Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 B 9 VIÐSKIPTI Til hvers er alnetið? Tölvupistill Fyrsta rafræna verslunarmiðstöðin hérlend- is, Heimakringlan, var opnuð í vikunni. Arni Matthíasson kynnti sér Heimakringl- una og veltir því fyrir sér hvort verslun eigi sér framtíð á alnetinu. ALNETIÐ er til margra hluta nytsamlegt, ekki síst þess að afla upplýs- inga, en ekki síst hentar það til verslunar ýmiskonar, sér- staklega í dreifbýlu landi og stóru eins og íslandi. Nokkuð er síðan Netkaup,. http://www.saga.is/net- kaup, rafrænt útibú Hagkaupa, komst á koppinn og gerir það víst nokkuð gott, og á þriðjudag var opnuð fyrsta rafræna verslunarm- iðstöðin á Islandi, Heimakringlan, með tilheyrandi húllumhæi. I Heimakringlunni, sem Margmiðlun hf. rekur, eru ýmsar verslanir og ólíkar; Blómaval, B.T. tölvur, Ey- mundsson, Fu-Man-Chu, Húsa- smiðjan, Jón Bakan, Margmiðlun, Oddi, Olís, Plús ferðir, Skátabúðin, sparisjóðirnir, skóverslunin Stepp, Svensson-listinn og Toyota- umboðið. Verslun hefur slitið barnsskónum á alnetinu, því víða um heim eru verslanir sem selja allt á milli himins og jarðar. Alnetsverslun í uppsveiflu Kannanir hafa sýnt að alnets- verslanir geta dafnað prýðilega, þó margir vilji meina að þær séu dauðadæmdar. Hugbúnaður selst vitanlega best, þá skemmtivarn- ingur ýmiskonar og svo vélbúnaður ef marka má könnun sem birtist í mánaðaritinu Online Marcetplace fyrir skemmstu. Þat' kemur og fram að minnst af þessari verslun hafi átt sér stað í rafrænum versl- unarmiðstöðvum líkum Heima- kringlunni. Kannski ræður þar mestu sá siður vefnotenda að rása um vefinn skipulagslaust, þvi rúm- ur helmingur allrar verslunar fer þannig fram að notandinn finnur eitthvað nánast fyrr slysni. Verslunareigendur tína ýmisleg rök til þegar þeir hallmæla alnets- verslun; fólk vilji hitta annað fólk og það vilji skoða vöruna áður en það kaupir hana. Þvert ofan í það segja flestir þeir sem versla á net- inu að þeim þyki það hentug og þægileg leið til að versla aukinheld- ur sem þeir kunna því vel að versla þegar þeim hentar hvort sem það er að nóttu eða degi. Verðlag þyk- ir einnig hagstætt á vefnum, þó enn eigi það eftir að mótast hér á landi, en eflaust er ekki langt í það að til verði verslanir sem einungis eru til á vefnum, því þá er allur kostnaður við verslunarreksturinn í lágmarki. Mikið hefur verið skrifað um hve hættulegt sé að versla á alnetinu og það hefur örugglega orðið auk- inni verslun Þrándur í Götu. Fjöl- miðlar hafa verið upp fullir með fregnir um að óprúttnir geti kom- ist yfir krítarkortanúmer sem send séu yfir netið og svikið út fé. Þessi hætta er mjög orðum aukin og umfjöllunin iðulega byggð á van- þekkingu. Hættan við að nota krít- arkort á alnetinu hefur verið hverf- andi og er nánast engin í dag, ekki síst eftir að vefrýnar hafa verið endurbættir og geta nú bren- glað upplýsingar þannig að enginn nema viðtakandi geti lesið. Heima- kringlan nýtir þessa dulkofratækni og notar svokallaðan 1024 bita lykil. Til þess að brjóta upp slíkan lykil þarf þvílíkt tölvuafl að sá sem hefði aðgang að því væri ekki að eltast við krítarkortanúmer og enginn ætti því að vera feiminn Morgunblaðið/Þorkell STEFÁN Hrafnkelsson fram- kvæmdastjóri Margmiðlunar hf. og Gestur G. Gestsson markaðsstjóri rýna í Heima- kringluna. við að skipta við fyrirtækin sem þar eru. Verslunar- og vefrýnir Heimakringluna má nýta með venjulegum vefrýni, en einnig er hægt að sækja til Margmiðlunar hf. svokallaðan verslunarrýni sem fyrirtækið hefur hannað. Sá versl- unarmáti hentar líklega helst fyrir- tækjum og iðnaðarmönnum sem birgja sig reglulega upp af sömu vörunni eða gera svipuð innkaup. Þeir geta þá tínt í „innkaupakörfu" það sem þá vanhagar um án þess að vera tengdir Heimakringlunni og síðan sent pöntunina inn, til að mynda með tölvupósti, aukinheldur sem þeir geta verið með margar slíkar innkaupakörfur í gangi sam- tímis eftir því sem verkast vill. Gera má ráð fyrir því að slíkir verði einmitt fyrri til að taka við sér en almenningur, sem eflaust verslar helst fyrir forvitni sakir framan af, en óhætt er að spá því að þó alnetsverslun eigi ekki eftir að gera út af við hefðbundið mang á hún eflaust eftir að verða snar þáttur í viðskiptum þegar fram líð- ur. Heimakringlan er á slóðinni http://www.margmiðlun/heima- kringla. Athugasemdum og ábendingum um efni má koma til amim@centrum.is eða arn- im@mbl.is. Upplýsingabyltingin Sjónarhorn S|F *** Það gildir hið gamla lögmál í viðskiptum að standir þú við þín orð og gerir viðskipta- vininn ánægðan, eru góðar líkur á að þú K " -Jí eignist fleiri viðskiptavini, segir Frosti Bergsson, og bendir á að þetta eigi svo Jk sannarlega einnig við á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar \..M Frosti Bergsson ir viðkomandi fyrir- tæki og skrifi undir trúnaðarsamning þar að lútandi. 