Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðskiptajöfnuður hagstæður um 3,9 milljarða á síðasta ári Betri útkoma en reiknað var með Endurnýjun leigubílaflotans gengur hægt Leigubifreiða- stjórar knýja á um lækkun vörugjalda VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við út- lönd var hagstæður um 3,9 millj- arða króna á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabanka ís- lands. Þetta er talsvert minni af- gangur en varð á viðskiptajöfnuði árið 1994 er hann var hagstæður um 9,1 milljarð króna. Engu að síður er þetta meiri af- gangur en reiknað var með því spá Þjóðhagsstofnunar undir lok árs 1995 hafði gert ráð fyrir að við- skiptajöfnuður ársins yrði hagstæð- ur um 2 milljarða króna. Að sögn Jakobs Gunnarssonar hjá Seðla- bankanum virðist sem útflutningur hafi orðið meiri í lok síðasta árs en spáin gerði ráð fyrir. Viðskiptaafgangur síðasta árs svarar til 0,9% af vergri landsfram- leiðslu samanborið við 2,1% afgang árið 1994. Útflutningstekjur síðasta árs jukust um 2,3% á síðasta ári en á sama tíma jókst verðmæti inn- flutnings talsvert meira, eða um 5,8%. Afgangur af vöruskiptajöfn- uði var sem kunnugt er um 6,1 milljarði minni í fyrra en árið 1994. Afgangur á viðskiptajöfnuði dróst hins vegar minna saman á milli ára en afgangur á vöruskiptajöfnuði og skýrist það af því að á sama tíma dró úr halla á þjónustujöfnuði, eink- um vegna minni vaxtagreiðslna af erlendum-lánum. Vaxtajöfnuður við útlönd var neikvæður um 14,4 millj- arða en önnur þjónustuviðskipti voru hins vegar hagstæð um 4,8 milljarða. Érlendar lántökur á árinu námu um 30,5 milljörðum króna en af- borganir af eldri lánum voru hins vegar 32 milljarðar. Hrein lántaka ríkissjóðs erlendis nam 15,4 millj- örðum en aðrir lántakendur, svo sem fyrirtæki og sveitarfélög, end- urgreiddu hins vegar 16,9 milljarða í erlendum langtímalánum. Þá dró heldur úr hreinu fjármagnsút- streymi vegna verðbréfaviðskipta, sem var 3,3 milljarðar á síðasta ári í samanburði við 7,5 milljarða árið þar á undan. Mun minna gjaldeyris- útstreymi hjá Seðlabankanum Hrein gjaldeyrisstaða Seðlabank- ans rýrnaði um 1 milljarð króna á síðasta ári og er þetta mun minni rýrnun en varð árið 1994 er gjald- eyrisstaðan versnaði um 14 millj- arða króna. Gjaldeyrisforði bankans jókst um tæpan milljarð á árinu en erlendar skuldir bankans hækkuðu á móti. Hrein skuldastaða við útlönd var 227 milljarðar í árslok 1995, lítillega betri en í upphafi ársins er hún var 228 milljarðar. Þá lækkaði skuldahlutfallið úr 52,4% af vergri landsframleiðslu í 50%. KAUPVERÐ leigubifreiða lækkar verulega ef álagning vörugjalda á þær verður samræmd gjöldum á aðr- ar atvinnubifreiðar. Sigfús Bjarna- son, formaður Frama, félags leigu- bifreiðastjóra, segir að brýnt sé að slík lækkun verði að veruleika. End- umýjun leigubílaflotans gangi hægt og keyptir séu minni og óhentugri bifreiðar en ella vegna hárra vöru- gjalda. Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða stefnuna í skattheimtu af bílum. Hópnum er meðal annars ætlað að skoða mis- munandi útfærslur af gjaldstofnum og samræmingu á gjöldum af at- vinnubifreiðum. Spurning um öryggi Sigfús segir að Frami hafi lengi barist fyrir því að gjöld á atvinnubif- reiðar yrðu samræmdar og því fagni hann skipun starfshópsins. „Vöru- gjöld hafa nú þegar verið lækkuð á flesta aðra atvinnubíla en leigubíla þannig að tími er til kominn að Iækk- unin nái einnig til þeirra. Þó er rétt að geta þess að gjöld á díselbíla hafa nú þegar verið lækkuð um 10-20% og það hefur að sjálfsögðu komið sér vel.