Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 33 KRISTJÁN AGNAR ÓLAFSSON + Kristján Agnar Ólafsson fæddist í Reykjavík á að- fangadag jóla, 24. desember 1922. Hann lézt á heimili sínu í Reykjavík 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson, vélseljari, íþrótta- frömuður og ritari Ólympíunefndar um árabil m.m., f. Hvanneyri í Andakíl 1. nóvember 1890, d. 19. febrúar 1965, og Elínborg Björg Jósefína Krisljánsdóttir, ættuð frá Skarði í Dölum, f. á Melum á Skarðs- strönd 10. september 1898, d. 4. maí 1975. Þau giftust 1917 og slitu samvistum 1929. Agnar ólst eftir það upp hjá móður sinni, ásamt þremur systkinum sínum. Systkini Agnars eru Sveinn fv. deildarstjóri hjá Eim- skip, f. 1917, Valborg, húsfrú, f. 1920, og Stefán Ólafur, verk- fræðingur, f. 1924, sem lézt í flugslysi 14. janúar 1975. - Auk þess eru börn Ólafs, hálfsystkini Agnars, Sigriður Ása Ólafsdótt- ir, píanókennari, f. 1. september 1948, og Jóhanna Valgerður Ólafs- dóttir, f. 14. ágúst 1950, d. 9. febrúar 1971, - og hálfsystir Agnars, dóttir Elín- borgar, Anna Þór- kelsdóttir, húsfrú, f. 6. september 1939. Árið 1949 giftist Agnar Guðbjörgu Þórhallsdóttur og bjuggu þau í Kefla- vík, en slitu samvist- um 1953. Börn þeirra eru Bragi, f. 1949, og Baldur, f. 1951. Síðari kona Agnars er Sig- ríður Eyja Pétursdóttir, f. 22. desember 1921. Hún lifir mann sinn. Þau giftust 1956. Fyrri maður hennar vai’ Guðmundur Kristjánsson prentari sem lést 1946. Hennar börn af fyrra hjónabandi eru Sigurður, endur- skoðandi í Reylyavík, f. 1. febr- úar 1942, og Sigríður Birna, húsfrú, nú til heimilis í Borgar- nesi, f. 30. marz 1944. Agnar gekk þeim í föðurstað við hlið Sigríðar. Útför Kristjáns Agnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. AGNAR minn. Það eru víst síðustu forvöð að skrifa - aldrei að vita hvernig póst- samgöngum er háttað þar sem þú dvelur nú. Eigi má sköpum renna,. víst er um það og stríð eru ævinlega dæmd til að tapast. í upphafi stríðsins, sem nú er lokið, mættirðu svo sannarlega vígreifur til leiks, ákveðinn í sigri eins og gömlum hermanni sæmdi. Öllum tiltækum vopnum var beitt, hvort sem þau voru vísindalega framleidd lyf eða seyður soðinn af lúpínu. Bjartsýni og viiji voru líka ævinlega efst á baugi. Smám saman urðu þó vopnin deig og engin komu í staðinn. Á haustmánuðum var ljóst orðið að stríðið var tapað og þá tókstu því af karlmennsku. Stóðst á meðan stætt var og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Lokaorrustan var snörp en stutt og þú sættir þig möglunarlaust við úrslitin. Þú varst sjálfum þér samkvæmur til hinstu stundar. Við vorum ekki sammála um hermennsku í veraldiegri merkingu orðsins, enda þú karl, ég kona og við hvort af sinni kyn- slóð - en það verð ég að segja, að oft dáðist ég að vígfimi þinni! Þrátt fyrir það, held ég við h'ljótum að vera sammála um að ef líf er eftir þetta, sé það væntanlega laust við öll stríð. Mikið er það bagalegt að fæðast svona ungur, því sumt vekur ekki áhuga manns í tilverunni fyrr en það er um seinan að fá svör. Svo margt áttum við óspjallað um fortíð þína, sem hefði jafnvel mátt setja á blað. Hvernig var það til dæmis að fara kornungur til sjós með fram- andi fólki eða vera hermaður í fjar- lægum löndum? Af hveiju fórstu að heiman svo ungur og hveijar voru óskir og þrár ungs fólks á fjórða