Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 35 I I : 1 l I ( i ; i í ( < i ( ( ( < ( ( ( kunningja úr skóla, sem voru félag- ar í einu eða fleirum smáfélögum með þátttöku Gísla og lífsnautnina fijóu að markmiði. Síðan sáumst við ekki, svo ég muni, fyrr en á tuttugu ára stúd- entsfagnaði okkar fyrir þremur árum, tæpum. Þá átti Gísli orðið í höggi við skæðan sjúkdóm. Það sást á hreyf- ingum og heyrðist á mæli hans, en í viðmóti, augum og orðum var andinn bjartur sem fyrr og glað- værðin á sínum stað. Rétt um hálfu ári síðar hittumst við á stórri ráðstefnu, þar sem flutt var erindi í samantekt hans. Honum hafði þá hrakað töluvert og hann þurfti að fá annars manns róm að láni til að flytja það, og hafði trausta aðstoðarkonu, sér við hlið auk Berglindar. Hann var sem fyrr kappsfullur í anda og áhuginn á viðfangsefninu duldist engum né ánægja hans með þá athygli sem erindið fékk. Þetta var í síðasta sinn, sem fundum okkar bar saman. • Gísli hafði þá þegar afkastað miklu verki í sagnfræði og jók það fram á síðasta dag og vann af ótrú- legu andans þreki þó að líkams- kröftum hnignaði nánast dag frá degi. Hann hafði tekið þá stefnu að nota hveija stund og gefa ekki frá sér eina mínútu þess lífs, sem hann vissi að sér var svo naumt skammtað. Gísli var frækinn maður í góðri merkingu þess orðs. Vaskur og drenglundaður íþróttamaður, dríf- andi og hollur í félags- og trúnaðar- störfum. Afkastamaður, fijór og vandvirkur í fræðiverki og ritstörf- um. Kærleiksríkur fjölskyldufaðir og sýndi framúrskarandi hugprýði og æðruleysi andspænis miskunnar- lausum sjúkleika. Hann hafði lifað vel, þegar yfir lauk. Hafði nýtt þann dag, sem honum var gefinn. Hafði notið gáfna sinna og hæfni til líkama og sálar og gefið mikið af sjálfum sér í samskiptum við fólk, sem varð á vegi hans og samferða honum um lengri eða skemmri tíma. Gísli gaf af sér með þeim hætti og þeirri gleði að honum var endurgoldið. Hann naut þess einnig að eiga fólk að, eiginkonu, börn, foreldra, samstarfsfólk, sem er óbugandi í lífstrú sinni og kærleika og, sem í bókstaflegri merkingu, bar hann á höndum sér seinustu árin. I baráttu hans mátti heyra endur- óm af orðum Páls postula: „Fyrir því látum vér ekki hugfall- ast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfir- gnæfir allt. Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýni- lega eilíft. Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum.“ (2. Kor. 4:14-5:1) Fyrir hönd B-bekkjar, Jón Ragnarsson. Bekkjar- og skólafélagi minn til margra ára, hann Gísli Ágúst Gunn- laugsson, er horfinn yfir móðuna miklu langt um aldur fram. Við Gísli nutum kennslu Ragn- heiðar Vigfúsdóttur í Lækjarskól- anum í Hafnarfirði. Þá var mikið og vel lært og að sjálfsögðu voru gleði- og skemmtistundirnar marg- ar. Handbolti, brennó, hjólatúrar, fyrstu danssporin útí Gúttó hjá Heiðari Ástvalds og margt margt fleira. Ég minnist þess að einu sinni var bekknum boðið í bekkjarpartý og það heim til Gísla. Ég man það enn í dag hversu vel og glaðlega foreldrar hans tóku á móti okkur. Mörgum árum síðar er við vorum löngu búin að ljúka námi í Mennta- skólanum við Tjörnina og öll komin hvert í sína áttina var haldið bekkj- arpartý á ný og hvar annars staðar en heima hjá Gísla og Berglindi. Gísli hafði