Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Aukin verðmæti fr eðsíldarinnar VERÐMÆTI frystrar síldar, sem SH sér um sölu á af þessari vertíð, hefur aukizt um 21% á hvert kíló, miðað við kílóverð útfluttrar síldar af síðustu vertíð. Alls voru fryst tæplega 5.400 tonn af síld hjá fram- ieiðendum innan vébanda SH á vert- íðinni nú, en 8.400 tonn í fyrra. Mismunurinn liggur að mestu í því að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er gengin úr Sölumiðstöðinni. Sveinn Guðmundsson, markaðs- stjóri hjá hjá SH, segir að megnið af síldinni séu flök og hafí framleið- endur og sölusamtökin einbeitt sér að framleiðslu inn á þá markaði, sem bezt borga. Því hafi tekizt að auka útflutningsverðmæti á hvert fram- leitt kíló um fimmtung milli ára. Ytri aðstæður hafi éinnig verið hag- stæðar og markaðarnir hefðu getað tekið við mun meira en tekizt hefði að framleiða. Mest af síldinni nú fer á markað I Frakklandi, um 2.000 tonn, en næst koma Japan og Þýzkaland. Sveinn segir, að mjög vel hafi tekizt til við framleiðslu og sölu síldar til Japans og ráði það miklu um verð- mætaaukninguna. Þá hafi í fyrsta sinn á þessari vertíð verið heilfryst síld fyrir markaðinn í Rússlandi. Stærstu framleiðendur á frystri síld innan Sölumiðstöðvarinnar eru ísfélag Vestmannaeyja og Síldar- vinnslan í Neskaupstað. Hrímbakur seldur til Grundarfjarðar GRUND ARFJ ORÐUR - GUÐ- MUNDUR Runólfsson hf. í Grund- arfírði hefur nú fest kaup á skuttog- aranum Hrímbak, sem lengi var í eigu Útgerðarfélags Akureyringa. Hrímbakur verður fyrst og fremst gerður út á úthafíð, einkum úthafs- karfa, nú í vor. Fyrirtækið á fyrir skuttogarann Runólf SH 135. Runólfur Guðmundsson skip- stjóri segir að Hrímbakur sé keypt- ur kvótalaus, en með tímabundið veiðileyfi innan landhelginnar. Því verði honum fyrst haldið til veiða Rækjuveiði á Eyjafirði • í RANNSÓKNUM á veg- um Hafrannsóknastofnun- arinnar fannst nokkur vott- ur af rækju í Eyjafirði fyrir rétt um mánuði siðan, að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu. Hann segir að Hafrannsókna- stofnunin hafi leitað árlega á þessum slóðum að rækju, en aldrei hafi fundist neitt bitastætt fyrr en í ár. Gef- inn hafi verið út kvóti fyrir 75 tonn af rækju, sem hafi verið úthlutað til nokkurra úthafsveiðibáta úr Eyja- firði. Fyótlega hafi þó orðið Ijóst að ekki myndi nást að veiða leyfilegt magn í þess- um tilraunaveiðum. innan landhelgi, en hann fari síðan á Reykjaneshrygginn um miðjan mars. Útgerðarfélag Akureyringa seldi Hrímbak fyrir nokkru Siglubergi hf. í Grindavík, sem leigði Básafelli á ísafírði síðan togarann. Hrímbak- ur er nú að rækjuveiðum á Dorhn- banka og verður afhentur nýjum eigendum um næstu mánaðamót. í fyrra fékk fyrirtækið úthafs- karfa frá erlendum togurum. Það fyrirkomulag hafði bæði kosti og galla, að sögn Guðmundar Smára Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra þess. Helsti gallinn var sá að fiskurinn fékk ekki alltaf heppi- lega meðferð. Vildi brenna við að hann væri heldur lítið ísaður eða þá beingaddaður af of miklum ís. Með því að vera með eigin togara er hægt að hafa fulla stjórn á með- ferð fisksins. Runólfur Guðmundson hefur ver- ið skipstjóri á togaranum Runólfi í 21 ár, eða frá því hann kom til landsins 1974. Hann tekur nú við skipstjórn á Hrímbak, en Ingimar Hinrik Reynisson, fyrsti stýrimaður á Runólfí, tekur við honum. Hrímbakur var smíðaður í Pól- landi árið 1977 og hét Bjarni Heij- ólfsson við komuna til landsins. LOÐNA fryst um borð í Dalborgu inni á Hornafirði. