Morgunblaðið - 22.02.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.02.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 37 MINNINGAR BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR ÞÓRUNNJÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR + Björg Sigurrós Jóhannes- dóttir fæddist á Holtastöð- um í Langadal, Austur-Húna- vatnssýsiu, 6. ágúst 1899. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. desember síðastliðmn og fór útförin fram frá As- kirkju 4. janúar. BJÖRG Jóhannesdóttir var fædd á Holtsstöðum í Langadal 6. ágúst 1899. Hún átti 8 systkini. Foreldrar hennar voru Elísabet Þorleifsdóttir og Jóhannes Halldórsson. Halldór, afi hennar á Móbergi, tók sonar- dóttur sína í fóstur. Hann var þá ekkill en bústýra hans, Þorbjörg Magnúsdóttir, gekk litlu stúlkunni í móðurstað. Afi Bjargar lést er hún var 8 ára, en þær Þorbjörg fylgd- ust að meðan báðar lifðu. Þorbjörg annaðist Björgu í æsku hennar, en Björg annaðist fóstru sína á hennar efri árum. Áreiðanlega galt hún vel fósturlaunin. Kynni okkar Bjargar hófust er ég kom nemandi að Löngumýri veturinn 1953-1954, þar sem hún var handavinnukennari. Ég varð 18 ára þann vetur og dæmalaus ærslabelgur, en Björg náði góðum tökum á þessu stelpu- skotti og með okkur tókst einlæg vináta og það munaði um vináttuna hennar Bjargar því hún varði ævi- langt. Ömmur mínar voru látnar áður en ég fæddist og mér fannst ósköp fátæklegt að hafa aldrei kynnst þeim, en í Björgu fann ég allt það, sem mér fannst að góð amma þurfi að hafa til að bera, hlýju, góðvild og umhyggju, ásamt skilningi á ungviðinu. Björgu var einstaklega lagið að fá mann til að gera sitt besta og leggja sig fram við þau verkefni er við fengum í hendur. Það var alltaf gaman í tímum hjá Björgu. Hún hafði gaman af að ræða vítt og breitt um tilvonandi hjúskapar- mál okkar og hvað okkur bæri að varast í makavali. Þetta setti hún upp á svo spaugilegan máta að stundum gátum við varla saumað fyrir hlátri. Gjarnan lauk Björg máli sínu á því að benda okkur á að ef við yrðum eins vandlátar og hún þá enduðum við allar sem pip- arkellingar, en það væri samt áreið- anlega betra að vera ógiftur, en illa giftur. Allt setti Björg þetta fram sem glens, en undir var alvarlegur tónn, hún vildi að við yrðum vel giftar og eignuðumst gott heimili. Samt fannst henni að sem flestar Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. HÖf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. konur þyrftu að hafa góða menntun og geta staðið á eigin fótum ef á reyndi. Björg bauð mér aðstoð ef ég vildi auka menntun mína og fara á góðan skóla í Svíþjóð og gerast handavinnukennari. Tilboðið var freistandi, en ég taldi samt að ég væri ekki þeim eiginleik- um gædd að verða góður kennari, þar af leiðandi varð ekki af því að ég tæki þessu góða tilboði. Ég hef samt aldrei gleymt því að Björg bar svo gott traust til mín að gera mér þetta tilboð, það var mér mikils virði. Að vera nemandi á Löngu- mýri var mannbætandi. Þær Björg og Ingibjörg Jóhannsdóttir skóla- stjóri höfðu þá eiginleika til að bera að allir þroskuðust við kynni af þeim. Ég hef verið á fleiri skólum, en aldrei fengið betri kennslu en hjá þeim vinkonum. Þær voru báðar fæddar kennarar, ég get ekki séð þær fyrir mér við önnur störf, veit þó að Ingibjörg hefði getað sinnt næstum hvaða starfi sem var svo fjölhæf og greind var hún. Þær vin- konur komu saman frá Staðarfelli til að stofna Húsmæðraskólann á Löngumýri, föðurleifð Ingibjargar. Það var í mikið ráðist af tveim konum og á þeim tímum. En þær reyndust vandanum vaxnar, saman voru þær ósigrandi og bjartsýni þeirra og dugnaður bar góðan árangur. Það er ekki hægt að minn- ast annarrar þeirra án þess að hin komi við sögu, svo lengi og vel störf- uðu þær saman og er þær gerðust ellimóðar stofnuðu þær heimili sam- an og fóru síðan saman á hjúkrun- arheimilið Skjól, er þær gátu ekki lengur séð um sig sjálfar. Hugur þeira var þó alltaf bundinn Löngumýri, þaðan voru bestu og kærustu minningar þeirra. Þær minningar voru þeirra sameiginlegi sjóður og þar sinntu þær störfum á meðan þær höfðu heilsu