vissulega erft gestrisni og félagslyndi foreldra sinna. Nokkrum árum síðar varð ég þess aðnjótandi að fá að hlýða á Gísla halda fyrirlestur í sagnfræði- , deild East Anglia í Norwich. Þá fór ekki fram hjá mér sú virðing og hrifning sem Gísli naut af fræði- mönnum sem á hlýddu og er ekki laust við að ég hafi lyfst upp í sætinu af stolti. Annar tilgangur Gísla með ferðinni til Norwich og ábyggilega ekki minni var sá að sýna börnum sínum þá staði sem hann hafði haft ánægju og yndi af að sækja á námsárunum. Varð ég þess áskynja hversu mikla um- hyggju og athygli Gísli veitti börn- um sínum. Sem enn og aftur. minnti mig á foreldra Gísla er alla tíð hafa fylgst af áhuga og hvatningu með sínum börnum og þeirra vinum, Elsku Gunnlaugur, Sigrún, Sig- ríður, Þorfinnur, Berglind og börn, margs er að minnast og því mikils að sakna en megi minningin um góðan dreng, bróður, eiginmann, föður og ekki síst vin verða til þess að hjálpa ykkur í sorg ykkar. Bekkjarsystir úr Lækjar- skóla, Erla Aradóttir. Kveðja frá Sögufélagi Við sögufélagsfólk eigum í dag á bak að sjá ágætum félaga og vini, sem ávallt bauð af sér góð kynni og var reiðubúinn að vinna félaginu allt sem hann gat. Þessi kynni eiga sér orðið þó nokkra sögu, en þau hófust um 1980, þegar Gísli Ágúst óskaði eft- ir því, að Sögufélag gæfi út rit hans um fátækramál Reykjavíkur, 1786-1907. Að stofni var þetta kandídatsritgerð hans, en hún var lengd verulega og unnið frekar úr efninu. Var af öllu ljóst, að hér var kominn til starfa ungur vísindamað- ur í sagnfræði, sem mikils mátti af vænta. Þegar ritið, sem bar nafn- ið Ómagar og utangarðsfólk, kom út haustið 1982 var Gísli farinn til framhaldsnáms í Svíþjóð og það kom í hlut okkar sögufélagsfólks hér heima að kynna það eins og unnt var. Var ánægjulegt að sjá, hversu góðar undirtektir ritið fékk, t.d. á bókakynningarsamkomu, sem haldin var í veitingahúsi við Austur- völl, en þar var okkur boðið að lesa úr verkinu. Fékk sá lestur góðar viðtökur. í formála sínum að „Ómögun- um“, eins og við hjá Sögufélagi höfum venjulega kallað ofannefnt rit, segir Gísli Ágúst frá því, hvern- ig hugur hans hafi beinzt að stéttar- legri samsetningu íslensks þjóðfé- lags á 19. öld „og þá sérstaklega að stöðu og högum þess hluta lands- manna, sem einna verst voru settir hvað áhrærir félagslega stöðu og efnahagsleg gæði“. Þetta varð eins og leiðarþráður í verkum hans síð- an. Hann skrifaði grein um fjöl- skyldurannsóknir og íslensku fjöl- skylduna 1801-1930 í tímaritið Sögu, árðið 1986, og um það efni fjallaði doktorsritgerð hans, en hann lauk doktorsprófi í Uppsölum 1988. Eftir að Gísli Ágúst var alkominn heim frá námi hófst umfangsmikill feriil hans við kennslu, rannsóknir og ritstörf. Þar á meðal voru störf fyrir Sögufélag, en Gísli Ágúst gerðist meðritstjóri Sigurðar Ragn- arssonar að tímaritinu Sögu 1990. Þeir stýrðu saman 5 heftum eða til ársins 1994. Þá tók Gísli Ágúst sæti í stjórn Sögufélags árið 1991 og var i stjórninni til síðasta aðal- fundar. Öllum sínum störfum fyrir Sögufélag gegndi Gísli Ágúst af miklum áliuga og umhyggju um hag félagsins. Jafnvel eftir að heilsu hans fór mjög að hraka sótti hann stjórnarfundi reglulega og tók virk- an þátt í umræðum. Var hann jafn- an tillögugóður og varpaði nýju ljósi á umræðuefni. Við sem fylgdumst með veikinda- ferli Gísla Ágústs síðustu árin von- uðum í lengstu lög, að takast mætti að stöðva framrás veikinda hans eða jafnvel snúa honum aftur á veg til heilsu. Nú er sú von úti, en minn- ingin lifir um góðan dreng. Ég færi aðstandendum Gísla Ágústs Gunnlaugssonar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hans. Heimir Þorleifsson. INGIBJÖRG MA GNÚSDÓTTIR + Magnea Ingibjörg Magnús- dóttir fæddist á Húsavík hinn 21. október árið 1950. