Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 23 Gömlu gullin unga Steven Lidz. Foreldrar hans eiga í miklum erfiðleikum og erjur þeirra setja mikinn og ljótan svip á heimilishaldið. Drengurinn ungi þolir illa við og svo fer að hann flýr ástandið og leitar ásjár hjá tveimur frændum sínum sem binda bagga sína vægast sagt ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann öðlast nýja sýn á lífið og tilveruna í vist- inni og nú er það undir foreldrunum komið hvort drengurinn hefur áhuga á að snúa aftur til þeirra. Þau John Turturro og Andie McDowell eru í hlutverkum foreldr- anha en drengurinn ungi er leikinn af Nathan Watt. Frændurnir tveir eru leiknir af Michael Richards og Maury Chaykin. Tónlistin í mynd- inni er tilnefnd til Óskarsverðlauna . Tarantino, Duvall og Menaul LEIKLIST Fjölbrautaskólinn B r c i ð h o 11 i SUMAR Á SÝRLANDI Leikstjóri og handritshöfundur: Guð- mundur R Kristjánsson. Tónlistar- stjóri: Valgeir Guðjónsson. Danshöf- undar: Kolbrún Jónsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir. Leikendur: Nemend- ur Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Frumsýning í íslensku óperunni 20. febrúar. ÞAÐ sem er gott við þetta verk- efnisval hjá þeim Breiðhyltingum er um leið ekki það sem gæti ver- ið best. Það er ljúft að heyra þessa ellismelli þeirra Stuðmanna því hartnær öll tónlist þeirra er þægi- legur hluti af endurminningu allra sem hafa rakað sig oftar en tvisv- ar, viðhorfstónlist sem á sinn hátt er sönn og ekkert ýkja sýrð. Það dettur engum í hug að hlaupa út og lauma upp í sig Eiturtöflunni (hví ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum? E fyrir eitur!) eftir að heyra þennan tónaglaum. En á móti spyr maður: Hvar eru Stuð- menn dagsins í dag? Hvers vegna skríða þeir ekki út úr skápnum, skapandi tónlistarfíklar í efri byggðum og búa þetta einfaldlega til sjálfir? Alveg er ég viss um að í FB er ungt fólk sem þarf ekki að semja tilbrigði við æskustef feðranna en getur slegið sinn eigin tón. Semsagt: Tónlistin gömul og góð og stundum alveg þokkalega sungin og dönsuð. Sú hugmynd léíkstjórans að spinna söguþráð um tónlistina á hljómplötu Stuðmanna er í sjálfu sér góð og gild. Þó hefði mátt gera mun meiri kröfur um persónusköpun, stílgerð og bún- inga. FB á betra skilið í sýningar- starfsemi sinni en nokkra aula- branda sem eiga að tengja saman gamla hatta. í þessari sýningu mistókst að setja upp „sjó“. Mér kom i hug sýning Menntaskólans við Sund í íslensku óperunni í fyrra. Þar var á ferðinni æskuafl og agi, listræn heildarsýn sem var í senn ánægju- legt að verða vitni að og þátttak- endum dýrmætur skóli. Þennan skóla eiga áhugasamir nemendur í FB fortakslaust skilið. Þeir bein- línis þurfa að verða þátttakendur í skapandi uppsetningu efnis í leik- starfsemi sinni, skapandi fram- kvæmd sem byggir á þekkingu og reynslu en ekki nærtækum og til- viljanakenndum lausnum. Guðbrandur Gíslason Auk þessara sjö úrvalskvik- mynda eru þijár sérlega athyglis- verðar myndir í boði á hátíðinni. Þær eru Júlíveislan, Gæfuspil og Stjörn- uskin. Þeir félagar, James Ivory og Ismail Merchant, framleiða ekki að- eins eigin kvikmyndir, heldur að- stoða þeir einnig aðra kvikmynda- gerðarmenn við að koma klassískum verkum á hvíta tjaldið. Dæmi um þetta er kvikmyndin Júlíveislan eftir enska leikstjórann Christopher Me- naul sem byggð er á sígildri skáld- sögu H.E. Bates. í helstu hlutverk- um eru Embeth Davidtz, Greg Wise, James Purefoy, Kenneth Anderson og Ben Chaplin. Kvikmyndin Gæfuspil er fyrsta verkefni leikstjórans unga Jack Bar- an sem best er þekktur sem fram- leiðandi í Hollywood. Handritið er eftir þá félaga Robert Ramsey og Matthew Stone en sérstaka við- urkenningu fengu þeir fyrir hug- myndina á Sundance kvikmyndahá- tíðinni virtu á síðasta ári. Gæfuspil segir af tugthúslimnum Julian Goddard sem flýr úr vistinni og fer til Las Vegas að finna ráns- feng sinn og gömlu kærustuna, hana Lucille. Á leiðinni hittir hann Johnny Destiny, vafasaman náunga með ólæknandi spiladellu, og nýtur hann aðstoðar hans við að koma málunum á hreint. Leikaraliðið í myndinni er ekki af verri endanum en hér skulu þó aðeins nefndir Quentin Tarant- ino, leikstjórinn frægi, sem leikur Johnny Destiny og Jim Belushi sem fer með hlutverk Tuerto, forpokaðs spilavítiseiganda í Las Vegas. Það er svo stórleikarinn Robert Duvall sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Stjörnuskin í leik- stjórn James Keach. Clint Eastwood er framleiðandi þessarar mögnuðu sögu af olíuleitarmanni sem hverfur frá Texas eftir að gæfan virðist hafa snúið við honum bakinu. Hann hyggur á ferð til hinnar fyrirheitnu Kaliforníu en á leiðinni gerir hann stuttan stans á hrörlegum bóndabæ í nágrenni við smábæinn Henríettu í Texas. Bærinn sá er á hraðri niður- leið og fátt gerist. þar fréttnæmt. En þrátt fyrir það sér gamli olíuref- urinn möguleika í sandinum og fær heimilismenn til að aðstoða sig við að fjármagna þar olíuleit. Höfundur er námsmaður ★ Fyrir strikamerki • Aflesarapennar • CCD aflesarar (byssur) • Úrvals verð og vara J. tiSTVRlDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjovík, sími 552 3580. dœrobnœramica -i-4 ié Stórhöroa 17 vlfl Gulllnbrti, síml S67 4844 Hefurðu augastaðá IftjULlllÖ? Við getum því miður ekki selt þér hana en við getum selt þér glæsilega 2ja eða Bja herbergja íbúð í Sóltúni 28, þar sem þú getur notið Esjunnar í öllum sínum blæbrigðum. Sóltún 28 er í Kirkjutúnshverf- inu, sem er grænt hverfi milli Kringlumýrarbrautar og Nóa- túns. Stutt er í helstu verslanir og útivistarsvæðið í Laugardalnum tengist Kirkjutúnssvæðinu með göngubrú yfir Kringlumýrarbraut- ina. Húsið er átta hæða með fjórum íbúðum á hæð og er lyftu og stiga- gangi komið fyrir í miðju þess. Stór þakgluggi veitir skemmtilegri birtu yfir stigaganginn. Ibúðirnar eru seldar fullbúnar með vönd- uðum íslenskum innréttingum, án gólf- efna, en baðherbergi erflísalagt. Húsið verður álklætt að utan, sameign tilbúin og lóð fullgerð. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. flf Grunnmynd af 3ja herbergja íbúð. Kynnið ykkur spennandi húsnæði á frábærum stað! HGrk|iitúii ÍSTAK ÁLFTÁRÓS Sími 562 2700 Sími 564 1340 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.