3) Val á vélbúnaði er oft lokaskrefið og háð vali hugbúnaðar. Eðlilegt er að fá með- mæli frá hugbúnaða- raðilanum hvaða vél- búnaðarlausn hefur verið prófuð og hver er reynslan. Það að vera tilraunadýr nefur oft reynst kostnaðar- samt þegar upp er staðið. Aðstæður geta verið mismunandi frá AÐ UNDANFÖRNU hafa fjölmörg íslensk fyrir- tæki endurnýjað sín upp- lýsingakerfi. Áhugavert er að staldra aðeins við og skoða hvaða séreinkenni eru varðandi þessar breytingar, sem nú eiga sér stað. Vegna síaukinnar samkeppni gera flestir stjórnendur sér grein fyrir þeirri þörf að hafa réttar upp- lýsingar stöðugt við hendina á að- gengilegu formi til þess að geta tekið fljótt ákvarðanir. Fyrirtækin endurskoða alla vinnuferla, hvað getum við gert betur, erum við að gera réttu hlutina, hvernig mætum við nýrri samkeppni, hvað ef þetta eða hitt gerist? Þessi endurskoðun á starfsemi fyrirtækja kallar á ítarlega þarfa- greiningu og oft hefur þá komið í ljós að gamla upplýsingakerfið virk- aði sem hemill á alla framþróun í fyrirtækinu. Nýrra og fullkomnari upplýsingakerfa er þörf, oft duga hin gömlu hefðbundnu bókhald- skerfi ekki, heldur verður að fara nýjar leiðir, þannig leita fyrirtækin að ýmsum sérlausnum sem skapa þeim forskot í hinni hörðu sam- keppni. Þetta er ekki lengur verk- efni tölvudeildar einnar heldur þurfa æðstu stjórnendur að setja sig vel inn í þessi mál og fylgja þeim vel eftir. Þannig sjáum við að fyrirtækin fara í gegnum eftirfarandi 3 skref: 1) Þarfagreiningu, skipta fyrir- tækinu upp i einingar (hagnaðar eða kostnaðareiningar). Auðvelt þarf að vera að setja þessum eining- um markmið og að hægt sé að fylgj- ast stöðugt með árangri. Skoða þarf alla vinnuferla í fyrirtækinu og spyija sig „erum við að gera réttu hlutina?" Hið nýja'kerfi þarf að hafa traustan og fullkominn gagnagrunn, auðlærð notendaskil, auðvelt að gera breytingar og fyrir fram skilgreindur liópur notandi þarf að geta spurt „hvað ef:?“ 2) Val á hugbúnaðarlausn er síð- an næsta skrefið. Fyrir stærri fyrir- tæki er sjaldnast til pakki sem ekki þarf að aðlaga verulega sérþörfum fyrirtækisins. Það er því nauðsyn- legt að auðvelt sé að byggja ofan á grunnpakkann og gera þær sér- lausnir sem skapa fyrirtækinu for- skot á keppinautana, skapar fyrir- tækinu sérstöðu á markaðnum. Krafa er stundum sú að viðkom- andi hugbúnaðarfyrirtækji vinni ekki fyrir keppinautana eða sé með starfsmenn sem eingöngu vinni fyr- fyrirtæki til fyrirtækis, sumir vilja nýta eldri búnað að hluta, aðrir ekki. Góð regla er að fara í heim- sókn þar sem sambærilegar upp- setningar eru og sjá hvernig til hefur tekist. I viðkvæmu viðskip- taumhverfi þar sem aðgangur að upplýsingakerfinu þarf að vera traustur er ekki hægt að vera með tilraunastarfsemi. Þegar skoðaðar eru heildarfjár- festingar í upplýsingakerfum kem- ur oft í ljós að tvö atriði vega þyngst en þau eru : a) Vinna við gerð kröfulýsingar og aðlögun hugbúnaðar að þörfum fyrirtækisins. b) Þjálfun starfsmanna þannig að þeir hafí fullt vald á notkun kerfisins. Það eru sem sagt ekki kaup á grunnhugbúnaðinum eða kaup á vélbúnaði sem vega þyngst. Undir- búningur og þjálfun starfsmanna eru oft vanmetin, flestir ef ekki allir starfsmenn fyrirtækis sem end- urnýjar sitt upplýsingakerfí þurfa að nota hið nýja kerfi og jákvætt viðhorf þeirra er nauðsynlegt til þess að vel takist til. Fyrirtæki sem eru að velja sér upplýsingakerfi eru að leita að sam- starfsaðilum sem hægt er að treysta, hafa nægan mannskap til þess að geta sinnt hinum nýja viðskiptavini á þeim tíma sem óskað er eftir. Oftast er valin einn samstarfsaðili á hugbúnaðarsviði og annar á sviði vélbúnaðar, því er það þýðingarmik- ið að náið samstarf sé á milli þess- ara aðila og tryggt sé með samningi að þeir beri sameiginlega ábyrgð á uppsetningu kerfisins. Það gildir hið gamla lögmál í við- skiptum að standir þú við þín orð og gerir viðskiptavininn ánægðan eru góðar líkur á að þú eignist fleiri viðskiptavini, þetta á svo sannarlega einnig við á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar. Höfundur cr framkvæmda-stjórr Opinna kerfa hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.