Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 12
VIÐSKIFTIMVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 FyriHæki og siofnanir Hjá Ræstingaþjónustunni stendur ykkur til boða: • Dagleg ræsting • Hreingerning • Uppleysing á bóni og bónun • auk margs annars. Gerum tifboð fljótt 09 ifkkur að kostnaðarlausu. RÞ! Y) Ræstingaþjónustan sf. sími 587-3111 - fax 587-3044 . . . þegar þig vantar þrif! Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Torgið Er öld verkfalla á enda? Tapaðar vinnustundir vegna verkfalla 1986-1995 f « Opinberir starfsmenn Sjómenn Landverkafólk 250 200 ■o ro .E -150 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 ÁRIÐ 1995 var eitt mesta verkfalls- ár íslendinga um langa hríð. Á því ári töpuðust alls 250 þúsund dagar í verkföllum á íslenskum vinnu- markaði, að sögn Þórarins V. Þór- arinssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitendasamþandsins. Á fundi Samtaka iðnaðarins í gær fjallaði hann um fram komnar til- lögur nefndar sem félagsmálaráð- herra skipaði til að endurskoða vinnulöggjöfina. Tillögur nefndar- innar lúta annars vegar að verklagi við gerð kjarasamninga en hins vegar að endurbótum á sextíu ára gamalli vinnulöggjöf. Tillögunum er ætlað að auka skilvirkni við gerð kjarasamninga, efla ábyrgð samtaka á samnings- gerð og setja skýrari reglur um lágmarksþátttöku í atkvæða- greiðslum um samninga og vinnu- stöðvun. í tillögunum er kveðið á um að undirritaðir samningar félaga öðl- ist gildi nema marktækt hlutfall félagsmanna hafni þeim. Þá er gert ráð fyrir auknu verkstjórnar- hlutverki sáttasemjara við undir- búning og gerð samninga. Vinnuveitendur telja að ganga eigi harðar en tillögurnar kveða á um eftir því að fullkominn stuðn- ingur sé við boðun vinnustöðvunar og þá þannig að fullur helmingur þeirra sem taka eigi þátt í vinnu- stöðvun styðji hana í leynilegrí at- kvæðagreiðslu. Þá sé nauðsynlegt að lögbinda ákvæði sem torveldi smáhópum verkfallsaðgerðir. Slík- ar takmarkanir séu í þágu heildar- hag_smuna og stuðli að stöðugleika og minnkandi tjóni af völdum verk- falla. Tillögur vinnuveitenda eru allrar athygli verðar og Ijóst að þeim er ætlað að taka á mikilli meinsemd í íslensku efnahagslífi. Þá er átt við það fyrirbæri þegar smáhópum tekst að valda verulegri röskun í þjóðfélaginu og valda ómældu tjóni með því að fara í verkföll og koma jafnvel í veg fyrir það með valdi að aðrir haldi viðkomandi at- vinnutækjum gangandi. Mjög brýnt er að stytta þann tíma sem fer í karp vegna kjara- samninga að mati Þórarins. Benti hann á að slfkt karp, sem tæki oft marga mánuði, og sú óvissa sem því fylgdi hefði mjög neikvæð áhrif á atvinnulífið. Á meðan héldi það aftur af fjárfestingum í atvinnulífi og drægi þannig úr verðmæta- sköpun. Þegar litið er á meðfylgjandi töflu kemur í Ijós að í fyrra voru tveir hópar sérstaklega verkfalls- glaðir; sjómenn og opinberir starfsmenn. Þórarinn sagði að kvótakerfið hefði gert það að verk- um að sjómenn væru verkfalls- glaðari en ella. Takmarkaðar veiði- heimildir gerðu það að verkum að vinnan tapaðist ekki heldur frest- aðist fyrir meirihluta sjómanna. Ekki skipti öllu máli hvenær fiskur- inn væri veiddur. í tillögum nefndarinnar er ekki að finna nein ákvæði, sem ætlað er að tryggja rétt manna til að standa utan stéttarfélaga og hafna kröfum um greiðsluskyldu til félaga sem menn eru ekki í. Ekki er við því að búast að samkomulag tæk- ist í nefnd sem þessari um svo veigamikla breytingu en Þórarinn sagðist vonast til að löggjafinn tæki á þessum málum og tryggði launafólki þennan rétt. Eftir því sem nær dregur alda- mótum er við hæfi að líta um öxl og skoða ýmsa þætti, sem hafa verið ráðandi í atvinnulífi. Verkföll voru ríkjandi þáttur í sögu margra vestrænna þjóða fram eftir öld- inni. Á síðasta áratug dró mjög úr þeim en ísland og Ítalía voru helstu eftirlegukindurnar að þessu leyti. Verkföll voru með minnsta móti á íslandi í byrjun þessa áratugar og vonandi verður árið 1995 undan- tekningin, sem sannar regluna. Ríkisstjórnin hefur það á stefnu- skrá sinni að breyta vinnulöggjöf- inni og hefur aldrei áður verið kveðið á um slíkt í stjórnarsátt- mála. Það var fyrir löngu kominn tími til að endurskoða hina sextíu ára gömlu vinnulöggjöf, sem nú er í gildi. Slík endurskoðun er þó mjög vandasöm. Því er mikilvægt að stjórnvöld sýni staðfestu en láti ekki aðila vinnumarkaðarins kom- ast upp með að standa í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum. Hverj- ar sem breytingarnar verða leiða þær vonandi til þess að öld verk- fallanna linni hér á landi. KjM Vista skrifstöfuhúsgögn samræma ströngu$tf kröfur um qæði, glæsilegt útlit og notagildi. Uppröðunafmöguleikarnir eru fjöimarnir og b,óða uppá góða starfsaðstöðu. Innanhús- arkitektar okkar veitir faglega ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu. Smiðjuvegi 2 .Kópavog Hönnuður: Gunnar Magnússon FHI t Simi 567 21 10 % I b- n 9 i* ii íE fl í> >9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.