áratugi aldarinnar? En þannig er lífið og kannski er sumt best geymt í minningunni og síðan gleymt og grafið. Lífið heldur áfram, litlu börnin fæðast eitt af öðru og elsta kynslóðin kveður. Sigga þín heldur nú áfram án þín - en ekki ein því að við, sem enn göngum óhölt, gætum hennar og styðjum á meðan þú býrð í haginn til að taka vel á móti henni þegar ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 þar að kemur. Vertu því áhyggju- laus, tengdapabbi. Góða ferð í guðs friði. Áslaug Ben. Agnar Ólafsson er látinn. Fyrstu kynni okkar af Agnari Ólafssyni urðu þegar hann giftist Sigríði E. Pétursdóttur, en Sigríður var ekkja eftir Guðmund Kristjáns- son prentsmiðjustjóra, föðurbróður okkar. Sigríður missti Guðmund eft- ir fimm ára sambúð, hinn 26. desem- ber 1946, frá tveim börnum, þá ungum, Sigurði og Sigríði Birnu. Agnar Olafsson og Sigríður E. Pétursdóttir kynntust árið 1956 og ákváðu gönguna saman þennan lífs- ins veg, sem staðið hefur nú yfir í 40 ár, þar til Agnar laut í lægra haldi fyrir þeim vágesti sem svo alvarlega hefur heijað á mannkynið síðustu áratugina, krabbameininu. Agnar Ólafsson tók sæti hús- bóndans á heimilinu. Honum var vandi á höndum, tvö börn fyrir á viðkvæmum aldri, en það lýsir best skapgerð og hæfileikum Agnars að börnin tóku honum strax sem mann- inum er fyllti það skarð, sem alltaf hlýtur að vera fyrir hendi þá er föð- urinn vantar. Hann átti virðingu þeirra og væntumþykju æ síðan. Agnar hafði yndi af veiðiskap og átti hann margar unaðsstundir við lax- og silungsveiðar í Ásgarðslandi við Sog, með vinum sínum. Hann var einstaklega þolinmóður, tillits- samur og snjall veiðimaður. Agnar Ólafsson var prúðmenni og sjentilmaður, samt fastur fyrir, en virti fullkomlega skoðanir ann- arra manna. Honum var ávalit annt salir og mjög góð þjönusta Uppiýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR BÍJil UFTlllBIR um velferð og hag fjölskyldna okkar og leitaðist við að fylgjast með fram- gangi þeirra af heilum hug. Æðruleysi og kjarkur entist hon- um til hinstu stundar. Innilegustu samúðarkveðjur frá íjölskyldum okkar. Heimir Brynjúlfur og Birgir Jóhann Jóhannssynir. Agnar Ólafsson lést á heimili sínu við Eiríksgötuna. Hjá Sigríði eigin- konu sinni og þannig hefur hann áreiðanlega viljað hafa það. Hann og Sigríður voru varla nefnd í fjöl- skyldu okkar öðruvísi en saman - þau Agnar og Sigga eða Sigga og Agnar. Hvorugt þeirra var skylt okkur en alla tíð eins og bestu frændi og frænka. Þau hafa alltaf verið á sínum stað í lífi okkar systk- inanna frá því við litum dagsins ljós og eru árin þau orðin ijörutíu og fjögur einmitt í dag á útfarardegi Ágnars. Sigríður var gift afabróður okkar, Guðmundi Kristjánssyni, sem lést ungur frá eiginkonu og tveimur börnum. Það var svo Agnar sem kom inn í líf Sigríðar og þar með ijölskyldu okkar. Mikill vinskapur hefur alltaf verið með Agnari og Sigríði og föðurijölskyldu okkar. Við minnumst fjölda samverustunda foreldra okkar og þeirra, í sumarbú- staðaferðum, veiðiferðum, við spila- mennsku og ekki má gleyma reglu- legum leikhúsferðum þeirra á fastar sýningar í Þjóðleikhúsinu. Yfirbragð heimsmannsins var yfir Agnari. Okkur systkinunum fannst hann alltaf eins Og pínulítið útlensk- ur enda hafði Agnar ferðast víða og séð margt. Hann sýndi okkur ávallt mikinn hlýhug og aldrei hitt- um