Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 19 „Stríð og friður“ frá morgni til kvölds STÓRMYNDIN „Stríð og friður“, byggð á samnefndri skáldsögu Lévs Tolstoj verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 24. febrúar næstkomandi. Kvikmyndin verður sýnd í heild sinni þennan dag, þ.e. allir 4 hlut- arnir: 1) Andrei Bolkonsky, 2) Nat- asha Rostova, 3) 1812 og 4) Pierre Bezakhov. Heildarsýningartími myndarinnar er um sex og hálf klukkustund, en hlé verða gerð á sýningunni milli einstakra myndar- hluta, 2 hálftíma kaffihlé og klukkustundar matarhlé. Bornar verða fram kaffi- og matarveitingar í hléunum, meðal annars þjóðlegir rússneskir réttir. Kvikmyndasýningin hefst kl. 10 að morgni laugardagsins 24. febr- úar og lýkur um kl. 18.30 að kvöldi. Kvikmyndin „Stríð og friður" var gerð í Sovétríkjunum á árunum 1966 og 1967 og var leikstjórinn Sergei Bondartsjúk, sem jafnframt fer með eitt aðalhlutverkið. Myndin er talsett á ensku. Vegna takmarkaðs sætaframboðs verður aðgangur að bíósalnum aðeins heimilaður gegn framvísun miða sem seldir verða í MÍR fyrirfram, daglega kl. 17-18. Innifalið í miða- verði er máltíð og kaffiveitingar í hléum. Fjórtán Lang- brækur IDAG verður opnuð sýning í Gallerí Umbru á Bernhöftstorfu. Það eru 14 Langbrækur sem þar munu sýna verk sín en húsnæði Úmbru er einmitt það sama og hýsti Gallerí Langbrók lengst af. Margir muna eftir Gallerí Langbrók. Langbrækurnar voru hópur listakvenna sem áttu sinn þátt í menningarlífi borgarinnar árum saman. I hópnum voru upp- haflega 12 konur en hann tók síðan breytingum. Þær hófu rekstur Gallerí Langbrókar að Vitastíg 12 sumarið 1978 og voru meðal brautryðjenda í rekstri slíkra gallería í Reykjavík. Langbrækur voru fjórtán þeg- ar þær gerðust landnemar á Torf- unni 1980 og nokkrum árum seinna fjölgaði um tíu. Árið 1986 var Langbrókin lögð niður. Þær Langbrækur sem nú sýna eru: Asrún Kristjánsdóttir, Elísa- bet Haraldsdóttir, Eva Vilhelms- dóttir, Guðný Magnúsdóttir, Guð- rún Auðunsdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir, Guðrún Marínósdóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ragna Róberts- dóttir, Sigrún Eldjárn, Sigrún Guðmundsdóttir, Steinunn Bergsdóttir oog Þorbjörg Þórð- ardóttir. í júní 1980 opnuðu fjórtán Langbrækur sýningu á smá- myndum sem þær kölluðu Smæli. Það er til heiðurs minningunni um þessa sýningu sem sýningin núna er lialdin. Aftur verða sýndar smámyndir og verður hámarksstærð þeirra 14 sinnum 14 cm. Sýningin stendur til 13. mars. Hún er opin frá kl. 13-18 alla daga nema kl. 14-18 sunnudaga og lokuð mánudaga. -----»-♦-■♦- Dagur tónlistar- skólanna FÖSTUDAGURINN 24. febrúar er dagur tónlistarskólanna á Islandi. A tólfta þúsund íslendinga á öllum aldri stundar nú nám í tónlistarskól- um. í tilefni af degi tónlistarskólanna verður opið hús í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar föstudaginn 24. fe- brúar kl. 15-19. Heitt verður á könn- unni og er gestum boðið að skoða hljóðfæri skólans og fræðast um starfsemi hans. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag, nema hvað kóræfing verður kl. 16. öryggi, kraftur mm iú og þægindi Einstaklega vandaður og vel búinn fjölskyldubíll I Öryggisbúnaður í sérflokki 12 Öryggisloftpúðar (air bag) Hliðarárekstrarvörn Hæðarstilling á öryggisbeltum Krumpsvæði framan og aftan Rafstýrð hæðarstilling á framljósum Helsti búnaður m.a. Aflmikil 16 ventla vél 86 hestöfl Vökvastýri/veltistýri Rafdrifnar rúðuvindur Samlæsingar Rafstýrðir útispeglar Útvarp/segulband 4 hátalarar Upphituð framsæti Dagljósabúnaður $ SUZUKI .....•////- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17-108 Reykjavík - sími: 568 5100 SUZUKI- afl og öryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.