Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 1

Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 BLAD ’ % i > 4- HÁKARUNN VERKAÐUR MorgunDiaoio/Kooert öcnmiat • ÞORLEIFUR Guðmundsson, hákarlaverkandi á Suðureyri, hefur i nógu að snúast nú á þorranum. Hann fékk þrjá hákarla af Guðbjörgu ÍS í sumar og afgreiðir nú beiturnar ótt og títt á þorrablótin fyrir vestan. Yeruleg verðlækkun á flestum ísfískmörkuðum VERULEG verðlækkun hefur orðið á þorski seldum á fiskmörkuðum heima og erlendis á þessu ári. Verð- lækkunin i Bretlandi nemur 28% og 15% hér h'eima. Sömu sögu er að segja af verði á ýsu, sem hefur lækk- að um 21 til 29% eftir löndum og verð á karfa hefur lækkað um 11 til 13%. Verð á ufsa hefur á hinn bóginn hækk- að um 3 til 21%. Skýringin á lækkandi verði virðist fyrst og fremst vera aukið framboð á þorski og ýsu miðað við sama tíma í fyrra. Verð á þorskinum í Bretlandi 28% lægra en í janúar í fyrra 3 JóhannesJóhann- esson, fiskverk- andi I Gauk Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Sjávarútvegur í Namibíuíraun aðeins fimm ára Þessar upplýsingar koma fram í sam- antekt Aflamiðlunar á seldum fiski á innlendum og erlendum mörkuðum. í janúar í ár fóru 294 tonn af óunnum þorski til sölu á mörkuðunum í Hull og Grimsby í Englandi. Það er 5 tonnum meira en á sama tíma í fyrra, en verðið lækkaði engu að síður um 28% í krónum talið og var aðeins 130 krónur á kíló. Þorsksala um innlendu markaðina jókst hins vegar verulega, fór úr 2.347 tonn- um í fyrra í 2.919 tonn nú, sem er 24% aukning. Verðið lækkaði um 15% og var nú 96 krónur á kíló. Mikill afli og góðar gæftir í janúar réðu mestu um aukið framboð á mörkuðunum, en erfiðleikar í botnfiskvinnslu virðast hafa dregið úr kaupmætti fiskverkenda. Mikið framboft af ýsu Framboð af ýsu í janúar var einnig með allra mesta móti. Til Englands fóru héðan nú 549 tonn á móti 243 í fyrra ogþað 126% aukning. Markaðurinn ytra virðist hafa verið óviðbúin svo miklu magni, en mikið framboð hefur einnig verið af smárri og ódýrri ýsu úr Norð- ursjó. Því féll verðið um 21%, fór úr 154 krónum í 122. Sala á ýsu á innlendu mörkuðunum jókst um tæp 60% og nam nú 1.137 tonnum. Það leiddi til verð- lækkunar ásamt miklum erfiðleikum í ýsuvinnslu. Verðið lækkaði úr 129 krón- um í 91 eða um 29%. Verft á ufsa hækkar Nánast ekkert af ufsa var selt á fisk- markaðnum í Bremerhaven í Þýzkalandi í janúar, aðeins 39 tonn, en 171 tonn var selt ytra í sama mánuði í fyrra. Verðið hækkaði verulega eða úr 101 krónu í 122. Eftirspurn eftir ufsa hefur farið vaxandi og verð á afurðum úr honum hefur hækkað að undanfömu. 680 tonn af ufsa voru seld á innlendu mörkuðunum, sem er 34% aukning í magni. Verðið nú var 66 krónur hafði hækkað um 2 krónur á kíló frá síðasta ári. Samdráttur og verftlækkun ytra Sala á karfa í þýzkalandi dróst einnig saman, Nú fóru héðan 1.271 tonn, sem er 28% samdráttur. Þrátt fyrir þennan samdrátt lækkaði verðið milli mánaða um 11% og var nú að meðaltali 147 krónur á kíló. Karfasala á innlendum mörkuðum nærri þrefaldaðist milli jan- úarmánaða. Nú fóru 291 tonnum um