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Miklii meira fryst af loðnu nú en í fyrra SH hefur þegar fryst um níu þúsund tonn NÍU ÞÚSUND tonn af loðnu hafa verið fryst hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Ekki fékkst uppgefið hjá íslensk- um sjávarafurðum hversu mikið hefur verið fryst af loðnu hjá þeim. Þó er ljóst að mun meira hefur verið fryst af loðnu hjá báðum sölusamtökunum heldur en á sama tíma í fyrra. „Frystingin hefur gengið nokkuð vel,“ segir Halldór Eyjólfsson, deild- arstjóri markaðsdeildar SH. „Framleiðendur hafa vandað til verka við flokk- un og þar með skapað meiri verðmæti sem er mjög mikilvægt fyrir mark- aðinn í Japan.“ Halldór segir að frystingin sé rétt að byija á Suðvestursvæðinu, þ.e. Þorlákshöfn, Reykjanesi og Reykja- vík. Slæm veðurspá valdi þess vegna nokkrum áhyggjum, en það sé von- andi að því linni fljótlega svo hægt sé að halda áfram loðnufrystingu. Um helmingi minni afli á sama tíma í fyrra „Ef miðað er við sama tíma í fyrra hefur miklu meira verið fram- leitt núna,“ segir hann. „Ég gæti áætlað að það hafi verið helmingi minni afli á sama tíma í fyrra.“ Hann segir að af þessum 9 þúsund tonnum sem hafi verið fryst fari 7. þúsund tonn á Japansmarkað. Hitt fari á Tæwan, Hong Kong, Kóreu, Rússland, Evrópu og Bandaríkin. „Það er ástæða til hóflegrar bjart- sýni,“ segir Halldór. „Hrognafyll- ingin er komin í 18% og loðnan er ekki komin vestar en út að Vík í Mýrdal, sem er heldur langt fyrir Suðvestursvæðið ennþá. Þannig að loðnan á í raun kannski ekki nema viku eftir. Það veltur því svolítið mikið á veðri næstu daga og hvort það komi áta upp í loðnunni. Hingað til má segja að gengið hafi vel.“ 1.500 tonn farið ð Rússland „Það gengur mjög vel að frysta," segir Víkingur Gunnarsson, fram- leiðslustjóri árstíðabundinna afurða hjá íslenskum sjávarafurðum. Hann vill þó ekki gefa upp hversu mikið magn af loðnu hefur verið fryst. „Útlitið hefur verið mjög gott fram að þessu, en það er bræla núna,“ segir hann. „Hrognaprósent- an er orðin það há að það eru ekki margir dagar eftir." Hann segir að ÍS hafí byijað vert- íðina inn á Rússland og náð að fram- leiða 1500 tonn þar til hrognapró- sentan hafi verið orðin ásættanleg inn á Asíumarkað. „Það vantaði meira inn á Rússland," segir hann. „Við höfum það áfram opið í vertíð- arlok. Þegar loðnan fer að hrygna og Japanir hætta að samþykkja hana munum við væntanlega halda áfram að framleiða inn á Rússland. Okkur vantar framleiðslu þangað." FISKI- OG SLOGDÆLUR = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Mikill áhugi er á veiðum á norsk-íslenzku síldinni Engin ákvörðun hefur verið tekin um veiðistjórnunina MIKILL áhugi er meðal íslenzkra út- gerðarmanna á síldveiðum úr norsk- íslenzka síldarstofninum í vor. í fyrra stunduðu 37 skip þessar veiðar, en í sumar gæti svo farið að þau yrðu lan- gleiðina í 60. Ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvernig íslenzk stjórnvöld hyggjast stjórna þess- um veiðum, en stjórn LÍÚ hefur sent frá sér ályktun, þar sem lagt er til að veiðarnar verði óheft- ar. Útgerðarmenn 27 skipa, sem stunduðu þessar veiðar í fyrra, hafa á hinn bóginn sent stjórn LÍÚ og sjávarútvegsráðuneytinu bréf og óskað þess, að fleiri skipum, en stunduðu veiðarnar í fyrra, verði ekki heimilt að fara til þessara veiða nú. Ekki hefur verið samið við Norðmenn um skiptingu síldarinnar, en við höfum ásamt Fær- eyingum ákveðið okkur kvóta upp á 330.000 tonn. Hlutur okkar úr því er 244.000 tonn. Ákvörðun um veiðistjórnun hefur ekki verið tek- in, en framvindan ræðst að öllum líkindum af því hvort tekst að semja við Norðmenn eða ekki. Fari svo að samningar við Norðmenn náist og við getum þá veitt síld innan lögsögu Jan May- en fram eftir sumri, er líklegt að þrýstingur á einhvers konar kvóta aukizt. Þá geta útgerðirn- ar treint sér kvótann fram á sumar þar til síld- in verður nægilega feit til að verða hæf til mann- eldis. Með þeim hætti mun verðmæti síldaraflans aukast verulega. Náist hins vegar engir samningar við Norð- menn, eru meiri líkur á því að veiðarnar verði fijálsar, því þá verður að leggja áherzlu á að ná síldinni meðan hún er innan lögsögu okkar eða Færeyja. Á þeim tima hefur hún ekki safn- að nægilegri fitu til að verða hæf til manneldis. Fjárfest í gömlum skipum Örn Erlingsson, útgerðarmaður Arnar KE 13, segir að ótakmörkuð sókn í þennan stofn hafi í för með sér óþarfa íjárfestingu, of mikinn út- gerðarkostnað og bjóði heim hættunni á slæmri umgengni um miðin. „Menn eru þegar farnir að fjárfesta í gömlum skipum að utan til að stunda þessar veiðar. Þegar hafa verið keypt 5 skip, 17 til 20 ára gömul, sem aðrir eru að leggja til hliðar fyrir nýsmíði, á allt of háu verði. Islenzkum nótaskip- um mun einnig fjölga og allt bendir til þess að einhveijar togaraútgerðir ætli sér einnig sinn skerf. Það stefnir því í að allt að 60 skip fari á þessar veiðar. Það getur varla talizt hagkvæmt fyrir þjóðarbúið og er heldur ekki gott innlegg í hugmyndir okkar um veiðistjórn á úthöfunum, þar sem við höfum mótmælt sóknarstýringu eins og á Flæmska hattinum. Gengið þvert á fyrrl yfirlýsingar Með þessari samþykkt er stjórn LÍÚ ennfrem- ur að ganga þvert á fyrri yfirlýsingar formanns- ins um nauðsyn þessa að stemma stigu við við þenslu flotans við takmarkaðar veiðar, þannig að enginn beri neitt úr býtum. Benda má á að þegar skipin voru komin í fullan gang í fyrra, náðu bræðslumar á Norður- og Austurlandi ekki að afkasta því, sem skipin báru á land,“ segir Örn. Eigum að njóta þess nú Örn segir ennfremur, að rétt væri að þær útgerðir og skip, sem stunduðu veiðar áður, nytu þess í einhveiju nú. „Við bendum á að flest þeirra skipa og útgerðir, sem stunduðu þessar veiðar í fyrra, eru þau sömu og veiddu úr norsk- íslenzka stofninum fyrir rúmum 25 árum. Þessi floti skapaði þjóðinni þann rétt, að við getum nú samið við Norðmenn um skiptingu á norsk- íslenzka síldarstofninum. Hann ruddi brautina og aflaði okkur veiðireynslu og hann á að fá að njóta þess' nú,“ segir Örn Erlingsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.