Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Roman í forseta- framboð GERT er ráð fyrir að frambjóð- endur í forsetakosningunum í Rúmeníu verði um 30 en rúm- lega hálft ár er í kosningarnar. Ion Iliescu forseti hefur ekki enn skýrt frá því hvort hann gefi kost á sér á ný en flestir gera ráð fyr- ir því. Petre Roman, fyrrverandi forsætisráð- herra, hefur Petre Roman skýrt frá framboði sínu en hann fer fyrir flokki er kennir sig við lýðræði og þjóð- frelsi, að sögn dagblaðsins The Moscow Tribune. Heitir Roman, sem er 49 ára gamall, því að verða fyrsti jafn- aðarmaðurinn á forsetastóli landsins. Hann varð fyrsti for- sætisráðherra landsins eftir að Nicolae Ceausescu var steypt 1989 en varð að víkja úr emb- ætti 1991. Námumenn höfðu þá safnað liði og haldið vígreif- ir til höfuðborgarinnar, Búkar- est, með það að markmiði að hrekja Roman frá en stjórn hans hafði staðið fyrir sárs- aukafullum umbótum í átt til frjáls markaðsbúskapar. Roman segist vera „fulltrúi framtíðar en ekki fortíðar" og er ljóst að hann sneiðir þar að Iliescu, fyrrverandi samherja sínum. Forsetanum hefur geng- ið illa að kveða niður grunsemd- ir um að hann hafi ásamt fleiri fyrrverandi kommúnistum nýtt sér tækifærið 1989 er uppreisn- in hófst gegn einræðisherran- um og hrifsað til sín völdin. ERLENT Tyrkland Deilt um tengsl við Vesturlönd Istanbul, Ankara. Reuter. SNURÐA virtist í gær hafa hlaupið á þráðinn í stjómarmyndunarvið- ræðum Velferðarflokksins í Tyrk- landi, flokks heittrúaðra múslima, og Föðurlandsflokks Mesuts Yilmaz. Varaformaður Velferðarflokks- ins, Riza Ulucak, gagnrýndi um- mæli Mesuts Yilmaz, sem er hægri- maður, í viðtali við tyrkneska dag- blaðið Hurriyet. Yilmaz lét þau orð falla að Velferðarflokkurinn, stærsti flokkur landsins eftir kosn- ingarnar 24. desember, ætti einskis annars úrkosti en að fallast á skil- mála Föðurlandsflokksins, sem varð þriðji stærstur í kosningunum. Yilmaz sagði ennfremur að hann myndi slíta stjórnarsamstarfi við Velferðarflokkinn ef hann reyndi að ijúfa tengsl Tyrklands við Vest- urlönd. Necmettin Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins, hafði áður lofað að rifta samningi um tollabandalag við Evrópusambandið, sem tók gildi 1. janúar, og styrkja stöðu Tyrk- lands meðal ríkja múslima. Hann er einnig hlynntur því að Tyrkir gangi úr Atlantshafsbandalaginu. Málefnin enn órædd Gert er ráð fyrir að samið verði um skiptingu ráðuneyta á föstudag eftir átta mánaða óvissu um næstu stjórn en Yilmaz lagði áherslu á að ýmis ágreiningsmál væru enn óleyst. Flokkarnir hefðu ekki enn hafið viðræður um stjórnarsáttmála en stefnt væri að því að þeim lyki fyrir lok mánaðarins. Pat Buchanan sigrar Bob Dole í forkosningum í New Hampshire Kveðst geta myndað breið- fylkingri til að sigra Clinton Gæti valdið klofn- ingi í Repúblik- anaflokknum Columbia, Suður-Karolínu, Manchester, New Hampshire. PAT Buchanan sjónvarpsfréttaskýr- andi bar sigur úr býtum í forkosn- ingum repúblikana í ríkinu New Hampshire á þriðjudag með 27% atkvæða og sagði að ynni hann einn sigur til viðbótar gæti ekkert stöðv- að sig. Bob Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, var í öðru sæti með 26% og Lamar Alexander, fyrrverandi ríkisstjóri í Tennessee, hafnaði í þriðja með 23%. Steve Forbes, auðkýfmgur og útgefandi, sem skoðanakannanir bentu til að að ætti miklu fylgi að fagna, virðist ekki hafa höfðað til kjósenda í New Hampshire og fékk aðeins 12%. Fyrir fáeinum vikum hefði verið talið óhugsandi að Buchanan myndi sigra í New Hampshire og Dole, sem hefur verið í fremstu víglínu banda- rískra stjórnmála í áratugi, var tal- inn ósigrandi. Málflutningur Buc- hanans hefur einkennst af eldmóði, en í sjónvarpsviðtali í gærmorgun rétti hann flokkssystkinum sínum úr röðum repúblikana sáttahönd og kvaðst geta sett saman breiðfylk- ingu, sem hann gæti leitt til sigurs í forsetakosningunum í nóvember. Buchanan hefur gagnrýnt kerfíð og samninga á borð við Almenna samkomulagið um tolla og viðskipti (GATT) og Fríverslunarsamning Norður-Ameríku (NAFTA) milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Hann sagði fyrir forkosningarnar að „í Washington skylfu menn á beinunum" yfir framboði sínu. „Ég vil skora á þessa menn í Washington,“ sagði hann í viðtali við sjónvarpsstöðina NBC, sem tek- ið var í Columbia í Suður-Karolínu, þar sem gengið verður til forkosn- inga 2. mars. „Það er ljóst að ég er fulltrúi kjósenda í verkamanna- stétt. Ég get náð í þá alla. Ef þess- ir menn [í Washington] bara opna dyrnar getum við _sett saman breið- fylkingu, sem mun sigra Bill Clint- on. En í guðanna bænum, hættið að uppnefna hlutina í skelfingu, hegðið ykkur eins og fullorðnir menn og gefið kost á ykkur til að ræða málefnin: Eru þessir viðskipta- samningar góðir fyrir Bandaríkin?" Buchanan hefur kallað Dole hold- gerving hagsmunagæslu íjölþjóða- fyrirtækja, sem hvað ákafast studdu GATT og NAFTA, og hefur einnig gagnrýnt fyrirtæki harkalega fyrir fjöldauppsagnir, sem átt hafa sér stað undanfarið. Verður að teljast óvenjulegt að repúblikani veitist svo hatrammlega gegn hagsmunum í viðskiptum. „Miðjan og öfgarnar" Þetta er þriðja tilraun Doles til að næla í útnefningu repúblikana- flokksins til forsetaframboðs. 