Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 39 FRÉTTIR Umræður um ástina SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir sínum fyrsta fyrirlestri á árinu í Norræna húsinu laugardaginn 24. febrúar kl. 13. Aðgangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber yfírskriftina: Að verða ástfanginn og lifa það af. Fyrirlesarar verða fjórir að þessu sinni og mun hver og einn flytja stutt erindi um ástina. Fyrir- lesarar verða þau Tinna Jóhanns- dóttir grunnskólanemandi, Funi Sigurðsson, ungur menntskæling- ur, Auður Haraldsdóttir rithöfund- ur_ og Ellert B. Schram, forseti ISI. Einnig mun Gunnar Gunnars- son organisti spila á flygil og Þórar- inn Eldjárn skáld lesa upp eigin ljóð. Eftir fyrirlestrana verða pall- borðsumræður þar sem ungum sem öldnum er boðið upp á opnar um- ræður um ástina og það að verða ástfanginn. „Umræður verða á ljúf- um nótunum sem er góð tilbreyting frá þeirri neikvæðu umfjöllun, sem unga fólkið hefur fengið undanfar- ið. Reyndar á umræðan og efnið jafnt við unga sem aldna og eru allir velkomnir á fyrirlesturinn," segir í fréttatilkynningu. Grunnskóla- hátíð í Hafnarfirði GRUNNSKÓLAHÁTÍÐIN í Hafn- arfirði verður haldin í Bæjarbíói og íþróttahúsi Víðistaðaskóla fimmtu'- daginn 22. febrúar. Það er Æsku- lýðsráð Hafnarfjarðar og nemendur á unglingastigi í grunnskólum Hafnarfjarðar sem standa að hátíð- inni. í Bæjarbíói við Strandgötu fer fram sameiginleg skemmtidagskrá og verða sýningar í dag kl. 13 og kl. 16. Á dagskránni eru leikrit og söngleikir sem nemendur af ung- lingastigi frá Hvaleyrarskóla, Lækjarskóla, Setbergsskóla, Víði- staðaskóla og Öldutúnsskóla flytja og hafa samið að hluta. Um kvöldið verður dansleikur fyrir unglinga í grunnskóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víði- staðaskóla. Húsið opnar kl. 22. Hljómsveitin Botnleðja, og sigur- vegarar úr karaokekeppni Vitans leika. Herra og frú Hafnarfjörður verða valin. Hljómsveitin Sælgætis- gerðin_ leikur og að lokum mun Páll Óskar troða upp. Meðferð vímuefna er að sjálfsögðu óheimil. Að dansleik loknum verða rútuferð- ir um bæinn þannig að allir komist heilir heim. Ráðstefna um fjármál aldraðra ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir ráðstefnu föstudaginn 23. febrúar kl. 13.15 í Borgartúni 6, Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunn- ar er Fjármál aldraðra. Ráðstefnu- stjóri verður Ásgeir Jóhannesson. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með því að Fanney Úlfljótsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins flyt- ur erindi sem hún nefnir Fjármál aldraðra og lífeyristryggingar, Jón- as Bjarnason, verkfræðingur, flyt- ur erindi sem hann efnir Samspil almennra trygginga og lífeyris- sjóða, Margrét H. Sigurðardóttir, varaformaður eldri borgara í Reykjavík verður með erindið Eldri borgarar og þjóðfélagið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, nefnir sitt erindi Þversögn við öldr- unarþjónustu og að lokum flytur Pétur Blöndal, alþingismaður, er- indi sem ber yfirskriftina Kynslóða- samningur. Kaffiveitingar verða. Ráðstefnan er öllum opin og er ráðstefnugjald 500 kr. Ráðstefna um fjölskylduna og íþróttir SAMTÖKIN íþróttir fyrir alla halda ráðstefnu um Fjölskylduna og frí- stundir í dag, 22. febrúar, kl. 14-16 á Scandic Hótel Loftleiðum, Bíósal. Ráðstefnustjóri er Lovísa Einars- dóttir. