Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MARKAÐIR Fiskverð heirrta Alls fóru 243,7 toVr'af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 73,9 tonn á 86,61 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 38,5 tonn á 86,18 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 131,3 tonn á 104,77 kr./kg. Af karfa voru seld alls 27,5 tonn. í Hafnarfirði á 65,16 kr. (3,81), á Faxagarði á 157,15 kr./kg (1,81) og á 77,68 kr. (21,91) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 80,2 tonn. í Hafnarfirði á 51,74 kr. (16,31), á 57,04 kr. á Faxagarði (0,51) og á 62,58 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (63,41). Af ýsu voru seld 148,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 102,47 kr./kg. 120 -110 -100 90 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum [ Bretlandi í síðustu viku, samtals 229,5 tonn á 138,42 kr./kg. Þar af voru 6,3 tonn af þorski á 139,58 kr./kg. Af ýsu voru seld 106,6 tonn á 116,65 kr./kg, 28,4tonnaf kola á 173,36 kr./kg, 28,4 tonn af grálúðu á 203,43 kr./kg og 12,9 tonn af karfa á 120,15 kr. hvert kíló. Þorskur mmmmmm Karfi mmmmm Ufsi mmmmmm Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Már SH127 seldi 124,4 tonn á 147,97 kr./kg. Þar af voru 119,1 tonn af karfa á 148,45 kr./kg., og 0,3 tonn af ufsa á 141,66 kr./kg. Sj ávarútvegiir í Namibíu í rauninni aðeins fimm ára Mikil uppbygging hefur orðið á skömmum tíma SJAVARUTVEGUR í Namibíu er stutt á veg kominn. í raun má segja að sjávarútvegur í Namibíu, eins og hann kemur mönnum fyrir sjónir í dag, sé aðeins 5 ára. Frá því landið fékk sjálf- stæði árið 1990 hefur ríkisstjómin markvisst byggt upp sjávarútveg, sem í dag er meðal þeirra stærstu í heiminum í magni talið. Namibía væri því í hópi sjávarútvegsþjóða eins og Kanada, Noregs og er stærri en Ástralía, Nýja-Sjáland og Bretland, hefði skráning á veiddum afla verið fullkomin. Á árum áður stunduðu erlendar þjóðir mikla rányrkju við strendur Namib- íu og allur aflinn var fluttur úr landi. Skráning á þessum afla í gegnum árin er því óljós. Þessar upplýsingar er að fínna í skýrslu útflutnignsráðs um sjávarútveg í Suður-Afríku og Namibíu. Verður hér á eftir stiklað á stóru í skýrslunni. Sé stuðst við tölur um framleiðslu og útflutning frá 1989 er Namibía stærsta sjávarútvegsþjóð Afríku. Ekkert ríki í Afríku er jafn háð sjáv- arútvegi og Namibía og er stjóm- völdum því kappsmál að tryggja fulla nýtingu á auðlindinni. Framlag sjáv- arútvegs tij þjóðarframleiðslu eykst um 35% á ári. Árið 1991 var hlutfall- ið 3,9% en var 7,6% af þjóðarfram- leiðslu árið 1994. Verðmæti útfluttra sjávarafurða hefur sömuleiðis aukist eða úr 600 milljónum N$ árið 1991 í 1,2 milljarða N$ árið 1994 (um 22 milljarða íslenskra kr.). Mlkil fjölgun starfa í sjávarútvegi Þá hefur atvinnutækifærum í sjáv- arútvegi fjölgað gífurlega samhliða markvissri uppbyggingu, sérstak- lega í botnfiskveiðum. Fyrir 1991 var fjöldi starfsmanna í botnfískveið- um álitinn vera um 200, en árið 1992 var þessi fjöldi 5.000 manns. Frá því landið fékk sjálfstæði hefur störfum í sjávarútvegi fjölgað úr 6.000 í 12.000. Þrátt fyrir að Namibíumenn hafi meira sótt sjálfír inn í sjávarútveginn á síðustu árum, eru þeir engu að síður hvattir til að ganga til sam- starfs