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 30. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 6. febrúar. LEIKRITIÐ hefur sinn gang. Frá upphafi rís verkið á sviðinu þar til dregur að niðurstöðu. Líf persón- anna er dregið fram - oft án mis- kunnar. Gleði þess og sorgir, til- finningar og tár. Öllu komið fyrir innan ramma leikgerðarinnar. Á endanum verður niðurstaðan óum- flýjanleg. Höfundurinn býr persón- um sínum örlög því að lokum er verkið á enda. Sviðið tómt og að- eins hugsunin um hvað fram hafi farið situr eftir. Líkt er um lífið og leikhúsið enda leikhúsinu ætlað að vera spegill þess. Túlka það sem fram fer í flóknu samfélagi manna og tefla saman hinu mannlega og hinu óumflýjanlega. Þessar staðreyndir voru í dagsljósinu við síðustu fundi okkar Ingibjargar Magnúsdóttur er ég varð þeim hjónum og vina- fólki þeirra samferða að njóta leik- sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar. Eftir sýninguna var ákveðið að halda á kaffihús og spjalla saman um stund en áður en varði var fyrir- heit gefið um að öðrum leik væri að ljúka. Óvænt virtist Ingibjörg kölluð af vettvangi og þótt hún ætti þá enn nokkra daga fyrir hönd- um var ljóst að þar væri aðeins um undirbúning annars og mikilvæg- ara að ræða sem okkur mönnunum er hulið. Þannig getur atburðarásin í mannheimi verið hröð eins og í þeim mannlífsspegli sem birtist á leiksviðinu. Ingibjörg bjó yfir óvenjulegum hæfileikum til þess að laða að sér fólk. Ég minnist fyrsta samtals okkar fyrir nokkrum árum. Ég nýkominn til Norðurlands til að starfa þar um tíma. Hún á óðali sínu á Húsavík, ritstjórnarkontórn- um þar sem hjarta bæjarlífsins sló öðrum stöðum fremur. Fljótt varð mér ljóst að þarna fór óvenjuleg manneskja. Röddin var í senn þýð og glettin, aldrei stóð á svörum og samtalið dróst á langinn. Óvænt sagði hún að ég myndi ekki tala svo ef ég hefði séð sig. Ég hrökk dálítið við og sögur um álfkonur komu í hugann. Spurði hvort hún væri eitthvað öðruvísi en annað fólk. „Nei ég er ekki öðruvísi en annað fólk,“ og blærinn í röddinni var fullkomlega mennskrar ættar. Þessari tegund af gamansemi átti ég eftir að kynnast betur og skömmu fyrir síðustu jól þegar ég hringdi til hennar spurði hún hvar ég væri staddur. Þegar ég kvaðst hringja úr Alþingi svaraði hún að bragði. „Hvað ertu að gera þar þegar til er staður sem heitir Húsa- vík?“ Á þeim tíma sem við töldumst vinnufélagar, þótt sitt í hvorri sýslu og stundum landsfjórðungi væri, urðu samtölin fleiri. Oft með aðstoð síma en einnig yfir kaffibollum á ritstjórnarkontórum eða kaffihús- um og stundum á notalegu heimili þeirra Þorbjörns í Sólbrekkunni á Húsavík. Undir þessum kynnum og sam- ræðum kom vel fram sá eiginleiki Ingibjargar að hafa ætíð eitthvað til mála að leggja og margt að gefa þótt hún væri oft störfum hlaðin, tæki sér skyldur félagsmála á herðar og stæði fyrir myndarlegu heimili virtist hún ætíð eiga tíma og einnig hugmyndir um hvernig honum mætti veija. Þegar við ræddum á dögunum um leikhúsferð rnína norður á Akureyri stóð ekki á viðbrögðum hennar, „við komum líka og ég tek kunningjahjón okkar með.