Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NAUÐSYNLEGAR BREYTINGAR BREYTINGAR þær, sem kveðið er á um í tveimur frumvörp- um um starfsmannamál ríkisins, sem fjármálaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi, eru skynsamlegar og nauðsynleg- ar til þess að ná fram nauðsynlegri hagkvæmni og skilvirkni í rekstri hins opinbera. Með frumvörpunum er fyrst og fremst verið að samræma réttindi, þar með talin lífeyrisréttindi, og skyldur ríkisstarfs- manna því, sem gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Slík breyting er löngu tímabær. Margar sérreglur um ríkisstarfs- menn eru úreltar nú þegar ríkið er löngu orðið stærsti vinnu- veitandinn í Iandinu og ríkisstarfsmenn njóta ekki lengur þeirr- ar sérstöðu, sem fámennur hópur embættismanna gerði áður. I frumvarpi um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna er ein helzta breytingin afnám æviráðningar flestra opinberra starfs- manna, þótt þeir ríkisstarfsmenn, sem ekki hafa samnings- og verkfallsrétt, njóti áfram aukins réttaröryggis, t.d. skipunar í embætti til fimm ára í senn. Jafnframt er ákvæðum um bið- laun breytt þannig að tekið er fyrir þann möguleika að starfs- maður ríkisfyrirtækis, sem breytt er í hlutafélag, geti haft tvö- föld laun í allt að ári þótt hann gegni sama starfinu áfram. Hvort tveggja hljóta þetta að teljast eðlilegar breytingar, og sú síðari raunar svo sjálfsögð að um hana ætti ekki að þurfa að fjölyrða. Hvað afnám æviráðningar varðar er hún opinberum starfsmönnum tvímælalaust hvatning til að standa sig í starfi. Með breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna eru lífeyrisréttindi færð til, eins og bent hefur verið á. Ríkis- starfsmenn ættu þó að fagna því að staða lífeyrissjóðs þeirra verði tryggð. Þeir njóta áfram betri lífeyrisréttar en starfs- menn einkafyrirtækja, eins og sést á því að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra telur að til að standa undir skuldbindingum lífeyrissjóðsins þurfi ríkið að greiða 10,5% af launum, til viðbót- ar við framlag starfsmanns. Einkafyrirtæki greiða 6% af laun- um starfsmanna sinna til lífeyrissjóða. Morgunblaðið hefur áður hvatt til þess að á móti samræm- ingu á réttindum ríkisstarfsmanna við það, sem gerist hjá einka- fyrirtækjum, fái ríkisstarfsmenn að sömu möguleika á umbun fyrir vel unnin störf og starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Að slíku er stefnt með ákvæðum frumvarpsins um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, sem gera ráð fyrir auknu sjálfstæði stjórnenda ríkisstarfsmanna til að umbuna starfsfólki umfram föst laun og að skýrar reglur gildi um framgang í starfi hjá hinu opinbera. Á heildina litið ættu breytingarnar, sem lagðar eru til, að koma bæði ríkisstarfsmönnum og vinnuveitanda þeirra, skatt- greiðendum, til góða. Samtök starfsmanna hins opinbera hljóta að horfa á heildarmyndina þegar þau vega og meta tillögurn- ar, sem ræddar verða á Alþingi. Á HIÐ OPINBERA AÐ REKA APÓTEK? SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að fjárhagslegur að- skilnaður skuli fara fram milli sjúkrahússapóteka Landspít- ala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og annars reksturs spítalanna eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Verður starfsemi apótekanna frá og með þeim tíma í sér- stakri einingu innan viðkomandi sjúkrahúss. Reikningshald þeirra verður sjálfstætt og