Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 8
SKIÐI / HM ASPANI Ortlieb náði „þrennunni“ PATRICK Ortlieb frá Austurríki náði „þrennunni" með því að sigra í bruni karla á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni á laugardag. Hann er Ólympíumeistari í greininni frá því í Albertville 1992, hefur sigrað íbrunbrautinni íKitzbiihel, nú er heimsmeistaratitillinn í höfn og á hann þá aðeins eftir að vinna bruntitil heimsbikarsins. Ortlieb nýtti sér vel þyngd sína og fór Veleta-brautina á 2.00,17 mínútum og var 0,27 sek- úndum á undan Italanum Kristian Ghedina. Franski brunmaðurinn Luc Alphand varð þriðji, aðeins einum hundraðasta hluta úr sekúndu á eft- ir ítalanum. „Það eru fjögur markmið sem brunmenn keppa að og ég hef nú náð þremur þeirra og nú á ég aðeins eftir að vinna heimsbikartitilinn í bruni,“ sagði Ortlieb, sem er 28 ára frá skíðabænum Legh í Austurríki. Verðlaunahafarnir þrír, sem allir hafa unnið heimsbikarmót í bruni, afsönnuðu kenningu franska lands- liðsþjálfarans, Michel Vion, sem hafði lýst því yfir að brunbrautin í Sierra Nevada væri „brandari" og það yrði heppni hver sigraði því brunkapparnir fengu aðeins eina æfingaferð í brautinni, og það nokkrum klukkustundum fyrir keppnina á laugardaginn. Eins sagði hann brautina allt of auðvelda. Ortlieb, sem er stór og stæðilegur — um 100 kg og tæpir tveir metrar á hæð, sagðist hafa verið mjög afs- lappaður þegar hann fór niður. „Við áttum allir möguleika á sigri. Allir hinir sem náðu ekki markmiðinu, að sigra, geta nú fundið ástæðu fyr- ir því að þeir unnu ekki. Ég gerði engin mistök í brautinni og ég mundi segja að skíðin mín ættu helminginn í gullverðlaununum. Á Ólympíuleik- unum í Albertville kom sigurinn á óvart, en nú var ég einn af þeim sigurstranglegri fyrir mótið.“ Ghedina, sen varð annar í tví- keppninni á HM 1991, sagðist hafa verið viss um að eiga mögleika því hann notar sömu skíði og Isolde Kostner, sem sigraði í risasvigi kvenna í síðustu viku. Hann sagðist hafa ákveðið að láta skeggið og bartana ósnerta því það myndi færa sér heppni. „Alphand rakaði sig eft- ir slæmt gengi í risasviginu og varð þriðji! Ég varð annar.“ Alphand var ánægður með að hafa loks náð á verðlaunapall eftir að hafa mistekist það á HM 1993 og á ÓL 1992 og 1994. „Ég hefði getað unnið ef ég hefði ekki gert mistök í brautinni, alla vega náð silfurverðlaununum," sagði Alp- hand, sem varð fjórði í bruni á síðsta heimsmeistaramóti og einnig þá nýr- akaður. „Ætli ég láti skeggið ekki vaxa aftur.“ Norski skíðakappinn Lasse Kjus, sem hefur forystu í heimsbikar- keppninni, rétt missti af verðlaunum með því að hafna í fjórða sæti. Reuter Dansandi kát PICABO Street dansaðl af kætl þegar hún varð fyrstl banda- rískra kvenna tll að slgra í brunl á helmsmelstaramótl. Vernharð upp fyrir Bjama VERNHARÐ Þorleifsson úr KA komst upp fyrir Ármenn- inginn Bjarna Friðriksson á Evrópulistanum í 95 kg flokki í júdó eftir stórmót sem þeir kepptu á í Austurríki um helgina. Vemharð sigraði í einni glímu og varð í 16. sæti en Bjarni tapaði tveimur. Þetta var fjórða svokall- aðra A-móta af tíu, sem gefa punkta i keppninni um sæti á Olympiuleikunum í sumar. Vernharð fékk 18 punkta fyr- ir frammistöðuna á mótinu og hefur nú 63, Bjarni er hins vegar enn með 50. Vernharð hefur keppt á þremur A-mót- um en Bjarni tveimur. Í fyrstu umferð vannVern- harð Lemuire frá Frakklandi en í næstu umferð tapaði hann fyrir Sanches frá Kúbu. Sances tapaði svo næstu glimu þannig að Vernharð fékk ekki uppreisnarglímu. Bjami tapaði fyrir Ivan Rudu frá Rúmeníu á Ippon með Uchi-mata kasti um miðja glimu. Þess má geta að Rudu sigrað — lagði alla and- stæðinga sína á Ippon. Bjarai lenti á vinstri öxl og tognaði í glímunni og ákvað ekki fyrr en á síðustu stundu