“ Hún lagði áherslu á þessi orð - óvenjulega áherslu eins og henni einni var lagið þar sem sam- an fór ánægjan af því að lifa og starfa; að vera til og blanda geði við vini og kunningja. Einhveiju sinni er ég fór um Húsavík á lengri leið og leit við á kontór Ingibjargar í von um spjall og góðar ráðleggingar með morg- unkaffinu voru ekki aðeins rún- stykki og vínarbrauð borin á borð heldur ýmis spakmæli er ég skyldi fara eftir. Á meðan við drukkum kaffið var hún að krota á lítið blað. Ég hugsaði um hvort hún væri að koma frá viðtali og ætti eftir að punkta síðustu minnisatriðin hjá sér og ég ferðalangurinn væri að tefja hana. Svo reyndist ekki því þegar ég þakkaði góðgjörðu og hélt til dyra þá fékk hún mér blað- ið þar sem hún hafði skrifað niður á hvern hátt ég ætti að breyta lífs- venjum mínum. Þarna var að finna leiftrandi húmor frá upphafi til enda, þennan sérstaka Ingibjargar- húmor, en á milli lína mátti lesa leiðbeiningar sem henni fannst að mér myndi hollt að fara eftir. Elex- írar og líkamsrækt voru efst á blað- inu en einnig að mér væri fyrir bestu að vinna minna, hvíla mig meira og auk þess að njóta lífsins betur, að hyggja að útliti og einkum hárskurði. Að flestra dómi holl ráð en stundum hefur hvarflað að mér að hún hafi gleymt sjálfri sér þeg- ar hún vildi leiðbeina öðrum um að fara sér hægar í verki því sjálf var hún vinnusöm og ósérhlífin með afbrigðum. Þannig lifði hún hratt og kom mörgu í verk. Vegna glað- værðar og lífsnautnar af að gefa öðrum af sér brá þreytumerkjum sjaldan fyrir. Þau voru þó engu að síður til en aðeins deilt með fjöl- skyldu og nánum vinum því annað þótti ekki við hæfi. Þótt Ingibjörg hefði ætíð sitt- hvað til mála að leggja og aldrei orða vant, var hún einnig góður hlustandi. Henni var gefinn sá óvenjulegi hæfileiki að geta hlustað eftir hugsunum í húmi þagnar, engu síður en orðum viðmælenda. Ég minnist kaffitíma frá liðnu vori og ritstjórnarkontórinn hennar var þá ekki látinn duga heldur haldið á nálægt kaffihús. Þokusúld grúfði yfir Húsavíkinni þennan vordag sem hefði átt að veva bjartur og fagur eins og vordægur í róman- tískri ástarsögu. Að þessu sinni þurfti um færra að spjalla en venja var en stundin leið með kaffi og súkkulaðimolum þar til hún var rofín af hringingu farsímans. Á leiðinni til baka minntist ég sögu Gunnars Gunnarssonar um feðg- ana sem báðir hétu Snjólfur og þurftu ekki að ræðast við því þeir skildu hvor annan. Að vissu leyti má líkja persónu Ingibjargar við leikhús. Hún skrif- aði texta sinn - handrit að daglegu lífi af snilld sem menn tóku eftir. í þessu leikhúsi var einnig rúm fyrir marga. Ekki sem áhorfendur heldur á sjálfu leiksviðinu því þótt hún væri í aðalhlutverkinu í því leikriti þá var kunningjahópurinn stór og aukahlutverkin mörg. En nú er leiknum lokið og tjaldið fall- ið. Höfundur þess sem sköpum ræður hefur skrifað sinn enda- punkt. Sviðið stendur autt eins og ætíð að lokinni sýningu en