1 bæði fyrri skiptin, 1980 og 1988, beið framboð hans skipbrot í New Hampshire og fréttaskýrendur leiða getum að því að enn muni örlög Doles ráðast í ríkinu. „Baráttan stendur nú milli miðj- unnar og öfganna,“ sagði Dole við blaðamenn í Manchester í New Hampshire í gær. „Haldið ykkur í sætisólarnar því að ferðin er rétt að hefjast. Dole sagði að barist væri um hjarta og sál Repúblikanaflokksins. „Ég veit að [Buchanan] höfðar til óttans í hjörtum fólks, hann not- ar ótta almennings," sagði Dole. „Ég vil biðla til vona fólksins. Þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýst PAT Buchanan hrósaði sigri í forkosningum repúblikana í New Hampshire á þriðjudag og hér brosir hann sínu breiðasta með systur sína og kosningasljóra, Bay, sér við hlið. Reutcr BOB Dole var heldur niðurlútur þegar tilkynnt var að hann hefði hafnað í öðru sæti forkosninganna í New Hampshire á þriðjudag. um að tilnefna repúblikana, sem getur sigrað Bill Clinton í nóvem- ber.“ Dole bætti því við að flokkurinn hefði ekki efni á að tilnefna mann af ,jaðri“ stjórnmálanna, sem væri verndarhyggjumaður og fylgdi ein- angrunarstefnu. Alexander var ekki langt á eftir Buchanan og Dole í New Hamps- hire. Hann var einnig í þriðja sæti í kjöri í Iowa í síðustu viku og er því Ijóst að þessir þrír munu berjast um útnefninguna. Alexander gagnrýndi Dole fyrir stefnuleysi fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Þegar úrslit voru ljós sagði Alexander að Dole myndi ekki geta jafnað sig eftir þetta áfall og hvatti hann til þess að draga sig í hlé. Þá gætu Alexander og Buchan- an háð hina hugmyndafræðilegu baráttu um framtíð Repúblikana- flokksins ótruflaðir. „Einhver þarf að takast á við Buchananisma," sagði Alexander í samtali við sjónvarpsstöðina NBC. Aðeins einn sigur í viðbót? Buchanan sagði að hann þyrfti aðeins að sigra í einum mikilvægum forkosningum í viðbót til að gera út af við framboð Doles og það myndi tryggja honum tilnefningu repúblikana. Það er hins vegar ekki hægt að afskrifa Döle. Hann kann að hafa átt erfitt uppdráttar í forkosningun- um í New Hampshire, en hann á fullar kistur kosningafjár og hefur vel smurða kosningavél og er því mun betur í stakk búinn til þes að halda uppi öflugri kosningabaráttu í 23 forkosningum, sem haldnar verða á næstu þremur vikum, en andstæðingarnir. Eins og áður sagði hafnaði Forb- es í fjórða sæti. Fyrir nokkrum vik- um virtist hann eiga kost á sigri, en eftir kjörið í Iowa og New Hampshire virðist allur vindur úr seglum hans. Forbes kvaðst þó ætla að halda kosningabaráttunni ótrauður áfram. Aðrir frambjóðend- ur náðu ekki 5% fylgi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur ekki fengið mótframboð úr röðum demókrata og fékk rúmlega 90% atkvæða í forkosningum flokks síns í New Hampshire. Kosninga- baráttan var sýnu auðveldari nú, en fyrir fjórum árum þegar hann lenti í miklum vandræðum og frétt- ir af framhjáhaldi höfðu næstum gert út af við framboð hans. Buchanan gæti klofið repúblikana Stjórnmálaskýrendur sögðu að sigur Buchanans gæti valdið klofn- ingi í Repbúblikanaflokknum og valdahópar í flokknum myndu leggja allt að mörkum til að hefta framgöngu hans. „Það má ekki enn segja Buchanan sign rstranglcgastan, “ sagði Kevin Phillips, fréttaskýrandi og repúblik- ani. „Forysta Repúblikanaflokksins á eftir að hefja gagnsókn og þar á meðal eru allir ríkisstjórar og fulltrú- ar stórfyrirtækja úr röðum repúblik- ana, sem munu fylkja sér um Dole. Fréttaskýrendur hafa jafnvel leitt að því getum að sigri Buchanan í forkosningunum gætu repúblikanar reynt að fínna einhvern annan til að gera að forsetaframbjóðanda á flokksþinginu í sumar, einhvern á borð við Colin Powell, fyrverandi yfirmann bandaríska herráðsins og þjóðaröryggisráðgjafa, sem orðaður var við framboð í upphafi vetrar, en ákvað að gefa ekki kost á sér. Það verður hins vegar að teljast hæpið að flokkurinn kæmist upp með að hlutast til um niðurstöðu forkosninga í öllum ríkjum Banda- ríkjanna án þess að valda meiri klofningi, en framboð Buchanans gæti leitt af sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.