Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. F’EBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Umhverfisráðherrar funda UMHVERFISRÁÐHERRAR ríkja Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) birtu í gær að loknum fundi sínum yfirlýsingu, þar sem m.a. er hvatt til þess að ríkisstjórnir OECD-landanna gangi á undan með góðu fordæmi í umhverfismálum, m.a. í innkaupastefnu sinni og með því að taka tillit til umhverfissjón- armiða í ákvarðanatöku stjórnsýsl- unnar. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sótti fundinn fyrir íslands hönd, en hann var haldinn í París í tilefni aldarfjórðungsafmæl- is Umhverfisnefndar OECD. í fréttatilkynningu segir: „í yfir- lýsingunni er bent á nýlegar athug- anir OECD á samspili atvinnustigs og umhverfisreglna, en þær benda til þess að strangari umhverfislög- gjöf hafi ekki hindrað atvinnusköp- un, en hafi á hinn bóginn hugsan- lega leitt til örlítið hærra atvinnu- stigs en ella hefði orðið og er í því samhengi bent á hinn ört vaxandi „umhverfisiðnað", t.d. á sviði endur- vinnslu og mengunarvarna. Þá benda athuganir stofnunarinnar einnig til þess að lög og reglur á sviði umhverfismála hafi ekki haft sjáanieg áhrif á samkeppnisstöðu og millilandaverslun, né til þess að fyr- irtæki hafi flutt sig til landa sem gera minni umhverfisverndarkröfur. Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Ráðherrarnir leggja enn áherslu á að umhverfisvernd þurfi að vera for- gangsmál á alþjóðavettvangi. Hún er fjárfesting í framtíð mannkyns. Skynsamlegar aðgerðir í umhverfis- málum eru mikilsverður þáttur í lífs- gæðum, velferð og öryggi heims- byggðarinnar." I yfirliti yfir helstu umhverfis- vandamál sem blasa við í nánustu framtíð er m.a. minnst á baráttumál íslendinga í sambandi við mengun hafsins. Ráðherrarnir fagna Fram- kvæmdaáætlun til að vernda um- hverfi sjávar frá mengun frá land- stöðvum, sem samþykkt var á al- þjóðlegri ráðstefnu um það málefni í Washington í Bandaríkjunum í nóvember sl. Foktjón við álverið „VIÐ VORUM nýbúnir að koma grindunum upp. Núna hafa all- ar nema ein kastast til í óveðr- inu og skemmst. Þessi eina fauk ekki því veðrið rauf gat á plast- ið og blés í gegn,“ sagði Ragnar Einarsson, smiður hjá Alftárós, við álverið í Straumsvík í gær- morgun. Hann var ásamt vinnu- félögum sínum að rétta við og laga fimm einfaldar trégrindur með vinnuplasti til að verja steypuvinnu við nýjan kerskála ísal. Þegar Ragnar var spurður að því hversu veðrið myndi tefja vinnuna lengi spurði hann hvort rétt væri að öskudagurinn ætti sér átján bræður. Sú alþýðutrú hefur lengi verið til að viðra muni svipað um lengri eða skemmri tíma og á öskudaginn. Algengasta spáin hefur verið að öskudaguiinn ætti sér 18 bræður. Annars sagði Ragnar ólíklegt að meiri töf yrði vegna skemmdanna en einn til tveir dagar. ♦ ♦ ♦--- Tískan á Hótel Islandi Keppt í14 greinum og um tískuskart- grip ársins TÍSKAN 1996 er heiti keppni og sýningar sem verður á Hótel ís- landi sunnudaginn 3. mars næst- komandi. Þar verður keppt í þrem- ur greinum hárgreiðslu, tveimur greinum í snyrtifræði, þremur greinum í förðun, tveimur greinum í nöglum, fjórum greinum í tísku og fatagerð og í ár verður í fyrsta sinn keppt um tískuskartgrip árs- ins. Sýningarbásar verða settir upp og þar verða ýmis fyrirtæki með kynningu á vörum sem snerta tísku og útlit og fatahönnuðir verða með sýningarbás þar sem þeir kynna sína vinnu. Þá verður fatagerðarfólk með tískusýningu á þeim fátnaði sem verður í keppn- inni. Endurvinnum jörðina Keppnin er haldin á vegum tímaritsins Hárs og fegurðar, í samvinnu við þau fagfélög sem taka þátt í keppnum undir yfir- skriftinni Endurvinnum jörðina. Réiknað er með um 150 kepp- endum og jafn mörgum módelum. Dagskráin stendur í rúma 12 tíma, hefst kl. 10.30 að morgni og lýkur kl. 23 að kvöldi með verðlaunaaf- hendingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.