Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1996 LOÐNUTROLLIÐ tekið á Hugin í vetur. Mokveiði á síld og loðnu í gloríutrollið í vetur Fulltrúi Hampiðjunnar í síldar- og loðnutúrum LOÐNUSKIPIÐ Huginn frá Vestmannaeyjum og síldar- skipið Jóna Eðvalds frá Homa- firði reyndu bæði fyrir sér með gloríutroll á þessu fiskveiðiári. Kolbeinn Hlöðversson, þjónustufulltrúi Hampiðjunnar, fór í túra með þessum skipum í lok liðins árs og segir að mokveiðst hafi á trollin. „Þær raddir höfðu heyrst að ekki væri hægt að veiða loðnu í stórmöskva troll á borð við gloríu- trollið, en annað kom á daginn því veiðarnar gengu með afbrigðum vel bæði á loðnu og síld,“ segir Kolbeinn. Hann segir að eina vandamálið sem hafí komið upp á loðnuveiðunum hafí verið að gamall poki hafi verið við troll- ið, en ekki hafi unnist tími til að taka nýjan poka í gagnið. 30 tonn af síld á 20 mínútum „Það var mokveiði,“ segir hann. „Yf- irleitt var dregið mjög stutt, en lengsta halið var yfir nóttina þegar loðnan stóð grynnst og stóð í sjö tíma. Á síldveiðun- um komu 30 tonn af síld eftir að troll- ið hafði verið dregið í 20 mínútur." í fyrri túmum landaði Huginn 963 tonnum sem veiddust á rúmum 57 tím- um, en í þeim síðari landaði hann 630 tonnum sem veiddust á rétt tæpum 40 tímum. Kolbeinn segir að síldin hafi verið öðruvísi. Stundum hafi verið mik- ið að sjá og stundum lítið, en það hafi aflast með afbrigðum vel. Hann segir að sín vinna um borð felist í því að koma veiðarfærinu rétt í hafið og kenna meðferð þess. Fyrir vana sjómenn og með réttum útbúnaði sé það leikur einn. „Ég hef trú á því að gloríutrollið geti útrýmt djúpnótinni á meðan loðnan Heildarafli Færeyinga 1990 til 1995 1990 1991 1992 1993 1994 Þorskur 29.592 24.379 20.580 26.720 35.475 Ufsi 64.169 58.971 39.041 39.955 35.096 Karfi 10.922 15.475 19.559 14.151 12.137 Ýsa 12.698 10.473 6.889 5.066 7.664 Grálúða 4.938 5.420 3.511 4.359 6.294 Keila 6.461 6.457 5.065 3.289 4.389 Langa 2.526 2.864 2.358 2.023 2.666 Blálanga 1.791 2.175 4.265 3.058 1.762 Rækja 10.110 9.471 10.879 9.689 8.944 Makríll 10.039 15.226 14.898 14.422 19.821 Síld 6.848 15.963 11.865 3.375 5.378 Kolmunni 46.164 6.644 12.731 16.376 25.720 Spærlingur 24.132 19.784 22.410 30.801 32.860 Sandsíli 2.537 11.194 9.139 2.836 9.389 Loðna 17.977 15.291 41.724 38.902 12.310 Annar afli 17.191 11.883 23.999 12.122 14.162 Samtals 268.095 231.670 248.913 227.144 234.067 1995 43.009 29.478 14.556 7.979 5.370 4.263 3.486 2.247 9.042 20.529 59.990 39.330 9.857 6.352 703 19.549 275.740 tonn W 4r\ Eiöi Mykines SÖrváj N o r ö o Kalsoy Kunoy . * f. \ [ ' Wiðoy Fugloy .. w/á í Vestmaiyia ^ Myóvanes V Vágar jorvaguf* j i ./* \ , c ^Skopun Sandoy Nólsoy Ný ^Tvöroyri Suðuroyí V , 25 km FÓLK Breytingar hjá Royal Greenland • SÚBREYTING hefur orðið á starfsemi grænlenska sjáv- arútvegsfyrirtækisins Royal Greenland, að gæðaeftir- liti og þróun hefur verið steypt saman í eina deild, Gæða- og þróunar- deild. Mun Gunnar Bragi Guðmundsson veita henni forstöðu. Gunnar Bragi er Reykvík- ingur, 35 ára að aldri, og hefur verið yfirmaður þróunar- mála hjá Royal Greenland frá því í janúar á síðasta ári. Hann nam vélaverkfræði við Tækni- háskólann í Oðinsvéum og er einnig útskrifaður frá sjáv- arútvegsdeild Háskóla Is- lands. 1989 til 1994 varhann verkefnisstjóri við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins á íslandi og kenndi auk þess við Háskólann. Gunnar Bragi Guðmundsson Sem yfirmaður þróunar- mála hjá Royal Greenland hef- ur Gunnar Bragi beitt sér fyr- ir ýmsum nýjungum, til dæmis vélþurrkun fisks, sem nú er stunduð í Kangaatsiaq, en henni er ætlað að fullnægja þörfum innanlandsmarkaðar- ins og búa í haginn fyrir út- flutning til nágrannalandanna. Þá má einnig nefna reykhús í Paamiut, tilraunaveiðar á íg- ulkerum og arðsemisathuganir á veiðum og vinnslu loðnu. Vegna aukinnar starfsemi Royal Greenland erlendis og fleiri samstarfsaðila var ákveðið að skilja á milli stefnu- mótunar í gæðamálum og hins daglega eftirlits. Var það hlut- verk gæðadeildarinnar að • tryggja, að auðvelt væri að fylgjast með gæðamálum í hverri deild og ýmsum löndum, móta stefnuna og fylgja henni eftir. Vartilgangurinn að sjálfsögðu sá að tryggja sem best gæði allrar framleiðslu Royal Greenland hvar sem að henni var unnið. í þessu sambandi hefur ver- ið haft samráð við stjórnvöld, rannsóknastofnanir og há- skóla víða um heim og það hefur sýnt sig, að best er að vinna saman að gæða- og þró- unarmálum. Þess vegna var ákveðið að sameina tvær fyrr- nefndar deildir. Nýr tæknisljóri hjá Borgey • GUÐMUNDUR Elíasson hefur verið ráðinn tæknistjóri Borgeyjar hf. á Höfn og hóf hann störf 3. janúar síðastlið- inn. