Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Mikil fólksfækkun á Grenivík og í Grýtubakkahreppi síðustu ár Stærsta verk- efnið að snúa þeirri þróun við Söngvarakeppni á öskudaginn Morgunblaðið/Kristján 135 öskudagslið sungu fyrir starfsmenn Blikkrásar ÍBÚUM á Grenivík og í Grýtubakka- hreppi hefur fækkað töluvert mikið á síðustu árum. Árið' 1993 voru um 420 íbúar á svæðinu en um síðustu áramót voru þeir 368 og fækkaði um 7 á síðasta ári, að sögn Guðnýj- ar Sverrisdóttur, sveitarstjóra. Guðnýju líst að vonum illa á þessum þróun og hún segir að stærsta verk- efnið framundan sé að snúa þróun- inni_ við. „í þeirri vinnu skiptir mestu máli að reyna byggja upp atvinnulífið. Þetta byggðarlag hefur að öðru leyti allt til brunns að bera og ef fólk hefur sæmilegt lífsviðurværi og af- komu vill það búa hér. Við ætlum að snúa þessari íbúaþróun við og það er í raun lang stærsta verkefnið framundan," segir Guðný. Fjárhagsáætlun samþykkt Fjárhagsáætlun Grýtubakka- hrepps fyrir árið 1996 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Tekjur sveitarsjóðs eru áætiaðar rúmar 40,8 milljónir króna og bein rekstrargjöld tæpar 28 milljónir, eða um 68% af tekjum. Stærstu mála- flokkarnir eru rekstur grunnskólans SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu Hring- vegar um Kálfastrandarvog og Markhraun í Mývatnssveit en áður verður gerð frumrannsókn á hlöðn- um gömlum vegi sunnan Höfða. Þá vill skipulagsstjóri að samráð verði haft við eftirlitsmann Náttúrvemdar- ráðs á Norðurlandi eystra um efn- istöku og frágang námusvæði og vegkanta og að staðsetning og fram- kvæmd við girðingar verði ákveðin í samráði við hagsmunaaðila. Um er að ræða 4,4 km vegarkafla á Hringvegi, um Kálfastrandarvoga og Markhraun í Mývatnssveit. Veg- urinn fylgir núverandi vegstæði að miklu leyti, en tilgangurinn er að bæta samgöngur og auka umferða- röryggi á Norður- og Austurlandi sem og innansveitar í Mývatnssveit. Núverandi vegur er malarvegur með og yfirstjórn sveitarfélagsins. Rúm- ar 4,3 milljónir fara í afborganir af lánum en eftirstöðvar af tekjum fara í fjárfestingar. Að sögn Guðnýjar snúa helstu verkefni ársins að því að gera úrbæt- ur í öldrunarmálum og einnig eigi að laga útrás holræsakerfisins. Þá er verið að tölvuvæða grunnskólann, sem einnig er stórt verkefni. Guðný segir að við gjaldþrot frystihússins Kaldbaks árið 1993 hafi tekjur sveitarfélagsins lækkað mikið og að þá hafi rekstrargjöldin farið upp í 83% af tekjum. „Við höfum verið að reyna að hagræða síðustu ár og erum nú komin með rekstrargjöldin niður í 68%.“ Lang stærsta verkefni Grýtu- bakkahrepps á síðasta ári var í hafn- armálum. Hafnargarðurinn var þá endurbyggður og lengdur um 70 metra. Aðstaðan í höfninni er því með besta móti en þó á enn eftir að laga aðstöðuna fyrir smábáta. Mikil og stöðug vinna var í frysti- húsi Kaidbaks á síðasta ári að sögn Guðnýjar og svo hefur einnig verið eftir að vinna hófst þar aftur á þessu ári. blindhæðum og blindhomum og hárri slysatíðni. Áætlað er að um 52.400 m3 af efni þurfi í veginn og er fyrirhugað að taka það úr skeringum á veg- stæði og gömlum námum. Árið 1993 fóru að meðaltali 325 bílar á dag um veginn, yfir sumar- mánuðina voru um 560 bílar á ferð- inni daglega og ríflega 100 að vetr- inum. Til að koma til móts við þarf- ir gangandi vegfarenda og hjólreiða- manna sem mikið eru á ferðinni á sumrin verður vegurinn mun breiðari en venja er til. Við Geitatjörn verður gerður áningarstaður. Vegurinn mun að hluta til leggjast yfir gamlan hlaðinn veg sem liggur meðfram vatninu, en þessi vegur verður rannsakaður við Höfða í vor og kannað hvort um fornleifar er að ræða. ALLS tóku 135 öskudagslið þátt í söngvarakeppni sem Blikkrás efndi til fimmta ösku- daginn í röð en í þessum liðum voru 620 börn. Að