að halda áfram, því næsta glíma gæfi 27 punkta ef hún ynnist. En hann tapaði fyrir Japananum Komachi. Bjarni lenti í hrakningum á leiðinni vegna þess að flugi var aflýst frá Keflavík. í stað þess að fara til Kaupmanna- hafnar að morgni flaug hann síðdegis til Hamborgar, það- an til Miinchen og ók síðan til Linz í Austurríki ásamt Vachun þjálfara. Þangað komu þeir kl. 2 eftir mið- nætti og híjóp Bjarna þá upp og niður hótelstigana í rúma klukkustund til að létta sig. Vaknaði síðan kl. 6 til að mæta í vigtun og keppnin byrjaði kl. 9, þannig að hann var ekki vel upplagður. Fyrsta gull Svía Reutcr PERNILLA Wiberg krækti í gær i fyrsta gull Svía á HM. Sögulegur sigur Street PICABO Street varð á sunnudag fyrst bandarískra kvenna til að verða heimsmeistari í bruni. Það var bandarískur dagur í brun- inu því þrjár af fystu f imm eru frá Bandaríkjunum og er þetta besti árangur sem bandarískar skíðakonur hafa náð á stórmóti. Pernilla Wiberg sigraði í alpatví- keppni kvenna í gær og vann þar með fyrstu gullverðlaun Svía á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni. Sænska skíða- drottningin hafði miklá yfirburði, enda hefur svig verið sérgrein henn- ar. Hún var meira en tveimur sek- úndum á undan Anitu Wachter frá Austurríki, sem varð önnur. Norska stúlkan Marianne Kjörstad nældi í bronsverðlaunin og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á stórmóti. Wiberg var í 19. sæti eftir brunið á föstudag, tveimur sekúndum á eftir Picabo Street sem var með besta tímann. Næstum helmingur keppenda keyrði út úr sviginu enda brautin mjög erfið. „Svigið var eins erfitt og brunið var auðvelt," sagði Wachter. „Wiberg var í algjörum sérflokki í sviginu. Hún er besta al- hliða skíðakonan og það er því ág- ætt að hún sigraði." Wiberg var heimsmeistari í stór- svigi 1991 og Ólympíumeistari í sömu grein í Albertville 1992. „Ég vissi að ég ætti möguleika á sigri með því að ná mér vel upp í svig- inu. Ég gaf allt sem ég átti í svigið. Brautin var mjög erfið og ég var hissa þegar ég sá tímann minn á töflunni eftir fyrri ferðina. Seinni ferðin var erfið því ég þorði ekki að taka of mikla áhættu,“ sagði Wi- berg, sem er 25 ára. í gær átti einnig að keppa í tví- keppnisbruni karla, en því var frest- að vegna hvassviðris efst í fjallinu. Street, sem hefur haft nokkra yfirburði í bruninu í vetur, var rúmlega hálfri sekúndu á undan Katju Seizinger frá Þýskalandi, sem varð önnur. Hilary Lindh frá Banda- ríkjunum var þriðja og Kate Pace frá Kanada fjórða. Megan Gerety, Bandaríkunum, kom síðan í fimmta sæti og undirstrikaði þar frábæran árangur bandarísku stúlknanna. Street, sem var rekin úr banda- ríska landsiðinu fyrir nokkrum árum, vegna lélegs árangurs, sýndi og sannaði að hún á þar heima. „Hún er langbest. Það má einnig þakka þjálfaranum þennan góða árangur bandarísku kvennanna. Street hefur alltaf sett sér ákveðin markmið og alltaf hefur hún náð þeim,“ sagði Dee Strett, móðir Picabo, með tárin í augunum eftir að dóttirin var orðin heimsmeistari. „Margir hafa talað um að braut- in væri of létt. Ég er ekki sammála því. Það er alltaf sú besta sem sigr- ar, sama hvort brautin er létt eða erfið. Ég reyndi að vinna vel í allri brautinni og í hverri einustu beygju. Það var ekki hægt að leyfa sér að gera nein mistök því þau hefðu kostað dýrmætan tíma,“ sagði Stre- et. Street er af indíánaættum, frá rikinu Idaho. Hún gekk undir nafn- inu „Singin Waters" eða Kiijandi vatn í barnæsku, eða þar til hún varð þriggja ára. Hún er 25 ára og er handhafi heimsbikarsins í bruni. Hún varð önnur í bruni á Ólympíuleikunum í Lillehammer fyrir tveimur árum og önnur í alpa- tvíkeppni á HM 1993. ENGLAND: 2 2X X11 2X1 111X ITALIA: 2 21 2 X X 111 11X1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.