margir sjá á bak góðum vini og félaga. Þórður Ingimarsson. Það er svo skrýtið þegar einn úr vinahópnum deyr, það er eins og tíminn stoppi um stund og það verð- ur allt svo dimmt. Mín elskulega vinkona er dáin; ég heyri ekki leng- ur hláturinn í þér, þú kemur ekki aftur í heimsókn og við gerum ekki neitt skemmtilegt framar. Þegar þú hringdi í mig seinni part dags fyrir stuttu, sem var eitt af þínum skemmtilegu símtölum og það var bjartur dagur og við töluðum lengi, þegar ég setti símtólið á tók ég eftir því að ég sat ein í myrkrinu. Ég hafði ekki veitt því eftirtekt að það var komið myrkur meðan ég var að tala við þig. Þú hafðir ein- staka persónutöfra sem fólk heillað- ist af og svo skemmtilegan húmor. Kynni okkar Ingibjargar hófust þegar ég flutti í Sólbrekku. Ingi- björg þá orðin blaðamaður Dags á Húsavík og var oft mikið að gera hjá henni. Það var gott að koma til hennar og Þorbjörns, fá sér kaffi, fletta nýju blaði og spjalla. Það fundu fleiri hvað gott var að koma til þeirra því þar var oft gestkvæmt. Að vera blaðamaður í litlu bæjar- félagi þar sem fólk þekkist svo vel er vandasamt verk, en Ingibjörg komst einstaklega vel frá því verki og var alltaf jafn gaman að lesa það sem hún skrifaði. Það var ekki eingöngu það sem hún skrifaði held- ur einnig þau gamanmál sem hún flutti úr ræðustól. Ingibjörg ferðað- ist talsvert í sambandi við starf sitt innanlands og utan, þá sendi hún mér gjarnan póstkort með einhverju spaugi og vandaði vel til þegar hún valdi mynd á kortið. Þegar ég flutti til Hafnarfjarðar á liðnu hausti var hún fyrsta manneskjan sem kom í heimsókn, keyrði yfir Sprengisand og var mætt í kaffi. Og af því að ég gat ekki komið til hennar og lesið blaðið hjá henni þá klippti hún út greinar og annað fræðilegt efni og sendi mér suður og var það oft eitthvert spaug. Við áttum margar ógleymanlegar stundir saman og einu sinni þegar ég kom á skrifstof- una til hennar með hundinn minn þá vantaði hana einhvern til þess að svara spurningu dagsins fyrir Dag. Henni fannst upplagt að gera úr því smá spaug og sendi þeim hjá Degi mynd af hundinum og það sem hann hafði að segja um spurn- ingu dagsins, en þeir hjá Degi birtu þetta í blaðinu og var mikið hlegið að þessu. Kæra vinkona. Minningin um þig er sveipuð mikilli birtu í því ljósi sem ég sá þig alltaf í. Við gefum samferðafólki okkar mismikið í líf- inu, en þú gafst mikið. Þú áttir elskulega ijölskyldu og vini sem munu sakna þín sárt. En svona er lifið, það er alltaf of stutt þegar kemur að kveðjustund. Þú ætlaðir að koma núna eftir áramótin til mín suður og við ætluðum að gera ýmislegt saman, en það hefur orðið breyting á þinni ferð og því mun ég koma til þín og ganga með þér síðustu sporin. Kæri Þorbjörn, Magnús, Völund- ur og Þorbjörn. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar sorg. Þín vinkona, Sesselja Steinarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og tengdasonur, MARINÓ ÓLAFSSON, Grenigrund 6, Kópavogi, sem andaðist laugardaginn 17. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas (sími 551 5606). Sigrún Gestsdóttir, Liney Marinósdóttir, Karl Magnússon, Bent Marinósson, Birgitta Bóasdóttir, Ólafur Þórðarson, Guðjóna Eyjólfsdóttir, Líney Bentsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.