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, for- maður ÍFA, setur ráðstefnuna. Kol- brán Baldursdóttir sálfræðingur, talar um breyttar þarfir unglinga, Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, ræðir um fjölskylduna og forvarnir og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari, talar um íþróttir, sameiginlegan vettvang fjölskyldunnar til frí- stunda. Lovísa Einarsdóttir stjórnar hléæfingum. Snjólaug Stefánsdótt- ir, forstöðumaður unglingadeildar félgsmálastof nunar Reykj avíkur- borgar, ræðir um hækkun sjálfræð- isaldurs og Sigurður Magnússon, fræðslustjóri ÍSÍ, talar um barna- íþróttir/samstarf íþróttafélaga grunnskóla. Að lokum umræðum tekur Sig- rún Stefánsdóttir saman helstu nið- urstöður og slítur ráðstefnunni. Enginn aðgangseyrir er að ráð- stefnunni. Fundur um konuna og nútímann SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Hvöt heldur almennan félagsfund kl. 20.30 í dag þar sem fjallað verður um konuna og nútímann. Mikil umræða hefur verið í Sjálf- stæðisflokknum um stöðu kvenna innan flokksins þar sem óánægja kvenna hefur birst og er þessi fund- ur innlegg í þau mál. Frummælend- ur verða Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, og Sólveig Péturs- dóttir, alþingismaður. Fundarstjóri er Erna Hauksdóttir. Fundurinn, sem er haldinn í Val- höll, Háaleitisbraut 1, er opinn öll- um og eru sem flestir hvattir til að mæta og taka þátt í opinni umræðu. Fundur um fjármagns- tekjuskatt FUNDUR verður haldinn á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna um niðurstöður nefndar um fjár- magnstekjuskatt í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, fimmtudaginn 22. febr- úar kl. 17. Frummælendur verða Pétur Blöndal, alþingismaður, Guðmund- ur Hauksson, forstjóri Kaupþings, og Árni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður hjá Skandia. Fundarstjóri verður Áslaug Magnúsdóttir. KynninG I snyrtivörum föstudaginn 23. febrúar kl. 13-18. Búnaðarbank- inn sigraði í skákkeppni fyrirtækja KEPPNI í A-riðli skákkeppni stofn- ana og fyrirtækja lauk á þriðjudag í félagsheimili T.R. Lokastaða efstu sveita: 1. Búnað- arbanki íslands a-sveit 25 vinningar af 36, 2. Visa ísland 24 v. og í 3. sæti var íslandsbanki a-sveit 22 vinningar. Sveit Búnaðarbankans var þannig skipuð: Margeir Péturs- son, Karl Þorsteins, Arnar E. Gunn- arsson. Varamaður Bragi Þorfinns- son. Sveit Visa sem háði harða og tvísýna baráttu um efsta sætið við Búnaðarbankann var þannig skip- uð: Jóhann Hjartarson, Þröstur Þórhallsson, Ágúst S. Karlsson, Sæbjörn Guðfinsson. 1. varamaður Andri Hrólfsson, 2. varamaður Ein- ar S. Einarsson. Aðalfundur Félags um heilsuhagfræði AÐALFUNDUR Félags um heilsu- hagfræði verður í kvöld, fimmtu- dag, kl. 16.30 í salnum Litlu- Brekku á veitingastaðnum Lækjar- brekku. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flytur Skúli Thoroddsen, lögfræðingur, erindi sem hann nefnir Stjórnun heilbrigðisþjónustu. Fyrirlesari hefur um árabil veitt einkaheilbrigðisþjónustu forstöðu bæði hér og í Svíþjóð. Hann sat í stjórn Borgarspítalans árið 1986 til 1990 en starfar nú fyrir Trygginga- stofnun. Jafnframt stundar hann nám í heilbrigðisþjónustufræðum við Norræna heilbrigðisþjónustuhá- skólann í Gautaborg. Hópslysavinna safnaða þj óðkirkjunnar ÞANN 24. febrúar n.k. verður hald- in ráðstefna á vegum