til. Báð- ar hafa Björg og Ingibjörg lagt í sína hinstu ferð. Ingibjörg síðastlið- ið vor, en Björg 28. desember síð- astliðinn. Áreiðanlega kunna þær því best að fá að hittast aftur og kannski eiga þær nú auðveldara að fylgjast með öllum dætrum sínum. Ég tel að þótt þær eignuðust ekki börn sjálfar þá hafi þeim fundist að við, nemendurnir þeirra, værum börnin þeirra svo annt var þeim um ökkar hag. Alveg var ótrúlegt að eftir 40-50 ár mundu þær nöfnin okkar og hvaðan við vorum og urðu undur glaðar ef þær fengu góðar fréttir af okkur, en sárhryggar ef fréttirnar voru slæmar. Þetta hefði ve'rið skiljanlegra ef við hefðum verið fáar, en ætli nem- endur þeirra hafi ekki verið tæplega 800, rúmnlega 80 frá Staðarfelli og um 700 frá Löngumýri. Þessar tölur fæ ég með því að telja nem- endur á skólaspjöldum í bókinni „Ingibjörg á Löngumýri“. Björg kom þó tveimur árum síðar en Ingibjörg að Staðarfelli, en starf- aði með henni eftir það. Þeim þótti svo vænt um okkur og mundu okk- ur svo vel því kennslan var þeim ekki bara starf heldur köllun. Áðal- áhugamál þeirra var að búa ungar stúlkur undir að takast á við lífs- starfið, sem bíður flestra, að stjórna heimili og ala upp börn. Þjóðfélagið hefur breyst og húsmóður hlutverk- ið er stórlega vanmetið nú til dags og ég tel að því sé alls ekki sýnd sú virðing er það á skilið. Sú virð- ing hvarf með húsmæðraskólunum. Þeir hefðu þurft að breytast gjarnan í 3 til 4 mánaða skóla en ekki hverfa. Með góðum kennurum voru þessir skólar bæði þroskandi og mannbætandi. Það er allvega mín reynsla eftir að hafa dvalið á Löngumýri undir handaijaðri þeirra Bjargar og Ingibjargar veturinn 1953-1954. Þeim fylgir mitt inni- legasta þakklæti er ég kveð þær með virðingu og gleðst yfir því að vera ein af hópnum þeirra. Þóra Björnsdóttir. + Þórunn Jóna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1911. Hún lést á Borgarspítal- anum 8. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Nes- kirkju 15.janúar. „HANN vissi bæði það sem var og það sem verða mundi og það sem áður hafði verið.“ Þessi orð Hómers koma upp í hugann þegar við minn- umst elskulegrar frænku okkar. Hún kunni skil á svo mörgu, var víðlesin og stálminnug. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum og hafði víðsýni yfir það sem gengið var og fylgdist vel með því sem fram fór hveiju sinni. Hún sá oft inn í hið ókomna og gat þá farið á flug og varð oft torskilin þeim sem jarð- bundnir voru. Hún gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og það sem hún lærði þar nýttist henni vel. Þar kynntist hún útsaumi sem varð síð- an hennar listgrein. Hún fór til Kaupmannahafnar og gekk þar í hússtjórnarskóla, kynnti sér söfn og naut þeirrar fegurðar sem borg- in bauð og átti þar ánægjulegar stundir. Jóna var falleg kona. Það er haft eftir Lullu frænku hvað það hefði verið gaman að ganga með Jónu um götur Kaupmannahafnar, hún vakti svo mikla athygli Hún tók þátt í fyrstu fegurðarsamkeppn- inni á íslandi. Myndir af fallegustu stúlkum í Reykjavík á þeim tíma fylgdu vindlingapökkum frá Teóf- aní. Ekki var það að Jóna reykti, hún var stök bindindiskona. Þegar hún var orðin slæm af astma sagði læknirinn að hún skyldi hætta að reykja. „Þá verð ég víst að byija að reykja til þess að geta hætt,“ sagði Jóna hógværlega. Hún tók þátt í ýmsum félags- störfum, var í stúkunni Verðandi nr. 8 Guðspekifélaginu, kvenfélagi Laugarneskirkju og í Samfrímúr- arareglunni og viljum við þakka reglubræðrum og -systrum hve vel þeir reyndust Jónu fram til hinstu stundar. Jóna stundaði lengst af verslunarstörf hjá afa í verslun Jóns Þórðarsonar og fórst það starf henni vel úr hendi. Hún giftist 1951 Sigurmundi Guðnasyni og var einkasonur þeirra, Guðni Þórður, hennar líf og yndi. Hún umvafði hann þeirri ást og hlýju sem mest mátti verða. Hún þakkaði forsjón- inni fyrir ástkæra tengdadóttur og yndisleg barnabörn. Heimili þeirra Sigurmundar var lengi í Hrísateig 5 og síðar við Skipasund. Þeir sem skilja allt, sætta sig við allt og Jóna varð að sætta sig við margt sem henni var óljúft. Fáar sögur bárust. Þögn hvíldi yfir vötn- um. Margt