veiyu var mikið um að vera þjá akureyrskum börnum á öskudeginum, en þau fara á fætur árla morguns, heim- sækja fyrirtæki, syngja nokkur lög fyrir starfsmenn og þiggja að launum sælgæti eða ein- hvern smávarning. Starfsmenn Blikkrásar gera sitt til að gera börnunum ösku- daginn ógleymanlegan, en þeir viya hefja sönginn til vegs og SKIPUÐ hefur verið dómnefnd vegna fyrirhugaðrar hugmynda- samkeppni um heildarskipulag virðingar og verðlauna því þau þijú öskudagslið sérstaklega sem best syngja að þeirra mati. Allir starfsmenn eiga sæti í dómnefnd og er fyrirkomulag- ið með sama hætti og í söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Foringjar liðanna sem sigr- uðu í gær voru þær Sigríður Bjarnadóttir á Möðruvöllum, Álfheiður Guðmundsdóttir Vestursíðu á Akureyri og Sunna Elín Valgerðardóttir í Strandgötu á Akureyri. Verðlaunaliðin, en í þeim eru samtals 17 börn, fá að laun- Naustahverfis. Svæðið er á milli Verkmenntaskólans og Kjarna- skógar, vestan kirkjugarða og er næsti áfangi fyrir byggingalóðir eftir að Giljahverfi er fullbyggt; í dómnefndinni eiga sæti þrír full- trúar frá Akureyrarbæ og tveir frá Arkitektafélagi íslands. Fulltrúar bæjarins í nefndinni eru Árni Ólafsson, skipulagsstjóri, Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar, og Guð- mundur Jóhannsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í skipulagsnefnd og varabæjarfulltrúi. Fulltrúar Arkitektafélagsins eru Þorsteinn Helgason og Gylfi Guðjónsson. Ekki sátt um nefndarmenn Ekki gekk alveg þrautalaust að koma nefndinni saman. í upphafi var ráðgert að fulltrúar bæjarins yrðu þrír fulltrúar úr skipulags- nefnd, Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins og formaður nefndarinnar, Stefán Jónsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins, og Guðmundur Jó- hannsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Samkvæmt heimildum um pizzuveislu á veitingastað. Allir krakkarnir sem sungu á vinnustaðnum í gær fengu pizzu að launum. Kostnaður við öskudaginn er þannig um- talsverður, en Oddur H. Hall- dórsson framkvæmdastjóri sagði að dagurinn væri sér- stakur og flestir þeir sem alist hefðu upp á Akureyri ættu góðar minningar um hann. „Með söngvarakeppninni erum við að fá krakkana til að leggja meira í sönginn og það hefur að mínu mati borið árangur, mörg liðanna voru vel æfð og sungu vel,“ sagði Oddur. Morgunblaðsins náðist ekki sátt um þessa menn innan Framsókn- arflokksins og þótti hópurinn helst til einlitur. Eftir nokkrar umræður varð niðurstaðan sú að Gísli Bragi og Stefán gáfu eftir sæti sín til Árna Ólafssonar og Sigfríðar Þor- steinsdóttur. Ráðgert að bygginga- framkvæmdir hefjist um aldamót Árni Ólafsson, skipulagsstjóri, sagði að fyrsta verk nefndarinnar væri að fara yfir þau gögn sem búið er að vinna fyrir keppnina, væntanlega í næsta mánuði. Þá verða tímasetningar varðandi keppnina einnig ákveðnar en stefnt er að því að keppninni verði lokið í haust í síðasta lagi. „Þetta er það stórt svæði að hér er um að ræða byggingasvæði næstu áratuga," sagði Árni. í fullbyggðu Naustahverfi er gert ráð fyrir um 2.100 íbúðum, með 6-7 þúsund íbúum. Heildar- kostnaður við uppbyggingu svæð- isins er áætlaður 15-20 milljarðar króna en ekki er gert ráð fyrir að þar hefjist byggingaframkvæmdir fyrr en um aldamót. Málstofa BSRB Opinn fundur í Deiglunni, Akureyri, föstudagínn 23. febrúar kl. 17.00, Frummælendur: Ásta Sigurðardóttír, bæjarfulitrúi, Arna Guðrún Jónsdóttir, nemi í MA og Árni Guðmundsson, stjórnarmaður BSRB. Akureyringar fjölmennið og takið þátt í umræðu um mál sem varðar okkur öll. Skipulagsstjóri ríkisins Fallist á vegarlagn- ingu í Mývatnssveit Heildarskipulag Naustahverfis i I Dómnefnd skípuð vegna hugmyndasamkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.