Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 B 3 Launavísi- tala hækkar um 3,5% HAGSTOFAN hefur reiknað launa- vísitölu janúarmánaðar miðað við meðallaun. Vísitalan mældist 146,7 stig og hefur þá hækkað um 3,5% frá því í desember. Þessi hækkun stafar af umsömdum hækkunum hjá opinberum starfsmönnum og starfsmönnum á almennum vinnu- markaði. Hækkanirnar námu al- mennt 3% en í sumum tilfellum var um krónutöluhækkanir á lægri laun að ræða og skýrir það hækkun launavísitölunnar umfram 3%, að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hagstofu Íslands. Vísitala byggingakostnaðar mið- að við verðlag um miðjan febrúar mældist 208,9 stig og hækkar hún um 0,2% frá því í janúar. Síðastlið- ið ár hefur vísitalan hækkað um 4,5% en þar af eru 3% vegna launa- breytinga á saraa tíma. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,9%. Þar af hækkaði vísitalan um 1,5% vegna launabreytinga í janúar, en hækkunin undanfarna þtjá mánuði jafngildir um 7,6% verðbólgu á ári. ------» ♦ ♦----- TWA nær sér eftir tap París. TRANS WORLD flugfélagið hefur lýst því yfir að það hafi náð fullum bata eftir gjaldþrot og skýrt frá fyrsta rekstrarhagnaði miðað við eitt ár síðan 1989 vegna minni kostnaðar. „TWA stendur aftur traustum fótum,“ sagði Jeffrey H. Erickson forstjóri á 50 ára afmæli fyrsta flugs félagsins yfir Atlantshaf. Flugfélagið, hið sjöunda stærsta í Bandaríkjunum, segir að rekstrar- hagnaðurinn hafi numið 25.1 millj- ón dollara 1995 samanborið við tap upp á 279.5 milljónir 1994. Vegna 18% lækkunar á rekstrar- kostnaði minnkaði hreint tap á fjórða ársfjórðungi í 27.8 milljónir dollara úr 245.2 milljónum á þriðja ársfjórðungi 1994. Þrátt fyrir 155.8 milljóna dollara útgjöld vegna end- urskipulagningar fyrirtækisins minnkaði hreirít tap þess á árinu 1995 í heild í 227.5 milljónir doll- ara úr 435.8 milljónum 1994. Þar sem endurskipulagningu fé- lagsins er lokið segir Erickson að hefjast muni umsvifaskeið í sögu þess og að samið verði við fimm eða sex flugfélög á þessu ári. Hann sagði að félagið mundi auka þjón- ustu sína á Kyrrhafssvæðinu, í Mið- austurlöndum og Evrópu. Hann sagði að ráðið yrði í 2.100 ný störf 1996. Starfsmenn eiga 45% í félaginu. Yfir 10. Tæknival hf, Skeifunni 17, sími 568 1665 Einar J. Skúlason hf, Grensásvegi 10, sími 563 3000 ACO hf, Skipholti 17, sími 562 7333 Heimilistæki hf, Sætúni 8, sími 5691500 Hugver, Laugavegi 168, sími 562 0706 Tölvutæki - Bókvai, Furuvöllum 5, sfmi 462 6100, Akureyri Tölvuþjónustan á Akranesi, Kirkjubraut 40 sími 431 4311 Bókabúð Jónasar Tómassonar, Hafnarstræti 2, sfmi 456 3123, Ísafirðí Tölvun hf, Strandvegi 50, sími 481 1122, Vestmannaeyjum OKI Tækni til tjáskipta OL 600ex Hraðvirkari RISC örgjörvi tryggir mikil afköst. Skilar fyrstu síðu eftir 17 sekúndur. 6 blaðsíður á mínútu. 1 Mb minni (stækkanlegt í 18 Mb) Nær 600 pát með "MicroRESóOO" í Windows. Innbyggt OCR-B letur fyrir prentun á A gíróseðlum, innheimtuseðlum banka ofl.. Kr. 48.500,- O OL 610ex Öflugur PCL 5e prentari. (HP LJ 4P samhæfður. Fáanlegur með Postscipt. 2 Mb minni (stækkanlegt í 19 Mb) 48 innbyggðar skalaðar leturgerðir Kr. 59.900,- © f OL 400w GDI prentun í Windows. Það þýðir að prentaranum er algerlega stjómað frá tölvunni. Prentaranum fylgir High Performance Windows rekill sem tryggir snögga útprentun. Kr. 39.900,- © RISC örgjörvi sem skilar hraðri úrvinnslu. Notar leturgerðimar úr tölvunni þinni sem tryggir útprentun sem lítur eins úfög fyrirmyndin á skjánum. Notar nýjustu LED-tæknina frá OKI sem ásamt OKI prentdufti skilar hnífskarpri útprentun. 4 blaðsíður á mínútu. Upplausn 300 pát og nær 600 pát með "MicroRes600" tækni (þarfnast 1 Mb. í viðbótar-minni) Láttu drauminn um geislaprentara rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.