markaðina hér heima og verðið var að meðaltali 79 krónur. Það er 13% lækkun frá því fyrir ári. Fréttir Markaðir Margir vilja á síld í sumar • MIKILL áhugi er meðal íslenzkra útgerðarmanna á síldveiðum úr norsk- íslenzka síidarstofninum í vor. í fyrra stunduðu 37 skip þessar veiðar, en í sum- ar gæti svo farið að þau yrðu iangleiðina í 60. Stjórn LÍÚ hefur sent frá sér álykt- un, þar sem lagt er til að veiðarnar verði óheftar. Út- gerðarmenn 27 skipa, sem stunduðu þessar veiðar í fyrra, hafa á hinn bóginn sent sljórn LÍÚ og sjávarút- vegsráðuneytinu bréf og óskað þess, að fleiri skipum, en stunduðu veiðarnar í fyrra, verði ekki heimilt að fara til þessara veiða nú./2 Mikið fryst af loðnunni • NÍU ÞÚSUND tonn af loðnu hafa verið fryst hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Ekki fékkst uppgefið hjá íslenskum sjávarafurð- um hvérsu mikið hefur verið fryst af ioðnu hjá þeim. Þó er Uóst að mun meira hefur verið fryst af loðnu hjá báð- um sölusamtökunum heldur en á sama tíma í fyrra. „Frystingin hefur gengið nokkuð vel,“ segir Halldór Eyjólfsson, deildarstjóri markaðsdeildar SH. „Fram- leiðendur hafa vandað til verka við flokkun og þar með skapað meiri verðmæti sem er mjög mikilvægt fyrir markaðinn í Japan.“/2 Sérvinnsla eykst hjá SH • ÞRIGGJA ára vinna er að baki í þróunarstarfi SH á „Portion Control Fish“ sem skilaði sér í rúmlega þre- földun á sölu afurðarinnar í Þýskalandi á milli ára. Árið 1994 seldi IFPG, sölu- skrifstofa SH í Þýskalandi, 140 tonn af „Portion Control Fish“, en i fyrra fór salan upp í 500 tonn./5 Vel fiskast í gloríutrollin • LOÐNUSKIPIÐ Huginn frá Vestmannaeyjum og síldarskipið Jóna Eðvalds frá Hornafirði reyndu bæði fyrir sér með gloríutroll á þessu fiskveiðiári. Kolbeinn Hlöðversson, þjónustufull- trúi Hampiðjunnar, fór I túra með þessum skipum i lok liðins árs og segir að mokveiðst hafi í trollin./8 IS eykur framleiðsluna • HEILDAR framleiðsla ts- lenzkra sjávarafurða af frystum afurðum hefur far- ið vaxandi frá árinu 1991. Landfrystingin er ráðandi, en frysting á landi hér heima og um borð í íslenzk- um frystiskipum jókst um 18% milli tveggja síðustu ára. Þá hefur framleiðsla erlendis tengd ÍS vaxið mik- ið, en undir henni standa Seaflower Whitefish Corp. í Namibíu og UTRF-útgerðin á Kamtsjatka. Þess er að vænta að enn meiri aukning verði á framleiðslu á vegum ÍS á þessu ári. Islenskar sjávarafurðir. Framleiðsla frystra sjávarafurða 1991-95 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 Sérvinnslan sækir stöðugt á íslenskar sjávarafurðir: Sala sérpakkninga 1992-94 • ICELAND Seafood, dótt- urfyrirtæki ÍS í Bretlandi, hefur aukið sölu sérunna afurða verulega síðustu ár- in. Árið 1992 nam hún 2.360 tonnum, en 6.224 tonnum í fyrra. Langmest af þessum afurðum er selt frá höfuð- stöðvunum í Hull í Bret- landi, en vaxandi sala er einnig á sérunnum afurðum hjá söluskrifstofunum í Bou- logne sur Mer í Frakklandi og Hamborg í Þýzkalandi. Um er að ræða ýmsar pakkningar bæði fyrir smá- sölu og stærri notendur eins og veitingahús./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.