Kjalarness- prófastsdæmis og Reykjavíkurpróf- astsdæma í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Fjallað verð- ur um hópslysavinnu innan þjóð- kirkjunnar. Fyrirlesarar verða Magnús Erl- ingsson, Kristján Björnsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Sturluson og Haf- þór Jónsson. Ráðstefnustjóri er sr. Bragi Skúlason. Markhópur ráðstefnunnar er starfsfólk kirkjunnar og aðrir þeir innan safnaðanna, sem áhuga hafa. Farið er fram á að þátttakendur skrái sig fyrirfram í sínum söfnuði eða á skrifstofum prófastanna. Skráningargjald er 500 kr. Dagur símennt- unar í Húsi iðnaðarins NÝSTOFNUÐ Félags- og fræðslu- miðstöð iðnaðarins verður með opið hús á Degi símenntunar laugardag- inn 24. febrúar kl. 13-17 í nýjum húsakynnum í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1. Kynnt verða: Lifandi módel, klædd, greidd og snyrt, nýjungar í ljósmyndatækni, lnternetið, Free- Hand, Photoshop og QuarkXPress, gull, silfur og eðalsteinar, úr og klukkur, rör í rör, tennur, brýr og gómar, málmar, renndir, skornir og beygðir og íslenskur bakstur m.a. konudagskaka. Fulltrúar endurmenntunarstofn- ana iðnaðarins kynna námsefni og námsleiðir í iðnnámi og símenntun í iðnaði. Sýning á Is- landskortum BANKAR og greiðslukortafyrir- tæki færðu 1. desember 1995 Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni verðmætt korta- safn úr eigu Kjartans Gunnars- sonar lyfsala. Fyrr á árinu hafði bókasafnið þegið hluta af korta- safninu að gjöf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Kortin, alls um sjötiu talsins, hafa undanfarna mánuði verið tiLsýnis í Þjóðarbókhlöðu. Sýn- ingunni lýkur laugardaginn 2. mars nk. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bókasafnið er opið virka daga kl. 9-19, laugar- daga kl. 10-17. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Þá lýkur einnig 2. mars sýn- ingu um Carl Chr. Rafn, stofn- anda Landsbókasafns en hún er haldin í minningu þess að tvær aldir eru liðnar frá fæðingu hans. C.C. Rafn var ennfremur einn af stofnendum Hins kon- unglega norræna fornfræðafé- lags og er þess minnst á sýning- unni. -----» ♦ ♦----- ■ SUNNUDAGSSÝNING MÍR í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, fellur niður sunnudaginn 25. febráar vegna maraþonsýningarinnar á stórmyndinni Stríð og friður dag- inn áður,, en sýningin á þeirri mynd, sem byggð er á samnefndri sögu Tolstojs, hefst kl. 10 að morgni laugardags og stendur með matarhléi og tveimur kaffihléum til kl. 18.30. Aðgangur að laugar- dagssýningunni aðeins gegn fram- vísun aðgöngumiða sem seldir eru fyrirfram í félagsheimili MIR milli kl. 17 og 18 dagana fyrir sýningu. Vrnd- og vatnsheldar Margir litir, st.: M-XXXL ' Barnastærðir: ’ Nú: 4.990- Áður: 6.990.- Fuilorðinsst.: M -XXXL Verð: 7,990.- Áður: 9.990.- Margir litir Sendum í póstkröfu whummél^ SP0RTBUÐIN Nóatúni 17 sími 5 I I 3555 - kjarni málsins! r IÞROTTIR FVRIR RLLR Samtökin ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA bjóða til ráðstefnu um FJÖLSKYLDUNA OG FRÍSTUNDIR í dag fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 14-16. Ráðstefnan er haldin á Hótel Loftleiðum, Bíósal. Enginn aðgangseyrir er að ráðstefnunni og er hún öllum opin. ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík. sími 581 3377, símbréf 553 8910.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.