Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 1

Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 1
4- 3 af 6 + bónus Vertu viðbúin(n) vinningi jlHUJlJlllRÚ: imexmra 1 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 2.011.057 3.48,5 157.480 9.530 4. 3af 5 1.981 630 2.040 4.117.257 14. 02. 1996 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 67.665.000 2.144.620 3. 5a,e 158.910 229 2.200 916 230 iSamtats: 1.150 138.506.920 13.2. -19.2/96 il< aö virminpr tr ásQtÍaöur 44 nulijóhir kr UPPLYSINGAR JÚDÓ: VERNHARÐ UPP FYRIR BJARNA Á EVRÓPULISTANUM / B8 braut 20 sekúndna múrinn FRANKIE Frederieks varð fyrst- ur manna til að hlaupa 200 metra innanhúss undir 20 sekúndum en Namibíumaðurinn fór á 19,92 sek. á móti í Lievin í Frakklandi um helgina. Bretinn Linford Christie átti fyrra metið, sem var 20,25 og sett á sama velli fyrir ári en þá varð Fredericks í öðru sæti. Nú varð Norðmaðurinn Geir Moen annar á 20,56. Fredericks, sem býr í Banda- rikjunum setti heimsmet í 100 metra hlaupi innanhúss í Tam- pere í Finnlandi fyrir átta dögum og hann hljóp mjög vel í fyrra- dag. „Mér leið vel við komuna hingað,“ sagði hann. „Eg get ekki sagt að ég sé hissa en ég er mjög ánægður og áhorfendur hjálpuðu mér mikið.“ Met hjá Sunnu SUNNA Gestsdóttir, USAH, setti Islandsmet í sexþraut er hún náði 4.128 stigum á meistaramóti íslands í fjölþrautum um helgina. Sunna hljóp 50 m á 6,5 sek., stökk 5,73 m í langstökki, kastaði kúl- unni 9,54 m, stökk 1,53 m í há- stökki, hljóp 50 m grindahlaup á 7,3 sek. og 800 m á 2.44,7 mín. Jón Arnar Magnússon, Tinda- stóli, varð meistari í sjöþraut, þrátt fyrir að hafa fellt byrjunar- hæð sína í stangarstökki. ■ Úrslit / B6. Morgunblaðið/Bjami Deildarmeistaratitli fagnad STJARNAN tryggði sér um helgina deildarmeistaratitllnn í 1. deild kvenna í handknattlelk er Eiðið gerði jafntefli við Eyjastúlkur. Hér fagnar Guðný Gunnsteinsdóttir áfanganum. KNATTSPYRNA 1996 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR BLAD Fredericks HANDKNATTLEIKUR UEFA varð að slá af Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) dró í gær til baka fyrri ákvörðun um að aðeins mætti nota 'þtjá erlenda leikmenn í hveiju liði í Evrópukeppninni. UEFA bað forráðamenn félaga hins vegar að virða reglur UEFA það sem eftir er af keppnistímabilinu um að nota aðeins þrjá útlendinga að viðbætt- um þeim sem búið hafa í viðkom- andi landi í fimm ár eða lengur, en strangt til tekið mun úrskurður Evrópudómstólsins um að ekki sé hægt að hafa kvóta á fjölda er- lendra leikmanna standa. Forráðamenn knattspyrnusam- bandsins höfðu sagt að þeir myndu halda reglunni til streitu en eftir fund í Lundúnum um helgina var ákveðið að fara að úrskurði Evrópu- dómstólsins. „UEFA hefur ekki í hyggju að gera neitt sem ekki er innan ramma laga,“ sagði David Will hjá UEFA eftir fundi helgar- innar, en í síðustu hélt UEFA fundi með forráðamönnum allra þeirra félaga sem enn eru í Evrópukeppn- inni og er talið að þar hafi menn lofað að halda gömlu reglurnar. Greinilegt er að Lennart Johann- son, forseti UEFA, er allt annað en ánægður með að þurfa að sæta úrskurði Evrópudómstólsins. „Við tilheyrum Evrópusambandinu og við verðum að hlíta þeim lögum sem þar gilda,“ sagði Johannson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.