Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 13 Eg vil auðga mitt land flutt á Laugarvatni Laugarvatni - Nemendur Mennta- skólans á Laugarvatni æfa nú af kappi leikritið Ég vil auðga mitt land undir leikstjóm Brynju Bene- diktsdóttur. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1974 og þá einnig undir stjórn Bi-ynju. Höfundur verksins em Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn og sömdu þeir verkið undir dulnefn- inu Þórður Breiðfjörð. Höfundur tónlistar er Atli Heimir Sveinsson og hefur hann nú bætt við nokkrum lögum eftir sýningu ML-inga. Leikendur eru 22 og jafn margir nemendur vinna að sviðsmynd og búningum auk hljómsveitar sýning- arinnar sem í eru sex manns. Hiim- ar Örn Agnarsson og Hjörtur Hjart- arson, tónlistarstjórar, æfa söngva og hljómsveit. Formaður árshátíð- arnefndar, Eva Dögg Þorsteinsdótt- ir, ber hitann og þungan af skipu- lagningu ásamt félögum sínum í stjórn, þeim Ólafi Þórissyni og Helgu Páimadóttur. Að sögn Evu Daggar hefur undir- búningur gengið mjög vel undir frá- bærri handleiðslu Brynju Bene- diktsdóttur leikstjóra. Hlutverka- skipting var ákveðin fyrir jólin en æfingar hófust strax eftir áramót. Hefur allur undirbúningur ein- kennst af góðu skipulagi og sam- heldni hópsins. Skólameistarahjón- in Kristinn Kristmundsson og Rannveig Pálsdóttir eru verndarar leikhópsins. Frumsýning verður að Laugar- vatni þann 24. febrúar nk. í tengsl- um við árshátíð menntskælinga og verða höfundar leikrits og tónlistar viðstaddir frumsýningu ásamt leik- stjóra. Sunnudaginn 3. mars verður leikritið sýnt í Loftkastalanum í Reykjavík. Sýnt verður einnig víðar um Suðurland og lokasýning verður í Leikskálum í Vík í Mýrdal þann 9. mars. Sýniningar verða á eftirtöldum stöðum: 24. febrúar í Gamla íþróttahúsinu á Laugarvatni kl. 18, Leikstýrir verkinu öðru sinni Laugarvatni - Biynja Benediktsdótt- ir ieikstýrir nú verkinu Ég vil auðga mitt land í annað sinn og nú með nemendum Menntaskólans á Laugar- vatni. Síðast þegar verkið var sett upp var Brynja einnig leikstjóri en það var í Þjóðleikhúsinu 1973-74. í óútkominni leikskrá menntskælinga segir Brynja frá aðdragandanum að fyrri uppsetningu verksins sem yrði skilgreint sem sápuópera nú, en fyrir 20 árum var sú skilgreining ekki fyr- ir hendi. Leikárið 1973-74 barst Þjóðleik- húsinu handrit að leikriti eftir nýjan óþekktan höfund sem kallaði sig Þórð Breiðfjörð. Þegar stjórn leikhússins hafði ákveðið að veðja á þennan höf- und kom í ljós að þrír kornungir menn báru alla ábyrgð á ritsmíðinni þeir Davíð Oddsson, nú forsætisráð- herra, Hrafn Gunnlaugsson, nú kvik- myndaleikstjóri og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur. Þrátt fyrir ungan aldur (flórum árum eftir stúdentspróf frá MR) voru þeir allir landsþekktir fyrir Útvarp Matthildur, útvarpsþættina sem þóttu „lyfta geði manna með ábyrgðarlausu og fáránlegu skopi sem reyndar hitti oft í mark“. Nú rúmum tuttugu árum síðar er óþarfi að kynna höfunda leikritsins Ég vil auðga mitt land, allir eru þeir þjóð- frægir menn hver á sínu sviði. En árið 1974 kynntu þeir sig sem aðstoð- armenn Þórðar Breiðfjörð. Morgunblaðið/Kári Jónsson BRYNJA Benediktsdóttir leik- stýrir leikverkinu í annað sinn. Við fyrri uppsetningu leikritsins fékk Brynja sér til fulltingis þá Atla Heimi Sveinsson til að semja tónlist- ina og Sigutjón Jóhannsson til að hanna leikmynd og búninga. Tónlistin er sú sama og fyrr en aðeins örfáir búningar eru úr fyrrí uppsetningu en þeir eru fengnir að láni frá Þjóðleik- húsinu. Búninga sem á vantaði fengu nemendurnir í hirslum foreldra sinna og afa og ömmu, en pabbar og mömmur leikaranna voru á líku reki og unglingarnir í leikritinu. í þetta skipti fær leiksýning Menntaskólans inni í gamla íþrótta- húsi ÍKÍ sem breytt hefur verið í ágætasta leikhús. Hér er um að ræða geysimikla framför á aðstöðu bæði fyrir þá sem vinna að leiksýningunni og ekki síður áhorfendur sem nú sitja á upphækkuðum pöllum. • • Fjárhagsáætlun Olfushrepps Tekjur áætlaðar 247 milljónir króna Á FIJNDI hreppsnefndar þann 15. febrúar sl. var samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun Ölfushrepps og stofn- ana hans fyrir árið 1996. Samanlagð- ar tekjur eru áætlaðar 246,6 milljónir en gjöld 180,8 milijónir eða 73% af tekjum. Til framkvæmda er varið 145,9 milljónum og ber þar hæst hafnargerð fyrir um 100 milljónir. Tekjur sveitarsjóðs eru áætlaðar 167,8 milljónir og rekstargjöld 127,1 milljón eða um 76% af tekjum. Helstu framkvæmdir verði lagfæring á sund- laugarsvæði, komið upp 30 m vatns- rennibraut, pottar endumýjaðir og sundlaugarsvæði stækkað, kostnaður áætlaður um 10 milljónir. Undirbúningur og framkvæmdir verða hafin við þjónustu- og skrif- stofubyggingar á lóð félagsheimilisins en stefnt er að því að húsið hýsi bóka- safn, félagsmiðstöð, félagsheimili og ýmsa þjónustu og verslunarstarfsemi en varið er 10 milljónum til fram- kvæmda á árinu. Lokið verður við lóð leikskólans á árinu, kostnaður áætlað- ur 4,5 milljónir. Unnið við stíga og gangstéttagerð fyrir um 5,5 milljónir. Til íþrótta og útivistarsvæða er varið 4 milljónum og til kaupa á slökkvibíl er varið 2,5 milljónum. Auk þess er stefnt að þvi að koma á fót dagvistun fyrir aldraða en stofnkostnaður er áætlaður 1 milljón. LANDIÐ AÐSTANDENDUR sýningar- innar ásamt Brynju Ben- ediktsdóttur, leikstjóra. 25. og 27. mars á sama stað kl. 20, 1. mars í Leikhúsi Selfoss kl. 20, 3. mars i Loftkastalanum í Reykjavík kl. 17 og kl. 21, 5. mars á Flúðum kl. 20, 8. mars í Gunnars- hólma í Austur-Landeyjum kl. 21 og 9. mars í Leikskálum í Vík í Mýrdal kl. 21. Morgunblaðið/Kári Jónsson ATRIÐI úr leikritinu Ég vil auðga mitt land. FRÁBÆRAR YONl Laugavegi • Bolirfrá 990 • Leggings frá 990 • Peysur frá 2.990 • Ath. Ný skósending • Útvíðu leggings bux »jr <jf urnar komnar, ve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.