reikningsskil gerð í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga. Eignir, sem sjúkrahúsin leggja apótekunum til, á að yfir- færa á markaðsvirði sé þess kostur, en annars á endurkaups- verði að'frádregnum h'æfilegum afskriftum. Nýti apótékið sér þjónustu sjúkrahúsa, t.d. varðandi yfirstjórn eða tölvuvinnslu, ber að greiða fyrir þá þjónustu líkt og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Úrskurður Samkeppnisráðs er út af fyrir sig skref í rétta átt en aðalatriði málsins er þó það, að ríkið og/eða sveitarfélög eiga ekki að vasast í rekstri apóteka enda enginn skortur á einkafyrirtækjum, sem eru reiðubúin að veita slíka þjónustu. Opinber rekstur á apótekum er dæmi um að opinberir aðilar hefja atvinnurekstur á nýjum sviðum á sama tíma og stjórn- völd boða einkavæðingu ríkisfyrirtækja, sem fyrir eru. Ef á annað borð er talið nauðsynlegt að reka apótek innan spítala er eðlilegt að bjóða aðstöðu til reksturs þeirra út og leigja þá aðstöðu hæstbjóðanda. Það má telja víst, að apótek, sem rekið er innan spítala, hafi sérstaka aðstöðu til þess að komast f sambandi við viðskiptavini. Þess vegna má telja lík- legt, að margir verði til að bjóða í þá aðstöðu og leigugjaldið mundi þá renna til viðkomandi sjúkrahúss. Veðurhæðin náði ekki hámarki á sama tíma o g háflæðið var í gærmorgun og kom það í veg fyrir að skemmdir yrðu eins miklar og spáð hafði verið Sj ór gekk á land o g olli víða 1j óni gluggum þeirra húsa sem helst voru í hættu vegna sjávargangs og voru í fyrrakvöld búnir að skera til plötur sem negldar voru fyrir glugga 17 húsa. Óveðrið byrjaði með hvelli um fimmleytið í gærmorgun. Sjór gekk yfir Brimnesveginn og bar nokkuð af steinum á land. Mikið var um vatnsleka í kjöllurum en tjón varð ekki verulegt, eftir því sem best er vitað. Frárennslislögn frá Vestfirsk- um skelfiski fór í sundur í gærmorg- un og var engin starfsemi hjá fyrir- tækinu í gær. Lögreglan á ísafírði sendi tvo menn til Flateyrar og voru þeir til taks ásamt björgunarsveitarmönn- um fram á morgun. Ketilhurð á spennistöð Orkubús Vestfjarða á Flateyri fór af snemma í gærmorgun og vaknaði fólk í ná- grenninu við hvellinn. Tjón á bryggju á Reykhólum Á Reykhólum urðu þó nokkrar skemmdir á bryggju og hafnargarði Reykhólahafnar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Bjarna Halldórssyni, forstjóra Þörungaverksmiðjunnar, skemmdist gijótgarður og malbik féll af og varð ófært niður á bryggj- una. Karlseynni, skipi Þörunga- vinnslunnar, var komið í skjól og skemmdist hún ekkert. Miklar skemmdir urðu við höfn- ina í Flatey og barst stórgrýti og hnullungar á land. Tvær jullur brotnuðu og veggir reykkofa Haf- steins Guðmundssonar brotnuðu undan sjógangi en kjötið skemmdist ekki. Oddbjarnarsker sást vel í kíki frá Flatey í gærmorgun en hvort tjón varð þar, er ekki vitað. Tjón varð á fjárhúsi við bæinn Fagranes í Skagafirði þegar 20 þakplötur fuku af húsinu. Hjálpar- sveitarmenn frá Sauðárkróki komu á staðinn og gerðu við þakið. Sjór gekk yfir vegi Hjá Vegagerð ríkisins fengust í gær þær upplýsingar að sjór hefði gengið yfir Vesturlandsveg í Brynjudal og hjá Móum á Kjalar- nesi. Loka varð veginum um tíma í gærmorgun en við Móa var hægt að beina umferð á gamla veginn. Hreinsun var lokið um hádegið. Skemmdir urðu á veginum rétt austan við Ólafsvík og varð að loka honum um tíma. í Gilsfjarðarbotni flæddi sjórinn yfir veginn á þriggja kílómetra