Morgunblaðið - 22.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 22.02.1996, Side 1
80 SÍÐUR B/C/D 44. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Olíuskipið af skerinu Milford Haven. Reuter. TALSMENN bresku strandgæslunn- ar sögðu í gærkvöld, að tekist hefði að draga olíuskipið Sea Empress af skerinu við strönd Wales þar sem það strandaði fyrir sjö dögum. Talið er, að 65.000 tonn af olíu, um helmingur af farmi skipsins, hafi farið í sjóinn og óttast margir, að mengunin muni valda gífurleþu tjóni á dýralífi. Ætlunin er að draga það í var og dæla olíunni yfir í önnur skip. Talnaglögg- ir apar London. The Daily Telegraph. APAR eru betri en ungbörn í samlagningu og frádrætti, samkvæmt nýrri rannsókn hóps vísindamanna við Harv- ard- og Radcliffeháskóla í Bost- on. Vísindamennirnir hafa fylgst með öpum í Puerto Rico og komist að því að aparnir hafa betra vald á einföldustu stærð- fræði en ung mannabörn. Aðferðir þeirra voru svipaðar og notaðar við ungbörn. Þeir sýndu öpunum tvö eggaidin og földu þau síðan á bak við skerm. Var síðan fylgst vel með er skermurinn var fjarlægður. Virtust aparnir gera sér grein fyrir muninum ef reynt var að blekkja þá með mismun- andi fjölda aldina. Voru þeir mjög hissa ef tvö voru sett á bak við skerminn en aðeins eitt birtist er hann var tekinn frá. , Morgunblaðið/Halldór Nellett Dagfari út af Reykjanesi LOÐNUSKIPIÐ Dagfari GK 70 fékk á sig brotsjó í gærmorgun með fullfermi af loðnu í haugasjó og tólf vindstigum grunnt út af Reykjanesi. Gluggar brotnuðu í brú og sigl- ingatæki skipsins urðu óvirk. Fjórtán manns eru í áhöfn Dagfara og slasaðist einn þeirra lítillega þegar brotið reið yfir. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sveimaði yfir Dagfara allt þar til varðskipið Týr kom á vettvang um kl. 11 í gærmorgun. Skipin héldu sjó fram eftir degi og voru stödd út af Sandgerði um kl. 10 í gærkvöldi. Myndin var tekin um tíu- leytið j gærmorgun af Dagfara út af Reykja- nesi. Ölduhæð var þar allt að 16 metrar. Eins og sjá má hefur hluti af loðnunótinni fallið útbyrðis en skipverjar náðu henni um borð. ■ Siglingatæki óvirk/6 Mikil spenna í hverfum Serba Sarajevo. Reutcr. MIKIL spenna var í fimm hverfum Serba í Sarajevo í gær en á morgun, föstudag, falla þau undir yfirráð sambandsríkis múslima og Króata í Bosníu í samræmi við ákvæði Day- ton-samkomulagsins. Annan daginn í röð varð enginn við hjálparbeiðni fjölda íbúa sem vildu komast burt úr Vogosca-hverf- inu en þeir óttast hefndaraðgerðir þegar lögregla sambandsríkisins tekur við vörslu á morgun. Virtist það lítt draga úr spennu þótt tilkynnt væri, að bæði lögreglu- sveitir Sameinuðu þjóðanna og her- sveitir friðargæsluliðs Atlantshafs- bandalagsins yrðu í hverfinu til þess að tryggja öryggi íbúa. Leiðtogar Bosníu-Serba í Pale höfðu lofað því að senda bæði elds- neyti og vörubifreiðar til Vogosca en ekki hafði verið staðið við það. Sigur Pat Buchanans vekur ugg í Evrópu „Skelfing“ meðal andstæðinga hans í Repúblikanaflokknum París. Reuter. SIGUR Buchanans í foi'kosningum repúblikana í New Hampshire á þriðjudag hefur vakið ugg í Evrópu og ítalska vinstra dagblaðið La Repubblica gekk svo langt að líkja stefnu Buchanans við málflutning nasista í Þýskalandi. Bandarískur fréttaskýrandi sagði í gær, að það væri of vægt til orða tekið að segja, að „skelfing" ríkti meðal andstæð- inga Buchanans í Repúblikana- flokknum. „Fyrr á tímum í öðru landi hefði Buchanan verið skilgreindur „þjóð- ernissósíalisti". I Bandaríkjunum á okkar tímum er hann talinn undur, boða eitthvað róttækt og nýtt,“ sagði í blaðinu. „Hreinræktaður harðlínuþjóðernissinni" í franska dagblaðinu Le Monde var Buchanan sagður „hreinrækt- aður harðlínuþjóðernissinni“ og í leiðara með fyrirsögninni „Hætt- urnar af bandarískri öfgastefnu" var sérstaklega til þess tekið að velgengni í New Hampshire skipti oft sköpum fyrir forsetaframbjóð- endur. Lítið var um opinber viðbrögð og var lögð áhersla á að hér væri aðeins um að ræða kosningar í einu ríki. Virtust embættismenn efast um að Buchanan gæti farið með sigur af hólmi gegn Bill Clin- ton Bandaríkjaforseta. Buchanan er and- stæðingur fijálsra við- skipta og alþjóðlegra viðskipta- og sam- vinnustofnana. Ahrifa sigurs Buchanans þótti gæta í evrópskum fjár- málaheimi og voru menn sammála um að það yrði ekki gott fyrir markaði yrði hann forseti. Stjórnmálaskýrendur höfðu meiri áhyggjur af því að velgengni Buchanans myndi leiða til þess að andstæðingar hans færu að tileinka sér málflutning hans til að höfða til kjósenda, en að orðhvati sjón- varpsfréttaskýrandinn væri líkleg- ur til að verða útnefndur forseta- frambjóðandi repúblikana að lokn- um forkosningunum í Bandaríkjunum. Sigur Buchanans hefur valdið miklum taugatitringi meðal repúblikana sjálfra og andstæðingar hans spyija sjálfa sig og aðra hvernig hann verði stöðvaður. Segj- ast þeir óttast, að verði hann forsetaefni flokksins muni hann ekki aðeins tryggja demókrötum sigur, heldur þurrka út meiri- hluta repúblikana á þingi. Bill Clinton forseti fagnaði í gær niðurstöðunni í forkosningum demókrata í New Hampshire en hann var einn í kjöri og fékk 95% greiddra atkvæða. Er það nýtt met þegar um er að ræða einn fram- bjóðanda og yfirleitt sitjandi for- seta. Ronald Reagan fékk 86% at- kvæða 1984 í New Hampshire en þá var hann einn á kjörseðlinum. ■ Kveðst geta/18 Buchanan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.