við hann öðruvísi en brosandi og spyrjandi um hagi okkar og síð- ar barna okkar hvort heldur var í stórum Ijölskylduboðum eða úti á götu. Við systkinin söknum Agnars og nú að leiðarlokum kemur upp i hugann þakklæti fyrir að hafa haft Agnar á sínum stað í lífi okkar, þakklæti fyrir þá umhyggju og væntumþykju sem hann sýndi okkur alla tíð. Með þessum orðum kveðjum við kæran „frænda“ og vottum okkar kæru „frænku" Sigríði Eyju Péturs- dóttur samúð okkar. Innilegar sam- úðarkveðjur fylgja til Sigurðar og Sigríðar Birnu og fjölskyldna þeirra. Guð blessi minningu Agnars. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún, Jónas, Inga, Sigrún og Haukur Birgisbörn. Eftir stuttan bardaga við illvígan sjúkdóm er afí minn, Agnar, fallinn í valinn. Hljóðlega hvarf hann á braut heima í rúminu sínu á Eiríks- götunni mánudaginn í fyrri viku. Deginum áður sagði hann við mig, að hann hræddist ekki dauðann, væri feginn tilvist hans. Líf hans var um margt undar- legt, ef ekki afbrigðilegt að hluta til. Grunlaus um hin stórkostlegu ævintýr og hremmingar hóf ég að spytja hann út í lífshlaupið á haust- dögum. Meiningin var að koma ein- Erfídrykkjur Glæsilegt kaffíhlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar i síraum 568 9000 og 588 3550 hveiju á prent. Ekki treysti hans sér þó í verkið, þegar til átti að taka, og því fer saga hans að mestu leyti með honum í gröfina. Eitt og annað kom þó upp á yfirborðið. Sextán ára strauk hann að heiman, fór með skipi vestur um haf. Það eina sem hann tók með sér voru tvenn föt og tíu sent bandarísk í vasanum. Heim ætlaði hann ekki í bráð. Síðan tók ungi maðurinn, rétt að verða sautján, lest eins langt burt frá höfninni og unnt var. Gisti á sjómannaheimili upp á krít í heilan mánuð. Skuldina borgaði hann nokkrum árum seinna. Á skip komst hann, eins og hugurinn stóð til. Fyrir lá að flytja ávexti á milli landa sem liggja að Mexíkóflóa, mest ban- ana. Eftir að heim kom, um tíu árum síðar, borðaði hann ekki banana í marga áratugi. Það var farið víðar. Til Afríku. Aðbúnaðurinn um borð var slæmur. Svertingjar lágu eins og hundar frammi í stafni á nóttunni og farið var með þá eins og þræla. Ekki var óhætt að vera úti á dekki eftir að myrkva tók. Alltaf slapp afi óskadd- aður frá þessum ævintýrum, sem þó voru rétt að byija. Þegar til Bandaríkjanna kom sigldi hann til Grænlands og nokkrum mánuðum síðar munstraði hann sig í norska herinn ásamt norskum félaga sín- um, sem fórst undan ströndum ís- lands. Þjálfun hlaut hann í Kanada og sigldi síðan með Queen Elisabeth til Bretlands og var í London þegar hún var sprengd. „Ég fór aldrei í loftvarnaskýli," sagði hann mér. Hann trúði ekki á dauðann á þessum árum. Fór heldur og fékk sér bjór á næstu krá. Oft skall hurð þó nærri hælum. Hús sem hann gisti í voru sprengd, þakið af og glugga- rnir úr. „Við horfðum upp í beran himininn." Stríðinu lauk í Evrópu og þá heim í nokkra mánuði, en hugurinn stóð til frekari siglinga. Aftur til Banda- ríkjanna og um borð í skip á vegum þarlendra stjómvalda. Siglt í gegnum Panamaskurðinn og eftir tíundu gráðu inn á Kyrrahafið. Manilla á Filippseyjum var áfangastaðurinn, en hann fekkst ekki gefinn upp fyrir- fram. Um borð var skipað með mik- illi leynd sjálfsmorðsflugvélum jap- anskra, sem rannsaka átti í Banda- ríkjunum. Endalok stríðsins voru þá skammt undan. Nóttina sem lagt var af stað frá Filippseyjum féll kjam- orkusprengja á Hírósíma. „Við vor- um ekki langt undan,“ sagði afi. Enn sigldi ungi ævintýramaður- inn. En þar kom að hann stóð á buxum einum fata í Casablanca í Marókkó. Rændur og ruplaður um nóttina, skipið farið. Nú var mál að halda heim á leið. Það tókst, en ekki var það auðvelt. Ég vildi meira. Söguna alla. „Það er orðið of seint, Benni minn, ég finn það. Það er orðið of seint.