skipast á mannsævi. Svo fór að hún gerðist vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og átti þar góða daga, var öllum hnút- um kunnug, hafði unnið þar um tíma. Hún átti góða að, frændkona hennar Helga Björnsdóttir og dætur hennar voru henni mjög hjálpsam- ar, og viljum við senda þeim og öllu starfsfólki kærar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju sem hún naut þar. Þarna gat hún unnið við sína list, útsauminn, sem lék í hönd- um hennar. Hún fann máttinn þverra og heimförina nálgast og minntist Sókratesar: „Nú er mál komið að vér göngum héðan, ég til þess að deyja en þér til þess að lifa. Hvorir okkar fari betri för er öllum hulin nema guðinum einum.“ Góða ferð, elskuleg frænka, og bestu þakkir fyrir samfylgdina. Systkinabörnin. BRIDS Unisjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni í SLANDSMÓT kvenna og yngri spil- ara verður haldið í Þönglabakka 1 helgina 23.-25. febrúar nk. Mótið byijar á föstudagskvöldi og stefnt er að því að spila einfalda umferð allir við alla og fer spilafjöldi milli sveita eftir þátttökufjölda. Spila- mennska hefst á föstudagskvöld og kl. 11 á laugardag og sunnudag. Spilafjöldi verður á bilinu 110-130 spil. Spilað er um gullstig í hveijum leik. Opið afmælismót Lárusar Hermannssonar Eitt af fáum opnum silfurstiga- mótum vetrarins á höfuðborgar- svæðinu, er afmælismót Lárusar Hermannssonar, sem spilað verður sunnudaginn 3. mars nk. Skráning stendur yfir þessa dagana hjá Ólafi Lárussyni í síma 551-6538. Mótið er hið þriðja sem haldið er, en hið fyrsta var 1994. Þá sigruðu þau Guðlaug Jónsdóttir og Aðal- steinn Jörgensen. 1995 sigruðu svo Hermann Lárusson og Þröstur Ingi- marsson. Spilamennska er öllum opin en þátttaka takmarkast við ca. 40 pör. Spilað verður í Drangey og hefst spilamennska kl. 11 árdegis. Keppn- isgjald er aðeins kr. 1.500 pr. spil- ara og er innifalið í því kaffi allt mótið og meðlæti í spilahléi. Landsliðssjóður BSÍ Á síðasta spilakvöldi Bridsfélags Reyðarfjarðar og Eskifjarðar afhenti Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður og stórspilari Kristjáni Kristjáns- syni, forseta Bridssambands íslands, höfðinglegt stofnframlag í Lands- liðssjóð BSÍ. Gjöfin, sem nemur 100.000 kr er fyrsta framlag í ný- stofnaðan sjóð til stuðnings landslið- um íslands í brids. Stjórn BSÍ sam- þykkti stofnun sjóðsins á fundi sín- um sl. miðvikudag og má því segja að byijunin lofi góðu. Jafnframt samþykkti stjórnin að óska eftir því við hina fjölmörgu bridsspilara Morgunblaðið/Hilmar AÐALSTEINN Jónsson af- hendir Kristjáni Kristjáns- syni forseta BSÍ fyrsta fram- lag til landsliðssjóðs BSÍ. landsins að þeir styrki sjóðinn með mánaðarlegu framlagi. Stofnun Landsliðssjóðs er nýjasta herbragð stjórnar BSI til að komast aftur í nána snertingu við skálina frægu frá Bermuda, því bros-trixið gengur ekki lengur eitt og sér. Afar kostnaðarsamt er að halda úti landsliðum sem krafist er að séu í fremstu röð í heiminum. Þar viljum við íslendingar að okkar keppnis- fólk sé og erum því væntanlega til- búnir til að styrkja Landsliðssjóð BSÍ. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 15. febrúar 1996 spiluðu 20 pör í tveim riðlum. A-riðill Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 137 Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 128 Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarsson 113 B-riðill Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 136 Eggert Kristjánsson - Þorsteinn Sveinsson 131 RafnKristjánsson-TryggviGíslason 124 Staðan í stigamótinu er nú þessi: Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 92 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 74 ÞórarinnAmason-BergurÞorvaldsson 66 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 60 Veistu fx'Ær ...að í Frakklandi kostar dagblað m kr. 92,50. Fyrir það verð fæst símtal í rúmar í 3 mín. á dagtaxta á milli Parísar og Strassbourg. PÓSTUR OG SÍMI ...að á íslandi kostar dagblað kr. 125. Fyrir það verð fæst símtal í rúmar 19 mín. á dagtaxta á milli Reykjavíkur og Neskaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.