við erlenda aðila. Lykillir.n að slíku samstarfi eru kvótaúthlutanir til nýrra þátttakenda í greininni. í dag er ákveðinn hluti þess kvóta, sem er úthlutað, eymamerktur nýjum aðilum í greininni. „Þegar þú hefur eignast kvóta, getur þú samið auð- veldlega við útlendinga, því þú átt físk og þeir eiga skipin til að veiða hann,“ er haft eftir landbúnaðarráð- herra Namibíu, Nagola Mbumba. Ströng veiðistjórnun Miðin undan strönd Namibíu eru talin með þeim gjöfulustu í heimi. Þar finnast tegundir á við sardínu, hrossamakríl, ansjósu, lýsing, skötu- sel, kola túnfísk, humar og krabba. Til viðbótar þessum hefðbundnu teg- undum er fjöldi vannýttra tegunda sem eru áhugaverðar til veiða og vinnslu í framtíðinni. Fyrir sjálfstæði Namibíu var ásókn í þessi gjöfulu mið gífurleg Fiskveiðiflotinn og veiddust á þeim tíma mörg hundr- uð þúsund tonn. Þetta leiddi til of- veiði margra af helstu fiskistofnun- um. Strax eftir sjálfstæði þjóðarinn- ar færðu stjómvöld landhelgina út í 200 mílur og var það fyrsti liður stjómarinnar í markvissri fískveiði- stjómun. Erlendir togarar sem voru teknir við ólöglegar veiðar voru færð- ir til hafnar og í sumum tilfellum teknir eignarnámi. I kjölfar útfærslu landhelginnar var formlega gengið frá stofnun ráðuneytis sem færi með sjávarútvegsmál. Stjórnvöld í Namibíu hafa síðan þá byggt upp eitt strangasta físk- veiðistjórnunarkerfí í heiminum. Leyfílegur heildarafli var takmark- aður mjög þannig að stofnamir fengu ráðrúm til að stækka. Þessar aðgerðir skiluðu sér strax árið 1991 en þá mátti greina sterkari og stærri stofna. Leyfilegur heildarafli var því hækkaður stig af stigi allt fram til ársins 1994, en síðan þá hefur kvóti á mikilvægustu tegundunum verið óbreyttur. Þriðja uppsjávartegundin, sem skiptir sjávarútveginn einhveiju máli, er hrossamakríll. Af leyfilegum 500.000 tonna heildarafla árið 1994, var 90.000 tonnum úthlutað til nóta- veiðiskipa sem lönduðu aflanum hjá fískvinnslufyrirtækjum í Namibíu. Mismuninum, 410.000 tonnum, var úthlutað til samáhættufyrirtækja Namibíumanna og erlendra aðila sem veiða makríl í flottroll. Lang- stærstur hluti aflans er seldur er- lendis, mest í Nígeríu. í dag er hrossamakríll að einhveiju leyti unn- inn í landi, þá saltaður og þurrkaður fyrir innanlandsmarkað og nærliggj- andi markaði. Þá er aukning á fryst- um makríl inn á þessa markaði. , Veiðar á makríl með flottrolli eru í mikilli sókn. Namibía á þó ekki þann flota sem til þarf í þessar veið- ar og myndu kaup á nýjum skipum kosta milljarða króna ef ætti að skipta út þeim austantjaldslanda- skipum sem nú eru notuð við þessar veiðar. Hins vegar benda menn á, að ef þessum flota yrði skipt út fyr- ir ný, namibísk skip, eins og „Namib- íuvæðingin" vissulega gerir ráð fyr- ir, myndi það skapa 4.000 ný störf. Þrátt fyrir mikinn fjárfestingar- kostnað og háa skatta, eru namibísk fyrirtæki þó að hugleiða fjárfesting- ar í miðsjávarveiðiskipum. Ljóst er að verulegur samdráttur hefur orðið á síðustu 1-2 árum í veiðum á uppsjávarfiski, sérstaklega á hrossamakríl og ansjósu. Sjávarút- vegsfyrirtæki í Namibíu þurfa því að leita hráefnis víðar en á eigin miðum og hefur samstarf við fyrir- tæki í Angóla um veiðar á uppsjávar- físki stundum reynst lausnin. Hafa fyrirtækin í sumum tilfellum