Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NORÐMENN í VANDA DEILA íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar Barentshafi og síldarkvóta hefur valdið streitu 1 samskiptum þessara tveggja vinaþjóða. Afstaða Norð- manna hefur einkennst af stifni og þvergirðingshætti =iT&MUklD Það er engan kost að fá hér bræður. Þeir eru enn við sama heygarðshornið og þegar þeir ráku okkur að heiman fyrir 1100 árum . . . Athugasemd frá Félagi íslenskra tónlistarmanna Einleikararnir voru röng ímynd Apótekara- félag Islands Ánægja með ákvörðun Samkeppn- isráðs INGOLF J. Petersen formað- ur Apótekarafélags íslands, segir félagið ánægt með ákvörðun Samkeppnisráðs um að fjárhagur sjúkra- hússapóteka verði aðskilinn frá öðrum rekstri sjúkrahús- anna. í ákvörðun Samkeppnis- ráðs segir að aðskilnaðurinn skuli fara fram fyrir 1. júlí næstkomandi. „Við erum ánægðir með þessa niður- stöðu. Hún staðfestir það sem við höfum alltaf sagt,“ sagði Ingolf. „Þetta er ekki annað en það sem við áttum von á og vonandi að menn fari að iögum framvegis." Bein samkeppni við einkarekin apótek Aðdragandi að ákvörðun Samkeppnisráðs er erindi Apótekarafélagsins til ráðs- ins vegna samkeppnisstöðu sjúkrahússapótekanna gagn- vart einkareknum apótekum og fjárhagslegum aðskilnaði sjúkrahússapótekanna frá öðrum rekstri en í lyfjalögum er kveðið á um að reksturinn skuli vera aðskilinn. I umsögn ráðsins segir meðal annars að þegar sjúkrahússapótek nýti sér heimild lyfjalaga til að af- greiða Iyf til sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsi og til göngudeildarsjúklinga þá starfi þau í beinni samkeppni við einkarekin apótek. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Félagi íslenskra tón- listarmanna: „Nýhafin tónleikaferð Sinfóníu- hljómsveitar íslands hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu bæði hvað varðar val verkefna og einleikara. Óánægju hefur gætt að ekki skuli flutt fleiri íslensk tónverk og að ekki skuli teflt fram okkar ágæta tónlistarfólki sem einleikurum í þessari tónleikaferð. Það síðar- nefnda snertir okkur félagsmenn í Félagi íslenskra tónlistarmanna og getum við ekki orða bundist, Það kom fram í umræðuþætti í Ríkisútvarpinu fyrir skömmu að umboðsaðili hljómsveitarinnar í Bandaríkjunum, „New World Con- serts“, hafi valið einleikarana með hljómsveitinni. Við veltum því fyrir okkur hvort það hafi verið vegna vantrausts gagnvart því að íslenskir einleikarar léku með hljómsveitinni og þykir mjög miður, ekki síst þegar í ljós kom að einleikarinn, Ilena Ve- red, reyndist alls ekki framúrskar- andi og lék píanókonsert eftir Grieg af meðalmennsku og takmökuðu ör- yggi í Háskólabíó 15. febrúar sl. Slík vinnubrögð yrðu harðlega gagnrýnd af innlendum flytjendum. Hveragerði. Morgunblaðið - FÉLAG um verndun Varmár i Ölf- usi hefur verið stofnað. Félaginu hefur verið gefið nafnið Varmárfé- Iagið og er markmið þess að draga úr og stöðva mengun Varmár og koma í veg fyrir breytingar á nátt- úrulegu umhverfi hennar. Þessu markmiði hyggst félagið ná m.a. með því að fá dregið úr og stöðvað Við veltum því einnig fyrir okkur hvar hljómsveitin hefur staðið í þess- um samningum og af hverju var ekki fylgst náið með því sem umboðsaðil- inn ákvað. Hver ber ábyrgð á þessum ákvörðunum? Það hlýtur að snerta hljómsveitina beint í ferð sem þessari ef henni eru úthlutaðir einleikarar sem eru ekki í sama gæðaflokki og hún sjálf. Þetta val gefur erlendum áheyrendum þau skilaboð að við eig- um ekki nægilega hæft fólk til þess að leika einleik með okkar eigin sin- fóniuhljómsveit og gefur ranga mynd af tónlistarlífi landsins. Það sama gildir um verkefnavalið, sem er væg- ast sagt furðulegt þegar höfð er í huga gróskan í íslenskri tónsköpun og gnægð frambærilegra tónverka. Félag íslenskra tónlistarmanna mótmælir harðlega þeim vinnubrögð- um sem hér hafa verið viðhöfð og einkennast af minnimáttarkennd í staðinn fyrir þá reisn sem tónlistar- líf á íslandi verðskuldar. Stjórn Félags íslenskra tónlist- armanna; Inga Rós Ingólfsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Anna Málfríður Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Símon Ivarsson." rennsli hvers konar mengandi efna í Varmá. Þá hyggst félagið efna til hreinsunar á bökkum Varmár og ánni sjálfri og um leið hvetja til góðrar umgengni. Formaður Varmárfélagsins er Bjarni Kristinsson, en aðrir í stjórn eru Árni Gunnarsson, Gunnar Kristó- fersson, Guðmundur Guðmundsson og Guðmundur Birgissop. Stofnfundur Félags um verndun Varmár Skátadagurinn haldinn hátíðlegur í dag Skátar reyna að gera sér dagamun Ólafur