Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 4
-4 D SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ v/Miklubraut, s. 551 7171 TOYOTA LANDCRUSIER árg. 1987, ek. 138 þús. km, svartur, sem nýr, 33" dekk. Verð kr. 1.250.000.- MMC PAJERO LONG V6 árg. 1991, ek. 109 þús. km, sjálfsk., grænn/grár. Verð kr. 1.980.000.- MMC GALANT 4wd árg. 1992, ek. 74 þús. km, rauður, glaesivagn. Verð kr. 1.500.000.- skipti + lán. MMC PAJERO bensín, árg. 1988, ek. aðeins 80 þús. km, grásans. Verð kr. 890.000,- skipti ódýrari. JEEP CHEROKEE LAREDO árg. 1985, ek. 120 þús. km, bíll i sérflokki. Verð kr. 850.000.- M. BENZ 190E árg. 1991, ek. 83 þús. km, fallegur bíll með miklum aukabúnaði. Verð kr. 2.150.000,- FORD BRONCO árg. 1985, ek. 145 þús. km, óbreyttur, snyrtilegur bíll. Verð kr. 650.000.- SUZUKI VITARA JLXI árg. 1992, ek. 95 þús. km, vel með farinn bíll, einn eigandi. Verð kr. 1.390.000,- Bílar nýkomnir frá Þýskalandi: M. BENZ 250D árg. 1988, ek. 158 þús. km, svatur, sjálfsk. Verð kr. 1.650.000.- M. BENZ 300D árg. 1991, ek. 130 þús. km, perlugrár, sjálfsk., topplúga, hleðslujarnari, ABS, rafm. rúður o.fl. o.fl. Verð kr. 3.300.000.- M. BENZ 250D árg. 1993, ek. 120 þús. km, perlugrár, topplúga, sjálfsk., ABS, o.fl. o.fl. NISSAN PATROL GR TURBO DIESEL árg. 1991, 7 manna. Gott verð. RENNILEGUR Chrysler Voyag- er í nýrri og gjörbreyttri mynd er kominn til landsins og hefur Chrysler-umboðið, Jöfur hf. í Kópa- vogi, verið að sýna bílinn í Reykja- vík og nágrenni að undanförnu. Aðeins einn bíll er þegar kominn, bíll með 2,5 lítra dísilvél með for- þjöppu, en fáanlegar verða einnig ýmsar stærðir bensínvéla. Voyager er sjö manna bíll, framdrifinn en fáanlegur lengri og með aldrifi. Verðið á dísílbílnum er rétt rúmar 3 milljónir króna en hann er vel búinn þægindum. Fjölnotabíll sem þessi er orðinn mjög vinsæll víða erlendis enda þykir hann henta sem ferðabíll fjölskyldunnar en það eru einmitt Chrysler verksmiðjurnar sem áttu frumkvæði að markaðssetningu svona bíla og hafa margir íram- leiðendur síðan siglt í kjölfarið. Voyager hefur verið framleiddur beggja vegna Atlantshafsins. Hér- lendis má ætla að leigubílstjórar renni til hans hýru auga enda á lipur á flesta vegu. Við prófum dísil- gerðina hér í dag. Eins og fyrr segir er Voyager rennilegur bfll. Hann virkar lægri, situr lægra á götu og sýnist einnig breiðari en fyrirrennarinn enda eru allar línur orðnar ávalar og boga- dregnar vel. Voyager hefur sendi- bílslag að stofni til en líkist þó frem- ur fólksbíl, er með lágum framenda oghallandi, fínlegum aðalluktum og mjórri vatnskassahlíf, hliðarnar eru örlítið bogadregnar, rúður stórar og góðar og afturendinn nokkuð kúptur. Á báðum hliðum eru fram- og afturhurðir og gæti virst sem afturhurðirnar opnuðust út á móti framhurðum en þar er hins vegar um rennihurðir að ræða. Skemmtilegt mælaborð Innandyra er fyrst eftirtekt- arvert mikið rými og skemmtilega hannað mælaborð. Það er með QRýmÍ Þægindi Vinnsla bogadreginni línu sem umlykur hraða- og snúningshraðamælana, olíumæli og fleira og ofan á boga- num er mjóslegin ræma þar sem kvikna ýmis aðvörunarljós. Yst undir þessum boga eru miðstöðvar- loftopin, rofar og síðan útvarpið. Líknarbelgur er í stýri og annar beint fram af farþegasæti og undir honum lítið hanskahólf. Til að bæta það er lítið og opið hólf á gólfinu frernst milli framstólanna en að öðru leyti eru slíkar hirslur ekki of margar. Voyager er sjö manna. Aftast er þriggja manna bekkur og fyrir aft- an hann örlítið farangursrými, í miðju eru tveir stólar og aðrir tveir fremst og eru þessir fjórir stólar með armpúða og stillanlegir vel en höfuðpúðar eru á öllum sætum. Umgengni er þægileg. Hægt er að velta miðjustólunum sæmilega vel fram til að komast í aftasta bekkinn og séu höfuðpúðarnir teknir af miðjustólunum má leggja bök þeirra þannig niður að þau nýtist til ursrými dæmis sem