir era á miðvikudagskvöldum frá maí fram í ágúst. Fyrstu mánuði ársins eru skíðagönguferðir í boði, auk annarra ferða. í helgarferðunum skipa skíða- og jöklaferðir veglegan sess fram- an af. Yfir sumarmánuðina er lögð mikil áhersla á ferðir inn í óbyggð- ir, s.s. Þórmörk, Landmannalaug- ar og Hveravelli. Af sumarleyfisferðum njóta gönguferðir um óbyggðaleiðir sí- vaxandi vinsælda. Auk kynninga á ferðum er í bæklingi Ferðafélagsins að finna kynningu á þeim gistimöguleikum sem Ferðafélag íslands og deildir þess hafa upp á að bjóða í 34 sæluhúsum sínum. FERÐAFÉLA6 ÍSLAHOS Félagar í Ferðafélagi íslands eru um átta þúsund en árlega ferð- ast um 7.000 manns með félaginu. ■ FITUR styrkir aukin samskipti íslands og Færeyja ÞEIR sem eru með hugmynd að verkefni sem gæti styrkt sam- skipti íslands og Færeyja geta leitað eftir styrk til FITUR, en svo nefnist samstarf íslendinga og Færeyinga um eflingu ferða- þjónustu í löndunum tveimur. Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs íslands, er for- maður FITUR. Hann segir starf- semina meðal annars fólgna í því að styrkja ferðaþjónustu í báðum löndum með því að veita styrki til gagnkvæmra heim- sókna og aðstoð við að stofna til sambanda sem gætu haft i för með sér aukin samskipti á milli landanna á sem flestum sviðum. Þeir sem vilja kynna sér mál- ið nánar geta leitað til Birgis eða Steins Lárussonar hjá Flug- leiðum. Þeir tveir silja í nefnd- inni fyrir íslands hönd og veita upplýsingar og taka á móti umsóknum um fjárliagslega að- stoð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.