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyj- um. Hann er með 4. stig í vélstjórn frá Vélskóla Is- lands, véltæknifræðipróf frá Tækniskólanum í Oðinsvé- um í Danmörku og próf í rekstrarverkfræði frá Há- skólanum í Álaborg. Guð- mundur hefur starfað við vél- stjórn á ýmsum bátum og togurum, kennt í Vélskólan- um í Vestmannaeyjum og unnið við hönnun á Teikni- stofu Páls Zóphaniassonar í Vestmannaeyjum. Áður en hann kom til Borgeyjar starf- aði hann sem framleiðslustjóri hjá Plastos hf. í Reykjavík. Guðmundur á þrjú börn og er giftur Sæunni Ernu Sæv- arsdóttur. er fyrir Norðurlandi og á göngu sinni suður með Austfjörðum," segir hann. „Þá stendur loðnan djúpt og er dreifð.“ Mlklð spurt um gloriutrollið Hann segir að skipstjórnarmenn gefi Hampiðjunni upp ákveðnar forsendur, t.d. skrúfustærð, brúttórúmlestir og hvað mikið vélarafl skili sér aftur á skrúfu. Toggeta skipsins sé svo reiknuð út frá því og stærð trollsins ákvörðuð með hliðsjón af því. Ummálið á opinu á trollinu sem Huginn er með er 1.408 metrar. „Það hefur mikið verið spurt um glor- íutrollið fyrir næstu vertíð,“ segir hann. Hann bætir við að það sé greinilegt að menn séu að hugsa sinn gang. Þá megi geta þess að nokkur skip séu með írsk trbll, en gloríutrollið sé alíslenskt. Kolbeinn fer til Seattle í Bandaríkj- unum í lok vikunnar, en togarinn Arctic Storm hefur fest kaup á gloríutrolli hjá Hampiðjunni og mun Kolbeinn verða þeim innan handar til að byija með við beitingu trollsins. Steiktur saltfiskur að katelónskum hætti SALTFISKUR hefur átt misjöfnu gengi að fanga með- al okkar íslendinga, einkum hin síðari ári. Helzt virð- PMTWMlifMH ist sem við höfum viljað flylja hann fe'iMáriJWár.Un allan út og borða sem minsnt af hon- um. Skýringin er kannski sú, að við þekkjum hann lít- ið nema soðinn með floti eða hamsatólg. Saltfisk er hins vegar hægt að elda á marga vegu með nær ótejj- andi tilbrigðum eins og Spánverjar og Portúgalir gera svo vel. Það hefur háð okkur hér á landi að útvatnað- ur saltfiskur tilbúinn til steikingar, roð- og beinlaus, hefur verið ilifáanlegur I búðum. Nú hefur Vinnslustöð- in í Vestmannaeyjum sett á markaðinn saltfisk í neyt- endaumbúðum tilbúinn tU steikingar undir vörumerk- inu 200 rnílur. Verið er að kynna saltfiskinn í verzlun- um og hefur Sigurður L. Hall, matreiðslumeistari séð um að útbúa uppskriftir, sem hæfa fiskinum vel. Fer ein þeirra hér á eftir: Hún er fyrir 6: 1-1,2 kg útvatnaður steikingar-saltfiskur 1 dl ólífuolía, helst jómfrúroiia 1 laukur, saxaður 3-6 hvitlauksgeirar (eftir smekk), skornir í þunnar sneiðar 1 paprika, rauð, skorin I ræmur 4 sneiðar beikon, skorið i ræmur 1 dós fláðir tómatar 1 meðai kvistur ferskt rósmarín 1 dl spænskt rauðvín 1 dl fiskisoð (Oscar) 100 g afhýddar möndlur Svartur pipar úr kvöm og salt cf þarf Skerið saltfiskinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveiti. Steikið upp úr vel heitri olifuoUunni i u.þ.b. 4-6 mfnútur eftir þykkt. Léttsteikið upp úr 1 msk. af ólífuoliu; laukinn, hvít- laukinn, paprikuna og beikonið í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til allt er orðið vel mjúkt. Bætið rósmarín og fláðum tómötum út í. Krenyið tómatana og látið aUt sjóða vel saman. Bætið saman við rauðvíni og fiskisoði. Ristið möndlumar á þurri pönnu, eða undir grilli í ofni. Malið þær í matarvinnsluvél. Látið þær út í sós- una og þykkið hana með þeim. Athugið að sósan verð- ur gróf og kornótt. Piprið og saltið eftir smekk. Með þessum saltfiski er gott að bera fram annað- hvort hrísgrjón eða bakaða kartöflu. Einnig hentar stökkt salat og nýtt brauð með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.