matarborð. Er það einkar hentugt sé gert ráð fyrir að Voyager sem ferðabíl sem hlýtur að vera algengt hjá eigendum hans. Hljóðlát vél Vélin í þessari gerð af Voyager var 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og 114 hestöfl. Þetta er sérlega hijóðlát vél, með mjög góðri vinnslu og ágætu viðbragði. Bfllinn með dísilvélinni er aðeins fáanlegur með fimm gíra handskiptingu sem er ágætlega lipur en gírstöngin sem er í gólfinu fremst milli framstóla mætti vera örlítið lengri. Þá truflar armpúðinn á bflstjórasætinu, þ.e. ef nota á armpúðann á annað borð til þeirra þæginda sem hann býður uppá verður ekki með góðu móti hraert mikið í gírskiptingunni. I akstri er Voyager liprasti vagn. Dísilvélin er rösk, gírskiptingin lip- ur, vökvastýrið létt og nákvæmt, út- sýni gott nema nota verður spegla þegar farið er afturábak þar sem höfuðpúðar skyggja á. Þá er fjöðrunin mjúk og hún tekur vel við á hvers konar vegi. Voyager þolir auðveldlega holótta og leiðinlega malarvegi og liggur furðu rásfastur þrátt fyrir hristing. Hann stendur þvi fyllilega undir nafni sem fjöl- notabfll, þ.e. bæði til daglegs brúks í þéttbýli sem og til langferða. Það sem þó telst mínus er lítið far- angursrými, þ.e. sé bfllinn full- skipaður fólki og sé það ekki þarf smá-tilfæringar við að breyta sæta- skipan. En annan veikan blett er ekki að finna í þessum volduga bfl. Verðið Verðið á þessum dísfl-Voyager er kr. 3.080.000. Má það teljast þokkalegt miðað við hversu mildnn bíl er um að ræða og vel búinn. Fáanlegar verða fjögurra strokka, tveggja og 2,4 lítra bensínvélar og þótt verð þeirra sé ekki alveg á hreinu er búist við að það verði rétt undir þrcmur milljónum króna. Ekki liggur . fyrir hversu miklu meira þarf að greiða fyrir aldrifs- bfl. Kjósi menn enn meiri orku eru fáanlegar sex strokka bensínvélar sem eru 3,3 og 3,8 lítrar. Eyðsla á dísilbflnum er talin 11,4 lítrar í bæjarsnattinu en 5,9 lítrar á jöfnum 90 km hraða. Þá eyðir 2,4 lí- tra bensínvélin 13,9 lítrum í þét- tbýli og 7,81 á þjóðvegi. Ábending Enn verður bent á eitt atriði sem algengt er í þéttbýlisakstri en það er þegar tekin er vinstri beyg- ja út úr einstefnuakstursgötu. Þegar beðið er við slík gatnamót er sjálfsagt að staðsetja bílinn eins langt til vinstri og auðið er meðan beðið er færis að komast yfir gat- namótin. Þá getur næst bfll á eftir skotist framhjá og t.d. tekið hægri beygju ef umferð leyfir en þarf ekki að bíða aftan við hinn sem þarf að bíðá eftir hlé í umferð úr báðum áttum. Þvi er oft mjög hvimleitt að festast aftan við þá sem þannig bíða þegar þeir hafa í hug- sunarleysi sínu haldið sig jafnvel mjög langt til hægri eins og þeir hvorki viti að þeir eru á ein- stefnugötu né að þeim detti í hug að þeir geti liðkað fyrir öðrum því að vera betur vakandi. Jóhannes Tómasson Morgunblaðið/Þorkell Chrysler Voyager í hnotskurn Dísilvél: 2,5 lítrar, 4 strokkar, forþjappa, millikælir, 114 hestöfl. Framdrifinn. Vökvastýri - veltistýri. Sjö manna. Fimm gíra handskipting. Samlæsing. Rafdrifnar rúöuvindur. Rafdrifnar speglastillingar og hiti í speglum. Líknarbelgir fyrir bílstjóra og farþega í framsæti. Hraðafesting. Útvarp með segulbandi. Lengd: 4,73 m. Breidd: 1,95 m. Hæð: 1,74 m. Hjólhaf: 2,87 m. Þyngd: 1.600 kg. Staðgrefðsluverð kr.: 3.080.000. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi. röskur ager með dísilvél EJ CHRYSLER Voyager er rennilegur vagn og vel búinn þægindum. BAFTURHURÐIN opnast upp og cr þar fyrir in- nan lítid fanuigursi-ými en stækkanlegt.. SÆTI eru fyrir sjö og er ágætt að komast inn og út úr bibiuin og umgangast hann að öllu leyfi. Taka má stöku sætin úr og eða ieggja þau niður. p| MÆLABORÐ er með ** skemmtilegum linum og meðal þæginda cr hraðastil- lir og eru rofarnir í stýrinu. O VÉLIN er bæði hljóðtát ™ og rösk enda nokkuð vel einangruð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.