“ Þetta leyndardómsfulla tímabil í lífi afa, verður því enn sveipað ævin- týraljóma. Alltaf var hann einn á ferðum sínum, og íslendinga vildi hann ekki nálægt sér. Alltaf kom hann niður standandi, eins og hann sagði sjálfur. Hvernig hann fór að því, skildi hann ekki alveg. Agnar var ekki allra, enda ein- fari í eðli sínu. Þeir sem nú sitja við söguborð hans getað hlakkað til góðra stunda. Söguna fæ ég seinna. Elsku amma, Guð blessi þig og styrki. Benedikt Sigurðsson. Látinn er í Reykjavík vinnufélagi okkar og góður vinur Kristján Agn- ar Ólafsson. Agnar, eins og hann var ávallt kallaður, starfaði víða um dagana. Eftir að hafa verið erlendis um nokkurt skeið sem ungur maður hóf hann ýmis störf hér heima. Hann starfaði hjá Sölu vamarliðs- eigna frá árinu 1956 til ársins 1964, var framkvæmdastjóri dagblaðsins Vísis frá árinu 1964 til ársins 1966 en réðst þá til Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar og starfaði þar til ársins 1974. Næstu tíu árin starfaði hann við bókhald og endur- skoðun, fyrst hjá endurskoðunar- skrifstofunni Stoð og síðan hjá Skil sf. Á árinu 1983 réðst hann til embættis ríkisskattstjóra þar sem hann starfaði til ársins 1987 er hann hóf störf hjá Ríkisendurskoðun sem deildarfulltrúi. Þar starfaði hann allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir í árslok 1992. Agnar var traustur og hæfileika- ríkur starfsmaður sem gegndi starfi sínu af mikilli samviskusemi. Hann var góður bókhaídsmaður og endur- skoðandi, enda hafði hann á langri starfsævi aflað sér víðtækrar og margbreytilegrar reynslu á því sviði. Þessi kunnátta hans skilaði sér vel í vinnu hans sem endurskoðandi hjá Ríkisendurskoðun. Agnar var hæg- látur maður og notalegur í viðmóti sem gott var að vinna með. Fyrrum samstarfmenn hjá Ríkisendurskoð- un þakka honum ánægjulegt sam- starf á liðnum árum og votta frú Sigríði Eyju, sonum hans og uppeld- issyni og öðrum aðstandendum sam- úð sína. Starfsfólk Ríkisendurskoðunar. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR JÓIMSDÓTTIR, Fögrubrekku 17, Kópavogi, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 14. febrúar sl. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópa- vogi föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Kjartan Sveinsson, Þórir Kjartansson, Friðbjört E. Jensdóttir, Sveinn Kjartansson, Hólmfríður Böðvarsdóttir, Jón Kjartansson, Bertha Pálsdóttir, Eyrún Kjartansdóttir, Haukur Helgason, Sigrún Kjartansdóttir, Þorbjörn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Heiðargerði 96, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Jón Frímann Eiriksson, Steinunn Ásta Björnsdóttir, Ester Eiríksdóttir, Örn Ingvarsson, Anna Marfa Jónsdóttir, Anna Margrét Arnardóttir, Kristmundur Þórisson, Eiríkur Frímann Arnarson, Kristin Bjarnadóttir, Erna Arnardóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.