Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Logaði í risi Rússanna ELDUR kom upp í risi húss rússneska sendiráðsins við Garðastræti síðdegis í gær. Starfsmenn sendiráðsins voru í húsinu og urðu eldsins varir, en að sögn slökkviliðsins voru þeir aldrei í hættu. Eldurinn var fljótslökktur, en skemmdir urðu töluverðar í risinu. Slökkviliðinu barst tilkynn- ing um eldinn kl. 17.51. Þá var hluti slökkviliðsmanna að sinna sjúkraflutningum, sem voru óveiyu margir einmitt þá stund- ina, en tiltækt lið var sent á vettvang úr slökkvistöðinni við Skógarhlíð. Þá fékkst liðsauki úr slökkvistöðinni við Tungu- háls og hlupu kollegar úr Hafn- arfirði í skarð þeirra, sem það- an fóru. Rauk út um glugga Þegar slökkviliðið kom á vett- vang rauk mjög út um glugga á risi. Tveir reykkafarar fóru inn í húsið og gekk þeim greið- lega að slökkva eldinn, sem var í tveimur risherbergjum og á stigapalli. Að sögn slökkviliðs- ins var í gærkvöldi ekki vitað hvernig eldurinn kviknaði, en enginn var í herbergjunum þeg- ar eldurinn kom upp. Fjórir slökkviliðsmenn vökt- uðu húsið til kl. 21 í gærkvöldi, en þá þótti Ijóst að engin glóð leyndist í því Iengur. Morgunblaðið/Júlíus Heilbrigðis- og tryggmgaráðu- neyti í tvennt? SKIPTA á heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu í tvö ráðu- neyti, sagði Sturla Böðvarsson al- þingismaður og varaformaður íjár- laganefndar á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Sturla telur að með því að skipta ráðuneytinu upp með þess- um hætti verði betur tryggt að tveir aðilar, kaupandi og seljandi, geti náð fram kröfum um hag- kvæmni og verðlag. Sturla Böðvarsson og Dögg Pálsdóttir hri. voru frummælendur á fundi sjálfstæðisfélaganna, þar sem umræðuefnið var hvort heil- brigðiskerfið stefndi í gjaldþrot. Sturla lagði til að heilbrigðis- ráðuneytið færi með heilbrigðis- og forvarnastörf og rekstur þeirra stofnana sem ríkið á og rekur með beinum framlögum. Trygginga- ráðuneytið færi síðan með öll bóta- og tryggingamál og semdi við heil- brigisráðuneyti, einkastofnanir og aðra um kaup á þjónustu og sæi um bótagreiðslur samkvæmt al- mannatryggingalögum. Taldi Sturla það ekki í samræmi við nútímakröfur að kaupandi og seljandi væru undir sömu yfir- stjórn, eins og væri samkvæmt núverandi skipulagi ráðuneytisins. Verð á 95 oktana bensíni lækkar Sölu á blýblönd- uðu bensíni hætt SÖLU á blýblönduðu 98 oktana bensíni og 92 oktana bensíni verð- ur hætt upp úr miðjum mars en þess í stað kemur á markaðinn blýlaust 98 oktana bensín. 92 okt- ana bensín hefur þurft að sér- blanda fyrir íslendinga. Sú hag- kvæmni sem leiðir af þessari breyt- ingu fyrir olíufélögin gerir þeim kleift að lækka verð á 95 oktana bensíni en verð á 98 oktana bensíni helst óbreytt. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá innfiytjendum eldsneytis á íslandi. Olíufélögin samtaka í breytingunum Olíufélögin þrjú, Olíufélagið hf., Olíuverslun íslands og Skeljungur, hafa um nokkurt skeið haft sam- starf um innflutning á bensíni og kemur breytingin til framkvæmda hjá þeim öllum á sama tíma. Fram til ársins 1974 voru flestar bílvélar með svokölluðum mjúkum ventlasætum. Blýið í bensíninu kom í veg fyrir að ventlarnir of- hitnuðu og að vélamar skemmd- ust. Á árunum 1974 til 1986 var hins vegar flestum nýjum bílvélum breytt í því skyni að draga úr mengun og í stað mjúkra ventla- sæta komu vélar með hörð ventla- sæti sem þola blýlaust bensín. Blýbætiefni sett í bensínið fyrireldribíla Á síðustu árum hefur verið gerð krafa um að hvarfakútar séu í öll- um nýjum bílum til að draga enn frekar úr mengun í útblæstri bíla, en hvarfakútar þola ekki blýbland- að bensín. Mjög hefur því dregið úr notkun á blýbensíni. Talið