Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 21 Menningarverð- laun Austur- Skaftafellssýslu Karlakórinn Jökull hlut- skarpastur Hornafirði - Menningarmálanefnd Austur-Skaftafellssýslu hefur lok- ið störfum sínum fyrir veitingu Menningarverðlauna 1995. Veit- ingin fór fram við hátiðlega at- höfn að Hótel Höfn 15. feb. sl. Zophonías Torfason, formaður nefndarinnar, tjáði í ræðu sinni að til umfjöllunar hjá þeim hafi verið fjórir aðilar. Þau Helga Er- lendsdóttir fyrir rekstur Gallerí Helgu að Árnanesi þar sem sýndir eru og seldir listmunir hennar sjálfrar ásamt fjölda annarra lista- manna, Þorsteinn Geirsson, Reyð- ará, fyrir útgáfu bókarinnar Gamla hugljúfa sveit II. Af mönn- um og málefnum í Austur-Skafta- fellssýslu, Magnús J. Magnússon fyrir starf að leiklist með ungu fólki en mikil gróska hefur verið í leiklist yngi-a fólksins síðustu ár fyrir tilstuðlan Magnúsar. Að lok- um Karlakórinn Jökull fyrir ára- tuga starf í þágu sönglistar og það þrekvirki að halda Kötlumótið, en það er kóramót sunnlenskra karlakóra. Mót þetta var haldið á Homafirði sl. vor með miklum sóma og var meiriháttar menningarvið- burður í sýslunni. Karlakórinn Jök- ull varð ofan á í umfjölluninni og var útnefndur til verðlaunanna. Eftir að Magnús Friðfinnsson, for- maður kórsins, hafði tekið við við- urkenningarskjali til staðfestingar Menningarverðlaununum úr hendi Sturlaugs Þorsteinssonar, bæjar- stjóra og framkvæmdastjóra sýslu- nefndar, söng kórinn tvö lög og sýndi að hann er vel að viðurkenn- ingunni kominn. -----♦.» ------ Fyrirlestur um „skáld skáldanna“ FORSTJÓRI Norræna hússins Tor- ben Rasmussen flytur fyrirlesturinn „Per Hojholt - digternes digter“ í Norræna húsinu á sunnudag kl. 16. Danski rithöfundurinn Per Hoj- holt, f. 1928, hefur frá því að hann sendi frá sér fyrstu bók sína í lok fimmta áratugarins skipað stóran sess í bókmenntalífinu í Danmörku. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að hann sé mjög_ þekktur í Danmörku - hvað þá á íslandi. „Ahrif hans á danskar bók- menntir hafa þó verið allmikil og segja má að hann hafi verið „skáld skáldanna" eða „skáld bókmennta- gagnrýnendanna," segir í kynn- ingu. Að mati margra eru verk Hoj- holts óaðgengileg. Torben Ras- mussen mun í fyrirlestri sínum leit- ast við að sýna annað. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. -----» » <----- Nomus styrkir „Rhodymenia Palmata“ NORRÆNA tónlistarnefndin, No- mus, ákvað á fundi sínum í Marie- hamn 15. og 16 febrúar sl. að styrkja fjölmörg samnorræn tónlist- arverkefni. Meðal þeirra sem hljóta styrk er Norræna húsið í Reykjavík vegna ferðar til Noregs og Dan- merkur með óperuna „Rhodymenia Palmata" eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Styrkurinn nemur 25.000 sænskum krónum. KARLAKÓRINN Jökull hlaut verðlaun fyrir áratuga starf í þágu sönglistar Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson D KAUPIÐ 2 STK. EN FAIÐ 3 STK. af Sloggi Maxi • Stær&ir 40 til 50 95% bómull Takið 3 en borgið fyrir 2 Verð kr. 1.436 Tilboð þetta stendur aðeins meðan birgðir endast Reyhjmh: Hagkaup Skeifunni o§ Kringlunni, BorgíirnðS: Kaupf. Borgfirðinga Blönduk Kaupf. Húnvetninga EgilssA Kaupf. Héraðsbúa Borgar Apótek, Otympia, Gullbrá Gmhrfjörkr-. Fell SflMJar/jró/éur: Kaupf. Skagfirðinga Höfn Hornafirk Kaupf. A-Skaftfellinga Hafnarfiörhr; Bergþóra Nýborg, Embla ísafjörkr; Krisma Akureyri: Amaró, KEA, Hrísalundi, Helld: Höfn-Þríhyrningur Mosfellskr: Versl Fell Boíiiprvíft: Bjarni Eiríksson KEA, vöruhús VdíiiMiiKiep: Mozart Alrnnes: Perla Patrásfjörkr: Höggið Hiisnvífi: Kaupf. Þingeyinga KðfluvíÉ: Samkaup Mývfltn: Verslunin Sel Gríndflvifi: Paloma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.