“ Með núverandi reglum eru vöru- gjöld lögð á bíla eftir vélastærð og segir Sigfús að lítil skynsemi sé í því. „Frami leggur áherslu á að leigu- bílstjórar fái sér bíla í stærri kantin- um til að geta veitt góða þjónustu. Samkvæmt núgildandi reglum um vörugjöld er leigubílakaupum hins vegar stýrt þannig að menn reyna að fá sér sem minnsta bíla. Það hef- ur lakari þjónustu í för með sér fyr- ir viðskiptavini, t.d. vegna þrengsla, minna farangursrýmis og minna við- bragðs. Þá eru stórir bílar yfirleitt sterkbyggðari og með betri öryggis- útbúnað en þeir minni.“ Vörugjöld nema nú frá 40-60% á flestar gerðir leigubíla og vonast Sigfús eftir því að starfshópurinn leggi til að það hlutfall verði lækkað í 20% til að byija með. „Slík lækkun hefði í för með sér að kaupverð venju- legs leigubíls lækkaði úr tveimur milljónum í um 1700 þúsund eða um 300 þúsund krónur. Síðan væri rétt að leggja þetta gjald niður í áföng- um. I okkar huga er þó aðalatriðið það að gjöld á atvinnubifreiðar verði samræmd." Aðaltölva RBnær fullnýtt ÁLAG á aðaltölvu Reiknistofu bank- anna hefur aukist mikið frá því hún var endurnýjuð fyrir tveimur árum og er afkastageta hennar nú nær fullnýtt. Hefur því verið ákveðið að ráðast í kaup á nýrri aðaltölvu frá IBM sem er um 20% hraðvirkari. Almennt verð á slíkri véi er um 160 milljónir en ekki liggur fyrir hver kostnaður Reiknistofunnar verður. Að sögn Þórðar B. Sigurðssonar, forstjóra RB, verður hin nýja vél bæði ódýrari í rekstri og innkaupum en verið hefur. Hún hefur stækk- unarmöguleika þannig að hægt verður að auka afköstin smám sam- an eftir þörfum á næstu misserum. Vélin er með 256 mb innra minni. Samkvæmt ársreikningi Reikni- stofunnar urðu rekstrartekjur sl.árs alls um 963,7 milljónir og jukust um 7,3% frá 1994. Hins vegar jukust rekstrargjöld einungis um 1,2% milli ára. Varð um 123,2 milljóna hagnað- ur af starfseminni á árinu eða um tvöfalt betri afkoma en á árinu 1994. Forstjórastaða Reiknistofunnar var nýlega auglýst laus til umsóknar þar sem Þórður B. Sigurðsson lætur af störfum í sumar fyrir aldurs sak- ir. Borist hafa 30 umsóknir um stöð- una en ekkert liggur ennþá fyrir um hver umsækjenda hlýtur stöðuna. FRÁ undirritun samninga. F.v. Marinó Þorsteinsson skrifstofu- sljóri, Sigfús Jónsson forstjóri frá Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar. Tryggvi Harðarson markaðsstjóri og Hannes Már Sigurðsson þjónustufulltrúi frá íslenskri forritaþróun hf. Innkaupastofnun Landsbankinn segir vaxtahækkanir í febrúar ekki auka vaxtamun Reykjavíkur velur Opusallt Staðan verður endur- metin reglulega INNKAUPASTOFNUN Reykja- víkurborgar hefur fest kaup á Ópusallt viðskiptahugbúnaði af íslenskri forritaþróun. Um er að ræða heildarupplýsingakerfi vegna öflunar og meðferðar til- boða í vöru og þjónustu fyrir stofn- anir og fyrirtæki borgarinnar auk sérstaks Ópusallt innkaupakerfis, segir í frétt. Kerfið byggist einnig á Ópu- sallt SMT kerfi (skjalaskipti milli tölva), en Innkaupastofnunin mun nota það til að senda verðfyrir- spurnir, pantanir, reikninga og tollskýrslur beint í önnur tölvu- kerfí. • Verið er að hanna í Ópusallt sérstakt kerfi til að halda utan um útboð og verðfyrirspurnir og. er þar m.a. um að ræða samskipti við útboðsbankann Útboða. Kerfið mun m.a. bjóða upp á möguleika til samanburðar á innsendum til- boðum. Auk tilboða og innkaupa- kerfis