Ásgeirsson SKÁTADAGURINN er í dag. Aðdragandi þess að 22. febrúar er haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti meðal skáta um víða veröld er sá að „þau ágætu hjón Olave og Robert Baden-Powell, stofnandi skátahreyfing- arinnar, áttu bæði afmæl- isdag 22. febrúar," sagði Ólafur Ásgeirsson skáta- höfðingi í samtali við Morgunblaðið. „Þau höfðu fyrir sið að í stað þess að fá kveðjur á afmælisdaginn sendu þau vinum sínum kveðjur og þegar hrpyfingin hafði breiðst um allan heim þótti það ágætis aðferð til að ná til fólks að senda því kveðju þennan dag og al- þjóðlegur siður skáta er að senda vinum sínum póstkort þennan dag. Til að heiðra þau hjón hafa skátar fyrir sið að riota þennan dag til dæmis í að stofna skátafélög, flokka og hópa. Sömuleiðiser algengt að á þessum degi vinni ungir skátar skátaheit- ið; gangi í hreyfinguna með form- legum hætti.“ Hefurþað tíðkast lengi að halda svokallaðan skátadag hátíðlegan? „Já, þetta er gamall siður. Segja má að skátadagarnir séu tveir, 22. febrúar og sumardagurinn fyrsti. Skátar hér hafa haldið sum- ardaginn fyrsta hátíðlegan allt frá 1913 þegar séra Friðrik Friðriks- son stofnaði Væringja, annað skátafélag landsins." Er dagskrá skátadagsins með einhverjum hefðbundnum hætti? „Nei, það er engin miðstýrð dagskrá til. Það er mismunandi eftir félögunum hvað menn gera; oft er um að ræða samkomuhald, skemmtanir eða hátíðarfundi, jafnvel útilegur — það fer allt eft- ir aðstæðum hjá félögunum. Al- þjóðlegi siðurinn er sá að senda póstkort milli manna, en úti eru líka haldnar samkomur og dagur- inn er oft notaður til að heiðra einhverja sem standa sig vel eða til að taka inn rjýja skáta. Menn reyna að gera sér dagamun, oft eru haldnir hátíðarfundir 22. febr- úar og gjarnan verða tímamót í félagsstarfinu þann dag eða ein- hvern dag þar í kring. Núna verðui- til dæmis vígt nýtt skátaheimili við Arnarbakka í Breiðholti og á sunnu- daginn halda Kópar í Kópavogi upp á 50 ára afmælið.“ Skátar halda landsmót við Úif- ljótsvatn íjúlí í sumar og þið ætl- ið að tengja það víkingum. Hvers vegna? „V íkingatengingin er bæði gömul og ný. Segja má að þjóðleg- ur grunnur í skátastarfinu sé býsna gamall hér á landi. Við ætlum að rifja það meira upp og leggja sem grunn að því sýarfi sem fer fram á landsmótinu. Á þessum mótum eru allir þátttakendur virk- ir í starfi frá byijun til enda, oft hefur verið settur upp ákveðinn rammi, sem hefur verið með ýms- um hætti, menn farið í ákveðnir þrautir innan hans og nú tengjum við þann ramma víkingum. Við ætlum að leggja meira upp úr því að skátarnir vinni með eigin hönd- um en oft hefur verið. Búi sér til ýmsa hluti um leið og þeir læra ►Ólafur Ásgeirsson er skáta- höfðingi. Hann er fæddur 1947 í Reykjavík, er sagnfræðingur að mennt og hefur verið þjóð- skjalavörður síðan 1984. Eigin- kona hans er Vilhelmína John- sen og eiga þau þrjú börn, Dagmar, Ásgeir og Elínborgu. talsvert um menningu og aðbúnað eins og hann var fyrrum, á land- námstímanum og eitthvað fram eftir honum.“ Mótið verður aIþjóðlegt. Hefur verið mikið um að skátar komi eriendis frá á mótin ykkar? „Frá 1939 má segja að mótin hafi verið alþjóðleg, því alltaf hafa komið útlendingar. Nú er hins vegar von á miklu fleirum en við höfum þekkt áður, fyrir liggur að 500 manns að minnsta kosti komi og gera má ráð fyrir því að þeim fjölgi." Þið hoðið sérstaka dagskrá fyr- ir þá eldri. Hvað táknar það? „Dagskrá verður auðvitað fyrir alla aldursflokka, en sérstök dag- skrá verður fyrir 16 ára og eldri. Verkefnin verða að sumu leyti svipuð hjá þeim eldri og yngri en segja má að þau verði meira ögrandi hjá eldri hópnum. Það er nú þannig að mörgum finnst spennandi að taka þátt í erfiðum verkefnum, eri þau eru ekki v-ið hæfi þeirra allra yngstu og því bjóðum við upp á mis- munandi möguleika. Þá erum við að tala um ýmsar ferðir um ná- grennið, sjóferðir og hestaferðir og jafnvel ferðir upp á jökla.“ Tjaldbúðirnar eiga að vera öðruvísi nú en oft áður? „Já, þær verða með öðru sniði að því leyti að verkefnin verða unnin innan tjaldbúðanna; búðirn- ar skipulagðar kringum verkefnin. Þau hafa oft verið einhvers staðar annars staðar en verða nú meira og minna á tjaldbúðasvæðinu sjálfu." Hvað eru skátar á íslandi marg- ir í dag? „Þeir eru á milii fimm og sex þúsund - en langtum fleiri koma að skátahreyfingunni með einum eða öðrum hætti. Ef ég tel þá sem hafa verið í skátahreyfingunni og eru enn tengdir henni með ein- hvetjum hætti eru þetta tugir þúsunda." Gjarnan verða tímamót í fé- lagsstarfinu þennan dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.