er að um þijú prósent af bílaflota í nágrannalöndunum þurfi blýbens- ín. Samkvæmt útreikningum olíu- félaganna þurfa um það bil 5% af bílum landsmanna á blýblönduðu bensíni að halda. Olíufélögin hafa gert samninga við erlenda birgja um innflutning á blýbætiefni sem ætlað er til íblöndunar á eldri bíla sem hingað til hafa þurft á blý- bensíni að halda. Notkun slíkra bætiefna hefur verið reynd með góðum árangri annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu um nokkurra ára skeið, segir í fréttatilkynningu olíufélaganna. Þessi bætiefni verða til sölu á bens- ínstöðvum félaganna og er miðað við að ökumenn geti sjálfir séð um íblöndun. Cardigans á Islandi SÆNSKA hljómsveitin Cardigans kom til landsins í gær, en hún heldur tónleika í kvöld á Hótel íslandi og á föstudagskvöld á Akureyri. í gærkvöldi hélt sænski sendi- herrann hljómsveitinni hóf og þar voru þau öll, Magnus Sven- ingsson, bassaleikari, Bengt Lagerberg, trommuleikari, Lars-Olof Johansson, hljóm- borðsleikari, Peter Svensson, gítarleikari og Nina Persson söngkona. Morgunblaðið/Árni Sæberg Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. I janúar sl. var pappírskostnaður Morgun- blaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum miss- erum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækk- unum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Lét hendur skipta gegn blaðakonu Björk baðst afsökun- ar og sendi blómvönd BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á ferð um Asíu og lék á tónleikum í Bangkok í Tælandi í gærkvöld. í dag heldur hún til Singapore og heldur þar tvenna tónleika, á föstudag og laugardag. Að þeim loknum fer hún til Astralíu og þaðan til Nýja-Sjálands. Aðgangshörð blaðakona Við komuna til Bangkok í Tæ- landi á mánudagskvöld var Björk á ferð með Sindra syni sínum og aðstoðarkonu sinni, Netty Walker. Þar var einnig hópur blaðamanna sem vildi hafa tal af henni, þar á meðal breska blaðakonan Julie Kaufman. Að sögn umboðsskrifstofu Bjarkar þótti Björk blaðakonan vera full aðgangshörð og fór svo að hún lét hendur skipta. Við svo búið hvarf Björk á braut, en hún hafði síðan samband við blaðakon- una, baðst afsökunar og sendi henni blóm. í frétt frá Reuter er haft eftir Julie Kaufman að málinu sé lokið af hennar hálfu. Flestir breskir fjölmiðlar sögðu frá þessu atviki og af því tilefni sendi Björk frá sér yfirlýsingu í gærdag þar sem hún biður alla afsökunar. Hún segir meðal ann- ars, að hún hafi verið úrvinda við komuna til Tælands, án þess þó að það sé afsökun fyrir hegðan- inni, en hún voni að fólk geri sér grein fyrir álaginu. Félag eggja- framleiðenda Bænda- samtökin skoði lagagrunn „FUNDUR stjórnar Félags eggjaframleiðenda ákvað að beina því til Bændasamtak- anna að þau hlutist til um það við stjórnvöld að fá skýrar lín- ur um það hvenær búvörulög gilda og hvar samkeppnislög taka við. Það er óþolandi að starfa við þær aðstæður, að menn séu sakaðir um að brjóta gegn lögum, þegar þeir eru í raun að starfa samkvæmt öðr- um lögum," sagði Bjarni Stef- án Konráðsson, framkvæmda- stjóri Félags eggjaframleið- enda í gær. Fleiri mál hjá Samkeppnisráði Samkeppnisráð telur að Fé- ,ag eggjaframleiðenda hafi brotið gegn samkeppnislögum, m.a. með því að hvetja til sam- ráðs um verð og afslætti á eggjum. Félagið hefur svarað því til, að það fari að búvöru- lögum. Stjórn félagsins fund- aði um álit samkeppnisráðs í gær, en Bjarni Stefán segir að það muni ekki hafast að að sinni. „Fleiri mál af svipuð- um toga eru hjá Samkeppnis- ráði. Skilin milli samkeppnis- laga og búvörulaga eru óljós og við viljum að heildarsamtök bænda kanni lagalega stöðu félagsmanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.