samanstendur upplýsinga- kerfið af sölukerfí, birgðakerfi, gjaldkerakerfi, fjárhagsbókhaldi, viðskiptamannakerfi og lánar- drottnakerfi. íslensk forritaþróun hf. fram- leiðandi Ópusallt er í fararbroddi hérlendis í notkun Skjalaskipta milli tölva (EDI) og var fyrsta leyf- ið til Skjalaskipta milli tölva gagn- vart Ríkistollstjóra veitt íslenska álfélaginu árið 1992, sem notar Ópusallt SMT. Ópusallt SMT styð- ur sendingar verðfyrirspurna, pantana og reikninga auk toll- skýrslna og er innbyggt í Ópusailt- viðskiptahugbúnaðinn þannig að notandi þarf ekki sérstök utaná- liggjandi þýðingarforrit eða sam- skiptaforrit. Opusallt-viðskipta- hugbúnaður byggist á Btrieve gagnagrunni sem er lang- útbreiddasti gagnagrunnur á net- kerfum í heiminum í dag. Sem dæmi um útbreiðslu Btrieve má nefna að hann er notaður í 8 af 11 vinsælustu viðskiptakerfum Bandaríkjanna. ENGAR breytingar urðu á vöxtum Landsbankans í gær sem var vaxta- breytingadagur. Hyggst bankinn endurmeta stöðuna reglulega með það að markmiði að vera samkeppn- ishæfur í vöxtum án þess að það komi niður á afkomu bankans, að því er fram kemur í greinargerð bankastjórnar um vaxtamál frá því á þriðjudag. Þar segir jafnframt að vextir muni breytast 1. mars þurfi þeir leið- réttingar við að teknu tilliti til sam- keppni, verðlags og vaxta á peninga- markaði. Landsbankinn muni hins vegar á næstunni koma á framfæri við stjórnvöld hugmyndum um með hvaða hætti hægt sé að stuðla að lækkun langtímavaxta. Bankinn hafi staðið faglega að vaxtabreytingum að undanförnu og muni halda því áfram hér eftir sem hingað til að endurmeta samkeppnis- stöðu sína, verðlagsforsendur og aðrar forsendur í rekstrarumhverf- inu. 3-4% verðbólga fram á vorið Um vaxtahækkanir bankans að undanförnu segir m.a. að grundvöll- ur fyrir hækkun óverðtryggðra liða hafi byggt á tvennu. 1 fyrsta lagi stöðugri hækkun skammtímavaxta á peningamarkaði frá ársbyijun. í öðru lagi hafi verðlagsáætlanir m.a. verðbólguspá Seðlabanka gefið til kynna að framundan væri nokkur aukning verðbólgu. „Það sem síðar hefur gerst er í fyrsta lagi að verð- mæling sem gildir fyrir mars sýndi nokkru lægri verðbólgu en spár gerðu ráð fyrir. Ný verðbólguspá sýnir engu að síður að fram á vorið a.m.k. er gert ráð fyrir 3-4% verð- bólgu. Þá hefur það og gerst að nokkur lækkun hefur orðið á vöxtum á peningamarkaði sem nemur nokkr- um punktum frá mánaðamótum. Hvort sú þróun heldur áfram er óvíst á þessu stigi." Hvað varðar hækkanir vaxta á verðtryggðum liðum um sl. mánaða- mót þá giltu nokkuð aðrar forsend- ur. Þannig er bent á í greinargerð- inni að frá miðjum janúar hafi stað- ið yfir linnulaus auglýsingaherferð þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa vegna væntanlegrar innlausnar spariskírteina þ. 10. febrúar. Þar voru til innlausnar um 8 milljarðar króna. Boðin voru skiptikjör 5,81% til áskrifenda. „Þessi tilboð til hins almenna sparifjáreiganda þýddi að Landsbankinn taldi sig knúinn til að hækka vexti á Landsbók til 5 ára. Það leiddi til þess að hækka varð kjörvexti verðtryggðra útlána um 0,2% í 6,2%. Þjónustumíðstöð ríkisverðbréfa býður enn hagstæðari kjör til stærri fjárfesta. Vaxtabreytingar þann 1. febrúar juku ekki vaxtamun bankans þrátt fyrir fullyrðingar annarra þar um en var eingöngu svar við aðstæðum sem gátu haft áhrif á stöðu og af- komu bankans ef ekki hefði verið brugðist við með þeim hætti sem gert var,“ segir ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.