náð sér í allt að 30.000 tonna kvóta í slíku samstarfi. Mest veitt á landgrunninu Veiðar á öllum helstu tegundunum eiga sér í dag stað á landgrunninu undan strönd Namibíu. Veiðar á hafdýpinu undan land- grunninu hafa lítið sem ekkert verið stundaðar enda lítið vitað um þá stofna sem þar finnast. Það er hins vegar talið að þessa stofna megi marga hveija nýta á arðbæran hátt og taka hafrannsóknir framtíðarinn- ar mið af því. Tegundir sem menn benda á að megi hugsanlega nýta eru rækja og karfi. Skipin orðin gömul Það má segja að flotinn í Namibíu eins og í Suður-Afríku sé gamall, grár og gugginn. Fjöldi báta sem veiða í landhelgi Namibíu hefur aukist nokkuð á síðustu árum, eða frá 214 árið 1991 í 3.000 árið 1994. f togaraflotanum eru yfir 90 skip og er hátt í 40% þeirra lengri en 40 m. Vel yfir helmingur þeirra er eldri en 20 ára og 20% þeirra eru eldri en 30 ára. Nótaveiðiskip eru hátt í 50 talsins og nánast öll eldri en 20 ára. Af þessum skipum eru 15% eldri en 30 ára. Af öðrum skip- um og bátum má nefna, að túnfiskveiðibátar eru 50, flestir hátt í 30 ára gamlir. Humarveiðibátar eru 35, nánast allir milli 10 og 20 m langir og um 63% þeirra eru 30-40 ára. Það er því yóst að flotinn þarfnast verulegrar endurnýjunar og hafa mörg fyrirtækjanna þegar keypt skip frá löndum eins og íslandi, Noregi, Skotlandi og Spáni. Lýsingur Namibía: Heildarafli 1990-94 Aflinn hefur dregizt saman VEIÐITÖLUR á lýsingi fyrir árið 1995 liggja ekki fyrir, en það eru fyrst og fremst um- hverfisaðstæður í hafinu sem valda þessum samdrætti og því að kvótinn hefur ekki náðst. í eðlilegu árferði ætti sjávarút- vegurinn í Namibíu, miðað við núverandi flota og vinnsluhús, að geta tekið við 250.000 tonn- um af lýsingi, svo dæmi sé tek- ið. Það er því fjóst að veruleg umframgeta er til staðar í dag. Á hinn bóginn benda allar rann- sóknir á lýsingsstofninum til, að hann muni á næstu 5 árum geta gefið af sér allt að 500.000 tonn. Heildarafli Namibía: Lýsingskvóti og afli 1990-95 Þús. tonn Heildarveiði helstu tegunda í Namibíu 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 \ y / r° Hrossamakríll 178.458 435.724 427.372 474.612 269.430 tonn \ Sardína 92.407 68.854 80.784 114.812 116.720 *S£Sfc VINT . ' K Lýsingur 54.988 56.135 87.587 108.141 80.740 - 500km Ansjósa 50.504 17.096 38.821 63.074 25.120 \ f Skötuselur 1.499 4.622 8.123 9.233 9.351 Lúderitz» Túnfiskur - 215 2.240 3.524 2.693 Krabbi Kingklip 4.433 408 2.675 395 2.789 295 3.189 747 1.645 732 NAMIBÍA íbúan 1.490.000(1993) Stærð: 824.295 ferkm. rúmlega 8 sinnum staerra en ísland -AFRÍKA y yf' 'fj Koli 133 276 74 528 591 Humar 515 375 132 136 133 Samtals 383.345 586.367 648.217 777.996 507.155 7 y FISKAFLI Namibíumanna hef- ur aukist síðustu árin, þar til árið 1994, en tölur fyrir síðasta ár liggja ekki enn fyrir. Ástæður samdráttar milli áranna 1993 og 1994 eru samdráttur í lýs- ingsveiðum, hrossamakrílveið- um og veiðum á ansjósu. Þess ber þó að geta að tölurnar fyrir 1994 eru ekki staðfestar lokatöl- ur veiðiársins. Mikil áherzla hefur verið lögð á ábyrga veiði- stjórnun samfara uppbygingu sjávarútvegsins, en flestir fiski- stofnar við landið voru og veidd- ir er það öðlaðist sjálfstæði fyr- ir fáum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.