kafla og skemmdist veg- urinn eitthvað. Sjódýptin mun hafa verið um einn metri. Holtavörðu- heiði og Öxnadalsheiði var lokað vegna veðurs í gærmorgun en Holtavörðuheiðin var opnuð aftur síðdegis. Þá var kominn sandbylur á Mývatnssandi. Sjóvarnar- garður brotnaði EINA umtalsverða tjónið sem vitað er til að orðið hafi í óveðrinu í Reykja- vík í gærmorgun var þegar sjóvarn- argarður við skolphreinsistöðina við Mýrargötu brotnaði niður að hluta, en hreinsistöðin var þó ekki í neinni hættu af þeim sökum. Lögregla, slökkvilið, borgarstarfs- menn og björgunarsveitarmenn í Reykjavík voru í viðbragðsstöðu í gærmorgun þegar háflæði var um kl. 8, en tjón af völdum sjógangs varð heldur minna en menn áttu von á. Slökkviliðsmenn höfðu hins vegar í nógu að snúast við að aðstoða fólk þegar leið á daginn og hvassviðri ágerðist, en þakplötur losnuðu þá víða og gluggar fuku upp. Að sögn Sigurðar Skarphéðinsson- ar gatnamálastjóra vann 15-20 manna hópur úr hverfabækistöðvum gatnamálastjóra ásamt tækjabúnaði við að bera grjót á hleðslur og hreinsa Eiðsgrandan þar sem sjór og gijót gengu yfir Eiðsgranda, en honum þurfti að loka í nokkra klukkutíma. Þá varð smávægileg teppa á Sæ- braut sem stóð mjög stutt og sama varð í Faxaskjóli. Björgunarsveitarmenn og borgar- starfsmenn þurftu að bjarga gömlum vinnuskúr við skolpdælustöðina við Mýrargötu, en í honum var dreifistöð og rafmagnstafla vegna byggingar- framkvæmda við stöðina. Sigurður sagði að í skúrnum hefði verið tækja- búnaður að verðmæti um 1,5 milljón- ir króna sem tekist hefði að bjarga að mestu óskemmdum, en skúrinn sjálfur hefði hins vegar eyðilagst. „Okkur finnst gremjulegast að þessi skúr átti að fara niður nú í vikulokin, en nú þarf að tengja hann aftur fyrir einhveija tugi þúsunda til að skaffa rafmagn í einhveija daga,“ sagði hann. Sjór flæddi inn í kjallara á Álftanesi Sjórínn kom upp um gólfið ÁGANGUR sjávar varð ekki eins mikill í gærmorgun og óttast hafði verið vegna þess að veðurhæð náði ekki hámarki á sama tíma og há- flæði var, heldur nokkru síðar. Tjón varð þó á nokkrum stöðum, bæði þar sem sjór gekk á land og vegna veðurs. Að sögn Braga Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu ís- lands, er þetta versta veður sem yfir landið hefur gengið frá því lægðin, sem olli snjóflóðinu á Flat- eyri í október, gekk yfir. í gær var suðvestan stormur eða rok um allt land, 9-10 vindstig, og ofsaveður á stöku stað og gekk á með éljum um allt vestanvert landið með skafrenningi. Veðurhæðin náði hámarki á tímabilinu frá klukkan átta til tvö eftir því hvar var á land- inu. í Reykjavík komu hviður um níuleytið sem voru 63 og 64 hnútar eða 12 vindstig og um eittleytið kom hviða sem var 11 vindstig. Síðdegis hafði lægt niður í hvassviðri og storm í éljum. Þá var hitastig í Reykjavík komið niður í 3 stiga frost en var um frostmark klukkan níu í gærmorgun. Önnur lægð í gerjun Bragi sagði að í geijun væri lægð sem yrði væntanlega skammt út af Breiðafirði um miðjan dag í dag. Þá yrði kominn suðvestan stinnings- kaldi eða allhvast og éljagangur um allt sunnanvert landið en hægari austan- og suðaustanátt og víða snjókoma um norðanvert landið. Spáin fyrir laugardag, sunnudag og mánudag gerir ráð fyrir norðaust- anátt um allt land, hvassviðri á Vestfjörðum, heldur hægara í öðr- um landshlutum, snjókomu og élja- gangi norðanlands og þurru að mestu syðra og frosti um allt land. Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum Nokkrar rafmagnstruflanir urðu á Vestfjörðum. Um klukkan fimm i gærmorgun datt vesturlína Lands- virkjunar út þegar vírar slógust saman og var að detta út öðru hvoru til klukkan ellefu. Þetta hafði áhrif BJÖRGUNARSVEITARMENN nutu aðstoðar lyftara við að komast upp á þak. Þakplötur fuku á Hellissandi ÞAKPLÖTUR losnuðu af þaki fisk- vinnsluhúss Jökuls hf. á Hellissandi í gær. Björgunarsveitarmönnum tókst við illan leik að negla lausar plötur og koma þannig í veg fyrir að verulegt tjón hlytist. Plötur losn- uðu einnig af þaki tveggja gamalla íbúðarhúsa á staðnum, en björgun- arsveitarmönnum tókst. að varna tjóni. Mjög hvasst var á Hellissandi í gær. Ekkert Ijón varð þó vegna sjávargangs. Skömmu fyrir hádegi losnaði þakjárn af húsi Jökuls og fauk ein og hálf plata áður en björgunarsveitarmönnum tókst að negla lausar plötur fastar. Björg- unarsveitarmenn settu sig í tals- verða hættu við verkið, en ekki var stætt á þakinu og það var hált. Morgunblaðið/Ásdís JÓN Höskuldsson, eiginmaður Elínar, lét ekki sitt eftir liggja í gærmorgun. Með gröfunni er grafin rás til að veita sjónum út af lóðinni. Mikið hvassviðri var á nesinu og rafmagnið fór af og til af inni í húsinu. Björgunarsveitarmenn voru i óða önn að dæla vatni úr geymslu í kjallaranum. í geymslunni geyma Jón og Elín innbú sonar síns. Hann telur líklegt að innbúið sé ónýtt. 60 til 100 sm djúpur sjór í kjallaranum Á BILINU 60 til 100 sm djúpur sjór var í kjallara Litlubæjarvarar 15 á Álftanesi þegar mest var í flóðinu, að því er Gunnar Ægir Guðmundsson í sjóflokki Fiskakletts í Hafnarfirði segir. Gunnar Ægir sagði að björgunar- sveitarmenn hefðu verið í viðbragðs- stöðu frá því kl. 5.45 um morguninn. Fyrstu fjórir björgunarsveitarmenn- irnir hefðu verið komnir að húsinu um níuleytið. Smám saman hefði fjölgað í hópnum og skátar í Hafnar- firði hefðu lagt hönd á plóginn. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að dæla sjó með díseldælu upp úr kjallaranum og frá húsinu. Bæjar- starfsmenn hefðu tekið að sér að veita sjónum með gröfu frá húsinu út í sjóinn aftur. Skarð var gert í varnargarð við lóðarmörkin til að veita sjónum út. Of lágur varnargarður Gunnar Ægir sagðist ekki vita um önnur útköll vegna flóðanna og tók fram að varnargarðurinn væri um metra hærri við næstu hús. Varnar- garðurinn við húsið væri alltof lágur, eða um einn metri á hæð, til að gera gagn í flóðinu. Sjór flæddi auðveld- lega yfir garðinn og inn á lóðina. Gunnar sagði að á bilinu 15 til 20 manns hefðu unnið að því að tæma kjallarann um tíuleytið. Lokið hafði verið við að dæla úr svefnálmu kjall- arans og unnið var af kappi við að dæla úr geymslunni. á rafmagn á þéttbýlisstöðum alveg frá Patreksfirði og norður í Isafjarð- ardjúp til Súðavíkur. Að sögn Sölva Sólbergssonar, tæknifræðings hjá Orkubúi Vestfjarða, voru díselvélar keyrðar og var hvergi langvarandi rafmagnsleysi. Einna lengst var rafmagnslaust á bæjum í Önundar- firði þar til bilun fannst og var þá hægt að hleypa rafmagni á alla bæi nema einn. Áð sögn Sölva sluppu línur vel vegna þess hve kalt er og lítil ísing. Hann vissi ekki til þess að neitt stórvægilegt tjón hefði nokkurs staðar orðið. Neglt fyrir glugga á Flateyri Á Flateyri voru gerðar ráðstafan- ir vegna veðursins í fyrradag. Björgunarsveitarmenn tóku mál af „ÉG HEFÐI ekki trúað því að óreyndu að sjórinn gæti komið svona upp um gólfið í fimm ára gömlu húsi. Bygg- ingafulltrúar ættu hins vegar að vita betur og koma í veg fyrir að byggt sé á svona lóðum,“ sagði Elín Jóhanns- dóttir, íbúi í Litlubæjarvör 15 á Álfta- nesi, eftir að sjór hafði flætt inn í kjallara hússins á flóði í gærmorgun. Elín býr í húsinu ásamt Jóni Hösk- uldssyni, eiginmanni sínum, tveimur sonum hjónanna, tengdadóttur og tveimur barnabörnum. Hún segir að fjölskyldan hafi haft vara á sér vegna veðursins. „Við vöknuðum til að fylgjast með veðrinu kl. fimm í morg- un. Þá var orðið töluvert hvasst en ekki farið að falla að. Sjórinn fór svo að gutla inn á lóðina fyrir aftan hús- ið um hálfáttaleytið. Eftir um hálf- tíma var sjórinn kominn upp í 20 sm í kjallaranum," sagði hún. Húsið stendur í 50 til 60 m fjarlægð frá flæðarmálinu miðað við meðal sjávar- stöðu. Við lóðarmörkin fyrir aftan húsið er um metra hár varnargarður og flæddi sjórinn yfir hann og inn í kjallarann. Elín segist hafa hringt í næstu hús eftir aðstoð um áttaleytið. „Ég er svo heppin að vera frá Sveinskoti hérna rétt hjá og við búum fjögur systkinin í götunni. Við vöktum þau og fleiri nágranna upp til að hjálpa okkur. Aðstoðarfólkið hefur hjálpaði okkur að bjarga verðmætum og ausa upp úr kjallaranum. Við gátum svo gripið til dælu sem við höfum notað til að dæla vatni úr kjallaranum undir bíl- skúrnum," segir Elín en björgunar- sveitarmenn komu til hjálpar á níunda tímanum um morguninn. Heimilistryggingin bætir ekki tjónið Húsið er á tveimur 150 fm hæðum og skiptist kjallarinn í tvennt. „Við sofum öll í svefnálmunni en vorum löngu vöknuð svo enginn steig í bleytu í morgun. í hinum hlutanum undir bílskúrnum er geymsla en hún var látin mæta afgangi svo sjórinn fór í einn metra inni í henni. Innbú sonar míns er í geymslunni en hann segir að það sé líklega allt ónýtt,“ sagði Elín og tók fram að í kjallaranum væru ýmis verðmæti, t.d. tölva. Hún sagðist ekki treysta sér til að meta hugsanlegt tjón, en líklega væru öll gólfefni í kjallaránum ónýt. Þegar Elín var spurð að því hvort fjölskyldan væri með heimilistrygg- ingu játti hún því. Hins vegar bætti hún ekki tjón vegna náttúruhamfara. Morgunblaðið/Alfons Skemmdir á Ólafsvíkurvegi SJÓR gekk yfir Fróðárveg austan við Ólafsvík og urðu nokkrar skemmdir á veginum. Þá gekk sjór yfir veginn vestan við Ólafs- vík en þar urðu ekki skemmdir. Varnargarður við Fróðárveg skemmdist nokkuð þegar flóða- hæðin var hæst í gærmorgun. Sjór, sandur og þari gekk yfir veginn og var hann óökufær um tíma. Malbik eyðilagðist á um 20 metra kafla. Eftir að fjaraði út ruddu vegagerðarmenn grjóti og sandi af veginum og óku gijóti í varnargarðinn sem skemmdist. Morgunblaðið/Þorkell Afallalaust í Sandgerðishöfn ÞRÁTT fyrir háa stöðu sjávar í Sandgerði í gærmorgun gekk allt slysalaust fyrir sig meðan flóðið var sem mest upp úr kl. átta. Bátar voru vel bundnir og tryggilega gengið frá öllum hlutum. Menn kváðust hafa séð það svartara áður í höfninni, ekki síst áður en Suðurgarður- inn var reistur upp úr miðjum áttunda áratugnum, en þá var höfnin opin fyrir úthafinu. Öldumælir á bauju fyrir utan innsiglinguna sýndi 9 metra ölduhæð kl. 5 í fyrrinótt og mest varð hún 11 metrar kl. 8 um morguninn. Þótt ekkert hafi brugðið út af komu fyllur inn í höfnina og gekk þá sjór langt upp á bryggjur. Efsta malarklæðningin á vegarslóða meðfram Suðurgarði flettist af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.